Morgunblaðið - 15.11.1986, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.11.1986, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986 Yfirlýsmg frá Birni Björnssyni, prófessor MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Birni Björnssyni, prófessor, vegna skrifa Helgarpóstsins: „Vegna ákaflega alvarlejrra að- skeyti. Eg hafði enga hugmynd um dróttana Helgarpóstsins fimmtudag- inn 13. nóvember 1986 um aðild mína að kaupum Hjálparstofnunar kirkjunnar á húseigninni Engihlíð 9 og hagsmunaárekstra þar að lútandi vil ég taka fram eftirfarandi: Um kaup Hjálparstofnunar kirkj- unnar á Engihlíð 9 vissi ég alls ekki neitt fyrr en þau voru um garð geng- in. Um það geta aðrir vitnað og munu vafalaust gera eiðsvamir fyrir rétti ef á þarf að halda. Þegar þau kaup voru gerð var ég ásamt eigin- konu minni staddur erlendis. Hús- eign tengdaforeldra minna látinna hafði þá þegar verið seld, þveröfugt við það sem Helgarpósturinn leyfir sér að fullyrða. Veit ég vel að til er sími og að til eru símskeyti. En það var ekki hringt til mín, ég fékk ekki húsakaup Hjálparstofnunar kirkj- unnar fyrr en þau voru afstaðin við heimkomu mína frá útlöndum. Eg á ekki sæti í framkvæmda- nefnd Hjálparstofnunar kirkjunnar sem aðalmaður. Eg er þar varamað- ur og hef engan fund setið þegar húsakaup Hjálparstofnunar kirkj- unnar hafa verið til umræðu. Það segir sig sjálft, þegar um svo alvar- legar aðdróttanir er að ræða sem í þessu tilviki, þegar jafnt mannorði mínu sem starfsheiðri er stefnt í voða, að ég mun leita allra tiltækra ráða er íslenskt réttarkerfí býr yfir til að hreinsa nafn mitt af rakalaus- um og alröngum áburði Helgarpósts- ins. Enn trúi ég því að við búum í réttarríki hér á íslandi." _ Morgunblaðið/ÓI.K.M. Tryggvi Olafsson myndlistarmaður við tvö verka sinna. Tryggvi Olafsson með sýningu í Galleri Borg TRYGGVI Ólafsson myndlistar- maður hefur opnað málverka- sýningu í Gallerí Borg við Austurvöll og stendur hún til 25. nóvember n.k. Tryggvi Ólafsson hefur búið í Kaupmannahöfn í 25 ár en hefur komið til Islands með reglulegu millibili og haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Auk þess hefur Tryggvi haldið margar sýn- ingar erlendis. Á sýningu Tryggva í Gallerí Borg eru 35 akrílmyndir sem allar eru til sölu. Flest verkanna eru unnin á þessu ári, en nokkur 1985. Gallerí Borg er opið frá klukkan 10 á morgnanna til 18 alla virka daga, og milli klukkan 14 og 18 um helgar. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Piltarnir þrír, sem fóru um borð í skip í Slippnum, reyndu að verða sér úti um lyf í gúmbjörgunar- bát. Lögreglan handtók þá á staðnum, en þá höfðu þeir skorið í bátinn. Brotist inn í bát og bíla ÞRÍR unglingspiltar voru hand- teknir á miðvikudagskvöld um borð í Gjafari VE 600, en skip- ið er í slipp í Reykjavík. Piltamir fóru um borð til að kanna gúmbjörgunarbát skipsins, en alltaf er nokkuð um að lyfjum sé stolið úr bátum. Þessi för pilt- anna fékk þó snubbóttann endi, því lögreglunni var gert viðvart þegar sást til þeirra. Sama kvöld var komið að tveimur drengjum við innbrot í Rofaborg, dagheimili í Árbæ. Drengimir, sem em 10 og 12 ára gamlir, munu hafa brotist áður inn þama og á stöðum í nágrenn- inu. Þá var tilkynnt um innbrot í Fóstursk’ola íslands í fyrradag og í Breiðholtsskóla um síðustu helgi. Á báðum stöðunum var stol- ið sælgæti og öðm smáræði. Mikið hefur verið um það að undanfömu að stolið hefur verið úr bflum. Er þetta ekki bundið við ákveðin svæði í Reykjavík, heldur virðist ganga jafnt yfir alla borg. Algengt er að stolið sé lausamunum úr bflum fyrir fram- an dagheimili, þegar móðir eða faðir skreppur rétt sem snöggvast inn. Einnig er algengt að stolið sé hljómflutningstækjum og að sögn lögreglu em þau oft mjög dýr. Dæmi em um að þau séu ívið dýrari en bflamir sjálfír. En það er ekki bara stolið úr bflum, heldur einnig af þeim. Rannsóknarlögreglunni hafa á skömmum tíma borist sjö kæmr vegna þjófnaða á erlendum skrá- setningarskiltum bfla. Erfitt er að geta sér til um hvaða hag þjófur- inn hefur af slíkum stuldi, nema ef undarleg söfnunarárátta hrjáir hann. Viðhorf-finnsk nútímalist“: Tólf finnskir listamenn sýna 80 verk að Kjarvalsstöðum Menningarmálanefnd Reykjavíkur og Samband finn- skra myndlistarmanna standa SIMAR 21150-21370 S0LUSTJ LARUS Þ VALOIMARS L0GM J0H Þ0RÐARS0N HDL Til sölu fokheld nú þegar: Glæsileg raðhús á útsýnisstað ViA Funafold rétt við Gullinbrú í Grafarvogi „á einni og hálfri hæð“. 