Morgunblaðið - 15.11.1986, Page 16
16 ______________MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986_
Endurhæfing eða framfærsla
Þróun í takt við tímann eða „status quo“
eftir Ellen
Júlíusdóttur
Stórkostlegar breytingar hafa átt
sér stað á sviði heilbrigðis- og fé-
lagsmála hér á landi sl. 10 ár. Flest
af því er af hinu góða og hefur
bætt hag einstaklinga og flöl-
skyldna til hins betra. Um þessar
mundir senda alþingismenn frá sér
lagafrumvörp svo tugum skiptir og
er athyglisvert að fylgjast með þeim
og kynnast þekkingu þeirra á hinum
ýmsu málum þjóðfélagsins.
Það er einnig athyglisvert hvem-
ig einstaklingar og hagsmunahópar
hafa látið að sér kveða um breyting-
ar til batnaðar og hafa ekki setið
við orðin tóm í þeim efnum. Má þar
m.a. nefna Samtök áhugamanna
um áfengisvamir, Styrktarfélag
vangefinna, Lög um málefni fatl-
aðra og nú síðast Samtök foreldra
um vímulausa æsku. Öryrkjabanda-
lag íslands og landssamtökin
Þroskahjálp hafa og staðið vörð um
hagsmuni sinna bandamanna og
svo mætti lengi telja.
Einn er sá hópur, sem ennþá
hefur ekki stofnað með sér samtök
og er það sá hópur fólks, sem leita
þarf til félagsmálastofnana. Þær
hétu áður framfærslunefndir og
heita svo enn því lög þau, sem starf-
semi þeirra byggir á, heita fram:
færslulög og eru frá árinu 1947. I
1. kafla þeirra laga, sem ber yfír-
skriftina Um framfærsluskyldu
segir svo í 1. gr. — „Framfærslu-
styrk skal veita hveijum þeim
manni, er sökum fátæktar, van-
heilsu, atvinnuskorts eða af öðrum
orsökum getur eigi aflað sér þess,
er sjálfur hann og skyldulið hans
má eigi án vera til lífsframfærslu,
og telst þar til læknishjálp og að-
hjúkrun í veikindum, enda verði
eigi bætt úr þörf hans á annan
hátt. Framfærslustyrkur skal vera
svo mikill sem nauðsyn krefur, að
dómi sveitarstjómar eða fram-
færslunefndar, og honum haga svo
sem hún telur rétt vera, nema
öðruvísi sé sérstaklega fyrir mælt
f þessum lögum eða öðrum." — Til-
vitnun lýkur. Dálítið einkennilegt
hlýtur að vera fyrir marga að lesa
slíka lagagrein, sem er að fullu í
gildi í velferðarþjóðfélagi nútímans.
Það hendir mig stundum í starfí
að skjólstæðingur minn hefur mál
sitt með þessum orðum. „Ég ætla
að segja mig til sveitar," en það
þýðir í reynd að viðkomandi ein-
staklingur hefur gefíst upp í lífsbar-
áttunni. Viðbrögð mín eru að hlýða
nánar á mál hans og hefjast handa
um leit að þeim bótum, sem ein-
staklingurinn á rétt á. Um tvenns-
konar bætur er oftast að ræða í
slíkum málum. Annars vegar
sjúkradagpeningar frá Sjúkrasam-
lagi kr. 263,28 á dag og frá stéttar-
félagi eða örorkustyrkur 65%, sem
getur verið hæstur kr. 6.169 (miðað
við 1.9. ’86), en styrk þennan hefur
viðkomandi oft á tíðum haft til
margra ára. Aðrar nauðþurftir
greiðast úr borgarsjóði klippt og
skorið. Heilsan heldur áfram að
versna en einstaklingurinn nýtur
ekki náðar frammi fyrir almenna
tryggingarkerfinu. Kannski hefði
endurhæfing fyrir milligöngu
Tryggingastofnunar ríkisins komið
þessum einstaklingi til góða og þá
um leið raunhæft mat á heilsu hans.
Sjálfsvirðingin er nú rokin út í veð-
ur og vind og áfram rúllar fram-
færsluhjólið.
