Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.11.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986 Baráttan framundan verður hörð og erfið - sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í setningarræðu á flokksráðsfundi Flokksráð Sjálfstæðisflokks- ins kom saman til fundar síðdegis í gær. í upphafi fundarins flutti Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf stæðisflokksins, þá ræðu, sem hér birtist i heild. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins kemur saman til fundar hér í dag, á ögurstund milli kosninga. Það eru fáir mánuðir síðan þjóðin gekk að kjörborðinu til þess að velja fulltrúa í sveitarstjómir. Og við lok núverandi kjörtímabils á vori kom- anda, munum við leggja verk okkar undir dóm lqosenda, eftir fjögurra ára setu í ríkisstjóm. Undirbúningur kosningabarátt- unnar er því að hefjast, stjóm- málaumræður síðustu vikna bera þess merki, að kosningar em ekki langt undan og það má einnig sjá á flokksstarfínu, sem að venju hefst með vali frambjóðenda. Þó að tekist hafí að koma á meiri festu og stöðugleika í íslensku þjóðfélagi á undanfömum misserum, getur ekki farið hjá því, að sviftivindar kosningabar- áttunar leiki um íslenskt þjóðfélag á næstu vikum og mánuðum. Að því Ieyti megum við búast við vetr- arveðri í tvenns konar merkingu þess orðs. Og það á eins við um pólitískan veðraham og hefðbund- ið íslenskt él, að á öllu veltur að menn séu vel útbúnir áður en hald- ið er af stað. Og við hyggjumst, sjálfstæðismenn, með störfum okkar og stefnu, hafa búið svo um hnútana, að við munum koma heilir út úr þeirri orrahríð. Miðstjóm flokksins ákvað að taka sérstaklega til umræðu á þessum fundi þau viðfangseftii sem við blasa vegna mismunandi aðstöðu manna í þéttbýli og dreif- býli. í Sjálfstaeðisflokknum er fólgið það afl, sem á að geta fellt saman hugmyndir manna og hags- muni að þessu leyti. Við emm lítil þjóð, við búum í stóru landi, sem getur bæði verið harðbýlt og gjöf- ult. Sagan kennir okkur að þá fam- ast okkur best, þegar okkur auðnast að standa saman. Við megun aldrei gleyma því, að auð- legð okkar er undir því komin, að vinnufúsar hendur hafí aðstöðu til þess að draga físk úr sjó og vinna úr honum verðmæti, rækta landið til eigin matvælaframleiðslu, bijótast áfram í nútímaiðnaði. Og við verðum að skilja að þeir sem koma framleiðslunni í verð með þjónustustörfum af ýmsu tagi gegna jafn mikilvægu hlutverki og hinir. Bjami Benediktsson komst svo að orði í áramótaávarpi á gamlárs- dag árið 1964: „Við höfum sjálfír valið okkur veglegra og kostnaðarsamara verkeftii, en nokkur annar svo fá- mennur hópur í veröldinni, við jafn erfíð skilyrði. Það verkefni er að láta sjálfstætt fullvalda menning- aríki blómgast á þessu fámenna misviðrasama eylandi norður í höfum og haga svo meðferð mála, að hér megi ailir komast til nokk- urs þroska.“ Af sama tilefni rifjaði Bjami Benediktsson upp ummæli, sem höfð hafa verið eftir Friðriki kon- ungi VIII. þegar hann leit yfír Suðurlandsundirlendið af Kamba- brún. Þá á hann að hafa sagt: „Þetta er heilt konungsríki." Og af þessum ummælum dró Bjami Benediktsson eftirfarandi ályktun: „Engum íslendingi myndi koma til hugar að láta þjóð sinni nægja það konungsríki. Nei, við viljum byggja landið allt. Okkur fínnst slíkt enginn stórhugur, heldur hitt lítilmennska, að láta okkur nægja minna. En svo er stundum að sjá, sem sumir gleymi hvað af þessu hlýtur að leiða. Rekstur fámenns ríkis hlýtur alltaf að kosta hlut- fallslega meira en fjölmenns." Auðvitað verðum við að gæta