Morgunblaðið - 15.11.1986, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 15.11.1986, Qupperneq 27
MÖRGUNBIJVÐÍÍ), LÁÚGARDÁGUR Ú'itóvEMÉER 1986 ' 27 Hvar eru JEAN-Bedel Bokassa, fyrrum keisari, sneri með leynd hinn 23. október sl. til heimalands síns, sem nú hefur verið gert að lýðveldi, hinu svonefnda Mið-Afríku-lýðveldi. Þar eiga að fara fram réttarhöld yfir honum, sem varla geta orðið óhlut- dræg í hans garð. Skömmu eftir að hann var neyddur til að segja af sér 1979, var hann fundinn sekur að honum fjarver- andi fyrir margs konar hræðilega glæpi og dæmdur til dauða. Jafnvel þó að Bokassa hafí feng- ið að búa í höll nærri Paris í stað þess að vera komið fyrir á lítilli eyju á Suður-Atlantshafí, þá var útlegðin þessum síðasta fulltrúa höfðingjalífs í stfl Napópleons mikla aldrei að skapi. Þrátt fyrir hið orðlagða dem- antaörlæti hans, voru hinir frönsku gestgjafar hans orðnir leiðir á honum. Ekkert var eftir af peningum hans nema eftiriaun hans (sem fyrrverandi liðþjálfa, ekki sem fyrrverandi keisara) og því fór svo, að lokað var fyrir vatnið til hans. Hann stríddi ör- yggisvörðunum, sem gættu hans, með því að aka aðra leið, en honum var ætluð. Fylgikona hans og fímm (af 15) bömum hans, sem fylgdu honum í flugvélinni frá Róm til Bangui, voru honum ekki næg huggun. Líkegt er þó talið, að Andre Koliba forseti muni sýna honum miskunn og honum verði fundið öruggt hæli að lokum en undir eftirliti hjá einhveiju Aftíkuríki, þar sem Frakkar hafa áhrif. Það kann að vera greiði við þá 40 fyrrverandi ríkisleiðtoga, sem fínna má í heiminum nú, ef þeim er séð fyrir þægilegu heim- ili. Slfld kann ekki síður að reynast greiði við fyrrverandi þegna þeirra, því að það dregur úr löngun þeirra til þess að snúa heim aftur. En að sjá fyrir mönn- um, sem aðrir hafa andstyggð á, getur reynzt dýrt og þreytandi. Jean-Claude Duvalier, fyrrver- andi forseti Haiti, hefur nú á leigu stórt einbýlishús nærri borginni Grasse. Hann hefur þar dvalarleyfí til bráðabirgða, á meðan Frakkar og Bandaríkja- menn varpa þeirri spumingu hvorir yfír á aðra, hvað verða eigi um hann í framtíðinni. Ferd- inand Marcos, fyrrum forseti, ver tímanum í að sitja við símann á Hawaii og þráir það eitt að kom- ast heim til Filippseyja. Idi Amin Dada, fyjrum forseti Uganda og keppinautur Bokassa um, hvor náð hafí lengra í hryll- ingsverkum í Afríku, fær ekki einu sinni að láta sig dreyma um það í gegnum símann að komast á ný til valda. Hann lifir á isl- amskri gjafmildi í afskekktu húsi í Saudi-Arabfu. Ef hann lætur sér detta það í hug að hringja í einhvem til að ræða um það að þeir nú? Jean-Bedel Bokassa, fyrrum keisari, á meðan allt lék i lyndi. snúa aftur heim, þá loka Saudi- Arabar einfaldlega fyrir símann hans. Milton Obote, maðurinn, sem Amin steypti af stóli, en sneri síðan heim aftur til að steypa Amin, fær ekki heldur að nota símann. Obote dvelst nú óhultur í Zambíu og leiðist óskaplega. Á svipaðan hátt fara Eyptar með Nimeiri, fyrrverandi forseta Súd- ans. Ngyen Van Thieu, fyrmrn for- seti Víetnams, dvelst í Wimble- ton, tilbúinn til að spila tennis og fyrirrennari hans, Nguyen Napoleon Bonaparte f útlegð á eynni St. Helenu. Cao Ky, rekur verzlun í Kali- fomfu. Hinn vingjamlegi fyrrver- andi forseti, Yakubu Gowon, virðist ánægður, þar sem hann dvelst í ensku Miðlöndunum. Hann hefur nýlokið við ritgerð um stjómarskrárbundna stjóm- málastarfsemi (nema hvað) í Nígeríu. Andstæðingurinn, sem hann sigraði, Ojukwu fyrrverandi hershöfðingi í því sem var einu sinni Biafra, dvelst ánægðari (og ríkari) heima hjá sér. Tveir aðrir fyrrverandi forsetar Nígeríu eru í haldi í heimalandi sínu, en sá þriðji, Olusegun Obasanjo, sem kallar sjálfan sig lquklingabónda, er talinn líklegur í embætti aðal- framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna einn góðan veðurdag. í Rómönsku Ameríku er yfír- leitt tekið mjúklega á afdönkuð- um ráðamenn samkvæmt gamalli hefð, enda þótt Argentínumenn hafí brotið út af reglunni og lok- að þijá þeirra inni eins og er. Annars staðar er venjan sú að gefa þeim tækifæri til að sleppa í hinni óhjákvæmilegu uppreisn inni í sendiráð einhvers ná- grannaríkisins og fara síðan sæmilega með þá, eftir að þeir em seztir á helgan stein, með því að leyfa þeim að búa í heima- landi sínu undir fremur vægu eftirliti. Lástinn yfír þessa menn er of langur til að telja hann upp hér. Vinstri sinnaðir leiðtogar eiga erfíðast uppdráttar. Undantekn- ing er þó hinn morðóði Pol Pot í Kambódíu, sem hefur farið út í skæruliðastarfsemi í félagi við sinn gamla keppinaut, hinn fág- aða prins, Norodom Sihanouk. Venjulegra er, að þeir káli hver öðmm. Ali Nasser Mohammed, fyrr- verandi forseti Suður-Jemens, á fyrir höndum erfítt hlutskipti, en það er útlegð í Eþíópíu. Flestar kommúnistastjómir gera for- ystumönnum sínum erfítt fyrir í að safna fé á bankareikninga í Sviss, en flestir hinna vitrari úr hópi hægri sinnaðra einræðis- herra fínnst betra að hafa slíkan reikning, er þeir setjast í helgan stein, en það er einmitt ein af ástæðunum fyrir áhuga þegna þeirra á að fá þá til að láta af störfum. (Þýtt úr Economist). STYRKIR BADMINTQNSAMRANDIÐ NORÐURLANDAMÓT ER HALDIÐ NÚ UM HEIjGINA í LAUGARDALSHÖLL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.