Morgunblaðið - 06.11.1986, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1986
51
Miklir yfirburðir
gegn ísrael
— ungu leikmennirnir stóðu sig vel
Frá Jóni Ólafssyni, fróttaritara Morgunblaðsins í Hollandi.
„ÉG er mjög ánægður með þenn-
an leik, liðið var samhent og
stemmningin góð, en ég átti alls
ekki von á svona stórum sigri,“
sagði Þorgils Óttar Mathiesen,
fyrirliöi íslenska landsliðsins í
handknattleik, eftir stórsigur ís-
lands gegn ísrael, 27:16, á al-
þjóðlega mótinu, sem hófst í
Hollandi í gærkvöldi.
Leikur íslenska liðsins var mjög
góður, allir fengu að spreyta sig
og er greinilegt að framtíðin er
björt, því ungu strákarnir stóðu sig
mjög vel. Árni Friðleifsson er
fæddur leikstjórnandi, Héðinn
Gilsson síógnandi og Blikabræð-
urnir, Björn og Aðalsteinn Jónssyn-
ir, léku vel í sínum fyrsta landsleik
og voru mjög óeigingjarnir eins og
reyndar allir leikmenn íslenska
liðsins.
Fyrri hálfleikur var frekar jafn,
en íslenska liðið skoraði fyrsta
markið og hélt forystunni út leik-
inn. Vörnin var sein í gang, en
Brynjar Kvaran var vel á verði og
varði 10 skot í hálfleiknum. Hann
var besti maður liðsins ásamt
Bjarna Guðmundssyni, sem var
eini íslenski atvinnumaðurinn í
leiknum, Þorgils Óttari og Árna.
í fyrri hálfleik skoraði íslenska
liðið mörg mörk eftir hraðaupp-
hlaup og oftar en ekki var það
Bjarni, sem rak endahnútinn á
sóknirnar, en þetta var hans 186.
landsleikur.
Staðan í hálfleik var 13:9, en
seinni háifleikur var enn betri hjá
íslenska liðinu. Bogdan lét þá ungu
mennina leika, en það kom ekki
að sök, því strákarnir léku ákaflega
vel saman og leikkerfin gengu upp
aftur og aftur. Þrátt fyrir að fjögur
vítaköst færu forgörðum var 11
marka sigur staðreynd þegar upp
var staðið.
Mótspyrnan var ekki mikil, en
eigi að síður ber að fagna þeim
aga, er einkenndi leik íslenska liðs-
ins, því strákunum hefur oft gengið
illa að einbeita sér gegn lakari lið-
um.
Bjarni Guðmundsson skoraði 7
mörk i leiknum, Steinar Birgisson
lék vel og skoraði 5 mörk, Þorgils
Óttar Mathiesen 4, Árni Friðleifs-
son 3, Björn JÓnsson 3, Héðinn
Gilsson 2, Júlíus Jónasson, Geir
Sveinsson og Guðmundur Guð-
mundsson eitt mark hver. Hjá
ísrael var landflótta Sovétmaður-
inn Kushnir atkvæðamestur með
4 mörk.
í kvö|d verður leikið gegn
Bandaríkjamönnum og verður sá
róður mun erfiðari ef að líkum
lætur.
• Bjarni Guðmundsson stóð sig vel gegn ísrael f gærkvöldi og skor-
aði 7 mörk.