þess að kostnaður þjóðarbúsins verði sem minnstur af þessum sökum. Við höfum ævinlega lagt á það megináherslu, að ftjálst at- vinnulíf sé líklegast til þess að tryggja alhliða uppbyggingu í landinu. Rikisafskiptin em á hinn bóginn fallin til þess að draga úr þrótti okkar allra. Fyrir þvi er löng reynsla. Ætlunarverkið hefur tekist Næstu kosningar munu öðm fremur snúast um árangur núver- andi stjómunarsamstarfs og þau áform og hugmyndir sem menn hafa um uppbyggingu á þeim gmnni, sem lagður hefur verið. Auðvitað verða dægfurmál af ýmsu tagi dregin inn í umræðumar. Stundum í þeim tilgangi einum, að draga athygli manna frá aðalat- riðunum. Kjami málsins er auðvitað sá, að þessi ríkisstjóm var mynduð til þess að ná niður verðbólgu og stuðla að stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Augljóst var öllum, að hvort tveggja var forsenda framfara og bættra lífskjara. Nið- urstaða stjómarsamstarfsins er sú, að þetta ætlunarverk tókst. Áformin hafa orðið að vemleika. Og kosningamar munu snúast um það, hvort þetta á að verða varan- legur vemleiki, eða aðeins stund- arfyrirbrigði. Með nýrri vinstri stjóm myndu aiiar dyr opnast fyrir verðbólgu- glundroða á nýjan leik. Með öflugri forystu Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjóm yrði á hinn bóginn unnt að halda uppbyggingarstarfínu áfram. Um þetta stendur valið. Kostimir em skýrir. Árangurinn verður ekki varðveittur nema Sjálfstæðisflokkurinn komi með því afli til þings að loknum kosn- ingum, að ekki verði unnt að mynda stjóm án hans þátttöku. Auðvitað er það svo, að ýmis- legt hefur farið á annan veg á undanfömum ámm, en við helst hefðum kosið. Við emm ekki ánægðir með allt og óánægðir með sumt. En höfuðatriðið er, að meg- intilgangurinn með myndun þessarar ríkisstjómar er ekki leng- ur áform eða ætlunarverk, heldur vemleiki. Þessi nýi vemleiki er ekki sjálfgefinn. Hann varðveitist ekki af sjálfu sér. Hann kom ekki án fóma. Þjóðin öll tók þátt í þeirri bar- áttu. Það er hægur vandi að gera þennan árangur að engu í einu vetfangi. Þegar á allt er litið höfum við góðan málstað að veija. En það er ekki nóg að veija málstaðinn, við þurfum að sýna fram á, að við viljum, með frelsishugmyndum okkar, halda endurreisnarstarfínu áfram, í þeim tilgangi að efla íslenskt atvinnulíf, efla menntun og heilbrigði þjóðarinnar og auðga menningu íslendinga. Grundvallarbreytingar Við höfum staðið að margvís- legum gmndvallarbreytingum í efnahags- og atvinnumálum. í því sambandi vil ég nefna: I fyrsta lagi var gengi krón- unnar fellt til samræmis við raunvemlegar aðstæður í þjóðar- búskapnum og síðan algjörlega horfíð frá daglegri gengisfelling- arstefnu og þess í stað fylgt fast eftir stöðugleikastefnu í gengis- málum. Um leið var sjálfvirkt víxlhækkunarkerfi verðlags og launa afnumið. Hvort tveggja þetta vom gmndvallarbreytingar, sem vom forsenda fyrir því, að ná niður verðbólgu og skapa fram- leiðsluatvinnugreinum eðlileg rekstrarskilyrði. í öðru lagi nefni ég þá gmnd- vallarbreytingu, sem gerð hefur verið í peninga- og gjaldeyrismál- um. Horfíð var frá haftastefnu til aukins fijálsræðis. Óhætt er að fullyrða, að þetta vom mestu straumhvörf í þeim efnum, frá því að íj álsræðisaðgerðir viðreisnar- stjómarinnar vom ákveðnar á sínum tíma. Árangurinn er sá, að spamaður þjóðarinnar hefur stór- kostlega vaxið á undanfomum misseram, en hafði áður farið stöð- ugt minnkandi. En spamaður er megin forsenda fyrir því, að þjóðin sjálf geti unnið sig út úr erfiðleik- um og byggt upp betra þjóðfélag. Þannig hefur