Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986 17 Sigur - og svo hvað? eftir Kristján Jónsson Við jafnaðarmenn erum sigur- vissir þessa dagana. Allt bendir til stórsigurs Alþýðuflokksins í næstu þingkosningum. 1978 náðist stór- kostlegur árangur í kosningunum en rúmu ári síðar var búið að glutra sigrinum niður. Sporin hræða. Hvemig getum við lært af reynsl- unni og undirbúið okkur betur. Lítum fyrst á líklegt stjómarmynst- ur. Samstjóm verkalýðsflokkanna tveggja, Alþýðuflokksins og Al- þýðubandalagsins, með Sjálfstæðis- flokknum er líklegasti og að mörgu leyti heppilegasti kosturinn. Við verðum að ákveða sem fyrst hvaða atriði við eigum að leggja þyngsta áherslu á í samningum um stjómar- samstarf. 1. Innleiðum staðgreiðsiukerfi Flórualmanak Snerruútgáfan sf. hefur gefið út tólf siðna litprentað flórualm- anak með villtum, íslenskum jurtum. Ljósmyndað hefur Snorri Snorrason. Snerruút- gáfan gefur jafnfamt út tvö litprentuð landslagsalmanaök. skatta og útsvara. Stór hluti íslendinga, einkum sjómenn og fiskvinnslufólk, býr við sveiflu- kenndar tekjur sem valda sífelldu öryggisleysi um afkom- una. Ovissan um síldarsamning- ana fram á síðustu daga hefur undirstrikað hversu biýnt er að kippa þessum málum í liðinn strax. 2. Tekjuskattinn á mslahaugana. Tökum upp virðisaukaskatt og skattleggjum fyrst og fremst eyðsluna en ekki dugnaðinn. Best væri að hafa virðisauka- skatt undanþágulausan og bæta launafólki aukin útgjöld með auknum almannabótum. 3. Herðum viðurlög við skattsvik- um. Sagt er að erfitt sé að fá endurskoðendur til að vinna að þessum málum vegna sultar- kjara opinberra starfsmanna. Launakjör allra ríkisstarfs- manna verða vist ekki bætt í einni svipan en réttlætistilfínn- ing okkar heimtar að ráðist verði gegn skattsvikum nú þegar! Hættum að beija höfðinu við stein og greiðum skattasérfræð- ingum það sem til þarf. Hann skilar okkur margfaldri þeirri upphæð aftur með starfi sínu. 4. Risavaxið verkefni bíður okkar og þolir ekki lengri bið; end- umýjun fiskiskipaflotans. Eihn- ig þarf að leiðrétta hlutaskipta- reglur sjómanna og afnema ákvæðin frá 1983 um 19% afla- verðmætis fram hjá skiptum. Kjör sjómanna verða að vera svo góð að hæfustu mennimir gefi kost á sér. 5. Endurbætur á húsnæðislána- kerfinu og kaupleigukerfi (Búsetaíbúðir) eins og tíðkast í siðmenntuðum löndum! Vegna atvinnuhátta okkar er nauðsynlegt að auðvelt sé fyrir fólk að flytja búferlum með stuttum fyrirvara og sem minnstu um- Kristján Jónsson „Einn helsti dragbítur á framfarir í atvinnu- málum okkar er sú f irra að skammta hluta þjóðarinnar smánar- laun úr hnefa.“ stangi. Kaupleigukerfið myndi gera fólki þetta kleift þar sem fjármála- umsvifm í tengslum við íbúðaskipti yrðu sáralítil í hvert sinn. Láglaunastef nan Einn helsti dragbítur á framfarir í atvinnumálum okkar er sú firra að skammta hluta þjóðarinnar smánarlaun úr hnefa. Að undanfömu hafa sumir for- ystumanna launþega velt fyrir sér möguleikanum á að framlengja síðustu kjarasamninga óbreytta um næstu áramót. Þessir forkólfar eru á villigötum. Launþogar á lægstu töxtum hafa sýnt biðlund nógu lengi — Alþýðu- sambandsfoiystan verður að sýna hugrekki