Morgunblaðið - 15.11.1986, Síða 21
MORGUNBLAÐŒ), LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986
21
fórnir í því skyni að ná þeirri þjóð-
arsátt, sem varð í kjarasamning-
unum í ársbyijun. Við töldum
nauðsynlegt og skynsamlegt að
fóma tímabundið markmiðinu um
hallalausan ríkisrekstur, í því
skyni að ná öðrum mikilvægari
efnahagslegum áformum.
Eigi að síður og þrátt fyrir það
tekjutap og þau auknu útgjöld,
sem ríkissjóður varð fyrir vegna
kjarasamninganna, hefur tekist að
minnkla halla ríkissjóðs verulega
á þessu ári, frá því sem var á því
síðasta. Og með nýju flárlaga-
frumvarpi er að því stefnt að
fjárlagahalli næsta árs verði um
þriðjungi minni en á þessu ári.
Þannig bendir allt til þess, að
það muni takast sem við sögðum,
þegar þessar ákvarðanir voru
teknar, að ná jöfnuði á ný i ríkis-
búskapnum innan þriggja ára. Við
höfum einnig náð því marki með
þeim fjárlagatillögum, sem nú
liggja fyrir, að á næsta ári munu
opinberir aðilar í fyrsta skipti í
áraraðir grynnka á erlendum
skuldum, greiða meira niður af
erlendum lánum, en þeir taka af
nýjum.
Þetta er óneitanlega mikilsverð-
ur áfangi. En hinu er ekki að
leyna, að lánsfjáráætlanir og út-
gjaldaáform þjóðarinnar í heild
sinni benda til þess að þensla í
hagkerfinu sé heldur mikil, eigi
að takast að varðveita þann árang-
ur í baráttunni við verðbólguna,
sem þegar hefur orðið. Að þessu
þarf að hyggja á öllum sviðum
efnahagsstarfseminnar. Þetta á
jafnt við sameiginlega neyslu sem
útgjöld heimila og atvinnulífs.
Augljóst er að við þurfum mark-
visst að vinna að því að ná jöfnuði
í ríkisbúskapnum á næstu árum.
Stjómarandstaðan heldur því
gjaman fram, að hallinn á fjárlög-
um sé mesti efnahagsvandi
þjóðarinnar í dag. Auðvitað er það
fjarstæða, því hitt er miklu nær
sanni, að hann hafí verið lykillinn
að þeirri þjóðarsátt, sem gerð var.
En hvað sem því líður, er það verk-
efni jafn mikilsvert og áður, að
stefna að jöfnuði í ríkisrekstrinum.
Og við höfum með nýjum fjárlaga-
tillögum sýnt, að það mun takast
á þeim tíma sem við ætluðum.
Nýtt skattakerf i
Á undanfömum árum hefur
verið lögð á það áhersla, að nauð-
synlegt væri að byggja tekjuöflun-
arkerfí ríkisins upp frá grunni. Það
á bæði við um óbeina og beina
skattheimtu. Að þessu hefur verið
unnið og nú eru komnar á loka-
stig tillögur um virðisaukaskatt í
stað söluskatts og nýja samræmda
tollskrá. Eftir að efnahagsráðgjafí
ríkisstjómarinnar var kallaður til
þess að fara í framboð fyrir Al-
þýðuflokkinn sneri flokkurinn við
blaðinu í þessu efni og lýsti yfír
stuðningi við virðisaukaskattinn,
en áður ætlaði hann að bæta
gamla kerfíð og stórauka tekjur
ríkisins með því.
Jafnframt er í íjármálaráðu-
neytinu hafín athugun á upp-
byggingu tekjuskattskerfísins með
það í huga að kanna, hvort við
getum ekki fetað sömu braut og
t.a.m. Bandaríkjamenn, með af-
námi frádráttarliða og útrýmingu
skattskýla af ýmsu tagi og lækkun
skattálagningar. Bandaríkjamenn
hafa haft forystu um byltingar-
kenndar breytingar af þessu tagi
og óhjákvæmilegt er annað, en við
hugum að svipuðum breytingum.
Að því er nú unnið.
En með því að slík athugun
tekur einhvem tíma, þótti óhjá-
kvæmilegt að gera nú þegar
breytingar á tekjuskattslögunum.