verið unnt að nota það pólitíska afl, sem Sjálfstæðis- flokkurinn er og það traust sem honum var sýnt við síðustu kosn- ingar, til þess að knýja fram breytingar í íslenskum efnahags- málum í samræmi við megin- hugmyndir sjálfstæðisstefnunnar. Og nú sýnir reynslan árangurinn. Við höfum kappkostað að vinna að framkvæmd sjálfstæðisstefn- unnar á ýmsum öðmm sviðum. í þeim eftium höfum við ekki bund- ið okkur við hina almennu efna- hagsstjóm. Tvö atriði má nefna til nánari skýringan í fyrsta lagi hefur í tíð þessar- ar ríkisstjómar fyrst verið markvisst unnið að því að losa ríkið út úr atvinnurekstri, sem það hefur með einum eða öðmm hætti flækst inn í. Hlutabréf ríkisins í ýmsum stórfyrirtækjum hafa verið seld. Ríkisfyrirtæki, sem ekki var rekstrargmndvöllur fyrir, hafa verið látin fara á höfuðið. í einu slíku tilviki er verið að reyna að aðstoða einkaaðila við að heQa reksturinn á ný, en í öðm tilviki er fyrirsjáanlegt að óarðbærri starfsemi verður hætt. Hér hafa ný viðhorf náð fram að ganga og við þurfum að halda áfram á þess- ari braut. Því meiri skyldur sem leggjast á ríkið í menningarmál- um, heilbrigðismálum og félags- málum, því minna svigrúm er til þátttöku í atvinnulífinu sjálfu, ef koma á í veg fyrir vöxt ríkisút- gjalda. Hér er því um mikilvæga steftiubreytingu að ræða. í öðru lagi vil ég minna á, að í menningarmálum hafa orðið straumhvörf. Áratuga einokun ríkisins á útvarpsrekstri hefur ver- ið afnumin. Nýir og ferskir vindar blása á þessu sviði, og munu ör- ugglega ná fyrr til landsins alls en ríkisútvarpið á sinni tíð. Við höfum viljað hlúa að nýjungum á sviði menningarmála. í þeim til- gangi höfum við forgöngp um að efla Kvikmyndasjóð. Engum vafa er undirorpið að myndmálið er og verður snar þáttur í varðveislu og viðgangi íslenskrar menningar. þannig fléttast saman útvarps- frelsið og efling myndmálsins í einum vef, sem við ætium að muni auka menningarlífíð í landinu og verða þáttur í því að viðhalda íslenskri tungu. Hagnýtum bætt árferði vel Þannig hefur stefnunni verið breytt í veigamiklum atriðum, á ýmsum sviðum, en að hinu leytinu höfum við glímt við hefðbundin verkefni. Þegar ríkissljómin tók við, var ekki einungis ringulreiðar- verðbólga og gengdarlaus halli á viðskiptum við aðrar þjóðir. Þá blasti einnig við vemlegur afla- samdráttur og verðfall á erlendum mörkuðum. Þær aðstæður í þjóð- arbúskapnum, sem við fáum ekki ráðið, vom þannig eins óhagstæð- ar og hugsast gat. Eigi að síður tókst að ná verðbólgunni niður. Lífskjörin hlutu að skerðast vegna minni framleiðslu og verri við- skiptakjara, og vegna þess að menn horfðust í augu við þann vanda sem viðskiptahallinn hafði valdið. Á síðustu missemm hafa þessar ytri aðstæður á hinn bóginn geng- ið okkur í haginn. Allt hefúr farið saman í senn, að fískafli hefur aukist, markaðsstaðan á erlendum mörkuðum styrkst og viðskipta- kjörin batnað vegna lækkandi olíuverðs. Þannig skiptast alltaf á skin og skúrir í þjóðarbúskapnum. Aðalatriðið er að okkur hefur tekist að hagnýta batnandi árferði til þess að ná verðbólgunni niður aftur, eftir áfallið 1984 og auka kaupmátt þannig, að hann er nú meiri en nokkm sinni fyrr. Megin- máli skiptir hvemig batnandi árferði er hagnýtt. Það er auðvelt að missa það úr greipum sér, þann- ig að launafólkið njóti ekki ávaxtanna. Vinstri sljómum hefur t.a.m. ávallt tekist að magna verð- bólgudrauginn þegar árferði hefur farið batnandi, með þeim afleið- ingum að kaupmáttur hefur hranið í kjölfarið. Kjarasamníngar Þegar ljóst var í lok síðasta árs, að þær ytri