Morgunblaðið - 06.11.1986, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 06.11.1986, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1986 4 Skipan opinberra framkvæmda: Yfirstjórn flutt til fjár- laga og hagsýslustofnunar frá framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins Stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um skipan opinberra fram- kvæmda gerir ráð fyrir því að flytja yfirstjórn verk- iegra framkvæmda frá framkvæmdadeild Inn- kaupastofnunar ríkisins til fjárlaga- og hagsýslustofn- unar. Stefnt er að því að færa stjórnun opinberra framkvæmda í ríkara mæli til fjármálayfirvalda og að þar fari fram mat á hag- kvæmni og forgangsröðun verkefna. Frumvarp þetta er „systurfrumvarp “ með öðru stjórnarfrumvarpi um opinber innkaup, sem skýrt var frá á þingsíðu Morgunblaðsins sl. mið- vikudag. Helztu niðurstöður nefndar- innar vóru þær að opinberar framkvæmdir þarfnist „mark- vissari umfjöllunar en nú er. Tekur þetta bæði til stjómar framkvæmda og mats á gildi þeirra og arðsemi... Styrkari stjóm þarf að hafa á öllum undir- búningi verkefna og að fram- kvæmdir heíjist ekki fyrr en fyrir liggur ákvörðun sem færir bygg- ingu til loka“. Nefndin lagði áherzlu á að stjómun opinberra framvkæda færist í ríkari mæli til fjármála- yfirvalda. í annan stað „verði hinn eiginlegi, verklegi þáttur framkvæmda leystur meira en nú er af óháðum aðilum, sam- kvæmt tilskildum samningum." Salóme Þorkelsdóttir Aukin áhrif foreldra og nemenda á skólastarf: Salome fær stuðning menntamálaráðherra niMnci Það eru þrír þingmenn Al- þýðubandalagsins, Svavar Gests- son (Rvk.), Guðrún Helgadóttir (Rvk.) og Steingrímur J. Sigfús- son (Ne.), sem flytja frumvarp þessa efnis. Þar er gert ráð fyrir bví, að öryrki sem er óánægður með úrskurð tryggingayfírlæknis um örorkumat geti óskað eftir skriflegrí greinargerð læknisins um forsendur matsins. Þeirri greinargerð ásamt athugasemd- um geti hann síðan vísað til úrskurðar sérstakrar örorkumats- nefndar. Samkvæmt frumvarpinu eiga þrír menn að sitja í nefnd- inni; einn tilnefndur af Oryrkja- bandalagi Islands, annar frá Hæstarétti, sem skal vera læknir og formaður nefndarinnar, og loks skal heilbrigðis- og tiygginga- málaráðuneytið tilnefna einn Ráðherraskiðuð nefnd undir forsæti Magnúsar Péturssonar, hagsýslustjóra, hefur athugað starfshætti Innkaupastofnunar ríkisins, þ.m.t. starfshætti Fram- kvæmdadeildar hennar. Nefdin skilaði síðan af sér drögum að frumvörpum, annarsvegar um opinber innkaup, hinsvegar um skipan opinberra framkvæmda, sem hér er frá sagt. mann í nefndina, sem er lögfræð- ingur. Svavar Gestsson mælti fyrir frumvarpinu við fyrstu uinræðu í neðri deild í gær og kvað efni þess sjálfsagt mannréttindamál. Hann sagði, að samkvæmt núgild- andi lögum væri tiyggingayfír- læknir einráður um örorkumat, en sú skipan væri óeðlileg. Hann tók fram, að hann væri þó ekki fella dóm yfir störfum núverandi yfírlæknis, heldur fyrirkomulag- inu sjálfu. Stefán Valgeirsson (F.