Þar er um að ræða 300 milljón
króna lækkun á skattbyrði. Neðra
skattþrepið verður hækkað upp i
400 þús. kr. og það efra upp í 800
þús. kr. Skatthlutföllin verða
lækkuð, þannig að jaðarskattur til
ríkisins lækkar úr rúmlega 41% í
rúmlega 37%.
Á tíma núverandi ríkisstjómar
mun skatthlutfall í efsta þrepi
þannig lækka úr 50% niður í 38,5%
á næsta ári. Skattbyrðin í heild
er u.þ.b. fjórðungi minni en hún
var árið 1982. Hjón sem eiga tvö
böm og hafa á þessu ári milli
70—80 þús. kr. í mánaðárlaun,
munu verða skattfrjáls á næsta
ári, þegar þessar breytingar hafa
tekið gildi. Frumvarp um þetta
verður lagt fram nk. mánudag.
En hinu er ekki að leyna, að
sú mikla lækkun óbeinna skatta,
sem ákveðin var í tengslum við
kjarasamningana, að ósk aðila
vinnumarkaðarins, hefur auðvitað
þrengt svigrúm til frekari lækkun-
ar tekjuskatts. Fyrir þá sök, fyrst
og fremst, höfum við gengið
skemmra í þessu efni, en við ætl-
uðum.
í banka- og peningamálum hafa
orðið mikil umskipti. Þar hefur
verið með nýrri heildarlöggjöf um
viðskiptabanka og Seðlabankann
og verðbréfamarkaði sköpuð ný
skilyrði fyrir heilbrigðara fjár-
magnskerfí og nútímalegri
bankastarfsemi. En um leið höfum
við orðið fyrir miklum áföllum á
þessu sviði, eins og umræður
síðustu daga um viðskipti Haf-
skips og Útvegsbanka íslands bera
með sér. Meginhugmynd sjálf-
stæðismanna hefur verið sú, að
draga úr ríkisafskiptum á pen-
ingamarkaðnum.
Enginn þjóð á Vesturlöndum
hefur búið við hlutfallslega jafn
öflugt og mikið ríkisbankakerfí og
íslendingar. Þessu höfum við viljað
breyta. Þegar menn nú ræða póli-
tíska spillingu í bankakerfínu,
skyldu menn minnast þess að
Sjálfstæðisflokkurinn er eini
stjómmálaflokkurinn í landinu,
sem einarðlega hefur barist fyrir
því að draga úr þátttöku ríkis-
valdsins á þessu sviði.
Enginn vafí leikur á því, að við
þurfum að bregðast við þeim
vanda sem upp er kominn, vegna
þess áfalls sem Útvegsbankinn
varð fyrir í viðskiptum sfnum við
Hafskip. Og við þurfum að taka
tillit til þeirrar gagnrýni sem fram
kemur í skýrslu þeirrar nefndar,
sem sérstaklega var falið að skoða
þau viðskipti. Nú mun reyna á það
hvort menn ætla einungis að fjasa
um áföll og ágalla ríkisbankakerf-
isins eða hvort menn eru reiðubún-
ir til þess að breyta kerfínu.
Nú liggja fyrir tillögur frá
Seðlabankanum, sem miða að því
að ná samstöðu um sameiningu
Iðnaðarbanka, Verslunarbanka og
Útvegsbanka og opna möguleika
fyrir aðild sparisjóða og atvinnu-
lífsins, ekki síst sjávarútvegsins,
að nýjum öflugum viðskiptabanka.
Þessar tillögur eru í meginatriðum
svipaðar þeim sem nefnd Gylfa
Þ. Gíslasonar skilaði á sínum tíma.
í þessu efíii stöndum við frammi
fyrir miklu tækifæri til að bregð-
ast við áfalli, sem við höfum orðið
fyrir og til þess að byggja upp
heilbrigðara bankakerfi, með því
að minnka afskipti ríkisins og
auka áhrif og hlutdeild atvinnulífs-
ins sjálfs. í þessu efni þýðir ekki
að velta vöngum lengur. Ríkis-
stjómin verður þegar í stað að
taka af skarið. Það er fullkomlega
ábyrgðarlaust, að láta þessi mál
velkjast áfram án ákvörðunar. Og
ég vænti þess að flokksráðsfund-
urinn styðji með ótvíræðum hætti
þá tillögu sem nú liggur fyrir, um
stofnun nýs og öflugs einkabanka
og að flokkurinn hviki hvergi frá
þeirri stefnumörkun. Við vitum og
viðurkennum ágalla núverandi
kerfís og við viljum og ætlum okk-
ur að breyta því. Þær aðstæður
sem nú hafa skapast gera það að
verkum, að lengur verður ekki
undan því vikist að taka ákvarðan-
ir.