4 stór svefnherb., tvöf. bilsk. Góöar geymslur. Sólsvalir um 24 fm. Allur frág. utanhúss fylgir. Teikn. á skrifst. Húni sf. byggir. 2ja herb. íb. við Kríuhóla. 63,6 fm nettó í lyftuhúsi. Mjög góð. Skuldlaus. Útsýni. Langholtsveg. Um 70 fm, sérinng. á jarðh. Öll eins og ný. Skuldlaus. Grettisgötu. Aðalhæð í tvib. Mikiö endurbyggð. Ris fylgir. Skammt frá DAS — laus strax 4ra herb. íb. á 1. hæð af meðalstærð við Kleppsveg. Ný teppi. Sólsv. Gott risherb. fylgir. Geymsla í kj. Sanngjarnt verð. Á stórri eignarlóð í Garðabæ Steinhús m. einni eöa tveimur íb., góöu vinnuplássi, margskonar nýt- ingamögul. Elgnaskipti mögul. Nánari uppl. aöeins á skrifst. Lítil íbúð með bílskúr Viö Reynimel. Litil 2ja herb. kjíb. m. sérinng. Bílsk. fylgir. Skuldlaus. Laus strax. Verö aðeins kr. 1-1,2 millj. Hlíðar — Fossvogur — skipti Gott raðhús af meöalstærö óskast til kaups. Skipti möguleg á sórhæö i úrvalsstandi í Hlíðunum. Miðsvæðis í borginni — óskast 3ja, 4ra og 5 herb. íb., sérhæðir og einb. Margir skiptamöguleikar. Mikil milligjöf i mörgum tilfellum. Opið í dag laugardag kl. 11-16. ALMENNA FASTLIGHASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 fyrir sýningu, sem opnuð verður í dag, laugardag, kl. 14.00 að Kjarvalsstöðum. Sýningin ber yfirskriftina „Viðhorf-finnsk nútímalist" og eru á henni 80 málverk og höggmyndir. Alls taka tólf finnskir myndlistar- menn þátt í sýningunni. Þeir eru: Martti Aiha, Kari Cavén, Radoslaw Gryta, Jussi Kivi, Leena Luostarin- en, Marika Mákela, Pekka Nevalin- en, Mari Rantanen, Risto Suomi, Raili Tang, Timo Valjakka og Henry Wuorila-Stenberg. í tengsl- um við sýninguna heldur Pekka Nevalinen fyrirlestur með lit-, skyggnum um fínnska nútímalist að Kjarvalsstöðum í dag kl. 15.00. Verkin eru þverskurður af finns- kri listsköpun og sýnir hún í raun viðhorf finnskra myndjistarmanna til listarinnar í dag. íslendingum gefst kostur á að kynnast því nýj- asta og markverðasta sem er að gerast í finnskri myndlist, en á sl. árum hefur átt sér stað mikil opnun í finnskri listsköpun. Finnskir lista- menn hafa mikið til horfið frá hugmyndafræðilegum vangaveltum og pólitísku raunsæi 8. áratugarins og tileinkað sér tjáningaríkari myndgerð sem í senn tengist al- þjóðlegum liststefnum og byggir á finnskri hefð og persónulegri reynslu, að sögn Gunnars Kvaran, listfræðings. Sýningin er farandsýning, sem fer um öll Norðurlöndin og er þetta fyrsta sýningin sem menningar- málanefnd Reylqavíkurborgar stendur að, en nefndin vinnur að því að halda fleiri slíkar veglegar sýningar á eigin vegum, að sögn Huldu Valtýsdóttir, formanns nefndarinnar. í janúar nk. verður t.d. yfirlitssýning á íslenskri „ab- strakt“ list frá upphafí til okkar daga. Kjarvalssýningar eru fyrir- hugaðar næsta sumar og nefndin vinnur að því að fá erlendar sýning- ar til landsins. Menningarmála- nefndin fer nú með yfirstjóm menningarstofnana á vegum Reykjavíkurborgar og hefur gert svo síðan í júní sl. í nefndinni eiga sæti fimm fulltrúar. Auk Huldu Valtýsdóttir, formanns nefndarinn- ar, eru aðrir fulltrúar sjálfstæðis- flokksins þær Ingibjörg Rafnar og Elín Pálmadóttir. Fulltrúi alþýðu- bandalagsins er Kristín Ólafsdóttir og fulltrúi alþýðuflokks er Ragn- heiður Guðmundsdóttir. Saga eftir Sigrúnu Eldjárn BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur sent frá sér barnasögu eftir Sigrúnu Eldjám sem nefnist B2 - Bétveir. Bókin er prýdd iitmyndum eftir höfund- inn. í frétt frá Forlaginu segir: „Bétveir segir frá Aka, litlum snáða sem bregður sér dag nokk- um út í garð til að tína blóm. Þegar hann ætlar að seilast eftir fallegustu blómunum í garðinum, kemur í ljós að þetta em þreifarar á kostulegri geimveru, með tvö höfuð og fjóra fætur, sem segist heita Bétveir. Bétveir er kominn til jarðarinnar til að kynnast stór- Sigrún EUyára kostlegu fyrirbæri sem hann hefur frétt að til sé á jörðinni...“ Bétveir er 40 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.