Morgunblaðið - 15.11.1986, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 15.11.1986, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986 Umsjónarmaöur Gísli Jónsson 363. þáttur Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Dómur yf ir ríkisbankakerfinu Hvort sem stjómmálamönn- um líkar betur eða verr verða þeir að taka skjóta ákvörðun um hvaða leiðir eigi að fara í endurskipulagningu bankakerfisins. Spumingin er hins vegar sú hvort þeir hafi kjark til að gera nauðsynlegar breytingar. Af viðbrögðum sumra stjómmálamanna að dæma, við skýrslu nefndar Hæstaréttar um viðskipti Haf- skips og Útvegsbankans annars vegar og hins vegar við tillögu Seðlabankans um endurskipu- lagningu bankakerfísins, er ljóst að þeir hafa ekki dregið réttan lærdóm af reynslunni. Seðlabankinn leggur eindreg- ið til að Iðnaðarbankinn, Verzl- unarbankinn og Útvegsbankinn verði sameinaðir í einn hlutafé- lagsbanka, með þátttöku fleiri aðila, s.s. samtaka sparisjóða og fyrirtækja í sjávarútvegi. í greinargerð með tillögunni er bent á, að með sameiningunni næðist hagkvæmari rekstur og markvissari þjónusta. Þá segir að auk margþætts ávinnings í skipulagsmálum„ mundi sam- eining Útvegsbanka, Iðnaðar- banka og Verzlunarbanka og eignaraðild nýrra hluthafa hafa í för með sér þann stóra ávinn- ing fyrir ríkissjóð að hann kæmist hjá þvi að binda um 1.000 milljónir króna til langs tíma í eiginfjárframlagi til Ut- vegsbankans eða annarra ríkis- banka sem Útvegsbankinn kynni að sameinast. Sameining bankanna þriggja er eina raun- hæfa skipulagsleiðin sem létta mundi þessari byrði af ríkissjóði en hann yrði að öðrum kosti að sækja þetta fé í vasa skattgreið- enda“. Þetta álit Seðlabankans er rökfast og skynsamlegt og hér verður tekið undir tillögu bank- ans um stofnun hlutafélags- banka. í þessu máli er það höfuðatriðið að almenningur í landinu beri eins lítinn fjár- hagslegan skaða af uppgjöri Útvegsbankans og kostur er. Það er ekki síst vegna þessa sem tillaga Seðlabankans er skyn- samleg. Vandamál Útvegsbankans eru ekki vandamál hans eins, heldur þess kerfís og skipulags sem verið hefur við lýði í banka- kerfínu. f viðtali við Morgun- blaðið bendir Geir Hallgrímsson, seðlabankastjóri, réttilega á að ein meginástæða þess hvernig komið sé fyrir Útvegsbankanum sé sú að hann er ríkisbanki og þar hafí pólitískur þrýstingur ráðið meiru en öryggi og heil- brigð peningamálastefna. Lögmál sem gilda í ríkis- bönkunum eru ekki þau sömu og gilda um banka í eigu al- mennings. Hér gildir það sama og um allan almennan atvinnu- rekstur að hann er betur kominn í höndum einstaklinga og fé- lagasamtaka þeirra en hjá ríkinu. Ekki vegna þess að yfír- menn ríkisbankanna séu verri stjómendur, en þeir sem eru í forsvari fyrir einkabönkunum, heldur vegna þess að einka- bankamir em undir aga markaðarins og hafa aðhald frá hluthöfum. Góð þjónusta við sparifj áreigendur og lánþega, einstaklinga og fyrirtæki er einkabönkunum lífsnauðsynleg. Ljóst er að tregðu gætir hjá ýmsum stjómmálamönnum að ganga hreint til verks í endur- skipulagningu bankakerfisins. Ríkisbankamir hafa tryggt þeim völd, sem þeir kunna ekki að fara með. Þessum völdum og áhrifum em þeir ef til vill ekki tilbúnir að fóma. Þess vegna munu ríkisforsjármenn beijast fyrir því að viðhalda ríkisbankakerfínu og senda reikninginn til skattgreiðenda. Stjómmálamenn og stjómmála- flokkar eiga mikilla hagsmuna að gæta innan ríkisbankanna. Því vilja margir fremur sameina Búnaðarbankann og Útvegs- bankann og taka í því skyni 