Morgunblaðið - 07.11.1986, Side 32

Morgunblaðið - 07.11.1986, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986 f ffl Electrolux H Electrolux a Electrolux Ryksugur í úrvali át lánað til allt að 11 mánaða með ÍEURQ KRI=DIT samningi Til handhafa E 1UHOCAWD Mikill sogkraftur Frábær ending m Electrolux © Vörumarkaðurinn hf. Eiöistorgi 11 - simi 622200 Minning: OlafurF. Gunnlaugs- son afgreiðslustjóri Fæddur 23.júní 1921 Dáinn 31. október 1986 Síðla kvölds hringir síminn. I símanum er Guðlaug dóttir Ólafs og tilkynnir að faðir sinn sé dáinn. Eftir það sem á undan var gengið kom fregnin ekki á óvart. Spurning- in var hvenær lyki margra mánaða stríði við þann sjúkdóm sem læknavísindin hafa ekki enn unnið bug á. Eftir situr söknuður og tregi og þó ekki síst þakklæti fyrir að hafa átt vináttu Ólafs. Ólafur lést á Landakotsspítala aðfaranótt 31. október síðastliðinn og verður lagð- ur til hinstu hvíldar í dag frá Neskirkju. Ólafur Gunnlaugsson fæddist í Ólafsvík á Snæfellsnesi þann 23. júní 1921 og var því 65 ára er hann lést. Ég mun ekki rekja ættir Ólafs hér, en að loknu námi við Verslun- arskólann réðst hann til starfa hjá Landsbanka Islands og starfaði óslitið í 42 ár. Á svo löngum starfs- ferli verða samstarfsmennimir margir, félagar sem unnu að sama markmiði, það er að vinna stofnun sinni vel, og ekki síst að berjast fyrir framgangi og vexti síns starfs- mannafélags sem að vissu leyti hefur mótast og dafnað í takt við þær breytingar sem stofnun sem Landsbanki Islands hefur gengið í gegnum tíðina. Okkar kynni voru ekki löng og finnst mér það miður, því þeir sem þekktu Ólaf vel og störfuðu með honum Iýsa honum sem skilnings- ríkum og traustum félaga, félaga sem þeir gátu leitað til ef eitthvað maður komi í manns stað hlýtur að myndast skarð og félag okkar verður fátækara þegar félagi fellur frá, sem var fram á síðustu stund með hugann hjá vinnufélögum sínum. Ólafur starfaði mikð að félags- málum innan sjns starfsmannafé- lags. Hann var í stjóm FSLÍ til margra ára og sat í nefndum á vegum félagsins. Hann var formað- ur starfsárið 1974—75. Hans störf verða seint fullþökkuð, störf sem hann vann að með elju og dugnaði. Félagar í FSLÍ drúpa höfði í þögn og þakka af alhug að hafa átt tæki- færi til að eiga samleið með Ólafi í gegnum tíðina. Stjóm FSLÍ vottar eiginkonu Ólafs, Sigríði Einarsdóttur, bömum og ættingjum, hugleilar samúðar- kveðjur á þungbærri stund. Gunnar H. Helgason Á aldraða leggst sú kvöð að „sá með ljáinn" boðar nálægð sína með þeim hætti að vini og samferða- menn fellir hann, marga um aldur fram. Svo fór hinn 31. október síðast- liðinn er Ólafur Gunnlaugsson lést í Landakotsspítala eftir langa og erfiða glímu við þann er alla sigrar að lokum. Ólafur fæddist í Ólafsvík á Jóns- messu 1921. Bernsku- og unglings- ár hans em því tengd hinum hörðu kreppuárum. Varla hafa verið birgðir í búi en það var barist hörð- um höndum þar sem á öðrum alþýðuheimilum. Unglingar sem aðrir urðu að nota krafta sína til hins ítrasta. Enda fór Ólafur að stunda sjó og var ekki fráhverfur því að gerast sjómaður. En svo fór að eitthvert afl dró hann til náms, fyrst í Reykholts- skóla og síðar í Verslunarskóla íslands. Að námi loknu gerðist hann starfamaður Landsbanka ísiands, og þar varð lífsstarf hans til ævi- loka. Annars var það ekki ætlunin að rekja æviferil Ólafs. Heldur hitt að riQa upp kynni okkar í þau nær- fellt 40 ár sem við Nana nutum samvista við þau hjón, Óla og Siggu. Það var skuggalaus samfelld vinátta, þó milli okkar væri nær 20 ára aldursmunur, og sífellt nöld- ur og nagg okkar gömlu hjónanna. Allt slíkt létu þau Öli og Sigga sem vind um eyru þjóta. Þrátt fyrir glaðlegt viðmót var Ólafur alvörumaður. Margar sam- verustundirnar stóðum við í ströngu Vatasþéttír, loðfóðraðír KULDASKÓR Nr. 28-36 kr. 1495,- Nr. 35-41 kr. 1995,- Nr. 40-46 kr. 2495,- TORGIÐ, DOMUS, MIKLIGARÐUR, KAUPFÉLAG HAFNFIRÐINGA, SAMKAUP KEFLAVÍK, OG M.H.LYNGDAL AKUREYRI AUKhf. 3.157/SlA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.