Morgunblaðið - 06.11.1986, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1986
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1986
27
PlúrigMí Útgefandi ttoofetíÞ Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið.
Hj álpar stofnun
í vanda
Hjálparstofnun kirkjunnar
hefur starfað í 16 ár. Um-
svif hennar hafa vaxið ár frá
ári. Hún hefur áunnið sér traust.
Almenningur hefur brugðist vel
við kalli hennar. I huga fólks
fellur það vel að hlutverki kirkj-
unnar að veita þeim hjálp, sem
eru í nauðum. Hin síðari ár hef-
ur stofnunin einkum látið til sín
taka vegna Póllands og Eþíópíu.
Hjálparstofnun kirkjunnar á allt
sitt undir því, að hún njóti
trausts og virðingar meðal
þeirra, er láta fé af hendi rakna
í almennum samskotum, sem
stofnunin efnir til. Fyrir þá sök
eina var það bæði sjálfsagt og
eðlilegt, að leitað yrði til óvil-
hallra manna og þeir beðnir um
álit, þegar fjárreiður Hjálpar-
stofnunarinnar voru orðnar að
gagnrýnisefni í fjölmiðlum.
Þessir þrír menn, Baldur Möller,
fyrrum ráðuneytisstjóri í dóms-
og kirkjumálaráðuneytinu, Sig-
urgeir Jónsson, fyrrum bæjar-
fógeti og hæstaréttardómari, og
Halldór V. Sigurðsson, ríkisend-
urskoðandi, hafa nú skilað
álitsgerð. Lesendur Morgun-
blaðsins geta kynnt sér efni
hennar í heild í blaðinu á þriðju-
dag.
I skýrslu þremenninganna er
greint frá of mörgu, sem aflaga
hefur farið í rekstri Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar. Þeir segja
réttilega, að „stofnunin hafí lent
á nokkrum villigötum". Þeir telja
sig sjá „merki þess annars veg-
ar, að ytri umgjörð sé farin að
hafa of mikil áhrif á stjómendur
og starfsmenn og hins vegar
gæti ístöðuleysis gagnvart sum-
um viðsemjendum og aðhalds-
leysis stjórnenda, bæði inn á við
og út við“. Nefndarmenn telja
„að sú fordild og ferðagleði, sem
virðist allrík í íslendingum á
síðari tímum, megi ekki komast
á hjá mannúðarstofnunum“. í
þessum velviljuðu athugasemd-
um og ábendingum felst í raun
alvarleg viðvörun. „Fordild og
ferðagleði" eru orð, sem alls
ekki ættu að sjást í skýrslu um
stofnun, sem höfðar til almenn-
ings í nafni hungurs og fátækt-
ar.
Á síðari árum hefur hjálpar-
starfí vaxið fískur um hrygg í
þeim ríkjum, þar sem velmegun
er mest. Þar hafa margir lagt
hönd á plóginn; frægust eru af-
skipti tónlistarmanna, sem efndu
til alheims-popptónleika fyrir til-
stilli sjónvarpsins. Á þessu
hjálparstarfí eru því ýmsar hlið-
ar. Til dæmis telja margir, að
marxistamir í stjóm Eþíópíu
hafí fremur verið að hugsa um
pólitíska eigin hagsmuni en
þegnana, þegar landi þeirra var
hjálpað sem mest. Móðuharðindi
af mannavöldum em því miður
ekki óþekkt fyrirbrigði. Og það
er ekki aðeins hér á landi, sem
gagnrýni beinist að stofnun, er
hefur milligöngu í mannúðar-
starfi.
Til að starf á þessu sviði skili
þeim árangri, sem að er stefnt,
er nauðsynlegt, að gefendumir,
almenningur, beri fullt traust til
milliliðanna bæði heima og er-
lendis og séu sannfærðir um, að
þeir komi peningunum til þeirra,
sem þurfa á þeim að halda.
Kannanir sýna, að fáum stofnun-
unum hafa íslendingar treyst
betur en kirkjunni. Það er í full-
komnu samræmi við kenningu
Krists að kirkjan láti starf af
því tagi, sem Hjálparstofnun
hennar hefur sinnt, til sín taka.
Morgunblaðið tekur undir það
með þeim þremur mönnum, er
gerðu úttektina á Hjálparstofn-
un kirkjunnar, „að til þess að
fullur trúnaður geti verið milli
Hjálparstofnunar og gefenda
verði að breyta um starfshætti,
draga úr útgjöldum frá því sem
nú er og áætlað er og auka allt
aðhald í rekstrinum“. Það er til
dæmis erfítt að átta sig á því,
hvers vegna Hjálparstofnun taldi
nauðsynlegt að kaupa yfír sig
hús fyrir 10,5 milljónir króna.
