Morgunblaðið - 06.11.1986, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1986
25
Sovétmenn ögra Svíum
Talsmenn sænska sjóhersins skýrðu frá því í fyrradag, að sovéskur
tundurspillir af Kashin-gerð hefði haft frammi alvarlegar ögranir
við Orion, eftirlitsskip sænska sjóhersins. Gerðist þessi atburður 6.
október sl. á alþjóðlegri siglingaleið í Eystrasalti. Orion lenti í
árekstri við sovéskt herskip 25. október fyrir ári og sökuðu þá Svíar
Sovétmennina um að hafa siglt vísvitandi á skipið. Efri myndin er
af sovéska tundurspillinum en sú neðri af Orion.
Bandarísku gíslarnir í Líbanon:
Bandaríkj astj órn
sögð hafa heitið
Irönum hergögnum
TALSMAÐUR Bandaríkjafor-
seta ítrekaði í gær bann stjórn-
valda við vopnasölu til Iran.
Orðrómur hefur verið á kreiki
um að Bandaríkjastjórn hafi lof-
að írönum hergögnum gegn því
að þeir aðstoðuðu við lausn gisla-
málsins í Beirút. Fréttir herma
að Robert McFarlane, fyrrum
öryggismálaráðgjafi Bandaríkja-
forseta, hafi farið til íran fyrir
tveimur mánuðum.
Bandaríska stórblaðið The
Washington Post hafði í gær eftir
ónefndum bandarískum embættis-
mönnum að íranir hefðu fengið
loforð um hergögn gegn því að
þeir veittu Bandaríkjamönnum lið
í baráttu þeirra gegn hryðjuverkum.
Ríkisútvarpið í Israel skýrði frá því
í gær að Israelsstjórn hefði boðist
til að veita Bandaríkjastjórn aðstoð
við lausn málsins. Sagði í fréttum
útvarpsins að Israelar hefðu að
undanförnu selt írönum varahluti í
bandarískan vopnabúnað með sam-
þykki Bandaríkjastjórnar. Larry
Speakes, talsmaður Bandaríkjafor-
seta, bar þessar fréttir til baka og
sagði vopnasölubannið vera í fullu
gildi þar til íranir létu af stuðningi
við hermdarverkamenn.
Jimmy Carter, fyrrum Banda-
ríkjaforseti, setti vopnasölubannið í
nóvembermánuði árið 1979 eftir að
íranskir hermenn höfðu ráðist inn
í bandaríska sendiráðið í Teheran
og tekið starfsfólk þess sem gísla.
Reagan Bandaríkjaforseti hefur
staðfest bannið á hveiju ári frá því
hann komst til valda.
IRNA, hin opinbera fréttastofa
írana, skýrði frá því í gær að
Robert McFarlane, fyrrum öryggis
málaráðgjafi Bandaríkjaforseta,
hefði komið til landsins í því skyni
að bæta samskipti stjórnarinnar í
Teheran og Bandaríkjamanna.
Fréttastofan hafði eftir t.alsmanna
íranska þingsins að McFarlane
hefði verið handtekinn og rekinn
úr landi fimm dögum síðar. Sagði
talsmaðurinn McFarlane hafa kom-
ið til landsins ásamt ijórum öðrum
Bandaríkjamönnum í flugvél með
hergögn innanborðs. Robert
McFarlane hefur ekki viljað tjá sig
um þetta mál.
Talsmaður Bandaríkjaforseta
ítrekar vopnasölubann
Washington, Nicosia, Tel Aviv, AP.
Vinningsfé
fljótt að fara
Pittsfiold, Massachusetts.AP.
MAÐUR er vann 1 milljón dollara í happadrætti fyrir 7 árum,
drap sjálfan sig og hundana sína fimm síðastliðinn sunnudag,
þar sem hann sá ekki fram á að geta unnið sig út úr alvarleg-
um fjárhagsvanda.
Earl C. Thompson og hundam- vana. Hann hætti vinnu sinni sem
ir fundust í bílskúr Thompson og öryggisvörður er hann fékk vinn-
höfðu látist úr kolsýringseitrun. inginn og það fyrsta sem hann
Happadrættisvinningurinn hafði keypti sér voru nokkrir hundar
ekki fært Thompson hamingju, og voru þeir nánast það eina sem
því hann dó vinasnauður og fé- hann átti er hann lést.
Iran:
Khomeini
sagður
alvarlega
veikur
Beirút, Líbanon, AP.
LÍBANSKT tímarit skýrði frá
því i gær að Ayatollah Ruhollah
Khomeini, Ieiðtogi írana, hefði
nýlega fengið alvarlegt hjartaá-
fall.
í grein í tímaritinu „A1 Shiraa"
sagði að hófsamir meðlimir stjórnar
Khomeinis og harðlínumenn ættu
nú í mikilli valdabaráttu og að trú-
arleiðtoginn gæti ekkert. aðhafst
sökum veikinda. Tímaritið hafði
eftir ónefndum írönskum embættis-
manna að Khomeini væri rúmliggj-
andi og gæti ekki sinnt skyldustörf-
um sínum þar eð hann hefði nýlega
fengið alvarlegt hjartaáfall.
Ayatollah Khomeini er 86 ára
gamall. Á undanförnum árum hefur
hann oftlega dregið sig í hlé til
hvíldar og andlegrar hressingar og
hafa þá iðulega komist á kreik
sögusagnir um að hann væri alvar-
lega veikur eða látinn.
SAMBANO ISLENSKRA
KRISTNIEiOOSFELAGA
TAKIÐ EFTIR
Þarftu að rýma til í gullakassa barnanna eða geymsl-
unni. Leyfðu okkur þá að njóta þess, því flóamarkaður
okkar til ágóða fyrir kristniboð og líknarstarf í Eþíópíu
og Kenya verður haldinn í kristniboðshúsinu Betaníu,
Laufásvegi 13, laugardaginn 8. nóvember frá kl. 14.00.
Tekið á móti góðum munum föstudaginn 7. nóvember
kl. 17.00—20.00 á sama stað.
Nánari upplýsingar gefnar í síma 17536.
Mundu i kristniboðshúsinu Betaníu, Laufásvegi 13.
Framkvæmdanefndin.
Stórkostleg nýjung
sém sparar pláss
staklega vél þa
húsrými er lítið
þarft d. að þvo
íbaðherberginu
YMSAR
:astíllingar, þar af ein fyrir
15 mismunandi þvoi
Tekur inn á sig heit
jllarþvott
snunmgá vind.
velja tvenns ki
\ þurrktinartím
við þurrkunina þannig að ráða
HAFNARSTRÆT
1l3-20|455-SÆTÚN(8- S: ^7500