Morgunblaðið - 15.11.1986, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986
11
Sigurður Örlygsson við verk sitt
„Hvert flugu krákumar", sem
er helgað minningu meistarans
van Goghs og að sögn Sigurðar
eins konar framhald af síðustu
mynd meistarans.
Morgunblaðið/Júlfus.
Helgi Gíslason við eitt verka
sinna á sýningunni.
Tvær einkasýning-
ar með opið á milli
Listamennimir Helgi Gíslason og
Sigurður Örlygsson sýna skúlp-
túra og málverk á Kjarvalsstöðum.
HELGI Gíslason, myndhöggvari, og Sigurður Orlygsson, listmál-
ari, opna sýningu á verkum sínum að Kjarvalsstöðum í dag,
laugardag. Hér er um að ræða tvær sjálfstæðar sýningar, með
ákveðnu samhengi þó þar sem samræmingar var gætt við uppsetn-
ingu verkanna, eða eins og listamennirnir sjálfir orðuðu það „tvær
einkasýningar með opið á milli“.
Sigurður Örlygsson sýnir 15 verk
sem öll eru gerð á þessu ári. Verk-
in eru all sérstæð, eins konar blanda
af skúlptúr og málverki þar sem
hinir ýmsu hluti virðast vaxa út úr
myndfletinum. „Þessi verk eru
meira „skúlptúríal" en fyrri verk
mín og má jafnvel segja að þau séu
meira skúlptúr en málverk", sagði
Sigurður. „Þau eru einnig frábrugð-
in mínum fyrri verkum að því leyti
að ég reyni að hleypa fletinum
meira út, áferðin er þykkari og ég
nota fjölbreytilegri efni en áður.
Ég hef alltaf haft gaman af að
prófa mig áfram með hin ýmsu efni
svo sem plast, tré og fleira og þetta
kemur meira fram í þessum verkum
en áður. Ég legg áherslu á að mehn
fari ofan í mjmdimar og rýni svolít-
ið í þær og færi sig síðan fjær.
Þannig er best að ná þeim áhrifum
sem ég er að sækjast eftir. Á vissa
hátt lít ég á þetta eins og lands-
lag,“ sagði Sigurður.
Hann kvaðst hafa haldið sína
fyrstu sýningu árið 1971 í Unuhúsi
hjá Ragnari í Smára. Aðspurður
kvaðst hann ekki geta útskýrt í
stuttu máli þær breytingar sem
orðið hefðu á vinnubrögðum sínum
síðan. „Fyrstu myndirnar mínar
voru mun einfaldari. Síðan hefur
þetta tekið miklum breytingum eins
og sjá má til dæmis á þessum verk-
um“.
Helgi Gíslason sýnir skúlptúrverk
sem flest eru unnin síðastliðið sum-
ar. „Ég dvaldi í Norrænu myndlist-
armiðstöðinni á eyjunni Sveaborg í
Finnlandi í þ mánuði í sumar og
vann mest af þessu þá, og sá þegar
ég kom heim að þetta var efniviður
í sýningu," sagði Helgi. „Það má
segja að þetta sé tilraun hjá mér
með tréskúlptúr, en fram til þessa
hef ég unnið mest með brons. Þetta
er fyrsta sýningin mín þar sem tré
er uppistaðan í meirihluta verk-
anna. Eins gætir ákveðinna nýj-
unga í litameðferð hjá mér í þessum
verkum, þetta eru baneitraðir litir,
eins konar „neonlitir"
Helgi hélt sína fyrstu sýningu í
Norræna húsinu árið 1977 nýkom-
inn heim frá námi í Kunstakadem-
iunni í Gautaborg og Svíþjóð. Hann
hefur síðan haldi fjölmargar sýning-
ar bæðiu hér heima og erlendis og
nýverið var hann á ferð með einka-
sýningu í Þýskalandi.
Þeir Helgi og Sigurður sögðu að
tilviljun hefði ráðið því að sýningar
þeirra lentu saman. Þeir hefðu ekki
pantað húsið saman, en ákveðið
hins vegar að samræma uppsetn-
inguna eftir að það lá fyrir. Sýning-
ar beggja eru opnar til 31.
nóvember næstkomandi.
Keflavík:
Rafma
seltuá
Keflavik.
