Morgunblaðið - 07.11.1986, Side 16

Morgunblaðið - 07.11.1986, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986 Afmæliskveðja: Oskar Olason y firlögregluþj ónn í dag, 7. nóvember 1986, verður Óskar Olason, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, 70 ára. Þeim er til þekkja finnst þetta með ólíkindum enda maðurinn vel á sig kominn og unglegur og fullgildur starfs- maður. Ég tek því undir þá umræðu sem nú er í gangi að endurskoða þurfí ákvæði um starfslok opinberra starfsmanna og ekki verði eingöngu miðað við aldur heldur einnig tekið tillit til andlegs og líkamlegs ástands manna þegar slík tímamót nálgast. íslenskt þjóðfélag hefur ekki efni á að leggja til hliðar starfs- menn með fullt starfsþrek og ómetanlega starfsreynslu eingöngu vegna þess að þeir hafi náð vissum aldri. Þetta er ein af mörgum eft- iröpunum sem við höfum tekið upp eftir þjóðum sem búa við mikið at- vinnuleysi og tugir og hundruð manna bíða eftir hveiju starfi sem losnar. Sem betur fer eigum við ekki við þennan vanda að stríða, því við þurfum að nýta hveija vinn- andi hönd sem fús er til starfa. Því miður verður þessu ekki kom- ið við með þig, Óskar minn, og því vildi ég nota þetta tækifæri til að óska þér til hamingju með daginn og langa framtíð. Þú átt orðið lang- an og farsælan starfsferil að baki eða frá 1. apríl 1943 er þú hófst störf í lögreglunni í Reykjavík í miðri síðari heimsstyijöldinni. Það veit ég að voru erfíð ár en þú og þínir starfsfélagar leystuð þau störf vel af hendi. í starfí þínu hefur þú notið trausts þinna yfírmanna og verið falin mörg trúnaðar- og ábyrgðarstörf. Umferðarmálin hafa þó öðru fremur orðið þinn starfs- vettvangur allt frá því þú fórst til rannsóknarlögreglunnar í rann- sóknir umferðarslysa. Árið 1963 er . . 11 sssgssggssgrtE*--' 'Si lLö&. *>***£& steíf ís*»r2? > *&&•££>&*** LdsV^- . ■■ rnmmmm SlllIÍfiÍIÍÍii þú varðst aðalvarðstjóri við lög- reglustjóraembættið um líkt lejrti og við Guðmundur Hermannsson hófust okkar nánu kynni og sam- starf sem nú hefur staðið í aldar- Qórðung. Árið 1966 þegar þú ert skipaður yfírlögregluþjónn umferð- armála verður mikil breyting á skipulagi umferðarlöggæslunnar og annasamur tími fór í hönd við undir- búning og síðan breytinguna í hægri umferð 1968. Þar fékkst þú þína eldskím ásamt mörgum öðrum en ég held að 26. maí 1968 þegar hægri umferð tók gildi verði sá dagur sem markað hefur dýpst spor í íslensk umferðarmál. Á starfsferli þínum hefur þú með þrotlausu starfí þínu að umferðaröryggismálum unnið ómetanlegt starf og öðlast mikla reynslu og fengið mikla yfir- sýn yfír þessi mál, og reynst ráðhollur og átt þátt í að bæta úr ýmsu er miður hefur farið. Það verður því skarð fyrir skildi er þú nú lætur af starfi. Á starfsferli þínum hefur þú með kennslu í Lög- regluskólanum, á námskeiðum fyrir bifreiðastjóra og á ýmsan annan hátt unnið að bættri umferðar- fræðslu og með' setu í umferðar- nefnd og Umferðarráði komið ýmsu góðu til leiðar með þekkingu þinni og reynslu í þessum málum. Við sem starfað höfum með þér í lög- reglunni í Reylqavík viljum á þessum degi þakka þér langt og ánægjulegt samstarf og færa þér og þínum hugheilar hamingjuóskir. Heill þér sjötugum. Bjarki Eiíasson Óskar og kona hans, Ásta Ein- arsdóttir, ætla að taka á móti gestum sínum í dag í Iðnaðar- mannahúsinu við Hallveigarstíg milli kl. 17 og 19. Magnús Óskarsson Alíslensk fyndni Úr úrklippusafni borgarlögmanns BÓKAKLÚBBUR Arnar og Ör- lygs hefur gefið út bókina Alís- lensk fyndni — hollur hlátur lengir lífið — sem Magnús Óskarsson borgarlögmaður hef- ur safnað efni i og sett saman. Bókin verður einnig sett á al- mennan markað. Á bókarkápu segir m.a.: „Það gerist ekki á hveijum degi að hátt- settur embættismaður varpar af sér alvöruskikkjunni og dregur fram sannar og ótrúlega skemmtilegar myndir úr hversdagslífinu í kring- um okkur, í þeim tilgangi einum að skemmta fólki. Magnús Óskars- son, borgarlögmaður, hefur árum saman safnað drepfyndnum setn- ingum, fyrirsögnum og greinabrot- um úr íslenskum dagblöðum. Yfirleitt er þessi fyndni óviljaverk, sem fáir veita athygli, allra síst höfúndamir sjálfir, en verður alveg óborganleg, þegar hún er dregin fram í dagsljósið. Úr þessu safni Magnúsar hefur hann valið hátt á annað hundrað úrklippur, sem hér birtast í upprunalegri mynd. Þá segir Magnús sannar, íslenskar gamansögur, sem flestar hafa hvorki birst né heyrst áður og inn á milli eru limrur, smáskrítlur og „spakmæli", allt saman dýrlegur, alíslenskur húmor. Alíslensk fyndni er sett og prent- uð í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Amarfelli hf. Brian Pilkington teiknaði kápumynd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.