Morgunblaðið - 06.11.1986, Síða 35

Morgunblaðið - 06.11.1986, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1986 35 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag ætla ég að fjalla um Sporðdrekamerkið (23. okt.—21. nóv.) og leggja áherslu á ástarlífíð. Athygli er vakin á því að einungis er fjallað um hið dæmigerða fyrir sólarmerkið og lesendur minntir á að hver maður á sér önnur merki sem einnig hafa áhrif. Frægur elskhugi Sporðdrekar eru frægir fyrir sterka kynorku og ástríður. Sagt er t.d. að hann sé öðrum merkjum fremri og skemmti- legri sem ástarfélagi. Þetta álit á við töluvert að styðj- ast, ekki síst vegna þess að Sporðdrekar eru tilfinninga- miklir og ástnðuheitir og hafa áhuga á samböndum og því að ná djúpum tengslum við annað fólk. Á hinn bóginn er það persónulegt hvað hver og einn vill í ást og vináttu. Því er Sporðdrekinn ekki allra. Erótik Þegar talað er um kynlíf og Sporðdrekann verðum við að taka eitt fram. Sporðdrekinn er tilfinningamerki og áhugi hans beinist fyrst og fremst að því að ná djúpu sálrænu sambandi við aðra mannveru. Hið líkamlega situr ekki í fyrsta sæti. Það er t.d. frekar Nautið sem leggur áherslu á hreina líkamlega ást. Sporð- drekinn hefur áhuga á því sem við getum kallað erótík. Á dulúð, á sálrænum straum- um, tálbrögðum og því að ást leiði til umbreytingar. Hann vill tapa sjálfinu í ástinni og umbreytast. Hulinn eldur Þó það sé rétt að Sporðdrek- ar geti verið heitir í návígi, eru þeir jafnframt dulir og oft á tíðum bældir. Það getur því verið erfitt að komast niður á eldfjallið sem kraum- ar undir jökulbreiðunni. Sporðdrekinn hleypir öðrum ekki nálægt sér nema hann geti treyst viðkomandi og til- finningalegt andrúmsloft sé rétt. Það þarf því oft ákveðn- ar tilfæringar til að kveikja í honum. Erótísk föt, dulúð, rétt augnatillit og hálfkveðn- ar vísur gera þar sitt gagn. Allt sem höfðar til áhuga hans á því dularfulla er hvetj- andi. Elskhuginn Sem elskhugi er Sporðdreki næmur og djúpur, skilnings- ríkur og oft á tíðum ofsafeng- inn. Sumir drekar hafa gaman af því að tefla með vald og undirgefni í ástar- leikjum og oft er ákveðin grimmd og jafnvel kvalalosti ekki langt undan. Sporðdrek- ar ganga jú oft í svörtu. Trygglyndur í ást er Sporðdrekinn traust- ur og trygglyndur. Ef hann elskar er hann reiðubúinn að vaða eld og brennistein. Hann er lítið fyrir hálfvelgju. Vandamál hans, og ástvina hans, er fólgið í stjómsemi og afbrýðisemi. Hann vill oft eiga og ráða öllu. Hann er síðan oft ósamkvæmur sjálf- um sér, það sem hann má gera það má makinn ekki. Sporðdrekinn á einnig til að vera mislyndur og tortrygg- inn og í sumum tilvikum hefnigjarn og langrækinn. Eitt helsta vandamál hans er fólgið í því að bæla niður skap sitt og safna upp reiði. Því eiga sambönd við Sporð- dreka til að einkennast af löngum þögnum, tilfínninga- stormum og valdatogstreitu. Ljós og myrkur Þeir sem lenda í 'langvarandi ástarsambandi við Sporð- dreka, þurfa jafnt að takast á við ljós og myrkur. Lifssýn þeirra dýpkar því og breytist. X-9 fko. fess/ þyx/j ÉKK/ fioG/í>/£//£/■ tfWVÓ/VU. <?£/&?' I/£K&J/HA& P4RA £AT/Æ 7&/LV- 4m/-7&/í~ 3»e<2i/£sJ GRETTIR 1-15 TOMMI OG JENNI cjWP * «■J r LJÓSKA HANN SJK.SU OF GÓEXJg . ' FVRjR MIG FERDINAND SMÁFÓLK UlHEN VOU LIVE ON THE [7E5ERT, VOU HAVE TO UJATCH OUT FOR RATTLE5NAKES... A TUÚO-PRON6EP 5TICK 15 A SREAT PEFEN5IVE UUEAPON.. Þegar maður býr í eyði- mörkinni verður maður að vara sig á skröltormum ... Þá er tvíforkur gott varn- arvopn. Auðvitað verður maður að kunna að nota það. Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Bandarísku konumar Carol Sanders og Judi Radin eru tvímælalaust eitt sterkasta kvennapar heims. Carol er gift fyrrverandi forseta bandaríska bridssambandsins og á það til að spila með honum í sveit í minni háttar mótum. Hér er spil frá keppni í Peking í vor, sem Sanders-hjónin þurftu ekki að rífst út af: Austur gefur; NS á hættu. Norður ♦ ÁK853 VK7 ♦ ÁK1052 ♦ G Vestur Íádgio94|||||| ♦ 63 ♦ 874 Austur ♦ D6 ♦ 52 ♦ DG984 ♦ D653 Suður ♦ G1097 ♦ 863 ♦ 7 ♦ ÁK1092 Þar sem Carol og Judi sátu með spil NS gengu sagnir þannig: Vestur Nordur Austur Suður _ — Pass Pass 2 hjörtu Dobl Pass 3 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass Pass 6 spaðar Pass Pass Eftir opnun vesturs á tveimur veikum hjörtum er slemman ekki svo galin. Það verður að teljast nokkuð víst að vestur á hjartaásinn, svo slemman bygg- ist á því einu að finna spaða- drottninguna. Frú Sanders var ekki í vandræðum með það og vann sitt spil — 1430 í NS. Á hinu borðinu hélt Tom Sanders á spilum vesturs. Hann hlustaði á austur og suður segjaí- pass, og ákvað svo að nú væri tími til kominn að skora vel — og opnaði á tveimur spöðum!! Samkvæmt kerfmu þýddi sú opnun 6—10 punktar og sexlitur í spaða. Norðri virðist hafa brugðið svo mikið við þessa sögn að hann passaði i skyndi. Og það gerður austur og suður líka. Sanders fékk einn slag, á hjartaásinn. NS fengu 350 fýrir að taka spilið 7 niður, en það var lítið upp i slemmuna á hinu borðinu. Umsjón Margeir Pétursson í sveitakeppni landanna á Balkan- skaga í haust kom þessi staða upp í skák atþjóðlega meistarans Dim- itrov, Búlgaríu, sem hafði hvítt og átti leik, og Dedes, Grikklandi. I áM 11 111 ill 1 A % A - Aö :A ■ 'sa n & 17. Bxb6! - Dxb6, 18. Dxf7+ - Kh8, 19. Hd6 - R8h7, 20. Hd7! - Rxd7, 21. Hxd7 - Hg8, 22.^ Hxb7 (Hvíta staðan er nú orðin léttunnin, svartur gaf eftir:) 22. — Dc5, 23. Rh4 - Rf6, 24. Rg6+ - Kh7, 25. Dxf6. Búlgarar sigruðu í keppninni, hlutu 21'A v., Júgó- slavar komu næstir með 20‘/2 v., þá Rúmenar með 17'A v. og Grikkir ráku lestina með 12'/2 v. Að þessu sinni sendu Albanir og Tyrkir ekki lið til keppninnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.