Morgunblaðið - 07.11.1986, Síða 10

Morgunblaðið - 07.11.1986, Síða 10
MÖRGuNbLAÐIÐ, FÖSTUDAGÖr 7.'NÓVÉÍMBÖR' i986 * Arsþing Landssambands hestamannafélaga: Tillagan um tvo Lands- mótsstaði ekki samþykkt Á LAUGARDAGINN sl. lauk á Egilsstöðum tveggja daga ársþingi hestamanna sem var hið þrítugasta og sjötta í röðinni. Ýmis mál voru tekin þar til meðferðar á þinginu og ber þar hæst tillaga sljórn- arinnar um svokallaðar Landsmótsreglur en samþykkt var að vísa lið 2.-9. til millinefndarþingar sem skila á áliti á næsta ársþingi sem væntanlega verður haldið á Selfossi að ári liðnu. Fyrsti liður tillög- unnar var ekki samþykktur en þar var gert ráð fyrir að þingið veldi tvo staði þar sem Landsmót framtíðarinnar yrðu haldin. Þingið var að þessu sinni helgað ferðamálum og héldu þar erindi þeir Kristján Guðmundsson, Birgir Þorgilsson framkvæmdastjóri ferðamálaráðs og Þóroddur F. Þór- oddsson frá Náttúruverndarráði. Ræddu þeir um ferðalög á hestum og ýmislegt því viðkomandi hver frá sínu sjónarhomi. Var nokkur um- ræða í framhaldi af erindum þeirra og lýstu menn sig fylgjandi sam- starfi við Náttúruvemdarráð og fleiri aðila í skipulagningu á hesta- ferðum framtíðarinnar. Var í framhaldi af þessari umræðu sam- þykkt tillaga þess efnis að stjóm LH hlutist til um að skipaður verði vinnuhópur til að vinna að þessum málum. Lagt var til að í honum yrðu aðilar frá Búnaðarfélagi ís- lands, Félagi íslenskra ferðaskrif- stofa, Ferðamálaráði, Ferðaþjón- ustu bænda, Ferðamálasamtökum landshluta, Landssambandi hesta- mannafélaga og Náttúruvemdar- ráði. Gert er ráð fyrir að vinnuhópur þessi skili tillögum fyrir næsta árs- þing LH. I erindi Kristjáns Guðmundsson- ar kom fram að í sjóði þeim sem svokallaður áningar- og beitar- skattur hefur mnnið í munu nú vera um fjögur hundmð þúsund krónur. Var hugmyndin að þessum fjármunum skyldi varið til upp- byggingar aðstöðu í áningarstöðum víðsvegar um landið. Lýsti Kristján undmn sinni yfír því að ekki væri búið að nota þessa fjármuni þar sem gert var ráð fyrir að fmmkvæðið að framkvæmd kæmi frá hesta- mannafélögunum sem síðan fengju veitt úr þessum sjóði. Vitað var fyrir þingið að Stefán Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Frá ársþinginu á Egilsstöðum. Pálsson gæfí ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður og var í hans stað kjörinn Leifur K. Jóhann- esson, Mosfellssveit, sem áður gegndi stöðu varaformanns. í stöðu varaformanns var kjörinn Skúli Kristjónsson, Svignaskarði og Kristbjörg Eyvindsdóttir, Reykjavík sem er ný í aðalstjóm. Aðrir í stjóm em Guðrún Gunnarsdóttir, Egill Bjamason, Sauðárkróki, Kári Am- órsson, Kópavogi og Gunnar B. Gunnarsson, Amarstöðum. í vara- stjóm vom kjömir Guðmundur Jónsson, Reykjum, Sigfús Guð- mundsson, V-Geldingaholti, Sig- bjöm Bjömsson, Lundum, Ármann Gunnarsson, Laugsteini og Sveinn Jónsson, Hafnarfirði. Menn vom almennt sammála um að þingstörfín hafí gengið vel fyrir sig og taldi einn þingfulltrúa það deginum ljósara að ekki væri mál- efnaleg þörf á þinghaldi árlega en þess má geta að á þinginu sem haldið var á Akureyri í fyrra kom fram tillaga þess efnis að þingin yrðu haldin annað hvert ár en hún náði ekki fram að ganga. Söngur og sölumennska fara vel saman Kristín S. Sigtryggsdóttir