Morgunblaðið - 06.11.1986, Side 38

Morgunblaðið - 06.11.1986, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1986 rMielei Veistu hvað uppþvottur í ivfiele kostar? • 4 eða 7 þvottakerfi • Mjög hljóðlátar • 53,3 db (A). DIN • Þrefalt yfirfallsöryggi • Sérlega sparneytin • Frá 1,3 kw og 21 I vatns • Stöðluð ytri mál • Öflugar vatnsdælur • 140 I á mínútu • Rómuð ending • Hagstætt verð JÓHANN ÓLAFSSON & CO Sundaborg 13, sími 688588 Björg Jónasdóttir Akranesi - Minning Fædd 15. desember 1897 Dáin 15. október 1986 Björg Jónasdóttir, lengi búsett að Skólabraut 30 á Akranesi, andaðist í St. Fransiskussjúkrahús- inu í Stykkishólmi 15. október sl. Útför hennar var gerð frá Stóra- Vatnshomi í Haukadal 24. okt. sl. að viðstöddum mörgum ættmönn- um og vinum. Björg fæddist að Stóra-Vatns- homi 15. des. 1897. Foreldrar hennar vora hjónin Jónas Jónsson frá Hömram í Haukadal og Þuríður Jónsdóttir frá Jörfa í sömu sveit. Var Björg næst yngst 13 bama þeirra hjóna. Jónas faðir hennar var bóndi að Stóra-Vatnshomi 1883—1920. Síðan næstu 2 árin í Skriðukoti, en 1922 flutti hann að Leikskálum og bjó þar til æviloka, en þá tóku böm hans við. Afkom- endur hans hafa búið þar síðan. Það var 5. júlí 1940 að Björg giftist Jóni Kr. Guðmundssyni frá Homstöðum (Laxárdal, sem þá rak skósmíðavinnustofu á Akranesi. Sá ráðahagur var vel ígrandaður, því þau höfðu opinberað trúlofun sína 10 áram áður. Móðir hennar var sjúk hin síðari ár ævinnar og vildi Björg ekki hverfa frá henni fyrr en öllu væri lokið. Á Akranesi byggðu þau myndarlegt tveggja hæða hús. Ibúð þeirra var á efri hæðinni, en skósmíðaverkstæði og verslunar- húsnæði á þeirri neðri. Þar starfaði Jón að iðn sinni, þar til hann varð bráðkvaddur 16. maí 1978, þá orð- inn 85 ára gamall. Jón var mesti merkismaður. Dugnaðarforkur, stálgreindur og ákveðinn í skoðun- um. Er hann samtíðarmönnum sínum mjög minnisstæður persónu- leiki. Á yngri áram hefur Björg áreið- anlega verið talin glæsileg kona, eins og margt af hennar ættfólki. Hún var há vexti, fríð sýnum og bar sig vel. Engum duldist þó að langvarandi veikindi settu á hana nokkurt mark er árin færðust yfir. Hún var skapstór, en vinföst, hin RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUDURLANDSBRAUT 34 SÍMI686222 Rafmagn er svo snar þáttur í lífi okkar að við veitum því varla athygli. Flest heimilistæki og vélar á vinnustað ganga fyrir rafmagni og við erum svo háð þeim að óbeint göngum við sjálf fyrir rafmagni. Þessu ,,sjálfsagða“ raf- magni er dreift til okkar af rafmagnsveitu. Rafmagnsveita Reykjavíkur leggur metnað sinn í stöðuga og hnökralausa dreifingu til neytenda. Dreif- ingarkostnaður greiðist af orkugjaldi. Ógreiddir reikningar hlaða á sig háum vaxtakostnaði sem veldur því að rafmagnið er nær þriðjungi dýrara hjá þeim skuldseigustu — þar til þeir hætta að fá rafmagn. Láttu orkureikninginn hafa forgang! Þaðerdýrt rafmagnlð sem þú dregur að borga rausnarlegasta húsmóðir og mynd- arleg til allra verka. Þá var hún mikil hagleikskona og gerði til síðustu ára marga faliega hluti, sem athygli vöktu. Má þar einkum nefna forkunnar falleg herðasjöl úr íslenskri ull,_ sem hún vann að öllu leyti sjálf. Útsaumaða og heklaða borðdúka og fjölbreytilegt safn ýmiskonar minjagripa. Allt ber þetta vott um frábært handbragð og smekkvísi, sem margir vinir hennar hafa notið góðs af. Þótt þeim hjónum yrði ekki bama auðið, gátu þau haft mikla ánægju af bömum, sem vöndu komur sínar til þeirra og sýnt þeim góðvild og vináttu. Drengur úr nágrenninu, Kristján Pétur Guðnason, nú ljós- myndari í Reykjavík, varð þeim m.a. mjög handgenginn á unga aldri. Hefur hann jafnan sýnt þeim sonarlega umhyggju, sem þau kunnu vel að meta. Sama má segja um syni Ólafs, bróður Jóns, en Ólaf- ur átti um skeið heima á Akranesi og missti konu sína frá mörgum ungum bömum. Synir Ólafs vora m.a. Ásgeir, lengi forstjóri Brana- bótafélags íslands, og Jón, bóndi á Dunkárbakka í Hörðudal. Persónu- lega kynntist ég því, hvemig Ásgeir reyndist þeim sem besti sonur. Var ánægjulegt að fylgjast með gagn- kvæmri vináttu þeirra við hann. Ég átti þess kost að vera veiðifé- lagi þeirra frænda, Jóns Kr. og Ásgeirs, í mörg ár og á sérlega góðar endurminningar frá þeim tíma. Verður mér alltaf rík í huga sú gagnkvæma umhyggja, sem þeir frændur bára hvor fyrir öðram, þótt oft væri bragðið á létta strengi. Ásgeir Ólafsson andaðist í ágúst- mánuði sl. mjög um aldur fram. Öllum harmdauði, sem hann þekktu, enda frábær maður að allri gerð. Tengsl þeirra hjóna við Jón bróður hans vora á sömu lund, mjög náin og vinsamleg og honum fól Björg að annast ferðalokin. Hjónaband þeirra Bjargar og Jóns var sem fagur sólskinsdagur, þrátt fyrir að nokkum skugga bæri þar yfir vegna þrálátra veikinda hennar. Ást og umhyggja gagnvart hvort örðu var áberandi í fari þeirra. Lítt bárast þau á um dagana og létu fátt eftir sér af veraldlegum gæðum. Persónuleg eyðsla var þeim flarri skapi, en stuðningur við góð málefni var þeim lífsfylling og mik- ill gleðigjafi. Þau gáfu oft íjárhæðir eða fagra hluti til æskustöðvanna í Dalasýlsu og ýmissa félagasam- taka, sem unnu að málum, sem þeim vora hugleikin, t.d. Krabba- meinsfélags Islands. Þá fékk Byggðasafn Dalasýslu að Laugum mjög verðmæta gripi að gjöf frá þeim. Allt var þetta í samræmi við hyggindi þeirra og ráðdeild. Um slíka ráðstöfun á fjármunum vora þau jafnan einhuga. Þannig vora þau Björg og Jón í einu og öllu, að vart er hægt að tninnast á ann- að, án þess að geta hins. í átthögum sínum í Dalasýslu Fróöleikur og skemmtun fyrirháasemlága!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.