-Ne.) lýsti yfir stuðningi við hugmynd- ina um áfrýjunarrétt öryrkja, en kvað álitamál hvort leið frum- varpsins væri endilega hin rétta. Hann sagðist hafa verið umboðs- maður íjölda öryrkja á undanföm- um árum og teldu margir þeirra SVERRIR Hermannsson, menntamálaráðherra, lýsti sig ekki hafa náð rétti sínum hjá tryggingayfírlækni. Aðalatriðið væri að breyta núverandi skipan. Ragnhildur Helgadóttir, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, kvaðst kannast vel við þann vanda sem frumvarpið tekur á. Hún sagðist vera sammála því að frum- varpið fengi þinglega meðferð og afgreiðslu, en ýmsar aðrar leiðir væru þó til úrbóta en þar væru nefndar. Hún sagði að verkefni tryggingayfirlæknis væri gífur- lega umfangsmikið og kvaðst ekki geta ímyndað sér annað en að það væri jákvætt frá sjónarmiði emb- ættis hans að fá slíkan bakhjarl, sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra, lýsti einnig stuðn- ingi við það, að á málinu yrði tekið. Hann taldi núverandi fyrir- komulag örorkumats „staðnað" og „óeðlilegt". Að lokinni umræðu var frum- varpinu vísað til 2. umræðu og nefndar. yfir stuðningi við frumvarp Salome Þorkelsdóttur (S.- Rn.) um breytingu á grunn- skólalögum, er það kom til fyrstu umræðu í efri deild Alþingis í gær. Frumvarpið miðar að því að auka aðild foreldra og nemenda að stjórn og innra starfi skóla. Það gerir m.a. ráð fyrir því að við hvern grunnskóla starfi skólaráð stjórn skól- ans til ráðuneytis um innri mál hans og í því eigi sæti fulltrúar kennara, nemenda, foreldra og annarra starfs- manna skóla. Menntamálaráðherra kvaðst hafa óskað eftir því, að flutnings- maður hefði samráð um efnisatriði frumvarpsins við nefnd þá, sem nú starfar að því að endurskoða grunnskólalögin. Að öðru leyti Fundir voru í báðum deild- um Alþingis í gær. Að venju hófust þeir klukkan 14:00. Fundi í neðri deild lauk um kl. 15 og fundi í efri deild rúmum klukkutíma síðar. Að deildafundum loknum hófust fundir í þingflokkun- um. I neðri deild var stjómarfrum- varpi um skógrækt vísað til 2. umræðu og landbúnaðamefndar og frumvarpi til stjómskipunar- laga vísað til 2. umræðu og væri hann hlynntur því að frum- varpið næði fram að ganga. Eiður Guðnason (A.-Vl.) sagð- ist hafa efasemdir um frumvarpið. Með því væri verið að auka bák- nið að þarflausu. Hann kvaðst ekki sjá á þessari stundu að stofn- un skólaráðanna væri til bóta, enda væm þegar starfandi gró- skumikil foreldrafélög við marga skóla svo sem heimilt væri sam- kvæmt grunnskólalögum. Nýtt þrep væri ekki nokkur trygging fyrir meira og betra samstarfi skóla og heimila, en fæli hins veg- ar í sér útþenslu báknsins. Hann taldi brýnna úrlausnarefni en þetta, að stjórnvöldu beittu sér fyrir auknum ljárframlögum til sérkennslu og skólaaksturs og hækkuðu laun kennara. Ennfrem- ur nefndi hann nauðsyn þess að komið yrði á föstum máltíðum í skólum, einkum í þéttbýli. allsheijamefndar. Umræður fóru fram um frumvarp til laga um almannatryggingar og frumvarp um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins. Hinu fyrmefnda var að því búnu vísað til 2. umræðu og heilbrigðis- og tryggingamefndar, en atkvæða- greiðslu um hið síðamefnda frestað. í efri deild fóm fram umræður um skólamál. Mælt var fyrir fmm- varpi um framhaldsskóla og fmmvarpi um gmnnskóla. Hægt verði að áfrýja örorkumati Ráðherrar taka undir hugmynd Alþýðubandalagsins RAGNHILDUR Helgadóttir, heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra, og Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, lýstu því yfir á Alþingi í gær, að þau styddu breytingar á lögum um almannatryggingar, sem gera öryrkjum kleyft að áfrýja úrskurði tryggingayfirlæknis um örorkumat. Fundir á Alþingi 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.