í 31. gr. framfærslulaganna seg-
ir svo: „Skylt er framfærslunefnd
að stuðla að því eftir megni, að
fólk þurfti ekki að leita framfærslu-
styrks, svo sem með því að hvetja
það til að greiða tryggingariðgjöld
sín á réttum tíma, biýna fyrir því
reglusemi, hjálpa því til að komast
í atvinnu, benda hreppsnefnd, bæj-
arsljóm, atvinnubótanefnd eða
vinnumiðlunarskrifstofu á, hvar svo
bágar séu kringumstæður, að nauð-
syn sé fyrir vinnu, koma böroum
til sumardvalar á góð sveitaheimili
og eiga frumkvæði að öðru því, er
í einstökum tilfellum og almennt
gæti orðið til þess að forða því frá
að þiggja framfærslustyrk." — Til-
vitnun lýkur. Svo mörg voru þau
orð. Stærri bæjarfélög á landinu
reka vinnumiðlun, sbr. Ráðningar-
skrifstofu Reykjavíkurborgar og
atvinnuleysistryggingabætur bæta
mörgum tekjumissinn vegna tíma-
bundins atvinnuleysis. Almanna-
tryggingar greiða þeim einstakling-
um örorkulífeyri og tekjutiyggingu,
sem vegna veikinda eru ekki færir
um að afla sér atvinnutekna. Marg-
ir þeirra eiga einnig rétt til lífeyris
úr lífeyrissjóðum stéttarfélaga.
Stærri bæjarfélög reka einnig fé-
lagsmálastofnanir og hafa ráðið til
sín sérstaklega menntað starfsfólk,
félagsráðgjafa til m.a. að biýna
fyrir fólki reglusemi og koma böm-
um til sumardvalar á góð sveita-
heimili, eins og um getur í lögunum,
en mikið vantar enn á að þær (stofn-
animar) „eigi frumkvæðið að öðru
því, er í einstökum tilfellum og al-
mennt gæti orðið til þess að forða
því frá að þiggja framfærslustyrk".
Þá ályktun má draga a.m.k. um
Félagsmálastofnun Reykjavíkur þar
eð nú má sjá fímmta ættliðinn leita
eftir framfærslustyrk. Styrkþegum
stofnunarinnar hefur einnig fjölgað
jafnt og þétt á undanfömum árum
sbr. Ársskýrslu Félagsmálastofnun-
ar Reykjavíkurborgar fyrir árið
1985. Má því segja að lögin hafí
snúist upp í andhverfu sína.
Til að „forða fólki frá því að
þiggja framfærslustyrk" er brýn
þörf á að gefa nánar gaum að end-
urhæfíngu einstaklinga og tryggja
þeim lífeyri skv. Almannatrygg-
ingalöggjöfínni meðan á endur-
hæfingu stendur. Á árinu 1970
vom samþykkt lög um Endurhæf-
ingarráð Islands. Markmið laganna
var að veita öryrkjum endurhæf-
ingu. Hinn almenni borgari var þar
af leiðandi afskorinn frá þessari
þjónustu. Sá ljóður var einnig á
þeim lögum að hlutaðeigandi sveit-
arfélögum var gert að greiða
framfærslukostnað meðan á endur-
hæfíngpu stóð. Lög þessi vom felld
úr gildi með tilkomu laga um mál-
efni fatlaðra 1.1.1984. Orðið fatlað-
ur í þeim lögum merkir þá, sem em
andlega eða líkamlega hamlaðir.
Markmið laganna er m.a. að tryggja
fötluðum jafnrétti og sambærileg
Ellen Júlíusdóttir
„Þá ályktun má draga
a.m.k. um Félagsmála-
stofnun Reykjavíkur
þar eð nú má sjá fimmta
ættliðinn leita eftir
framfærslustyrk.
Styrkþegum stofnunar-
innar hefur einnig
fjölgað jafnt og þétt á
undanf örnum árum
sbr. Ársskýrslu Félagps-
málastofnunar
Reykjavíkurborgar fyr-
ir árið 1985. Má því
segja að lögin hafi snú-
ist upp í andhverfu
sína.“
lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna.
Ennfremur að tryggja heildarsam-
tökum fatlaðra og félögum þeirra
áhrif á ákvarðanatöku um málefni
sín. Lög þessi gera ráð fyrir að
landinu sé skipt í 8 svæði og 7
manna svæðisstjóm fari með mál-
efni hvers svæðis. Lögin gera einnig
ráð fyrir því að almannatryggingar
og félagsmálaráðuneytið greiði all-
an kostnað við endurhæfingu og
skal hér vitnað orðrétt í 19. gr.
laganna, sem íjallar um þessa hlið
málsins. — „Heimilt er að tillögu
svæðisstjóma að veita aðstoð þeim
sem lög þessi ná til sem hér segin
1. Styrk, ef ijárhagsaðstæður
þeirra em með þeim hætti að
þeir geti ekki framfært sér og
fjölskyldu sinni á meðan endur-
hæfíng fer fram.