Kvennahandbolt:
Evrópuúrslit
Evrópukeppni meistaraliða: Fyrri leikur Samtals
Juventus — Real Madrid, vitak. (1:3) 1:0 0:1 2:4
(Cabrini) FC Porto — Vitkovice Ostrava 3:0 0:1 3:1
JAndre, Celso, Futre) Rauða stjarnan — Rosenborg 4:1 3:0 7:1
(Cavekovic 2, Mrkola 2 — Serioth) 0:2 1:3
Austria Wien — Bayern MUnchen (Toni Polster — Roland Wohlfarth) Stpua Riikflrest — Anderlecht 1:1 1:0 3:1
0:3 1:3
Dynamo Kiev — Celtic (Blokhin, Yakavenko, Yevtushenko — McGhee) Dynamo Berlin — Bröndby 1:1 1:2 4:2 2:3
. 1:1
ÍEmst - ViHort) Hapoel Nicosia — Besiktas ekki ieikið Besiktas
áfram
Evrópukeppni bikarhafa: FC Sion — GKS Katowice . 3:0 2:2 5:2
BSÆA'Sfög-R.pidWi.n . 2:1 1:1 3:2 (e. framl. )
(Richter, Leitzke — Kienast) Wrexham — Real Zaragosa . 2:2 0:0 2:2
(Massey, Buxton — Petricicio Yanez 21 VelezMostaar — Vitoscha Sofia (Stuce 2, Gudeli, Matisjevic — Sirarovz, Iskrenov) Stuttgart—Torpedo Moskva . 4:3 0:2 0:2 4:5 3:7
. 3:5
I (Klinsmann, Paalc, Ásgelr - Savttachav 2, Muschtruyev
2, Ptotnikov) Bordeaux — Benfica . 1:0 1:1 2:1
íyercruysse) Malmo Ff — Nentori Tirana . 0:0 3:0 3:0
Olympiakos — Ajax (Kapouranls — Wautere) . 1:1 0:4 1:5
Evrópukeppni fólagsiiða: Atletico Madrid — Guimares ,. 1:0 0:2 1:2
(Jorge da Silva) Bayer Uerdingen — Vidsev Lodz (Dziuba sjálfsm., Oliver Bierhoff) Xamas — Groningen . 2:0 ,. 1:1 0:0 0:0 2:0 1:1
(Sutter - Van Dljk) Atletico Bilbao — Beveren .. 2:1 1:3 3:4
(Argote, Femando — Fairclough) Boavista — Rangers .. 0:1 1:2 1:3
kporting Lissabon — Barcelona (Negrete, Meede - Roberto) Leverkusen — Dukla Prag .. 2:1 .. 1:1 0:1 0:0 2:2 1:1
(Göte - Vadura) Feyenoord — Monchengladbach
.. 0:2 1:5 1:7
(Uenen og Uwe Rahn) Brandenburg — Gautaborg .. 1:1 0:2 1:3
(Voss - Rantanan) Ghent — Sporual Studentec .. 1:1 3:0 4:1
(Hinderyckx - lorgulescu) Inter Milano — Legia Varsja .. 1:0 2:3 3:3
(Pietro Fanna) Rahn Fto Torino .. 1:1 0:4 1:5
frakía'Provídiv — HadjukSplit (Mladenov, Paehev - Dayeric, Bureac) Standard Liege — Tyról .. 2:2 1:3 3:5
.. 3:2 1:2 4:4
Un. Craiova — Dundee Utd .. 1:0 0:3 1:3
Spartak Moskvu — Toulouse .. 5:1 1:3 6:4
(Rudakov 2, Novikov 2, Rodlonov — Jean Duran)
Einstefna gegn Finnum
— Guðríður Guðjónsdóttir hefur
skorað 38 mörk í fjórum leikjum
KVENNALANDSLIÐIÐ í handknattleik lók síðasta leikinn f riðlinum í C
- keppninni á Spáni í gærkvöldi og burstaði finnsku stúlkurnar 35-14
eftir að staðan hafði verið 17:6 í hálfleik.
Að sögn Hilmars Björnssonar,
þjálfara íslenska liðsins, var um
hreina einstefnu að ræða hjá
íslensku stúlkunum og greinilegt
Stuttgart fékk
slæma útreið
Ásgeir skoraði en meiddist
Fré SigurAI BJömssyni, fróttaritara Morgunblaðsins i V-Þýskalandi.
að sumarþjálfunin hefði skilað sér,
því liðið héldi áfram að bæta sig
með hverjum leik.
Guðríður Guðjónsdóttir fór á
kostum, skoraði 14 mörk og hefur
því skorað 38 mörk í fjórum leikj-
um. Erla Rafnsdóttir skoraði 8,
mörk, Katrín Frederiksen 4, Ingunn
Bernódusdóttir 3, Erna Lúðvíks-
dóttir 2, Arna Steinsen 2, Guðný
Gunnsteinsdóttir 1 og Guðrún
Kristjánsdóttir eitt mark.
Stúlkurnar leika gegn Sviss í
kvöld um 5. sætið og sagði Hilm-
ar, að mikill hugur væri í stúlkunum
að sigra og bæta fyrir tapið gegn
Sviss í fyrra.
STUTTGART fókk slæman skell f
seinni leiknum við Torpedo frá
Moskvu í Evrópukeppni bikar-
hafa. Þeir töpuðu á heimavelli,
3:5, Torpedo vann fyrri leikinn
með tveimur mörkum gegn engu.