Mikil selta settist á línumar í
norðanáttinni og varð það til þess
að einangrunarstæða „sprakk"
þegar 66.000 volt leiddu til jarð-
ar. Varð af þessu mikill blossi sem
líktist því að eldingu lysti til jarð-
ar.
„Saltið getur valdið því að ein-
angrunarstæðumar virka ekki
eðlilega og því er hætta á skamm-
Viðtalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins íReykjavík
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
verða til viðtals í Valhöll Háaloitisbraut
1, ó laugardögum frá kl. 10—12. Er þar
tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og
ábendingum og er öllum borgarbúum
boðið að notfœra sár viðtalstfma þessa.
LAUGARDAGINN 15. NÓVEMBER VERÐATIL VIÐTALS
Júlíus Hafstein formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, umhverfismálaráðs og ferðamála-
nefndar, Helga Jóhannsdóttir í stjórn umferðarnefndar og SVR og Sigurjón Fjeldsted formaður
stjórnar strætisvagna Reykjavíkur og í stjórn skólanefndar og fræðsluráðs.
agnsbilun vegna
á háspennulínu
BILUN VARÐ á háspennulínu frá aðveitustöð í Njarðvíkum
til Keflavíkurflugvallar um hálfníuleitið á þriðjudagskvöld-
ið, með þeim afleiðingum að rafmagnslaust varð í Njarðvík-
um og Keflavík í hálftíma. Á Keflavíkurflugvelli var
rafmagn framleitt með diselrafstöðvum á meðan bilunarinn-
ar gætti.
hlaupi", sagði Jóhann Líndal
rekstrarstjóri háspennusviðs Hita-
veitu Suðumesja í samtali við
Morgunblaðið. Jóhann sagði enn-
fremur að viðgerð hefði lokið um
eittleytið um nóttina og nú vonuð-
ust menn eftir úrkomu til að
hreinsa saltið af línunum.
- BB
VAKTÞJONUSTA
HEIMILISLÆKNA
Frá og með 15. nóvember nk. tekur Læknavaktin sf. við rekstri
sameiginlegrar vitjunarþjónustu læknavaktarinnar í Reykjavík,
Kópavogi og á Seltjarnarnesi. Samtímis fellur niður göngudeildar-
þjónusta heimilislækna, sem áður var í húsnæði Landspítalans.
Læknavaktin mun frá þeim degi sameina upplýsinga-, vitjana-
og móttökuþjónustu í húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar við
Barónsstíg, þar sem tannlæknaþjónustan var áður.
Allar nánari upplýsingar verða veittar af hjúkrunarfræðingum
og læknum vaktarinnar í síma 21230 frá kl. 17.00—08.00 virka
daga, en allan sólarhringinn á helgi- og stórhátfðardögum.
Læknavaktin sf.
Sjúkrasamlag Reykjavíkur.
STEINSTEYPU-
KAUPENDUR!
Nú fer vetur í hönd og veður kólnandi. Því er hætt við frostskemmdum
í steinsteypu. Fari hitastig steinsteypu niður fyrir 10°C hægir mjög á
hörðnun hennar. Undir 5°C er hörðnun svo til hætt.
Steinsteypa verður ekki frostþolin fyrr en hún hefur náð u.þ.b. 1/3 af
endastyrk sínum. Óhörðnuð steinsteypa getur legið í dái dögum saman
við lágt hitastig og frosið síðan og skemmst.
Á veturna er upphitun steypunnar ein veigamesta ráðstöfunin til að
varast frostskemmdir. Heit steypa frýs síður og nær styrk fyrr en
óupphituð eða lítið upphituð steinsteypa.
Kynnið yður getu steypusala að afhenda upphitaða steypu. Kjörhiti úr
steypustöð í steypubíl er um 18°-24° við venjulegar aðstæður.
Eftirfarandi ráöstafanir eru því æskilegar:
1. Notið aðeins vel upphitaða steypu._
2. Bleytið ekki óhóflega í steypunni._
3. Látið steypuna bíða sem skemmst í steypubílnum
bar sem hún kólnar._________________
4. Byrgið alla steypufleti op verjið steypu fyrir kólnun.
5. Kyndið undir steypu í mótum fyrstu sólarhringana.
Munið að steinsteypan er burðarás mannvirkisins.
iSa
STEYPUSTODIN.
33600 SÆVAR HÖFÐA 4