Forvarsmenn Hjálparstofnunar
segjast hafa ætlað að safna fyr-
ir húsinu með því að snúa sér
til þjóðarinnar á sama hátt og
Krabbameinsfélagið gerði. Hér
er ólíku saman að jafna. Krabba-
meinsfélagið rekur starfsemi
fyrir almenning og veitir honum
bráðnauðsynlega þjónustu í sínu
húsi. Hjálparstofnunin er að
kaupa hús yfír starfsmenn sína,
sem eiga vera fáir og taka sem
minnst af söfnunarfé til skrif-
stofuþarfa.
í yfírlýsingu, sem stjóm
Hjálparstofnunarinnar gaf í til-
efni af hinni gagnrýnu skýrslu,
er látin í ljós sú einlæga von,
að skýrsla þremenninganna
„megi efla traust almennings á
hjálparstarfinu“. Þetta traust
verður ekki eflt nema forsvars-
menn Hjálparstofnunar bregðist
við með réttum hætti. Ástæða
er til að ætla, að það sé ekki
„umræðan" um hjálparstarfíð
heldur hitt, hvemig Hjálpar-
stofnunin sjálf bregst við nú á
þessari úrslitastundu í lífí henn-
ar, sem skipti sköpum um
framtíðarhlut íslensku klrkjunn-
ar í hjálparstarfínu.
Verðum að varðveita þann ávinn-
ing, sem hefur náðst í sjávarútvegi
Setningarræða Kristjáns Ragnars-
sonar á aðalfundi LIU í gær
HÉR fer á eftir ræða Kristjáns Ragnarssonar formanns
Landssambands ísl. útvegsmanna við setningu aðalfundar
samtakanna í Vestmannaeyjum í gær.
Veruleg umskipti til hins betra
hafa orðið á þessu ári um afkomu
fiskveiðanna. Eftir langvarandi tap-
rekstur undanfarinna ára benda
afkomuspár Þjóðhagsstofnunar til
þess, að um 7% hagnað verði að
ræða á þessu ári eða um 800 millj-
ónir króna, og er þá reiknað með
6% ávöxtun stofnfjár.
Ekki er aðeins, að reksturinn
hafi snúist til betri vegar, heldur
er einnig um það að ræða, að sl.
16 ár hafa afkomureikningar aldrei
fyrr sýnt hagnað fyrir útgerðina í
heild. Undanfarin ár hefur útgerðin
safnað verulegum vanskilum, sem
hún hefur ýtt á undan sér með
skuldbreytingum og í mörgum til-
vikum hefur hallareksturinn leitt til
gjaldþrots. Það var því kominn tími
til, að reksturinn breyttist til betri
vegar, og útgerðin geti staðið við
skuldbindingar sínar og greitt upp
í fyrri vanskil, sem eru veruleg.
Helstu ástæður fyrir batnandi
afkomu eru: lækkun olíuverðs, góð-
ur afli, auknar tekjur vegna
hækkandi verðs á ferskum físki og
auknum afla hafa ekki fylgt nýjar
fjárfestingar. Hver þessara liða er
mjög þýðingarmikill.
Ferskur fiskur
í áætlun Þjóðhagsstofnunar er
reiknað með, að eigendur fískiskipa
selji á erlendum fískmörkuðum 20
þúsund lestir í gámum og 33 þús-
und lestir í veiðiskipum. Ábati
útgerðarinnar er um 800 milljónir
króna eða um 15 krónur á hvert
kíló og hefur þá verið reiknað með
10% rýrnun á afla. Það er því ekki
hið opinbera skráða verð hér heima,
sem gefur útgerðinni hagnað á
þessu ári. I þessu sambandi er rétt
að benda á, að hagnaður af fersk-
físksölu er ekki jafnmikill hjá
útgerðinni í öllum landshlutum
vegna þess, að samgöngur eru ekki
til staðar fyrir útfíutning í gámum.
Afkomumynd, sem byggir á tekjum
af sölu á ferskum físki, gefur því
ekki rétta mynd fyrir allt landið.
Lækkun olíuverðs
Lækkun á olíuverði á þessu ári
nemur um 800 milljónum króna.
Mikil óvissa er um olíuverð og því
vart á það að treysta, að við njótum
þessa ávinnings í framtíðinni. Þrátt
fyrir lækkað olíuverð greiðum við
um 50% hærra verð fyrir olíu, en
eigendur fískiskipa þurfa að greiða
í nágrannalöndunum. Um síðustu
mánaðamót námu skuldir útgerðar-
innar við olíufélögin um 1.400
milljónum króna, eða sem svarar
eins árs viðskiptum miðað við nú-
gildandi olíuverð. Ástæðan fyrir
þessum miklu skuldum er uppsafn-
aður vandi fyrri ára, þegar olíuverð
var svo hátt, að útgerðin gat ekki
staðið undir að greiða olíukostnað-
inn. Eðlileg skuld útgerðarinnar við
olíufélögin ætti að vera um 140
milljónir króna eða ’/ioaf núverandi
skuld, en það samsvaraði eins mán-
aðar viðskiptum.