2. Styrk eða lán til verkfæra- og
tækjakaupa eða aðra fyrir-
greiðslu í sambandi við heima-
vinnu eða sjálfstæða starfsemi
að endurhæfíngu lokinni.
3. Styrk eða lán til greiðslu náms-
kostnaðar, sem ekki er greiddur
samkvæmt ákvæðum annarra
laga.
Nú er málum svo háttað í þjóð-
félaginu að fjöldi fólks er til þess
knúinn að leita eftir framfærslu-
styrk vegna veikinda og/eða skorts
á vinnu við hæfí. Heilsugæsla er
umfangsmikill málaflokkur og ekki
em allir, sem falla undir lög um
málefni fatlaðra. Veikindaástand
getur verið bæði ljóst og óljóst. Það
getur verið líkamlegs eðlis og það
getur verið bæði líkamlegs- og and-
legs eðlis og fer fólki í þeim hópi
stöðugt fjölgandi. Ekki er ávallt
ljóst hversu einstaklingurinn er
megnugur nema til komi athugun
á heilsufari hans í viðasta skilningi
þess orðs. Þær stofnanir, sem veita
slíka þjónustu, em endurhæfingar-
deildir sjúkrahúsanna og Reykja-
lundur. Það em gmndvallarmann-
réttindi að fá iæknisþjónustu við
hæfí.
Uppbygging heilsugæslustöðva
skv. lögum um heilbrigðisþjónustu
frá 1983 er kjörinn vettvangur til
bættrar heilsufarslegrar og félags-
legrar þjónustu. Þessir tveir þættir
em svo nátengdir að ógemingur
er að slíta þá úr samhengi við hvom
annan ef vel á að takast. Á heilsu-
gæslustöðvum vinna m.a. læknar
og gert er ráð fyrir að félagsráð-
gjafar vinni þar einnig. Félagsmála-
stofnanir era ekki heilsugæslu-
stöðvar, þær em afgreiðslustofnan-
ir.
• •
Oflugur skipaiðnaður ein af
undirstöðum blómlegrar útgerðar
eftir Ingólf Sverrisson
_ í yfírgripsmikilli ræðu formanns
LÍÚ, Kristjáns Ragnarssonar, á
aðalfundi samtakanna, sem birt var
í heild á síðum þessa blaðs fyrir
skömmu, var vikið nokkmm orðum
að skipaviðgerðum og skipasmíðum
hér á landi. Synd væri að segja að
í þeim orðum hafí formaðurinn lagt
sig fram um að geta þess sem vel
hefur verið gert í þeim efnum hér
á landi hin síðari ár; áhuginn beind-
ist að mestu að því sem miður hefur
farið og ennfremur gefíð í skyn að
tafír og aukareikningar væm nær
óþekkt fyrirbæri þegar útgerðir
skipta við erlenda aðila.
Þegar þar við bætist sú ósanna
staðhæfíng að íslenskar skipa-
smíðastöðvar hafí átt aðild að þeirri
hugmynd að leggja sérstakt jöfnun-
argjald á skipaviðgerðir, sem fram
fara erlendis, þá er tímabært að
staldra við og leita átta. Umræðan
verður að taka mið af staðreyndum;
að öðmm kosti lenda allir aðilar á
villigötum sem enda í foraði.
Bætt vinnubrögð
Full ástæða er til að taka undir
þau orð Kristjáns Ragnarssonar,
að nauðsynlegt sé að sem best sam-
starf sé á hveijum tíma milli
skipaaiðnaðarins og útgerða. Það
var einmitt með slíku hugarfari sem
samtök málmiðnaðarfyrirtækja
hófu í byijun þessa áratugar
víðtækt þróunarsamstarf sem m.a.
beindist að því að bæta og auðvelda
samstarf útgerða og þjónustufyrir-
tækja þeirra, s.s. smiðja og skipa-
smíðastöðva. Allar götur síðan
hefur verið unnið að þessu málefni
á vegum sömu aðila og margar
útgerðir notið góðs af.
Gmndvallaratriði vel heppnaðra
skipaviðgerða er góður undirbún-
ingur. Því miður hafa of margar
íslenskir útgerðir látið auðnu ráða
í þeim efnum og beðið um viðgerð-
ir sem em illa skilgreindar eða
jafnvel í véfréttastfl. Með þvf er
traustustu stoðum góðrar þjónustu
kippt undan strax í upphafi og það
af útgerðinni sjálfri.
