Morgunblaðið - 06.11.1986, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 06.11.1986, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1986 41 en móðir mín, sem var sunnlensk prestsdóttir og átti allar ættarrætur fyrir sunnan, elskaði Akureyri. Margir lögðu orð í belg og sýndist sitt hveijum. Það var orðið heitt í kolunum þegar pabbi drap umræð- unum skemmtilega á dreif með því að slá endapunktinn í rifrildið með eftirfarandi setningu: „Það er að- eins tvennt fallegt hér um slóðir; Kaldbakur og konan mín." Foreldrar Gústa voru Agúst Jónsson, útvegsbóndi og vitavörður í Ystabæ í Hrísey, og kona hans, Rósa Jónsdóttir, bæði svarfdælskra ætta. Tvö systkini Gústafs eru enn á lífi. Þau eru: Svanfríður María, búsett á Akureyri, ógift, og Oddur kaupmaður á Akureyri, fyrrum vitavörður og útgerðarmaður í Ystabæ í Hrísey, kempulegur harð- kvæntur karl, sem sker sig úr fjöldanum. Eftir heimkomu frá námi gerðist Gústaf kennari við Menntaskólann á Akureyri og prófdómari, endur- skoðandi í stjórna.rráðinu og yfir- endurskoðandi SÍS. Þá var hann líka um skeið framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Oturs. Síðustu aidursárin vann hann sem fulltrúi Reykjavíkurborgar. Því starfi gegndi hann fram á síðustu ár. Hann missti fyrri konuna fyrir aldarfjórðungi frá fimm afbragðs- börnum. Hún var einstök mann- kostamanneskja. Hún hét Karitas Jochumsdóttir skipstjóra Þórðar- sonar frá Móum á Kjalamesi, sem hvarf í hafi á fyrri stríðsárum. Hún var þremenningur við móður mína og bar Karitasamafn langömmu minnar. Föðurbróðir hennar, dr. juris Bjöm Þórðarson, forsætisráð- herra, ól hana að mestu leyti upp. Böm Gústafs og Karitasar eru: Guðmundur bankafulltrúi, Sigurður forstöðumaður, Oddur deildarstjóri hjá Sjónvarpinu, Sigrún dreifingar- stjóri í Ohio, Bandaríkjunum og Diljá, sem ber hið dularfulla Diljár- nafn ættar okkar. Öll eiga þau maka og böm. Síðari kona Gústafs hét Nanna Káradóttir úr Vest- mannaeyjum og var líka afbragðs- kona og Gústafi mikils virði. Hún lést eftir tólf ára sambúð. Á Endurskoðandaskrifstofunni miklu á Heilags-anda-stræti við Milljón-synda-torg, fyrir austan tungl og sunnan sól, á Gústaf ábyggilega miklar innistæður fyrir allt það góða og elskulega, sem frá hjartalagi hans hefir stafað hér á jarðríki í tæp áttatíu ár. Nú er þessi góði drengur og eyfirski eyjar- skeggi svifinn á brott á englavængj- um þöndum, eins og þegar gaf hvað bestan byr á ægifögrum Eyjafirði forðum. Vitaskuld var stefnan tekin á sjálft Gullna hliðið, þar sem útsýn- ið er hvað fegurst til Hríseyjar, þar sem ijúpan og krían eiga sér grið- land og Hríseyjarviti mannlífsins heldur áfram að lýsa og vísa leiðina gegnum móðu og mistur á sjálfri lífssiglingunni. Örlygur Sigurðsson Prentþjónusta Vegna fjölmargra óska hefur Tölvufræðslan ákveðið að veita félagasamtökum, einstakling- um og fyrirtækjum aðstoð við að gefa út fréttabréf og tilkynningar. Starfsemin fer þannig fram að viðskiptavinir koma með texta í handriti eða á disklingi en Tölvufræðslan sér um prófarkalestur og alla útlitshönnun. Nánari upplýsingar í síma 687590 og 686790. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 2B MACINTOSH MACINTOSH-tölvan markar tímamót í tölvu- hönnun. Á námskeiðinu er farið rækilega í þá stórkostlegu möguleika sem tölvan býður uppá. Dagskrá: ★ MACINTOSH, stórkostleg framför í tölvu- hönnun. ★ Teikniforritið MACPAINT ★ Ritvinnslukerfið MACWRITE ★ Ritvinnslukerfið WORD ★ Töflureiknirinn MULTIPLAN ★ Gagnasafnskerfið OMNIS 3 ★ Ýmis hugbúnaður á MACINTOSH ★ Útprentun á laserprentara ★ Umræður og fyrirspurnir. Tími: 8. og 9. nóvember kl. ÍO—17 Ath. Endurmenntunarsjóðir BSRB og VR greiða hluta af námskeiðsgjaldinu fyrir félaga sína. Innritun í símum 687590 og 686790. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28, Reykjavík. Borghildur Magnús dóttir — Minning Fædd 20. júní 1902 Dáin 26. október 1986 Eg vil hér með nokkrum orðum minnast kærrar vinkonu sem nýlega er látin. Hún andaðist í Kaup- mannahöfn eftir margra mánaða veikindi, þar hafði hún átt sitt heim- ili á sjöunda áratug. Ung að árum hélt hún til Danmerkur til hjúkr- unamáms, sem síðar varð hennar ævistarf, lengst af starfaði hún í Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Hún kunni vel við Dani og felldi sig vel að siðum þeirra, eignaðist hún þar marga góða vini sem hún hélt ævilangri tryggð við. Borghildur var borinn og bam- fæddur Reykvíkingur, foreldrar hennar vom hjónin Sigurveig Run- ólfsdóttir frá Bakka hér í bæ og Magnús Jónsson skipstjóri ættaður frá Auðsholti í Ölfusi. Hún var að- eins sex ára gömul þegar faðir hennar drukknaði elst þriggja systra. Foreldrar hennar höfðu þá nokkm áður reist sér hús vestur í bæ, þar sem hún ólst upp hjá móð- ur sinni og systmnum tveimur þeim Siguijónu og Jónínu og afa og ömmu meðan þeirra naut við. Þó Borga, en svo var hún jafnan kölluð meðal ættingja og vina, byggi lengst af erlendis gleymdi hún aldrei ættingjum og vinum hér heima, hún var svo minnug á alla afmælis- og tyllidaga að undmn sætti, hún minnti mann jafnvel sjálfan á slíka daga og eftirminnan- leg er hún systrabömum sínum sem minnast þess enn frá því þau vom ung þegar pakkamir frá Borgu frænku vom að koma. Á seinni ámm eftir að hún var komin á eftir- laun kom hún hér oft og dvaldist þá hjá syni sínum og tengdadóttur, en hann hafði hún eignast ung, ólst hann upp hjá ömmu sinni og móður- systur Jónínu og manni hennar Georg Guðmundssyni skipstjóra sem síðar urðu hans kjörforeldrar. Hjá Magnúsi syni sínum, Svein- björgu konu hans og bömum undi hún sér vel, hún kom að jafnaði einu sinni á ári heim nú síðari árin og var henni það ætíð mikið til- hlökkunarefni. Henni skal hér þökkuð áralöng vinátta, ættingjum hennar sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hennar. . Vinkona TÖLVUSKÓU Stjórnunarfélag íslands hefur undanfarin þrjú misseri starfrækt tölvuskóla, þar sem kennd er forritun og kerfisfræöi. Námið byggir aö verulegu leyti á hönnunar- og forritunarverkefnum sem hafa það markmiö að nemendur öólist færni í aö beita þeim aöferöum sem kenndar eru. Sum verkefni eru tekin beint úr atvinnulífinu, önnur eru tilbúin, en leitast er við aö láta þau endurspegla raunveruleikann. Námstlmi er 280 klst., kennt er 4 klst. á dag, frá kl. 8 á morgnana til 12 á hádegi, alla virka daga í 14 vikur. Þessi tími dagsins er erfiöur fyrir þá sem vilja stunda vinnu jafnhliða námi. Þetta nám er nú hægt að stunda I áföngum á kvöldin. Sama náms- efni er þá kennt I 7 áföngum. í forritunaráföngum geta nemendur valið milli ýmissa forritunarmála, s. s. Pascal, C, Fortran eöa Cobol. Einnig dBase III+ , sem kennt veröur í tengslum við gagnasafns- fræöi. Ekki er nauósynlegt aö Ijúka náminu, hver og einn getur tekió þá áfanga sem honum hentar. Fyrsti áfanginn hefst mánudaginn 27. október. grunnur • • FORRITUNIII KERFISHONNUN KLST 40 KLST námskeiö. 1AKynningáe'nkatölvum. __ stýrikerfiö MS-DOS. __ Ritvinnslukerfiö Word. __ Töflureiknirinn Muitip^am __ Gagnasafnskerfið dBaseui + FORR'TUN» UNAR-OG ,fræðibraut 2__3 kvöld i viku, kl. 1»-*» Ánanaust 15. Stjórnunarfélag íslands TÖLVUSKOLl ■!« t Ánanaustum 15 • Slmi: R210 66 PWWf' Góðan daginn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.