Ásgeir Sigurvinsson skoraði
þriðja mark Stuttgart en varð
síðan að yfirgefa völlinn vegna
meiðsla á öxl og er talið að hann
verði frá keppni f 6 vikur.
Mushtruyev skoraði fyrsta mark
Torpedo á 10. mínútu. Yuri Savichv
bætti öðru við tveimur mínútum
síðar. Klinsmann minnkaði muninn
fyrir Stuttgart á 16. mfnútu.
Plodnikov skoraði þriðja mark
Topedo, en Pasic minnkaði mun-
inn fyrir Stuttgart með glæsilegu
marki. Yuri bætti svo fjórða mark-
inu við fyrir Sovétmenn og þannig
var staðan í hálfleik.
Stuttgart fékk aukaspyrnu á 55.
mínútu sem Klinsmann tók. Hann
renndi boltanum til Ásgeirs sem
þrumaði honum uppundir þak-
netið, 3:4. Fimm mínútum síðar
var brotið gróflega á Ásgeiri þar
sem hann óð upp kantinn. Hann
kom illa niður á öxlina og varð að
yfirgefa leikvöllinn. Læknir liðsins
sagði eftir leikinn að Ásgeir yrði
Guðmundur
til Þórs
GUÐMUNDUR Valur Sigurðsson,
einn besti leikmaður Breiðabliks
á síðasta keppnistímabili, hefur
gengið til liðs við Þór frá Akur-
eyri og mun leik með þeim í 1.
deildinni næsta sumar.
frá í minnst 6 vikur og væri það
mikið áfall fyrir liðið. Taliö er að
liðband í öxl hafi rifnað. Stuttgart
varð því að leika einum leikmanni
færri það sem eftir var, þar sem
þeir höfðu skipt báðum varamönn-
um sínum inná. Mushtruyev, sem
skoraði fyrsta markiö, bætti því
fimmta við á síðustu mínutu leiks-
ins.
Áhangendur Stuttgart voru
mjög óhressir eftir leikinn og hróp-
uðu „burt með Coordes þjálfara",
en gengi Stuttgart hefur ekki verið
eins og þeir hafa vænst.
Bræður í
landsliðinu
Frá Jónl Ólafssyni, fréttsritara Morgun-
blaöslns I Hollandi.
TVEIR bræður lóku í íslenska
landsliðinu f handknattleik í
gærkvöldi, þeir Bjöm og Aðal-
steinn Jónssynir. Slfkt er
frekar fátftt, en sfðast lóku
Alfreð og Gunnar Gfslason
sama leikinn, áður Gunnar og
Ólafur Einarssynir og enn fyrr
Geir og Örn Hallsteinssynir.
Meistararnir
úr leik
Arnór og Atli áfram
EVRÓPU M EIST ARAR meistara-
liða undanfarin tvö ár, Steaua
Búkarest og Juventus, eru úr leik
í Evrópukeppninni að þessu sinni
og eiga misheppnaðar vftaspyrn-
ur stóran þátt í þvf.
Real Madrid vann Juventus 1:0
í fyrri leik liðanna og að framleng-
ingu lokinni í gærkvöldi var staðan
í opnum og góðum leik liðanna 1:0
Juventus i hag. Eins og margir ótt-
uðust, stóðust leikmenn Juventus
ekki álagið í vítaspyrnukeppninni,
Vignola var sá eini sem skoraði,
en Butragueno, Valdano og
Gomez sáu um sigur Real Madrid.
Steaua Búkarest tapaði fyrri
leiknum 3:0 gegn Arnóri og félög-
um hjá Anderlecht, en átti góða
möguleika á að komast í 2:3 sam-
anlagt í gærkvöldi. Staðan var 1:0
og tæplega 40 mínútur eftir, þegar
Steaua misnotaði vítaspyrnu og
þar með var draumurinn úti.
Sovésku liðin stóðu sig vel í
gærkvöldi. Dynamo Kiev átti ekki
í erfiðleikum með Celtic í meistara-
keppninni, Torpedo sigraði Stuttg-
art léttilega í keppni bikarhafa og
Spartak tók Toulouse í kennslu-
stund í keppni félagsliða.
Þrjú lið frá Vestur-Þýskalandi
halda einnig áfram, þrjú frá Spáni
og tvö sænsk svo dæmi séu tekin.