Morgunblaðið - 06.11.1986, Page 39

Morgunblaðið - 06.11.1986, Page 39
áttu Björg og Jón djúpar rætur. Það var líkast sem þar væri heim- ili þeirra, en dvölin á Akranesi væri afmörkuð í stuttan tíma. Lífsbarátta fólksins í suðurhluta Dalasýslu átti hug þeirra allan. Þangað lá leiðin oft og frændsemi og fom vinátta rækt, eins og best getur orðið. Eftir að sjúkrahúsið tók til starfa á Akranesi voru þau fundvís á sjúklinga úr Dalasýslu, sem þar dvöldu og veittu þeim alla þá aðstoð, sem í þeirra valdi stóð. Þau ákváðu legstað sinn að Stóra- Vatnshomi í Haukadal og að allar eigur þeirra skyldu ganga til bygg- ingar elliheimilisins í Búðardal. Allt þetta sýnir mjög rækilega þá ein- stæðu tryggð, sem þau bám til átthaga sinna. Það var Björgu mikið áfall, þegar Jón féll skyndilega frá vorið 1978. En þá kom best í ljós hvem mann- dóm hún hafði að geyma. Allar nauðsynlegar ráðstafanir gerði hún með bú þeirra hjóna. Seldi húsið, gerði arfleiðsluskrá og sótti um dvöl hjá St. Fransiskussystrum í Stykkishólmi. Þar hefur hún dvalið sl. 8 ár við frábæra umhyggju þeirra. Akvörðun hennar um vistun í Stykkishólmi mun hafa verið í sambandi við það, að tveir bræður hennar höfðu dvalið þar í nokkur ár og líkaði vistin mjög vel. Það varð Björgu svo nýtt áfall er þeir létust báðir á sama klukkutímanum ári síðar. Þá raun stóðst hún þó með prýði. í Stykkishólmi undi hún hag sínum furðu vel, en á þessu ári fór líf hennar að fjara út, smátt og smátt, enda aldurinn orðinn hár. Lífsbraut Bjargar lá úr Hauka- dalnum til Akraness og heim aftur — með viðkomu í Stykkishólmi. Þaðan blasti Hvammsfjörðurinn við henni og fyrirheitna landið — æsku- stöðvamar í Dölum. Björgu fannst biðin orðin helst til löng. Hún þráði að komast heim, því hún var löngu ferðbúin. Nú hefur hún fengið þá ósk sína uppfyllta. Að lokum vil ég MORGUNBLAÐÍÐ, FIMMTUDAGÚR 6. NÓVEMBER 1986 leyfa mér að þakka St. Fransiskus- systrum í Stykkishólmi og starfs- fólki þeirra fyrir þá ástúð og umhyggju, sem Björg naut þar und- anfarin 8 ár, sem var með sérstök- um ágætum. Síðustu æviárin urðu því betri en margir vinir hennar þorðu að vona. Hún er kvödd með þakklæti og virðingu. Frændgarð- urinn í Dalasýslu og vinahópurinn þar og á Akranesi blessar minningu hennar. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er og ef ti! vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vðku sér. (D. St.) Dan. Ágústínusson Um miðjan október sl. lést í St. Fransiskusspítalnum í Stykkis- hólmi, Björg Jónasdóttir. Björg bjó lengst af á Akranesi ásamt manni sínum Jóni Kr. Guðmundssyni skó- smið, en fluttist að Jóni látnum fyrir um 8 árum á öldrunardeild Fransiskussystra í Stykkishólmi. Nú við fráfall Bjargar er mér það bæði ljúft og skylt að minnast henn- ar og þeirra hjóna beggja, því svo samofin eru þau í endurminning- unni að erfítt reynist mér að sjá þau fyrir mér sitt í hvoru