sópransöngkona er með fyrstu sjálfstæðu tónleika sína í Gamla bíói á morgun, laugardag, og hefjast þeir kl. 16. Söngskráin er yfirgripsmikil og á henni eru lög eftir Pál ísólfsson, Þórarin Jónsson, Jórunni Viðar, Brahms, Granados og Sibelius meðal annarra. Kristín lauk prófi úr kennaradeild Söngskól- ans í Reykjavík fyrir rúmu ári en kennari hennar þar var Þuríður Pálsdóttir. Kristin hef- ur farið með hlutverk í Meyjar- skemmunni í Þjóðleikhúsinu og í Töfraflautunni i íslenzku óper- unni og margoft komið fram á óperusviði þess utan, auk þess sem hún hefur sungið við ýmis tækifæri á vegum Söngskólans og á eigin vegum. Undirleikari Kristínar á tónleikunum á morg- un er Catherine Williams æfingastjóri í íslenzku ópe- runni. — Ég söng reyndar fyrst opin- berlega þegar ég var sex ára en ég mun hafa verið eitt þeirra bama sem byija að syngja áður en þau fara að tala. Ég átti heima í Keflavík og var látin syngja „Ó faðir gjör mig lítið ljós“ á jólagleði í skólanum. Það var alltaf verið Rætt við Kristínu S. Sigtryggsdótt- ur sópran að fá mig til að syngja, t.d. var kaupmaður sem rak verzlun rétt þar hjá sem ég átti heima og hann fékk mig til að syngja fyrir krónu eða sælgæti. Þegar ég var orðin fjórtán ára stóð til að halda skóla- skemmtun og þá byrjuðum við að syngja saman þjóðlög, þrír strákar og ég. Það var mjög skemmtilegt og eftir þessa skemmtun vorum við fengin til að skemmta mjög víða. Þetta hefur sennilega verið árið 1967 og einhvem veginn frétti Savannatríóið, sem þá var með fasta skemmtiþætti { sjónvarpinu, af okkur og fékk okkur til að koma fram í þættinum. Okkur þótti ekki lítið varið í þetta en svo flosnaði þessi sönghópur upp skömmu síðar, einfaldlega af því að strák- amir vom allir á kafí í poppi. Einn þeirra var reyndar Magnús Kjart- ansson. En þetta var gaman meðan á því stóð. Kristín S. Sigtryggsdóttir Hvenær fórstu svo að læra að syngja? — Ég hóf söngnám þegar ég var rétt um tvítugt. Fyrst var ég hjá Guðrúnu Á. Símonar en þegar ég fór svo í Söngskólann varð ég nemandi hjá Þuríði Pálsdóttur. Nú er ég búin að ráða mig sem kenn- ara í Söngskólanum í vetur og kenni þar í undirbúningsdeild. Mér fínnst yndislegt og mjög gaman að kenna og ég held raunar að það sé bæði gott og hollt fyrir söngv- ara að kenna söng. Lifírðu á þvi að þjóna sönglist- inni? — Nei, það er nú svo langt í frá. Þeir em mjög fáir sem geta það. Ég er sjúkraliði og vann í sjúkrahúsi í mörg ár með náminu en nú er ég í hálfsdagsstarfi sem sölumaður hjá Globus þar sem ég sel sjúkravömr. Þetta er afar skemmtilegt og lifandi starf, fyrir utanjjað að það er ágætlega borg- að. Ég hef þó alltaf saknað þess að vinna í sjúkrahúsi því að það var gott starf og gefandi. Það sam- ræmdist náminu þó illa og launa- lega gekk það dæmi alls ekki upp. Enginn getur lifað á því að vera sjúkraliði eins og dæmin sanna. Én sölumennskan er ljómandi starf og í sambandi við það ferðast ég töluvert um landið. Ekki alls fyrir löngu var ég á Húsavík og þar er læknir sem hefur mikinn áhuga á tónlist. Honum fannst tilvalið að ég tæki lagið fyrst ég var á ferð- inni en mér leizt nú ekki meir en svo á það, fannst það ekki fara saman að syngja og selja. Samt féllst ég á þetta og komst að raun um að þetta tvennt fer einmitt ágætlega