aðstæður í þjóðar- búskapnum, sem áður höfðu gengið í óhag, hefðu snúist til betri vegar, skipti miklu hvemig við var bmgðist. Augljóst var að kjarasamningamir hlutu að ráða úrelitum í því efni. Haustið 1984 lögðum við sjálfstæðismenn til að reynt yrði að fara nýjar leiðir í þeim efnum með þríhliða sam- starfí ríkisstjómar, launafólks og vinnuveitenda. Til þess að ná þjóðareátt töldum við eðlilegt að bjóða fram séretak- ar skattalækkanir í því skyni að færa niður verðlag. Þessar hug- myndir mættu mikilli andspymu á þeim tíma. í kjölfarið glímdum við við langvarandi verkfall og hefð- bundna verðbólgukj arasamninga, með gengislækkun og rýnandi kaupmætti. Við stigum mörg skref aftur á bak þá haustdaga. Vera má að þessi bitra reynsla hafí sýnt mönnum fram á, að það var kominn tími til þess að reyna nýjar leiðir. Aðilar vinnumarkað- arins tóku höndum saman og höfðu í byijun þessa áre frum- kvæði og forystu um að leggja fyrir ríkisstjómina tillögur um lausn kjarasamninga á svipuðum gmndvelli og við áður höfðum boðað, haustið 1984. Ríkisstjómin gat því fyrir sitt leyti gengið hratt og ömgglega til verks. Engum vafa er undirorpið, að þessir kjarasamningar og aðild ríkisvaldsins að þeim, marka vem- leg þáttaskil. Þeir hefðu auðvitað aldrei tekist, nema vegna þess að víðtækur skilningur var á því, að við urðum að hafna gömlu verð- bólguvinnubrögðunum. Um það náðist almenn samstaða. Þó að fyreta tilraun okkar til þess að fá menn til slíks samstarfs hafí mis- tekist, haustið 1984, hljótum við að fagna því hvereu miklum ár- angri þessi tilraun hefur skilað á þessu ári. Það samkomulag sem gert var á vinnumarkaðinum í byijun þessa áre, er jafn merkur viðburður í samskiptum ríkisvalds og aðila vinnumarkaðarins og júnfsam- komulagið 1964. Með því höfum við sýnt fram á, að það er unnt að bæta kaupmátt, ef menn em reiðubúnir að lúta þeim aðstæðum, sem við búum við, hveiju sinni í efnahagsmálum. Ef við skiljum að það er ekki fjöldi krónupeninganna sem skiptir máli, heldur verðmæti þeirra. Sjaldan hefúr reynt betur á grundvallarhugmyndir okkar um sameiginlega hagsmuni stéttanna. Hvað hefði gerst, ef þessi þjóð- areátt hefði ekki náðst á vinnu- markaðnum? Að öllum líkindum hefðum við í þessu mikla góðæri, gert hefðbundna verðbólgusamn- inga. Gengið hefði fallið, verðlagið hefði rokið upp úr öllu valdi, og þrátt fyrir vaxandi þjóðartekjur hefði kaupmátturinn fallið og við- skiptahallinn aukist á ný með minnkandi spamaði. Þessi saga er svo alkunn, að ekki þarf að rekja hana í löngu máli. í stað þessa búum við nú við tiltölulega stöðugt verðlag og meiri kaupmátt, en nokkm sinni áður. Og við horfum fram til þess að ná því sem næst jöfnuði í við- skiptum við aðrar þjóðir á næsta ári. Af þessum ástæðum getum við horft með bjartsýni og af áræðni til framtíðárinnar. Það er gróska í fslensku þjóðlífí. Þensla í hagkerfinu er heldur mlkil En auðvitað er ekki allt eins og best verður á kosið. Við þessar aðstæður væri fráleitt að vera með vol og víl. Við eigum að leiða hug- ann að framtíðinni, hvemig getum við bætt úr þvf, sem úrekeiðis hefur gengið, hvemig getum við tekist á við ný verkeftii, sem við trúum að færi okkur enn fram á veginn í sókninni til bættra lífskjara, og heilbrigðari þjóðfé- lagsskipunar. Þetta em spuming- ar sem við eigum að velta fyrir okkur, þegar gróandi er f íslensku þjóðlífí. Þó að góðæri sé í landinu og almenn velmegun, verður auðvitað ekki á allt kosið f einu. Þannig var t.a.m. óhjákvæmilegt að færa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.