Morgunblaðið - 15.11.1986, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15.'NÓVBMBER 198e
Metkuldi víða í
Bandaríkjunum
New York, AP.
METKULDI mældist í mörgum
bandariskum borgnin á fimmtu-
dag. Dauði 20 manna er rakinn
til kuldanna. Snjókoma var mikil
á sléttunum miklu í norðanverð-
um Bandaríkjunum.
Á hádegi á fimmtudag mældist
frostið 15 gráður á celcius í
Chicago, 24 gráður í Casper í Wy-
omingríki og 9 gráður í Louisville,
Kentucky. Frostið er hið mesta í
Chicago í 46 ár miðað við árstíma.
Mældist metkuldi í 46 borgum eða
bæjum.
Veðurfræðingar segja orsökina
fyrir kuldakastinu vera kröftuga
heimskautavinda, sem blásið hafa
niður yfir Kanada og inn á sléttum-
ar miklu, niður Mississippidal, inn
yfír vötnin miklu og Ohiodalinn.
Kuldamir náðu allt suður til suð-
austurríkjanna þar sem bændur
reyndu að bjarga ökmm og upp-
skem frá tjóni. Varað var við
frostveðri í Virginíu, Karólínuríkj-
unum, Tennessee, Georgíu, um allt
Alabamaríki, mið- og norðurhluta
Mississippi og norðurhluta Louis-
iana. Hitastig var við frostmark í
San Antonio í Texas.
Suður-Afríka:
Asakanir Rússa
eru áróður einn
Pik Botha veifar sönnunargögnum um samsærí gegn stjóm Malawi,
sem hann segir hafa fundist í flaki flugvélar Machel.
varnarmálaráðherra í stjórn
Corazón Aquino, segði snim-
hendis af sér. Vinstri-menn
saka fylgismenn Enriles um
að hafa myrt einn helsta verka-
lýðsleiðtoga Filippseyja en lík
hans fannst i fyrradag. Skæru-
liðar hafa frestað vopnahlé-
sviðræðum við stjórnina um
óákveðinn tíma vegna morðs-
ins.
MannQöldinn hópaði slagorð
gegn Enrile og krafðist afsagnar
hans. Um 100 lögreglumenn
vopnaðir bareflum voru við öllu
búnir en ekki kom til teljandi
átaka.
Verkalýðsleiðtoganum, Go-
lando Olalia var rænt á miðviku-
dag. Á fimmtudagskvöldið fannst
lík hans og hafði hann verið
myrtur á hinn hroðalegasta hátt.
Olalia var jafnframt leiðtogi
stærsta vinstriflokksins sem
heimilt er að starfa á Filippseyj-
um. Verkalýðsfélögin hafa boðað
til allsherjarverkfalls á mánudag.
Funchal, Madeira.AF.
P.W. BOTHA, forseti Suður-
Afríku, sagði á miðvikudag að
ásakanir Sovétstjómarinnar þess
efnis að ríkisstjórn Iands síns
ætti þátt í því að flugvél Samora
Machel, forseta Mozambique,
fórst í siðasta mánuði værí
hreinn áróður.
Botha, sem er á einkaferðalagi á
Madeira sagði að sérstök rannsókn-
amefnd er í væru sérfræðingar frá
ýmsum löndum, væri nú að rann-
saka málið og myndu niðurstöður
hennar leiða hið sanna í ljós. Pik
Botha, utanríkisráðherra Suður-
Afríku, sem einnig er með í förinni,
sagði fyrr í þessum mánuði að sov-
éska flugvélin er flutti Machel, hafi
verið búin úreltum tækjum, hin so-
véska áhöfn virtist hafa virt að
vettugi upplýsingar er fram komu
á mælum vélarinnar og ennfremur
hefði fundist áfengismagn í líkum
nokkurra þeirra. Sovéski varaflug-
málaráðherrann, Ivan Vasin, sagði
á blaðamannafundi í Moskvu í gær,
að þessi ummæli Pik Botha væru
slúður eitt.
Svisslendingar neituðu því í gær
að þeir hefðu fallizt á að aðstoða
Suður-Afríkumenn við að þýða upp-
lýsingar á flugrita flugvélar Samora
Machel, fyrrum forseta Mósambík,
sem fórst skammt innan landamæra
Suður-Afríku 19. október sl. Pik
Botha, utanríkisráðherra Suður-
Afríku, sagði í fyrradag að Sviss-
lendingar hefðu boðist til að ráða
fram úr upplýsingum á flugritan-
um.
Filippseyjar:
Fj öldi manns krefst af-
sagnar Juans Enrile
Allsheijarverkfall á mánudag
Manila, AP, Reuter.
UM 5000 manns söfnuðust
saman við höfuðstöðvar hers
Filíppseyja i gær og kröfðust
þess að Juan Ponce Enrile,
Sovéskir útflyijendur snúa heim:
Vilja aftur til Bandaríkj-
anna eftir 4 daga í Moskvu
Moskvu, AP.