saman. Hvemig gengur fjölskyldu- manneskju að samræma þetta allt, einkalíf, söng og sölumennsku? — Það hefur gengið prýðilega, fyrst og fremst af því að ég á mann sem hefur alltaf stutt mig með ráðum og dáð. Hann heitir Hallur A. Baldursson og við eigum tvær dætur, 16 og 6 ára gamlar. Hann sá t.d. alveg. um heimilið þegar ég fór til náms í Lundúnum í vetur leið. Sigríður Ella Magnús- dóttir kom mér þar í samband við frábæran kennara, sem heitir Va- lerie Heath Davies. Hjá henni sótti ég tíma flórum til fímm sinnum í viku. Ég fór líka í nokkra tíma hjá Eric Vietier í Trinity College. Hann er mjög þekktur og vinsæll kenn- ari enda hafði ég bæði gagn og gaman af því að fá tilsögn hjá honum. Ég tel þó að það hafí ekki sízt gert mér gott að vera í Lon- don þennan tíma og drekka í mig það sem um er að vera í stórkost- legu tónlistarlífi í þeirri borg. Ég var svo heppin að komast í kynni við Kolbrúnu Hjaltadóttur fyrir til- stilli Diddú, en Kolbrún er afbragðs fíðluleikari og hefur verið fastráðin í óperuhljómsveitinni í Covent Garden sl. sex ár. Fyrir atbeina hennar fékk ég að sækja æfíngar í Covent Garden að vild. Það vill líka svo til að kennarinn minn, Valerie Heath Davies, syngur í English National Opera, og þar fékk ég líka að sækja æfíngar. Á báðum stöðum fékk ég líka oft frímiða á sýningar. Auk þess sótti ég alla tónleika sem ég gat, þann- ig að þessi dvöl varð mér að ómetanlegu gagni. Efnisskráin á morgun er stór í sniðum. Þér hefur ekki vaxið í augum að ráðast í svo mikið verk- efni í fyrsta sinn sem þú heldur sjálfstæða tónleika? — Eiginlega ekki. Ég vissi frá upphafi að hveiju ég gekk en það er mjög algengt að á fyrstu tón- leikum sé efnisskrá Qölbreytt þannig að gott tækifæri gefíst til að sýna hvað maður getur. — Hver eru eftirlætistónskáld- in? — Þau eru mörg en nú er ég í fyrsta sinn að syngja verk eftir Sibelius og Granados. Bæði þessi tónskáld eru mér kær, einkum þó Granados. Hins vegar hefur Brahms lengi verið það ljóðatón- skáld sem ég hef haft einna mestar mætur á, enda henta söngvar hans röddinni vel. - Á.R. .HAPPDRÆTTI HAUST- . SJALFSTÆÐISFLOKKSBNS VERÐMÆTIR VINMNGAR GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA HRINGIÐ í SÍMA 82900 Skrifstofan Háaleitisbraut 1 er opin virka dapa frá kl. 9-22 og um helgar kl. 10-17. Sjálfstæðismenn, eflum flokksstarfið, gerum skil á heimsendum happdrættismiðum Ný bók eftir Andrés Indriðason ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu bókin Með stjömur í augum eftir Andrés Indriðason. „í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Með stjömur í augum er saga um ungt fólk fyrir ungt fólk. Hún seg- ir frá Sif sem er sautján ára í fjórða bekk MR og verður heiftarlega ást- fangin í skólabróður sínum, Arnari, sem er ári eldri. Hún er stillt og skynsöm stelpa en hefur litla reynslu, hann er fallegur og lífsglaður strákur — en kannski ekki allur þar sem hann er séður. Þetta er saga um tilfinningar, fyrstu ástina sem getur verið bæði sætari og sárari en allar aðrar til- finningar á lífsleiðinni, og lýsir átökum um það sem máli skiptir." Bókin er 164 síður, unnin í prent- smiðjunni Odda hf. Páll Stefánsson Andrés Indriöason tók mynd á kápu en Teikn hannaði kápuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.