Samtök málmiðnaðarfyrirtækja
vildu bæta þetta ástand og leggja
eitthvað annað fram en bölv og
ragn. Því var innra eftirlit í smiðjum
endurbætt, víðtækt flokkunarkerfí
fyrir skip þýtt og staðfært og kom-
ið á fræðslustarfi þar sem menn frá
útgerðum og smiðjum/skipasmíða-
stöðvum tileinkuðu sér sameigin-
lega skipuleg vinnubrögð við
undirbúning og framkvæmd skipa-
viðgerða.
Ingólfur Sverrisson
„Viðhald og- viðgerðir
íslenska flotans eru og
verða gríðarlega stórt
viðfangsefni. Því veltur
á miklu að fyllstu hag-
kvæmni sé gætt og
framleiðni við viðgerð-
irnar sé í hámarki. Allir
aðilar þurfa að hafa
þetta í huga.“
Árangur þessa starfs er nú þegar
kominn í ljós. Hátt á þriðja hundrað
manns hafa sótt námskeið um ofan-
greint efni, þeir hafa síðan flestir
tekið upp þau vinnubrögð sem þar
em kennd. Hið sameiginlega
„tungumál“, SFI-flokkunarkerfíð“,
ryður sér nú til rúms hjá skipa-
smíðastöðvum, smiðjum og ekki
síður útgerðum. Hægt er að nefna
Qölmörg dæmi um umtalsverðan
árangur sem þessir aðilar hafa náð
og njóta nú afraksturs af.
Stýrt viðhald
Fyrir ári síðan kynnti Félag
málmiðnaðarfyrirtækja viðhald-
skerfí undir nafninu Stýrt viðhald.
Þetta kerfi, eða vinnuaðferð, er
byggt á afrakstri þess starfs sem
að framan er getið og tekur mið
af hagsmunum allra sem hlut eiga
að máli: útgerða, smiðja og starfs-
manna ■ þessara aðila. Sérstök
námskeið hafa verið haldin til þess
að kynna mönnum þetta viðhalds-
kerfí og kenna að setja það upp.
Allmargar smiðjur og útgerðir hafa
tekið upp stýrt viðhald eða em að
því um þessar mundir.
Ekki ætla ég að tíunda árangur
af upptöku stýrðs viðhalds á þessum
vettvangi, en fullyrði að talsmenn
útgerða hefðu mjög gott af því að
kynna sér hann og draga af honum
nokkum lærdóm.
Skipulögð vinnubrögð em eitt af
því sem þarf að auka í viðhaldi flot-
ans og með stýrðu viðhaldi hafa
málmiðnaðarfyrirtæki lagt sitt lóð
á vogarskálina. En það er auðvitað
eins með þetta og önnur verkfæri
að þau koma því aðeins að gagni
að þau séu notuð. Hitt er líka jafn
ljóst að báðir aðilar, í þessu tilliti
útgerðir og smiðjur, þurfa að vinna
saman ef árangur á að nást. Köpur-
yrði koma þar að engu gagni.
Að nýta afrakstur
Með hliðsjón af því sem greint
hefur verið frá hér að framan þyk-
ir okkur mörgum, sem störfum í
eða fyrir íslenskar smiðjur og skipa-
smíðastöðvar, anda óþarflega köldu
frá formanni LÍÚ í okkar garð. Nær
hefði verið að hann hefði þakkað
áðumefnt fmmkvæði og hvetti sína
menn til þess að nýta sér það til
bættra vinnubragða. Engu að síður
bendir flest til þess, að útgerðir
haldi enn um sinn áfram að senda
menn sína til samtaka málmiðnað-
arfyrirtækja til þess að tileinka sér
það sem til framfara horfír í þessum
efnum. Um aðra staði er tæpast
að ræða.
Viðhald og viðgerðir íslenska
flotans em og verða gríðarlega stórt
viðfangsefni. Því veltur á miklu að
fyllstu hagkvæmni sé gætt og fram-
leiðni við viðgerðimar sé í hámarki.
Allir aðilar þurfa að hafa þetta í
huga. Útgerðimar haldi tilkostnaði
niðri, smiðjumar nái hámarksaf-
köstum og geti greitt góð laun og
í framhaldi af því boðið fyrsta
flokks starfskrafta til þjónustu. Allt
helst þetta í hendur og því verða