Skattur á olíu
Hvemig má það vera, að stjóm-
endur þessa lands láta það sér til
hugar koma að skattleggja sérstak-
lega mikilvægustu aðföng útgerð-
arinnar, þegar aðstæður em eins
og þær, sem ég hefí lýst? Er það
virkilega svo, að stjómendur lands-
ins setji sér það mark, að útgerðin
megi ekki vera rekin hallalaus? Það
em ekki liðnir nema fáir mánuðir
síðan olían lækkaði í verði. Fullyrt
er, að í öðmm löndum hafí ríkissjóð-
ur tekið til sín hluta af olíuverðs-
flækkun. Ég fullyrði, að það hafi
hvergi gerst að leggja skatt á olíu
til fískveiða eða til atvinnurekstrar
yfírleitt. Hvað oft var okkur ekki
sagt, að ríkissjóður gæti ekki tekið
þátt í erfiðleikum útgerðarinnar, og
olíuna yrði að selja á því verði, sem
hún kostaði til þess að fá fram
nauðsynlegan spamað. Þá var aldr-
ei sagt, að ríkissjóður ætlaði sér
hlut, ef verðið myndi lækka. Hinu
er ekki að neita, að gerðar vom
ráðstafanir af opinberri hálfu til
þess að auðvelda útgerðinni að
standa undir þessum kostnaði, sem
hvergi nærri dugðu þó til, eins og
dæmið af skuldum útgerðarinnar
við olíufélögin sýnir. Við emm enn
að vona, að ríkisstjórnin framkvæmi
ekki fyrri áform um álagningu olíu-
skatts svo ósanngjarn, sem hann er.
Endurnýjun skipa
í upphafi þessa árs var aflétt
banni við smíði og innflutningi
nýrra skipa. Hinsvegar vom útgerð-
armönnum settar mjög strangar
skorður í því efni. Krafíst var auk-
ins eigin fíár með því að miða
lánshlutföll Fiskveiðasjóðs við 65%,
þegar smíðað er skip hér á landi
og 60% þegar skip er smíðað erlend-
is. Ennfremur að eldra skip yrði
að víkja fyrir nýju, en það er mikil-
vægasta atriðið. Öll viðleitni til þess
að bæta afkomu útgerðarinnar, og
gera hana viðunandi er gagnslaus
með öllu, ef ekki er komið í veg
fyrir, að fiskiskipaflotinn stækki.
Við þekkjum það af öllum þeim
takmörkunum, sem nú er beitt til
að takmarka sóknarmöguleika flot-
ans, að hann getur veitt meira, en
honum er heimilað. Frávik frá nú-
gildandi reglum mega því engar
verða. Eðlilega munu einstakir út-
gerðarmenn þrýsta á í þessu efni
og á sjávarútvegsráðherra þakkir
skildar fyrir að hafa hvergi látið
undan, og ég vona að samtökunum
okkar auðnist að móta stefnu, er
tryggi, að núgildandi reglum verði
fylgt í megin efni í framtíðinni.
Vissulega væri æskilegt, að físki-
skipafloti okkar væri nýrri, en raun
ber vitni. Vonandi verður afkoma
fískveiðanna með þeim hætti, að
útgerðarmenn hafi efni á að leggja
gömul skip til hliðar, og þeir hafí
eigið fé til þess að leggja fram til
kaupa á nýjum skipum, svo fjár-
magnskostnaður verði viðráðanleg-
ur.
Stjórnun fiskveiða
Fjórða atriðið, sem skiptir mestu
máli um afkomu útgerðarinnar er,
að fiskveiðistjómunin verði á hverj-
um tíma með þeim hætti, að tryggt
verði, að við fáum sem best notið
hámarksafraksturs fískistofnanna
við landið. Að sjálfsögðu megum
við búast við því, að allir verði ekki
á eitt sáttir í því efni. Við höfum
þó borið gæfu til, að ná þeirri sam-
stöðu, að tillit hefur verið tekið til
.sjónarmiða okkur.
Við samþykktum á síðasta aðal-
fundi að óska eftir, að löggjöf um
fiskveiðistjómun yrði sett til 2ja ára
og var orðið við þeirri ósk. Við
ætlum því að hvfla okkur á umræðu
um fiskveiðistjómun á þessum
fundi, nema um þau atriði, er lúta
að reglugerðarsetningu fyrir næsta
ár í samræmi við gildandi lög.