1.000 milljónir króna af almenn- ingi, en stofna nýjan hlutafé- lagsbanka. Vandi Útvegsbankans er dómur yfír ríkisbankakerfínu og forræði stjómmálamanna yfír því. Þorsteinn Pálsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, telur að besta úrræðið sé að fara að til- lögum Seðlabankans og í gær sagði hann hér í blaðinu um álit nefndar Hæstaréttar: „Ég tel að það eigi að taka ábending- ar þessarar nefndar um ágalla ríkisbankakerfísins mjög alvar- lega og fyrsta skrefíð til þess að bregðast alvarlega og raun- hæft við þeim ábendingum er að stíga þetta skref núna.“ Endurskipulagning banka- kerfísins er nauðsynleg, en spumingin er hins vegar sú hvort og þá hversu háan reikn- ing skattgreiðendur verða Iátnír borga vegna hennar. Ef af sam- einingu Utvegsbanka, Iðnaðar- banka og Verzlunarbanka verður er það aðeins fyrsta skrefíð í átt að uppstokkun bankakerfísins, en um leið það hagkvæmasta. í þetta sinn svara ég spum- ingum og athugasemdum úr ýmsum áttum og bið þá afsökun- ar sem lengi kunna að hafa beðið eftir svari. Ekki er getið spyij- enda, en efnisatriði tölusett til glöggyunar. 1. Ég sá á prenti: „Við fengum leið á hvorri annarri." Er þetta rétt mál? Nei, þetta er vissulega ekki rétt. Fyrst er að athuga orðmyndina „leið“. Hér ætti að vera karlkynsorðið leiði = leið- indi, og þá í þolfalli leiða. Við þekkjum samsetningar eins og námsleiði. En þar sem „leiða“ í sambandinu að fá Ieiða á kem- ur næst á undan á, þá hverfur a-hljóðið úr leiða í framburði og þetta hljómar eins og kven- kynsorðið leið. En ég held við komumst ekki hjá því að skrifa leiða. Við fáum sem sagt leiða á einhveiju, ef svo ber undir. Þá er það „á hvorri annarri". Hér hefur ekki vel til tekist. Konan hefði átt að segja: hvor á annarri. Hvor fær leiða á öðrum. Fleiri dæmi sem sýna að hvor og annar sambeygjast ekki í slíkum samböndum: Við urðum leiðir hvor á öðrum, ekki: á hvorum öðrum. Þau litu vinaraugum hvort til annars, ekki: til hvors annars. Þær urðu hvor annarri til mæðu, ekki: hvorri annarri til mæðu o.s.frv. Svipað er að segja um for- nöfnin sinn og hvor sem afar oft eru í nábýli. Við beygjum hvort þeirra fyrir sig. Dæmi: Þeir komu sinn úr hvorri átt- inni, ekki: úr sinni(i) hvorri áttinni. Þau búa sitt í hvoru herberginu eða hvort í sínu herberginu, ekki: í sitt hvoru herberginu. Og þannig áfram. Svarið við fyrstu spumingu er því nei af fleiri en einni ástæðu. 2. Af hveiju er ekki skrifað y í síðara hluta orðsins systkin? Er þetta ekki skylt orðinu kyn? Nei, þetta er ekki skylt orðinu kyn. Orðið systkin hefur mynd- ast með sama viðskeyti (-gin) eins og í feðgin og mæðgin. En ástæðan til breytingarinnar systgin > systkin er sú að g varð að k, hér fyrr meir, næst á eftir s eða t, að ekki sé nú talað um, ef s og t fóru saman eins og í systkin. Viðskeytið -gin hefur sem sagt breyst í -kin, óskylt kyn, og ekkert y í rithættinum. Lítum á annað dæmi, þar sem g hefur orðið k á eftir t. Ef við förum óralangt aftur í tímann var til romsan * ne eitt gi. Fyrsti hlutinn af þessu er neitunarfor- skeyti, miðhlutinn hvorugkyn af einn, en síðasti hlutinn við- skeyti sem einu sinni táknaði eitthvað „almennt eða yfírleitt", en fékk tíðast neitandi merk- ingu. Ef sá hali datt af, breyttist * ne eitt í fomafnið neitt, en ef forskeytið hvarf, breyttist g í k, samanber regluna, og kemur þá fyrst út * eittki, en þessi orð- mynd átti fyrir sér að breytast í ekki. Sú orðmynd var gjama óákveðið fomafn áður fyrr = ekkert hjá okkur. Tvöfalda t-ið einfaldaðist á undan þriðja sam- hljóði, tk samlagaðist í kk, og loks varð stytting sérhljóðs (tvíhljóðs) á undan tvöföldu sam- hljóði. Þetta má sýna svo: * eittki > *eitki> *eikki> ekki. Því má svo bæta við, að ekki ummyndaðist í ekkert, þegar það er fomafn, en ekki atviks- orð, og virðist þá hafa orðið fyrir áhrifsbreytingu frá fomafns- myndum eins og t.d. eitthvert og sérhvert. 