Við verðum því að knýja á um
breytingar á þeim grundvelli sem
hér hefur verið lagt til. Við höfum
fylgt þeirri stefnu að breyta öllum
ríkisbönkunum í hlutafélög.
Staða atvinnuveganna
Þannig blasa víða við verkefni
og viðfangsefni og í sumum tilvik-
um vandamál, sem bíða úrlausnar.
Aðlögun atvinnuveganna að nýj-
um aðstæðum í þjóðarbúskapnum
hefur eðlilega gengið misjafnlega.
Þrátt fyrir gróanda í þjóðlífí, fram-
farasókn og almennan þrótt í
atvinnulífínu, vitum við af erfíð-
leikum í fiskvinnslu og hefðbundn-
um landbúnaði. Þetta eru
rótgrónar atvinnugreinar, sem
staðið hafa undir góðum lífskjör-
um og búið okkur almennt lífsvið-
urværi í gegnum aldirnar.
Við verðum því, samhliða ný-
sköpun í atvinnulífínu, að hlúa að
þessum undirstöðum. Ef við ætlum
okkur að búa við sömu lífskjör og
ÚTVARPSRAÐ ákvað á fundi
sínum í fyrradag að færa frétta-
tíma ríkissjónvarpsins aftur á
sinn hefðbundna tíma, til kl.
20.00 frá og með 1. desember nk.
Útvarpsráð hafði áður lýst því
yfír að það teldi að breyting frétt-
atímans hefði ekki fatlið í góðan
jarðveg á meðal áhorfenda, en þó
var sú ákvörðun tekin að gera
þær þjóðir, sem við viljum helst
jafna okkur til, hljótum við að
keppa að því fyrst og fremst að
íslenskt atvinnulíf sé samkeppnis-
hæft við atvinnuvegi nágranna-
þjóðanna. Við leysum ekki
vandamál þess með daglegum
gengislækkunum eða styrkjakerfi.
það myndi einungis þýða hnignun
og stöðnun.
Með þeim grundvallarbreyting-
um sem gerðar hafa verið á
íslenskri efnahagsstjóm, standa
atvinnufyrirtækin auðvitað
frammi fyrir nýjum aðstæðum.
Þegar eðlileg aðlögun hefur átt
sér stað, mun atvinnulífið standa
eftir sterkara og öflugra. Fram-
leiðni og verðmætasköpun munu
þá aukast. Þetta eru þau markmið
sem við þurfum að hyggja að,
þegar við horfum til framtíðar.
Kjami málsins er sá, að við höfum
með störfum okkar lagt gmndvöll
að nýrri framtíð, gmndvöll, sem
við viljum ekki að verði brotinn
niður. En við göngum ekki til
kosninga með reynsluna eina að
baki, þó að hún sýni fram á mik-
inn árangur. Við höldum fram
fijálsræðishugmyndum okkar um
uppbyggingu atvinnulífsins, um
styrkingu menntunar og menning-
arlífs og aukið heilbrigði þjóðar-
innar. Við höfum æma ástæðu til
þess að horfa fram á við, af meiri
bjartsýni en áður.
Fylgi f lokkanna —
vinstri stjórn
Könnun, sem gerð var í þessari
viku á fylgi stjómmálaflokkana,
hlýtur í þessu ljósi að valda okkur
nokkmm vonbrigðum. En um leið
hlýtur hún að hvetja okkur til
nýrrar sóknar í flokksstarfínu.
Knýja okkur til þess að skerpa
málflutning okkar og halda á lofti
góðum málstað. Það er ljóst, sam-
kvæmt þessum könnunum, að
baráttan framundan verður hörð
og erfíð og hún kallar á samstöðu
sjálfstæðismanna.
Engum vafa er undirorpið, að
kosningaúrslit í samræmi við nið-
skyndikönnun um hvenær fólk teldi
heppilegast að hafa fréttatíma sjón-
varpsins. Var því afráðið að bíða
með ákvarðanatöku þangað til nið-
urstöður könnunarinnar lægju fyrir.
