Morgunblaðið - 06.11.1986, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 06.11.1986, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1986 3! t flCBAAim „ Hot-fcL þöl- lcLjfi iryvig -Fimm sfáSamælasektii' á dnum ciegii?" © 1985 Universal Pre*s Synd'cate ... a<5 leyfa henni að vera heima á meðan þúgeririnn- kaupin. TM Reg. U.S. Pat. Otl.—all rights reserved ® 1986 Los Angeles Times Syndicate ? — Ekki stend ég á haus, það veit ég. Með morgnnkafíinu Það var stór maður. — Innanmálið um mitti 105—107. Skreflengdin 140. HÖGNI HREKKVlSI „ ÉG VlSSl A£> þETTA TVESÖJAA4ANNA - HEK0ERGI VÆKI Ó/V1Ö60LEGT.' " Skautafólk á hrakhólum Kæri Velvakandi Ég er héma 13 ára stelpa úr Kópavoginum. Ég hef mikinn áhuga á skautum. Þegar Melavöll- urinn var og hét, stundaði ég hann mikið með foreldrum mínum og vin- um. Tjömina notuðum við líka, þegar hún var sprautuð (svo sjaldan sem það nú var). Núna er hún eina almennilega skautasvellið á Reykj avíkursvæðinu. Mér finnst að eitthvað ætti að gera í málinu. Annaðhvort skafa tjömina reglulega (þegar frost er) eða sprauta einhvem íþróttavöllinn eða svæði. Og síðast en ekki síst, auglýsa það rækilega eins og gert var við Melavöllinn. Því ekki skreppur fólk úr Kópavogi niður í bæ til að gá að skautasvelli. Gaman þætti mér að fleiri krakk- ar, og fullorðnir líka, létu álit sitt í ljós svo eitthvað verði nú gert í þessu máli. Hjördís úr Kóp. Skautafólk á Reykjavíkursvæðinu á i fá hús að venda, tjörnin er þeirra eina athvarf. En náttúran er látin ein um að mynda og móta þar svell og því verður það ekki alltaf sem best og stundum alveg ófært fólki á skautum. Þorkell átti dætur tvær... Kona úr Skaftafellssýslu skrifar: Það hefur nýlega verið spurt eftir þessari þulu í Velvakanda; hér kem- ur hún eins og ég lærði hana af móður minni: Þorkell átti dætur tvær léku þær sér í skógi, snemma morgna sváfu þær frúarinnar sómi. Sváfu þær svo lengi að sólin skein á mengi. Sváfu þær svo langa stund að sólin skein á Heiðarmund. Svo gengu þær til brunna þvoðu hendur og munna. Svo gengu þær til kirkju lögðu yfir sig skikkju. Svo gengu þær á björgin fram hittu fyrir sér háan mann, heilar og sælar þær vildu ekki mæla Mariukirkju þjónum vér (eða þjónið þér) hvort viljið þið láta ykkar lif eða vera mitt eigið víf, svaraði sú hin yngri sú mun þrautin þyngri svaraði sú hin eldri dauðann kýs ég heldur tók hann upp sinn knífur hníf systra beggja sveik hann líf. Sté hann á sinn gráa hest allra manna reið hann best. Komið var að kveldi er Þorkell réð fyrir veldi klappar á dyr með lófa sín ljúktu upp Asa litla mín, ég læt hér enga loku frá því mér er enginn héma hjá. Netta hafði fingur smá með listum plokkar hann lokuna frá. Asa litla svaf hjá mér silkisekkinn gef ég þér leys upp sekk og lát mig sjá systraklæðnað þekkti hún þá sté hún í það háa loft hennar faðir var þar oft. Líttu upp Þorkell faðir minn hér er dætra bani þinn. Þorkell kastar hörpu á gólf hmkku úr henni strengir tólf Þorkell kastar í annað sinn hrukku úr henni strengir fimm. Velkominn Gunnar mágur minn hér er boðið mjöður og vín. Þreif hann í hans gula lokk hjó hann niður við Hallarstokk Þorkeil leið í austurheim logaði Ijós yfir systmm tveim. Víkverji skrifar að er nánast sama hvar leiðin liggur um heiminn þessa dag- ana, allstaðar vita menn nú einhver deili á íslandi og Reykjavík. Þetta er árangur leiðtogafundarins í Reykjavík