lagi. Upphaf vináttu okkar hefur líklega verið nálægðin, þar sem lóð- in heima á Akranesi lá að garðinum þeirra Bjargar og Jóns og sennilega hef ég skriðið yfir til þeirra strax og burðir leyfðu því ég minnist ekki æskuáranna öðruvísi en í ná- lægð þessara sæmdarhjóna sem veittu mér athvarf og hlýju allt til fullorðinsára. Björg og Jón voru fyrir margra hluta sakir sérstæð og ekki allra, eins og sagt er. Þau voru aldamóta- böm og mótuð hugsjónum þess tíma. Tengsl þeirra við átthagana vestur í dölum voru sterk. Þau höfðu lifað kreppu og tvær heims- styijaldir. Þau höfðu tekið þátt í þjóðfrelsisbaráttunni, þau voru ungmennafélagsfólk og vildu að orð stæðu og mátu menn og málefni í samræmi við þessa lífsskoðun. Líklega var ég þó undantekningin sem sannaði regluna því bryti ég eitthvað af mér gagnvart þeim var það ævinlega fært á betri veg. Færi ég einhvers á leit var reynt að verða við ósk minni. Eg undi mér oft hjá þeim tímunum saman ýmist niðri á skósmíðaverkstæðinu hjá Jóni eða uppi hjá Björgu. Það var slíkur hafsjór af sögnum og ævintýrum að unun var á að hlýða. Björg hafði mikið yndi af hann- yrðum og gjarnan greip hún prjóna eða heklunál undir sögunum hans Jóns. Jón safnaði aftur á móti bók- um og blöðum enda var hann jafnframt skósmíðaverkstæðinu dyggur dreifingarstjóri dagblaðsins Tímans. Framsóknarflokkurinn átti líka hug hans og hjarta á stjóm- málasviðinu. Nýtni og aðhaldssemi var dyggð hjá þeim hjónum ekiki síður en rausnarskapurinn þegar slíkt átti við. Fram á seinustu ár fór Jón jafn- an á grasaíjall og tíndi fjallgrös. Úr þessu lagaði Björg svo grasa- seyði sem drukkið var dag hvem í stað kaffis. Að fara í fjallið var og siður Jóns sem og fleiri Skaga- manna en það var að fara í eggja- leiðangur uppá Akraíjall í varplönd veiðibjöllunnar. Þrátt fyrir að Jón væri kominn undir áttrætt var hug- urinn slíkur að ég sem unglingur átti fullt í fangi með að fylgja hon- um eftir á slíkum ferðum. Þegar heim kom og vel hafði gengið ríkti á heimilinu sú bamslega gleði sem einkennir hjartahreint fólk. Ég vil ljúka þessum fátæklegu skrifum mínum um Björgu og Jón með þakklæti fyrir þá ómetanlegu og ljúfu endurminningu sem vinátt- an við þau skilur eftir. Blessuð sé minning þeirra. Kristján Pétur Guðnason ÁGÆTIS KARTÖFLUR ÓÞVEGNAR FERSKAR HORNAFJARÐAR KARTÖFLUR AF HVERJU ERU KARTÖFLURNAR ÓÞVEGNAR POKANUM? ÓÞVEGNAR kartöflur hafa oröið fyrir minna HNJASKI ÓÞVEGNAR kartöflur hafa meira GEYMSLUÞOL AF HVERJU SELJUM VIÐ ÞÆR í BRÉFPOKUM? BRÉFPOKINN tryggir að kartöflurnar verða ekki GRÆNAR vegna birtu. BRÉFPOKINN tryggir rétt RAKASTIG á kartöflunum. ÁGÆTI tryggir að í pokanum séu einungis ÁGÆTIS kartöflur. Á GáM : býður áf ram þvegnar kartöflur í plastpokum. Cl-\ - L'L'n; LLl VfcLLú ARGUS/SlA 401-003 mmmmmmmmmmmm 6u!SA|6ne S!iæ6?/BlSnu9fde6u!SA|6nB SBp)l/\|

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.