Kristján Ragnarsson
Það sem mestri óánægju veldur,
eru reglur um meðaltalskvóta sókn-
armarkstogara á suðursvæði, ef
litið er framhjá þeim, sem eru alfar-
ið á móti núgildandi stjómunarregl-
um. Á þessu ári voru skip á
suðursvæði hækkuð sérstaklega um
200 lestir. Enn er þó um 600 lesta
mun að ræða, sem stafar af mis-
munandi meðalafla á viðmiðunarár-
unum. Vegna nauðsynlegra
takmarka á karfaafla virðist sann-
gjamt að setja einnig karfaafla-
hámark á sóknarmarksskip, þar
sem suðursvæði hefði mun hærra
aflamark en norðursvæði vegna
reynslu á viðmiðunarárunum. Þetta
ætti að geta jafnað aðstöðumun
svæðanna verulega.
Athygli vekur að 4 alþingismenn
skuli nú flytja frumvarp til breyt-
inga á gildandi lögum um stjómun
fískveiða, þar sem lagt er til að
mismuna útgerðaraðilum um rétt
til fiskveiða, eftir hlutfalli starfandi
fólks við hinar ýmsu atvinnugrein-
ar. Ef þetta væri samþykkt, myndi
það leiða til þess að útgerð frá
Keflavík, Hafnarfirði, Reykjavík og
Akureyri myndi með öllu leggjast
niður og ef til vill fleiri stöðum. Það
er létt verk að leggja til að bæta
við þennan og hinn, eins og gert er
í frumvarpinu, án þess að láta þess
getið, hvað það á að taka, sem
bæta á við aðra. Málflutningur af
þessu tagi hefur ekki náð eyrum
okkar og á vonandi ekki eftir að
gera það.
Hækkandi fiskverð
Sala a fískafurðum hefur gengið
einstaklega vel á þessu ári. Frystur
fískur hefur hækkað verulega í
verði og sama er að segja um salt-
físk. Hörpudiskur og rækja hafa
einnig hækkað vemlega í verði og
er nú 15—17% af verðmæti þeirra
afurða lagt í Verðjöfnunarsjóð til
að mæta verðfalli síðar.
Svo mikil eftirspum hefur verið
eftir frystum og söltuðum físki, að
til erfíðleika horfir með að standa
við gerða sölusamninga. Mismunur
á söluverði frystra flaka í Banda-
ríkjunum getur numið yfír 50
krónum á hvert kfló, eftir því hvort
verið er að framleiða upp í samn-
inga, sem gerðir voru fyrrihluta
þessa árs, og við erum bundnir af,
eða samninga sem miða við núver-
andi markaðsverð. Á þetta bæði við
um samninga við stærstu kaupend-
ur í Bandaríkjunum og samninga
við Sovétríkin, en þar getur þessi
munur verið milli 20 og 30 krónur
á kfló. Rétt er að taka fram, að
samningagerðin sætti ekki gagn-
rýni á þeim tíma, þegar hún var
gerð. Þetta eru meiri umskipti á
Hvernig- má það vera,
að stjórnendur þessa
lands láta það sér til
hugar koma að skatt-
leggja sérstaklega
mikilvægustu aðf öng
útgerðarinnar, þegar
aðstæður eru eins og
þær, sem ég hefi lýst?
Er það virkilega svo,
að stjórnendur landsins
setji sér það mark, að
útgerðin megi ekki
vera rekin hallalaus?
Það eru ekki liðnir
nema fáir mánuðir
síðan olían lækkaði í
verði. Fullyrt er, að í
öðrum löndum haf i
ríkissjóður tekið til sín
hluta af olíuverðslækk-
un. Eg fullyrði, að það
haf i hvergi gerst að
leggja skatt á olíu til
f iskveiða eða til at-
vinnurekstrar yf irleitt.
markaðsverði, en við eigum að venj-
ast.
Mikil umræða hefur verið um
auknar ferskfísksölur á árinu og
þeim kennt um, að erfitt hefur
reynst að standa við samninga um
sölu á frystum og söltuðum físki.
í lok október höfðu verið fluttar
út um 73 þúsund lestir af ferskum
físki á móti 65 þúsund lestum allt
árið í fyrra. Athyglisvert er að
þorskur er aðeins 30.000 lestir af
heildarútflutningnum. Til Englands
höfðu farið 47.500 lestir, 13.800
lestir í skipum og 33.700 lestir í
gámum. Meðalverð er um 54 krón-
ur. Til Þýskalands höfðu farið
22.500 lestir, 14.200, lestirí skipum
og 8.300 lestir í gámum. Meðalverð
um 46 krónur fyrir hvert kfló en
þar er aðallega um karfa að ræða.
Á þessu ári höfum við hafíð sölu á
ferskum físki í gámum til Frakk-
lands. Þangað hafa farið um 3.000
lestir og meðalverð á kfló er um
kr. 50.
Eins og áður sagði, höfðu í lok
október verið seldar 8 þúsund lest-
um meiri afli erlendis en allt árið í
fyrra. í lok september hafði hins-
vegar orðið aflaaukning, sem nam
25 þúsund lestum af þorski og 12
þúsund lestum af öðrum botnfíski
eða samtals um 37 þúsund lestum.