3. Ég heyrði mann segja um nágranna sinn að hann hefði gifst Guðrúnu Jónsdóttir. Er það rétt sagt? Nei, ekki er það. Hann hefði átt að segja Guðrúnu Jóns- dóttur. Fimm frændsemisorð beygjast eins, og skrýtið, því að þau eru ýmist karlkyns eða kvenkyns: dóttir, systir, móðir, bróðir og faðir. Það er að segja, nefnifallið í öllum þessum orðum endar á -ir í eintölu, en aukafollin á -ur. Öll taka þau svo hljóðvarpi í fleirtölu nema systir: dætur, mæður, bræður og feður. Þess má geta, að í fomu máli var þágufall eintölu af hinum tveimur síðast töldu eins og nefnifall fleirtölu: Þá gátu menn verið líkir feð(u)r eða bræð(u)r sínum. 4. Ég reifst við kunningja minn um daginn. Hann vildi skrifa auðvita með engu eði í lokin og hélt því fram að þetta væri eins og t.d. hissa, gjama eða vissulega. Ég vildi hafa eð- ið, en gat ekki sagt hvers vegna. Hvor okkar hafði á réttu að standa? Spyijandi hafði á réttu að standa. Þó að auðvitað sé nú notað sem atviksorð eins og gjarna og vissulega (hissa er lýsingarorð), þá er það uppruna- lega orðið til af lýsingarhætti þátíðar sagnarinnar að vita (vita, veit, vissi, vitað), og svo er forskeytið auð- sett framan á, um það sem auðvelt er að vita. Auðvitað skrifum við og segjum auðvitað fullum stöfum og hljóðum. 5. Eru sagnimar að sigra og vinna eins notaðar, þegar sagt er frá kappleikum og íþrótta- mótum? Svarið er enn nei. Við skulum taka einföld dæmi. Við getum unnið mót, en ekki sigrað það. Aftur á móti getum við bæði unnið og sigrað keppinauta okkar á þessu sama móti. 6. Hvort á ég að segja: Ég þakkaði honum fyrir hjálp hans eða ég þakkaði honum fyrir hjálp sína? Best væri kannski að segja hvorugt, snúa sig út úr vandan- um og segja: Ég þakkaði honum fyrir hjálpina. En annars er hið síðara rétt: ég þakkaði honum fyrir hjálp sína. Um þetta kann umsjónarmaður aðeins eina haldbæra reglu (sem þó er ekki algild). Við notum hans, ef við- miðunarorðið er í nefnifalli, en eitthvert fall af sinn, ef viðmið- unarorðið er í aukafalli. Dæmi: Enginn vissi að bömin hans voru komin, en: Hann talaði um bömin sfn. Okkur þótti boðskap- ur hans fagur, en: Við lofuðum guð fyrir boðskap sinn. ★ Svo langar mig til þess að biðja ykkur að fínna með mér orð sem gæti komið í staðinn fyrir útlenda orðið portret(t) um málaðar mannamyndir. Á myndinni eru Guðmundur Björnsson dr. med, Guðmundur Viggósson yfirlæknir, Hörður Þorleifsson yfirlæknir, Logi Guðbrandsson framkvæmdastjóri, Einar Sæmundsson formaður liknamefndar, Þór Þorbjömsson formaður Lionsklúbbs Reykjavíkur, Andrés Guðmundsson kaupmaður, Gísli Halldórsson arkitekt, Gunnar Friðriksson framkvæmdastjóri. Augndeild Landakotsspítalans fær gjöf NÝLEGA afhenti Lionsklúb- bur Reykjavíkur augndeild Landakotsspítala gjöf að upphæð kr. 300.000. Peningamir verða notaðir til kaupa á rafknúnum rauflampa á skurðarsmásjá augndeildar, þrívíddar sjónpípu á sömu smásjá til nota fyrir aðstoðarlæknir og hlið- arsjónpípu á sömu smásjá til afnota fyrir áhorfendur. Einar Sæmundsson formaður líknamefndar afhendir Loga Guðbrandssyni framkvæmda- stjóra peningagjöf að upphæð kr. 300.000.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.