Morgunblaðið - 15.11.1986, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986
25
Morgunblaðið/Einar Falur.
Stjórn Félags eldri borgara ásamt húsráðanda fyrir utan Sigtún. Frá vinstri: Jón Hjálmarsson gjald-
keri, Barði Friðriksson varaformaður, Sigmar Pétursson veitingamaður, Snorri Jónsson formaður og
Bergsteinn Sigurðsson ritari. Á myndina vantar 2. ritara félagsins Oddu Báru Sigfúsdóttur.
Verslunar-
stjórar os
Veitmga-
stjórar
Nú er rétti tíminn til að panta
kalkúnafyrirjól.
Hafiðsamband við sölu-
menn okkarísíma 666103.
Eldri borgarar opna
hús í Sigtúni
FÉLAG eldri borgara í Reylgavík og nágrenni hefur í dag, laugar-
dag, starfsemi í „Opnu húsi“ í Sigtúni við Suðurlandsbraut. Húsið
verður svo framvegis opið frá klukkan 14.00 til 18.00 alla virka
daga, nema laugardaga.
Húsnæðið sem um ræðir er á
fyrstu hæð í Sigtúni og rúmar um
80 manns í sæti. Þangað eru allir
félagar FEB velkomnir meðan hús-
rúm leyfír. Þar getur fólk hist og
rabbað saman, tekið í spil eða teflt.
Á boðstólnum verða veitingar á
vægu verði.
Áformað er einnig að nýta hús-
næðið fyrir starfsemi ýmissa
áhugahópa. Má þar meðal annrs
nefna kennslu í Lomber, Bridge-
hópa, söng- og leikhópa svo eitt-
hvað sé nefnt. Að sögn forsvars-
manna félagsins hefur eigandi
Sigtúns, Sigmar Pétursson, gert
félaginu kleift að hefja þessa starf-
semi nú með því að leigja því
húsnæðið til næsta vors á afar góð-
um kjörum.
Félag eldri borgara í Reykjavík
og nágrenni var stofnað fyrir átta
mánuðum og voru stofnfélagar um
750 talsins. Nú eru félagar orðnir
yfir 3.600 talsins og fer sífellt §ölg-
andi. Allir sem eru 60 ára og eldri
hafa rétt til að ganga í félagið,
hvaða starfi og stöðu, sem þeir
gegna.
Á fundi með fréttamönnum, þar
sem starfsemi félagsins var kynnt,
lögðu forsvarsmenn þess áherslu á
að tilgangurinn með starfseminni
væri fyrst og fremst sá að gefa
eldri fólki tækifæri til að kynnast
hvert öðru og skemmta hvert öðru.
Þá væri hlutverk félagsins að gæta
hagsmuna eldri borgara meðal ann-
ars með því að að vinna að því að
skapa efnahagslegt öryggi og gott
umhverfi hjá öldruðum, að vinna
að úrbótum í húsnæðismálum, að
byggja upp félagsheimili og vinnu-
aðstöðu fyrir ýmis konar starfsemi
félagsins, að annast um og koma á
vinnumiðlun fyrir eldra fólk, sem
getur og óskar að miðla öðrum af
þekkingu sinni og starfskröftum,
að hlúa að hvers konar áhugamál-
um þess, skipuleggja námskeið,
hópvinnu, tómstundavinnu, og
skemmtanir og ýmislegt fleira sem
varðar hagsmuni aldraðra.
Fræðslunefnd félagsins hefur
unnið að undirbúningi námskeiða í
samvinnu við Tómstundaskólann og
hefst fyrsta námskeiðið nú eftir
helgina og sitthvað fleira er á döf-
inni. Félagið gefur út fréttabréf,
sem sent er öllum félagsmönnum
og eru komin út 7 tölublöð. Skrif-
stofa félagsins er í Brautarholti 8
og er hún opin frá klukkan 14.00
til 18.00 mánudaga til og með
föstudeginum. Síminn þar er
28812.
Árshátíð félagsins verður haldin
í Súlnasal Hótel Sögu þann 20.
nóvember næstkomandi og hefst
með borðhaldi klukkan 19.00. Síðan
verða flutt ávörp, slegið á letta
strengi og dansað fram á nótt.
BÓKAÚTSALA BÓKAFORLAGA
VIÐ ÞINGHOLTSSTRÆTI
AÐ ÞINGHOLTSSTRÆTI 3
Skáldsögur
Barnabækur
Fræðirit
Ævisogur o.fl
@HIÐ ÍSLENZKA
BÓKMENNTAFÉLAG
pólmútgMan|3jót)ðaga ÍSAFOLD
Föstudag ki. 9—18
Laugardag kl. 9—16
Sunnudag kl. 13—16
BÖKAGERÐIN LILJA
Bókaúfgófa
/V1ENNING4RSJÓÐS
*ALw