Skýring á erfiðleikum sölusamtaka
að standa við sölusamninga er ekki
að finna í sölu á ferskum físki,
heldur í því að frystur fískur hefur
í auknum mæli verið seldur til Vest-
ur-Evrópulanda og til Japan.
Lágt verð á loðnu og
síld
Þótt vel horfi um sölu á afurðum
botnfiska, er ekki sömu sögu að
segja um afurðir uppsjávarfíska,
síld og loðnu. Enn hafa ekki borist
fréttir af samningaviðræðum um
sölu saltsíldar til Sovétrikjanna, en
arðsemi sfldveiða í haust byggist á
því, að takist að selja meiri saltsíld.
Verð á loðnumjöli hefur verið lágt,
en hefur styrkst nokkuð að undan-
fömu. Verð á loðnulýsi er aðeins
hluti af því, sem verið hefur, enda
þótt það hafí einnig hækkað undan-
fama daga. Verð á loðnuafurðum
er lágt og afkoma loðnuveiða og
vinnslu ekki góð og til muna verri
en á sl. ári.
Samskipti við Græn-
lendinga
Það veldur vonbrigðum, að nú
er mælt með því, að við veiðum
nokkru minna magn af loðnu en á
sl. ári. Ástæða þess er að hluta til
vegna þess, að Færeyingar hafa
veitt um 70 þúsund lestir úr stofnin-
um með samþykki Grænlendinga,
án þess að samkomulag hafí tekist
um skiptingu aflans milli íslands,
Noregs og Grænlands.
Ekki hefur heldur tekist sam-
komulag milli okkar og Grænlend-
inga um nýtingu karfastofnsins,
sem virðist í nokkurri lægð. Á sama
tíma selja Grænlendingar Evrópu-
bandalaginu og Japan nánast
ótakmarkaðan veiðirétt, án þess að
þeir stundi nokkrar rannsóknir.
Svo virðist, að ástæða sé til þess
að endurmeta réttindi Grænlend-
inga hér á landi og hvort hér eigi
að veita japönskum togurum, sem
veiðar stunda úr sameiginlegum
fískistofni okkar Grænlendinga,
ótakmarkaða þjónustu, en veiðar
þeirra byggjast að verulegu leyti á
því, að þeir fái þessa þjónustu hér
á landi.
Það vekur hinsvegar furðu að sjá
japanska togara í höfn hér flesta
daga sumarsins. Skip sem siglt
hafa hálfa Ieið kringum hnöttinn
til að fiska á ókunnum fiskislóðum.
Sýnir þetta okkur ekki, að þröngt
er orðið um fískiskipaflota heims-
ins?
Þetta ætti því að minna okkur á
þá ábyrgð, sem við höfum á því,
að tryggt sé, að okkar fiskistofnar
verði ekki ofveiddir. Þannig getum
við ávallt haft eðlilegt framboð á
físki, sem við fáum hátt verð fyrir,
m.a. vegna þess að aðrir fiskstofnar
eru ofveiddir eins og t.d. í Norð-
ursjó. Þar er úthlutað hærri afla-
kvótum, en unnt er að veiða, vegna
þess að öll vandamál um skiptingu
á afla hafa verið leyst með því að
auka við það magn, sem vísinda-
mennirnir mæla með.
Fijálst fiskverd
Á síðasta ári var Verðlagsráði
sjávarútvegsins heimilað með laga-
breytingu að ákveða fijálst físk-
verð, en það þó bundið þeim
fyrirvara, að um algjört samkomu-
lag yrði að ræða. Minna hefur orðið
úr, að fijálst fískverð væri ákveðið,
en búist var við. Óttuðust menn,
að sjómenn og útvegsmenn yrðu
tregari en fískkaupendur til aukins
fijálsræðis en raunin hefur orðið
önnur. Fiskkaupendur hafa hafnað
fijálsu verði á rækju og humri, og
öllum eru í fersku minni átökin um
fijálst loðnuverð, en það er þó eina
verðið, sem er ftjálst í dag auk
verðs á sfld til bræðslu. Með aukn-
um sölum á ferskum físki erlendis
hafa ákvarðanir Verðlagsráðs haft
minna gildi en áður. Svo virðist, að
í viðskiptum óskyldra aðila viðgang-
ist verulega hærra verð en hið
opinbera verð.
Vegna aukinnar sölu á ferskum
fiski á uppboðsmörkuðum erlendis
og greiðari samgöngum, er tryggja
betri aðgang að þeim, hafa vaknað
hugmyndir um að selja ferskan fisk
á uppboðsmarkaði hér á landi. Svo
virðist, að fískkaupendur hafí mik-
inn áhuga á að þetta verði reynt,
og sé ég ekkert því til fyrirstöðu.