Tillagan um að færa fréttatím-
ann til kl. 20.00 var samþykkt í
gær með fimm atkvæðum útvarps-
ráðsmanna gegn tveimur. Þeir sem
greiddu atkvæði með tillögunni
urstöðu síðustu könnunar myndu
opna dyr fyrir nýja vinstri stjóm.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn tapar at-
kvæðum yfír miðjuna til vinstri,
verður ekki séð hvemig vinstri
flokkamir eiga að komast hjá því
að mynda nýja stjóm, jafnvel þó
þeir sjálfír hrseðist ekkert meir en
að taka þannig höndum saman,
hræðist ekkert meir en sjálfa sig.
Málflutningur stjómarandstöð-
unnar hefur fyrst og fremst
byggst á því, að þyrla upp mold-
viðri um einstök dægurmál. Segja
má að hún hafí aðeins sameinast
um eitt megin stefnumarkmið og
um það hefur Alþýðuflokkurinn
haft forystu, að knýja á um þre-
földun eignaskatta. Og sannleik-
urinn er sá, að samstarfsflokkur
okkar í ríkisstjóm hefur hvað eftir
annað tekið undir þessar hug-
myndir.
Nái Alþýðuflokkurinn að vinna
fylgi frá Sjálfstæðisflokknum, er
viðbúið að það verði túlkað sem
krafa um að þetta meginstefnumál
flokksins verði gert að veruleika
með myndun nýrrar vinstri stjóm-
ar. Þó að íslenskt skattakerfí sé á
ýmsan hátt meingallað, er alveg
ljóst að þá fyrst mun óréttlætið
keyra um þverbak, ef þessi áform
vinstri flokkanna, undir forystu
Alþýðuflokksins, ná fram að
ganga. Það skiptir því fólkið í
landinu miklu máli að takast megi
að koma í veg fyrir vinstra slys
af því tagi.
Álþýðubandalagið er nú í meiri
upplausn en nokkru sinni áður.
Þó bendir flest til þess að þau öfl
innan Alþýðubandalagsins, sem
borið hafa eld að glóðum rótleysis
og öfga í íslensku þjóðfélagi, séu
að ná undirtökunum. Við heyrum
nær daglega fréttir um það, að
þeir menn innan Alþýðubanda-
lagsins, sem hafa verið fulltrúar
hófsemi og raunsæis, hverfi nú
af vettvangi. Þeim er ýtt út, hveij-
um á fætur öðrum.
Alþýðufiokkurinn gefur komm-
únistum að vísu langt nef í
daglegri stjómmálaumræðu. Það
gerði Hannibal einnig, þegar hann
vann kosningasigurinn mikla
1971, en kjörstöðum hafði ekki
fyrr verið lokað, en hann hljóp
beint í fang þeirra og myndaði
með þeim nýja vinstri stjóm.
Bendir eitthvað til þess að þessi
saga muni ekki endurtaka sig,
verði niðurstaða kosninganna á
þann veg.
Góðir sjálfstæðismenn
Það er mikið verk framundan.
Málefnaleg vígstaða er góð. En
við þurfum að mæta ómálefnaleg-
um spjótalögum stjómarandstöð-
unnar af meira afli og þrótti, en
til þessa. Við eigum okkur sameig-
inlega hugsjón, um frelsi einstakl-
inga og samstöðu stéttanna, til
þess að vinna að alhliða fram-
förum.
Aðstæður eru með þeim hætti, að
augljóst er að við þurfum á öllu
því sameinaða afli að halda, sem
sú mikla borgaralega fylking ræð-
ur yfír, sem Sjálfstæðisflokkurinn
er. Við skulum sýna andstæðing-
um okkar að sú sókn, sem nú er
að heijast, verður háð á grund-
velli samstöðu og trúar á góðan
málstað. En því aðeins að við kom-
um með auknu afli inn á Alþingi
að loknum næstu kosningum, get-
um við komið í veg fyrir að ný
vinstri stjóm verði mynduð í
landinu.
voru: Inga Jóna Þórðardóttir for-
maður, Jón Þórarinsson, Markús
Á. Einarsson, Ámi Bjömsson og
María Jóhanna Lámsdóttir í fjar-
veru Ingibjargar Hafstað. Á móti
tillögunni vom þeir Magnús Er-
lendsson og Guðni Guðmundsson,
varamaður Eiðs Guðnasonar í Út-
varpsráði.
Þorsteinn Pálsson flytur setningarræðu á flokksráðsfundi. Moigunblaðia/ÓLKJÍ.
Fréttir ríkissjónvarpsins
færðar aftur tíl kl. 20.00