Útflytjendafjölskylda, sem
snerí aftur til Sovétríkjanna frá
Bandarikjunum á mánudag, vill
flytjast á brott á nýjan Ieik. For-
eldramir segja að böra, sem
bæði eru á táningsaldri, þeirra
séu óhamingjusöm í Sovétrikjun-
um.
Móðirin, Faina Gonta, kvaðst
hafa fengið þær upplýsingar hjá
bandaríska sendiráðinu f Moskvu
að flölskyldan fengi að fara aftur
með breska flugfélaginu British
Airways til London í dag.
Hún sagði að fjölskyldan hefði
aftur á móti hvorki fengið vega-
bréfsáritun né flugmiða í hendur.
Jaroslav Vemer, talsmaður
sendiráðsins, hefur staðfest að
Gonta-fjölskyldan hafí farið þess á
leit að fá að snúa aftur.
Faina Gonta og maður hennar
David fluttu frá Ukraínu fyrir tíu
árum ásamt tveimur bömum og
ömmu þeirra. Þegar þau komu til
Sovétríkjanna á mánudag sögðu
hjónin að í Bandarílgunum hefðu
þau sýknt og heilagt verið minnt á
að þau væru innflytjendur. Ekki
hefði bætt úr skák að bömunum
var strítt í skóla. Því hefðu þau
ákveðið að flytja aftur til Sovétríkj-
anna.
Sovétmenn hafa reynt að blása
þetta upp í fjölmiðlum og á mánu-
dag var hringt í bandaríska blaða-
menn í Moskvu og þeim bent á að
fara út á flugvöll og taka á móti
fjölskyldunni.
Corazón Aquino, forseti
Filippseyja, sagði í gær að allt
yrði gert til að hafa hendur í
hári morðingjanna. Fidel Ramos,
hershöfðingi, hefur fyrirskipað
hemum að aðstoða á allan hátt
við rannsókn málsins. Þeim sem
veita upplýsingar sem leiða til
handtöku morðingjanna hefur
verið heitið veglegum verðlaun-
um.
Fyrr í þessari viku bauðst Go-
lando Olalia til að boða til alls-
hetjarverkfalls ef herinn reyndi
að steypa stjóm Aquino. Ráða-
menn innan hers Filippseyja
höfðu sagt hann vera kommún-
ista.
Corazón Aquino sagði í ávarpi
að binda yrði endi á tilgagns-
lausar blóðsúthellingar á Filipps-
eyjum. Hún var þá nýkomin fá
Japan en þarlend stjómvöld hafa
heitið Filippseyingum 649 millj-
óna dollara fjárhagsaðstoð á
þessu ári.
Dómnefndarmenn töldu þetta þijár fegurstu stúlkuraar. Lengst til vinstrí er Ungfrú Danmörk, i miðj-
unni er Jeanne-Marie Laronde, Ungfrú heimur, og til hægri er Ungfrú Austurríki, sem hafnaði í þríðja
sæti.
í raunínni líður mér best heima
- sagði Ungfrú heimur,
Jeanne-Marie Laronde
London, AP.
HIN 23 ára gamla Jeanne-Marie Laronde frá
Trinidad og Tobago hóf sinn fyrsta dag sem
„Ungfrú heimur" með þvi að fá sér jarðarber
sem hún skolaði niður með kampavíni. „Ég er
algjörlega óvön svona umstangi,“ sagði hún
fréttamönnum, sem fylgst höfðu með keppn-
inni. „í rauninni líður mér best heima.“
„Ungfrú heimur“ fékk lítinn svefn eftir ævin-
týralega kvölstund í Royal Albert Hall. Fréttamenn
voru mættir snemma í gærmoigun á hótelið þar
sem hún býr til að taka hana tali. „Ég vaknaði í
morgun og sagði við sjálfa mig: Jésúpétur ég er
Ungfrú heimur. Mér fannst þetta draumi líkast
en nú líður mér stórkostlega," sagði Jeanne-Marie
Laronde. Aðspurð sagðist hún hlakka mest til að
hitta og aðstoða böm út um allan heim. Titilinn
tileinkaði hún unnusta sínum en sá ljónheppni
maður heitir Ricardo Merrick .
77 stúlkur tóku þátt í keppninni og lenti „Ungfrú
Danmörk" í öðru sæti en „Ungfú Austurríki" í því
þriðja. Jeanne-Marie Laronde er fyrsta stúlkan frá
Tinidad og Tobago, eyjaklasa í Karabíska hafinu,
sem hreppir þennan eftirsótta titil.
Jeanne-Maie Laronde brosir sfnu breiðasta eftir að
Hólmfriður Karlsdóttir, fyrrum Ungrfrú heimur,
hafði krýnt hana.