Ég hélt, að nauðsynlegt væri til að
skapa samræmi milli framboðs og
eftirspumar, að allur fískur á til-
teknu svæði kæmi á markaðinn líkt
og á sér stað í Englandi og Þýska-
landi. í áliti nefndar, sem skipuð
var til að kanna þessi mál, kemur
fram að hún telur, að svo þurfí
ekki að vera. Ég tel litla áhættu
fólgna fyrir útvegsmenn að selja
físk á væntanlegum markaði og
oftast hljóti að verða um yfirverð
að ræða.
Iikt og gert er erlendis tel ég,
að ákveðið lágmarksverð eigi að
gilda á slíkum markaði, en það
getur þó verið lægra en hið opin-
bera verð. Sjávarútvegsráðherra
hefur lýst sig fiísan til að beita sér
fyrir nauðsynlegum lagabreyting-
um í þessu efni, og því ber að fagna.
Sjóðakerfisbreytingin
Eins og við öll vitum, var gerð
veruleg breyting á skiptareglum í
sjávarútvegi sl. vor með afnámi
sjóðakerfisins. Allar millifærslur
vom felldar niður og tryggt að afla-
verðmæti hvers og eins komi í hans
eigin hendur. Jafnframt þessu
greiði nú hver og einn þann kostn-
að, sem hann stofnar til. Vissar
efasemdir vom uppi um, hvort þetta
væri ekki of mikil breyting, sem
valda myndi erfíðleikum. Svo virðist
þó ekki hafa orðið, því enginn virð-
ist sakna þess, sem niður var lagt.
Þetta var mjög gagnleg upp-
stokkun, þó ekki væri nema vegna
þess, að hlutaskiptareglur við sjó-
menn vom orðnar lítt skiljanlegar.
Þessar breytingar eiga einnig að
auðvelda fijálsa verðlagningu,
vegna þess að skiptalqorin em nú
einfaldari.
Kröfur sjómanna
Samtök sjómanna hafa nýlega
ályktað, að nauðsyn beri til að
hækka hlutaskipti sjómanna vegna
betri afkomu útgerðar. Þetta kemur
vemlega á óvart vegna þess, að
sjómenn hafa notið betra árferðis
eins og útgerðin, enda tekjur þeirra
bundnar tekjum útgerðar með
launakjömm, sem byggjast á hluta-
skiptum. Fram hefur komið, og það
ekki dregið í efa, að meðaltekjur
sjómanna muni verða um 1,2 millj-
jónir króna á þessu ári. Samtök
sjómanna stóðu að samningum sl.
vor og sömdu um ný skiptakjör,
þegar sjóðakerfísbreytingin var
gerð, og í framhaldi af því um til-
tekna hækkun hlutaskipta 1.
september sl. vegna lækkunar á
olíukostnaði útgerðar.
Engin lækkun hefur orðið í olíu-
verði síðan og því engin rök fyrir
frekari breytingum á hlutaskipta-
reglum. Það er sérstaklega ánægju-
legt og eftirtektarvert, hvað laun
sjómanna em góð. Hefur það kom-
ið fram með þeim hætti, að mikið
framboð hefur verið allt þetta ár
af hæfum sjómönnum og mun betra
hefur verið að manna fískiskipaflot-
ann nú, en allan síðasta áratug.
Nauðsynlegt er að gera ákveðnar
breytingar á kjarasamningum út-
vegsmanna og sjómanna, þegar
fískur er sendur í gámum á erlend-
an markað á þann veg, að hlutur
útgerðar verði aukinn af söluverð-
inu. Útgerðin greiðir nú allan
kostnað við flutninginn og söluna,
og er ávinningur sjomanna hlut-
fallslega mun meiri en útgerðar,
vegna þess að frádráttur af sölu-
verði er of lítill. Þessu þarf að
breyta á þann veg, að ávinningur
beggja verði hlutfallslega sá sami.
Fiskmat
Málefni Ríkismats sjávarafurða
hefur verið mikið til umfíöllunar að
undanfömu. Sjávarútvegsráðherra
hefur ákveðið að höfðu samráði við
fulltrúa veiða og vinnslu að beita
sér fyrir lagabreytingu á þann veg,
að ferskfískmatið verði fært til at-
vinnugreinarinnar, sem nú þarf að
koma sér saman um, hvemig þess-
um málum verði skipað í framtíð-
inni. Það hefur lengi verið skoðun
mín, að þessum málum sé betur
komið hjá okkur sjálfum en hjá
opinberri stofnun. Aukin sala á
ferskum fiski erlendis hefur leitt til
betri meðferðar á físki og þann
árangur í bættri meðferð þurfum
við einnig að flytja yfír á fisk, sem
unninn er til útflutnings hér á landi.