og afnema lægstu taxtana í næstu samningum! Við sem höfum hærri grunnlaun en 30—35 þúsund krónur á mánuði verðum ef til vill að sætta okkur við litlar hækkanir í bili en það er fyllilega þess virði. Við mejgum aldrei sætta okkur við að á Islandi verði til stétt um- komulauss tötralýðs eins og í milljónaþjóðfélögum erlendis. Ríkisvaldið — þjónn, en ekki herra Jafnaðarmenn hafa um langa hríð notað ríkisvaldið til að bæta kjör lítilmagnans í þjóðfélaginu. Reynslan á hinum Norðurlöndunum sýnir að þessi stefna á sér takmörk og við þurfum að spoma við of- vexti ríkisvaldsins og forsjárfyllirís áður en í óefni er komið. Aukin umsvif ríkisins þurfa ekki að vera sönnun þess að hagur laun- þega sé betur tryggður en áður. Okkur dugar að virða fyrir okkur paradísarríki kommúnismans til að sannfærast um þetta. Fleiri lög og reglugerðir þurfa heldur ekki að vera merki um aukna velferð, reglugerðarskógurinn er allt of oft venjulegu launafólki til ama og óþæginda. Þennan skóg þarf að grisja. Hlutverk jafnaðarmanna í næstu ríkisstjóm verður tvíþætt. í fyrsta lagi að gæta hagsmuna launþega gagnvart ábyrgðarlausum oflát- ungum til hægri og vinstri, hvort sem þeir vappa um á ruslahaugum sögunnar og tína sér þar steina i sarpinn eða sitja á valdastólum. í öðru lagi að koma efnahag þjóðar- innar á tryggan gmndvöll. Höfundur er kennari íÞorláks■ höfn. Sjón (Sigurjón B. Sigurðsson) Ljóðasafn eftir Sjón ÚT er komin hjá Máli og menn- ingu ljóðabókin Drengurinn með röntgenaugun eftir Sjón (Siguijón B. Sigurðsson). í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Sjón hefur gefíð bækur sínar út sjálfur og þær eru ófáanlegar. I Drengurinn með röntgenaugun hef- ur hann safnað saman úrvali ljóða úr elstu bókum sínum, en frá og með Reiðhjóli blinda mannsins (1982) eru bækumar birtar heilar, auk ljóða úr blöðum og tímaritum. Ekki er algengt að skáld gefi út heildarsöfn af þessu tagi svona ung, (Sjón er fæddur 1962), en bæði er að Sjón er athyglisverður fulltrúi nýrrar íslenskrar ljóðlistar og Ijóðabækur hans ekki aðgengi- legar almenningi fyrr en með þessu safni. Listaverk eftir kanadíska súrrealistann Jean Benoit skreytir bók og kápu, en myndina af Sjón inni i bókinni tók Robert Guille- mette. Teikn hannaði kápuna." Bókin er 127 bls., unnin í prent- smiðjunni Odda hf. Caupsfaðarkolckurínn: London lamb með sykurbrúnuðum kartöflum rjómasveppasósu, rauðkáli og grænmeti 1/i skammtur ( aðeins.......kr. & i50ill> Kjúklingavængir .... kr. Fr. kartöflur 1/i sk. ... kr. 15.- 40.- Kokkteilsósa Hrásalat ... kr.29>- kr. 29.- Salatbarínn í sérflokki. Þú velur úr völdu grænmeti, semertilbúiðáborðið. Heitar, Ijúffengar stórsteikur, föstudag og laugardag. Ávextir og grænmeti í úrvali. I Kynningarhomið: Z Snakk og laukídýfa frá MS. Konsúm súkkulaði frá Síríusi og Nóa. Frosið grænmeti frá Sól hf. Pizzurfrá El Sombrero. Kaupstaðarsprengjan: London lamb kr.kg. 398.“ Nautapottsteik UN1, tilbúin til steikingar kr.kg.348«" Dilkasvið aq áaðáns kr.kg. Úrvals nautahakk UN.1 298.- kr.kg. á 8 Opið virka daga kl. 9:00-18:30 föstudaga kl. 9:00-20:00 laugardaga kl. 10:00-16:00 Sími: 73900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.