í síðasta mánuði og eftir- mála hans. Jafnvel á fjarlægum stöðum eins og austur í Bangkok í Thailandi eru leiðsögumenn og leigubílstjórar með á nótunum þegar þeir fá að vita hvaðan viðskiptavinir þeirra eru. „Aha, Island og Reykjavík," segja þeir og kinka kolli, „Reagan og Gorbachev." Kunningi Víkveija var síðan á ferð vítt og breitt um Bandaríkin á dögunum og þar var sama sagan. Hvar sem hann kom höfðu heimamenn það nú á hreinu hvar Island væri og að höfuðborgin væri Reykjavík. Hann var meira að segja dreginn í viðtöl hjá aðskiljan- legum útvarpsstöðvum og dagblöð- um, því að mönnum lék hugur á að vita hvað ísland hefði upp á að bjóða annað en að geta haldið leið- togafundi sem sóma. Leiðtogafundurinn hefur þannig tvímælalaust orðið sú landkynning sem Islendingar vonuðu, þegar ákveðið var hér að halda þennan fund með skömmum fyrirvara. Leiðtogafundurinn hefur því sparað mönnum ómælda fyrirhöfn og þá forvinnu að koma Islandi einfald- lega á landakortið í vitund fólks um víða veröld, sem er aftur for- senda þess að unnt sé að hefja sókn til kynningar á afmörkuðum þáttum sem þetta land og þjóðin sem það byggir, telur sig hafa upp á að bjóða. En hvernig verður þessum árangri nú fylgt eftir? Eru uppi ein- hveijar áætlanir hér heima fyrir að notfæra sér þennan árangur til að festa í sessi frekar en orðið er t.d. ýmsar íslenskar útflutningsvörur á erlendum mörkuðum með mark- vissri kynningarstarfsemi og draga fram sérkenni íslands sem ferða- mannalands? Einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að ekki sé ýkja mikið aðhafst í þessu efni, sennilega vegna þess að hvergi hefur verið gert ráð fyriur fjármun- um til að vetja í þessu skyni. Það er miður, því að það væri mikil skammsýni að láta þetta tækifæri ganga sér úr greipum, því að það verður að teljast harla ósennilegt að annar eins hvalreki reki á fjörur okkar í bráð. XXX Tillaga er kominn fram um það á Alþingi að hækka hámarks- hraða í umferðinni og það rökstutt með því að á þann hátt verði dreg- ið úr slysahættu. Framkvæmda- stjóri Umferðarráðs, Óli H. Þórðarson, hefur efnislega tekið undir sjónarmið flutningsmannsins, Páls Péturssonar en harmað að hann skuli taka þetta eina atriði út úr heildarlöggjöf um umferðina sem nú hefur legið um skeið fyrir þinginu til endurskoðunar. Óli hefur einnig sagt að hann telji brýnni aðgerð til að draga úr slysum í umferðinni að setja viður- lög við því ef ekki eru notuð bílbelti. Notkun bílbelta eru lögbundin hér á landi en framkvæmd laganna verið meira og minna í molum vegna þess að engin viðurlög eru við því ef menn fara ekki að lögun- um. Vikvetji telur ástæðu til að taka undir þetta sjónarmið fram- kvæmdastjóra Umferðarráðs. Á ferðum erlendis verður þess æ víðar vart að það er beinlínis orðin skylda að nota bílbelti og t.d. leigubílstjór- ar leggja að farþegum í framsætum að nota belti vegna þess að ella eru þeir ábyrgir og látnir sæta sektum ef þeir sjá ekki til þess að farþeginn noti bílbelti. Þessi lög eru tilkomin vegna þess að þar þykir mönnum sýnt orðið að notkun bílbelta dragi úr slysum og engin ástæða til að ætla annað en hið sama gildi hér á landi, enda væri vart búið að lög- leiða notkun bílbelta hér að öðrum kosti. Hins vegar er einsýnt að þessi lög verða ekki virk fyrr en farið verður að beita viðurlögum, ef menn hlýta ekki lögunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.