Það gemm við ekki, nema með því
að skerpa vitund þeirra, sem við
fískinn vinna, með því að greiða
fyrir fískinn í samræmi við gæði
hans. Til þess að það megi verða
þurfa fiskkaupendur og fiskseljend-
ur að ræða saman og koma með
ábendingar um, hvað megi betur
fara. Komi til ágreinings milli þess-
ara aðila þurfa þeir að koma sér
saman um úrskurðaraðila.
Ég hef talið að ganga mætti
lengra og leggja Ríkismatið niður
með öllu. Þau takmörkuðu verk-
efni, sem á þarf að halda, eins og
eftirlit með lestun skipa, má fela
þeim aðilum, sem líta eftir öryggis-
búnaði skipa. Öðrum þáttum geta
einkaaðilar sinnt. Má þar til nefna,
að útflutningssamtökin hafa að
mestu tekið við að sjá um mat á
físki til útflutnings, og þeim sem
ekki selja fyrir milligöngu þeirra,
ætti að gera skylt að kaupa þá þjón-
ustu hjá einkaaðilum, sem væru
löggiltir til þess að mega veita slíka
þjónustu.
Þessar hugmyndir hafa ekki náð
fram að ganga m.a. vegna þess,
að sumt af þessum verkefnum
myndi flytjast til stofnana, sem
ekki falla undir sjávarútvegsráðu-
neytið. Það eru hinsvegar ekki gild
rök að mínu mati, þegar spara má
nær 100 milljónir króna með fyrr-
greindum hætti. Tregða til upp-
stokkunar og endurmats í ríkis-
rekstrinum er ótrúlega mikil, og svo
virðist, að viljinn til aukinnar skatt-
lagningar, sbr. olíuskattinn, sé
meiri en að takast á við útgjöldin.
Olíuviðskipti
Eins og ég hef vikið að áður,
virðast Sovétmenn ekki hafa áhuga
á að kaupa af okkur saltaða sfld á
því verði, sem það kostar okkur að
framleiða hana. Einnig virðist áhugi
þeirra vera takmarkaður á að kaupa
af okkur aðrar sjávarafurðir. Þrátt
fyrir það, er svo að sjá, að áhugi
sé hjá stjómvöldum til að kaupa
af þeim meira en helming allra olíu-
vara, sem við þurfum á að halda.
Áhugi olíufélaganna til breytinga
virðist einnig takmarkaður, því með
þessu innflutningsfyrirkomulagi er
samkeppni lítil sem engin.
Með breytingu á lögum um verð-
jöfnun á olíu, sem samþykkt var á
sl. ári, var ákveðið, að innkaupa-
jöfnunarreikningur skuli færður
upp fyrir hvert félag. Með þessari
breytingu átti að tryggja, að í ljós
kæmu breytileg innkaup þeirra á
þeim olíuvörum, sem ekki eru
keyptar frá Sovétríkjunum. Átti
þetta nýja fyrirkomulag að taka
gildi um sl. áramót. Það hefur, hins-
vegar ekki gerst, og enn skiptir
olíufélögin engu máli á hvaða verði
olían er keypt, því öllu er verðjafn-
að innan sameiginlegs innkaupa-
jöfnunarreiknings. Enga skýringu
er að fá af hveiju þessi nýju lög
koma ekki til framkvæmda. Fram-
kvæmd þessara mála miða öll í þá
átt að koma í veg fyrir samkeppni.
Eitt lítið dæmi sýnir okkur,
hvemig olíuviðskipti okkar em. Um
þetta leyti í fyrra var verð á tonni
af svartolíu í Rotterdam um 150
dollarar. Þá var samið við Sovét-
menn um að greiða þeim sérstakt
álag, sem nam 25 dollurum á tonn,
vegna þess að svartolían þeirra
hentaði okkur betur, vegna þess
hve þunn hún er. Sl. sumar lækk-
aði hvert tonn af svartolíu niður í
40 dollara, en nú um 60 dollara,
en 25 dollara álagið gilti óbreytt,
hvort heldur tonnið kostaði 150
dollara eða 40 dollara.
Skipaviðgerðir
Þegar ákveðið var fyrir þremur
ámm að takmarka skipasmíðar og
skipakaup, vom íslensku skipa-
smíðastöðvamar uggandi um sinn
hag og töldu starfsemi sinni stefnt
í hættu. Allt hefur þetta farið á
betri veg. Verkefni þeirra hafa ver-
ið meiri, en þær hafa ráðið við. í
of mörgum tilfellum hefur orðið um
óhóflegan drátt að ræða á afhend-
ingu skipa úr viðgerðum og endur-
bótum. Þetta er talið stafa af skorti
á mannafla. Nauðsynlegt er, að við
eigum á hveijum tíma, sem best
samstarf við þessi fyrirtæki, því þau
em ein mikilvægustu þjónustufyrir-
tæki fyrir fiskiskipaflotann. Nú
hafa þau fengið frelsi til þess að
selja þjónustu sína á því verði, sem
þau kjósa sjálf. Við höfum ekki
lagst gegn þessari breytingu, og
vonandi kunna þau sér hóf í þessu
efni, enda afkoma þessara fyrir-
tækja flestra með miklum ágætum.
Bættur hagur útgerðar skilar sér
fljótt í betri afkomu þjónustugreina
hennar.
Það kom okkur hinsvegar á
óvart, að sl. sumar skyldu koma
tillögur frá stjómskipaðri nefnd
með aðild skipasmíðastöðvanna um
að leggja bæri jöfnunargjald á
skipaviðgerðir, sem framkvæmdp.r
væm erlendis. Rök fyrir þessari
aðgerð vom ekki haldbær, enda
kom ekki til þess, að stjómvöld
samþykktu þessar tillögur. Svona
tillöguflutningur er ekki til þess
fallinn að bæta samskipti aðila, sem
mjög þurfa á hvomm öðmm að
halda. Útvegsmenn munu aldrei
ótilneyddir ganga undir kvaðir um
að mega ekki láta gera við skip
sín, þar sem það er ódýrast og best
hveiju sinni.
Skortur á vinnuaf li
Á ferðum mínum um landið virð-
ist mér það ekki vera skortur á
veiðiheimildum, sem hái starfsemi
fískvinnslufyrirtækjanna, heldur
skortur á vinnuafli. í íjölmörgum
þorpum er starfandi fjöldi erlendra
verkakvenna. Á sama tíma fækkar
fólki vfða í sjávarþorpunum þrátt
fyrir mikla atvinnu. Ég held að hér
sé á ferðinni eitt erfíðasta viðfangs-
efni, _sem við eigum við að fást í
dag. I því efni mætti taka til athug-
unar menntakerfí, sem ekki tekur
tillit til þarfa atvinnulífsins og
byggir á því að koma öllum í gegn-
um háskóla, bankastarfsemi sem
þenst út stjómlaust, heilbrigðis-
kerfí, sem margfaldast á örfáum
árum og innflutningsstarfsemi, þar
sem 1.700 heildsalar sjá um inn-
flutning.
Mikil þensla er í þjóðfélaginu,
sem brýn þörf er á að draga úr.
Áhrifaríkast í því efni er að tak-
marka erlendar lántökur. Að öðru
leyti þarf að efla framleiðslugrein-
amar, sem sjá fólkinu í landinu
fyrir viðurværi. Við getum ekki
búist við að við fáum erlent vinnu-
afl til þess að framleiða það sem
þjóðin lifir á. Hér þarf markvissa
stefnumótun, sem byggir á að snúa
þessari þróun við.
Lokaorð
Nú er einstakt tækifæri til þess
að varðveita þann ávinning, sem
náðst hefur í sjávarútveginum með
verulegri verðhækkun á fiskafurð-
um og markvissri stefnumótun
stjómvalda um málefni hans. Þenn-
an ávinning verður sjávarútvegur-
inn að fá að nota til þess að greiða
gömul vanskil og byggja upp eigið
fé að nýju. Til þess að unnt sé að
endumýja framleiðslutækin þarf að
vera til eigið fé, svo ekki þurfí að
byggja alla endumýjun á lánsfé.
Það hvflir einnig mikil ábyrgð á
okkur að dreifa ekki þessum ávinn-
ingi út í þjóðfélagið með ófyrirsjá-
anlegum verðbólguáhrifum. Við
verðum því að sætta okkur við að
leggja eitthvað af verðhækkunum
í Verðjöfnunarsjóð til þess að mæta
verðlækkunum, sem alltaf geta orð-
ið, eins og fortíðin minnir okkur á.
Ég færi Útvegsbændafélagi
Vestmannaeyja þakkir fyrir að
bjóða okkur til þessa fundar hér í
Vestmannaeyjum. Fyrir mig er
einkar ánægjulegt að koma hér til
þessa fundar. Þegar við héldum hér
aðalfund LÍÚ fyrir 16 árum tók ég
við formennsku í þessum samtök-
um. Ég er þess fullviss, að við eigum
eftir að eiga hér ánægjulega daga.
Við munum ræða okkar mál af ein-
lægni og samstarfsvilja.
Að lokum vil ég þakka samstarfs-
mönnum mínum í stjóm LÍÚ fyrir
ánægjulegt samstarf og starfsfólki
LIÚ fyrir vel unnin störf.
Ég vil einnig nota þetta tækifæri
til þess að þakka núverandi sjávar-
útvegsráðherra, Halldóri Ásgríms-
syni, fyrir ánægjulegt samstarf og
ég veit að ég mæli fyrir munn okk-
ar allra.
Ég segi þennan 47. aðalfund LÍÚ
settan.