Morgunblaðið - 15.11.1986, Síða 34
Laufabrauðs ver-
tíðin að hefjast
STARFSFÓLKIÐ I brauðgerð
KEA er komið i jólaskap! Það
hlýtur að minnsta kosti að vera
vegua þess aó nú er „laufa-
brauðsvertiðin“ hafin þjá þvi.
H(já Brauðgerð Kristjáns hefst
hún i næstu viku
„Við erum rétt að byija á þessu.
Fólk er að byxja panta laufabrauð-
ið,“ sagði Páli Stefánsson, brauð-
gerðarstjóri hjá KEA, í samtali við
Morgunblaðið. Páli sagði brauð-
gerðina baka iaufabrauðskökur
eftir pöntunum - en lægi ekki með
birgðir. Hann sagði talsvert mikið
búið að panta en þó hæfist aðal
Jólaösin" aldrei fyrr en upp úr 20.
nóvember. „Mesti hasarinn er svo
upp úr mánaðarmótum," sagði
hann.
Júlíus Kristjánsson hjá Brauð-
gerð Kristjáns sagði að laufa-
brauðsgerðin væri ekki hafin þar.
„Við byijun næsta fimmtudag,"
sagði Julíus. Þeir hjá Kristjáni bök-
uðu um 90.000 kökur fyrir jólin í
fyrra og sagði Júlíus magnið hafa
aukist jafnt og þétt á hveiju ári
undanfarið. Hann sagðist selja mik-
ið af laufabrauði til höfuðborgar-
svæðisins. Þá sagði hann áberandi
undanfarin ár hve ungt fólk keypti
meira af laufabrauði en áður var.
„Mér sýnist það vera orðinn jólasið-
ur f miklu meira mæli en áður að
gera laufabrauð," sagði hann.
Eyrarlandsstofa
flutt í Lystigarðinn
MEIRIHLUTI bæjarráðs sam-
þykkti f fyrradag að leggja til
við bæjarstjóm að Eyrarlands-
stofa verði flutt af lóð Fjórðunga-
sjúkrahússins yfir f Lystigarð-
inn.
Eyrarlandsstofa er eitt af elstu
húsum á Akureyri, byggt um 1845,
og hefur haldið að verulegu leyti
upprunalegu útliti sínu.
Bæjarráð samþykkti tillöguna
ekki einróma þannig að ekki er ljóst
hvort hún verður samþykkt á
þriðjudaginn er bæjarstjóm kemur
saman. Fylgið við tillöguna var
„blandað" - fór ekki eftir fiokkum.
Það er ljóst að kostnaður við
flutning Eyrarlandsstofu yfir í
Lystigarðinn verður jafn mikill og
kostað hefði að reisa nýtt hús á
þeim grunni sem byggður hefur
verið í Lystigarðinum. Verði húsið
flutt verður það notað sem aðsetur
starfsmanna garðsins en aðbúnaður
þeirra er ákaflega lakur í dag og
er þá vægt til orða tekið. Þeir hafa
lýst sig samþykka þvf að nota að-
stöðu í Eyrarlandsstofu verði hún
flutt. Að því leyti mælir ekkert á
móti því að flytja húsið.
Eins og áður sagði er Eyrarlands-
stofa eitt elsta hús í bænum. Það
er ekki friðað en Þjóðminjavörður
hefur lagt á það ríka áherslu að
húsið verði varðveitt.
Ákvörðun um skípu-
lag sorpmála frestað
MIKIÐ hefur verið rætt um
sorpmál í stjómkerfi Akur-
eyrarbæjar að undanfömu
því ljóst er að sorphaugarnir
fyrir ofan bæinn taka ekki
mikið lengur við - þ.e. þar
sem þeir em staðsettir nú.
Tillaga kom um það í bæjar-
ráð á dögunum að leitað yrði til
utanaðkomandi aðila til að gera
könnun á framtíð sorpeyðingar-
mála í bænum.
Nú hefur verið ákveðið að
fresta því að fá aðila til að kanna
málið. Innlendir og erlendir aðil-
ar eru að vinna að samskomar
athugunum fyrir höfuðborgar-
svæðið og var ákveðið að fylgj-
ast vel með þróun mála þar og
nýta þá vinnu sem gerð verður
fyrir það svæði.
Húsmæður
á Akureyri
Hafið þið áhuga á að fá ykkur morgungöngu
sem borgar sig? Hafið þá samband við af-
greiðslu Morgunblaðsins á Akureyri. Sími
23905.
Morgunblaðið á Akureyri
Hafnarstræti 85,
sími23905.
[ttrgtntlMfafrtfe
» Góócin daginn!
Hvert er hitastigið?
VEÐURFREGNIR eru eitthvert vinsælasta útvarpsefnið hér á
landi. Til að geta komið þeim reglulega til hlustenda þarf vita-
skuld að mæla hita, úrkomu og allt sem veðrinu viðkemur,
samviskusamlega með jöfnu millibili allan sólarhringinn. Það er
gert á þriggja tima fresti. Á Akureyri er það lögreglan sem sér
um að mæla hitastigið og úrkomuna. Blaðamaður laumaðist með
myndavélina aftan að Gunnari Randverssyni, varðstjóra hjá Akur-
eyrarlögreglunni, einn morguninn í vikunni þegar hann hafði
rölt út í kuldann i myrkrinu og hér er árangurinn; Gunnar Iýsir
og rýnir á þar til gerða mæla i „mælaútihúsinu" við lögreglustöð-
ina.
Náttúrufræðistofnun
Norðurlands stofnuð?
Á FIJNDI bæjarráðs Akureyrar
i fyrradag var samþykkt að
leggja til við bæjarstjórn að Nátt-
úrugripasafnið í bænum og
Lystigarðurinn yrðu sameinuð í
eina stofnun, Náttúrufræðistofn-
un Norðurlands og að sameining-
in taki gildi um mitt næsta ár.
Helsta breytingin sem þetta felur
í sér er að ráðinn verður einn for-
stöðumaður fyrir stofnunina.
Hugmyndin með þessu er einnig
að efla starf á sviði náttúruvísinda
á Norðurlandi og er reiknað með
að stofnunin geti tekið að sér verk-
efni á vegum ríkis og sveitarfélaga.
Áhugi er á því að leita eftir því
við önnur sveitarfélög á Norður-
landi að þau komi inn í stofnunina
- taki þátt í starfí hennar að ein-
hveiju leyti.
Þessi tillaga verður lögð fyrir
bæjarstjómarfund á þriðjudaginn
og reikna verður með því að hún
verði samþykkt.
Ijónábíl
í eldsvoða
Á miðvikudagskvöldið kvikn-
aði í bifreið í grennd við verslun-
ina Hagkaup. Bifreiðin, sem er
af Escort gerð, er mikið
skemmd. Það kviknaði í út frá
bensínleka í vélarrúmi. Slökkvi-
liðið kom fljótlega á staðinn og
slökkti eldinn en varla er talið
borga sig að gera við skemmd-
imar þar sem bifreiðin er komin
nokkuð til ára sinna.
Stuðningsmenn Stefáns:
„Sýnist bjart
yfir þessu“
-segir Haraldur
M. Sigurðsson
TIL stóð að Stefán Valgeirsson
héldi fund með „sínum mönnum“
á Norðausturlandi um helgina
en honum hefur verið frestað
vegna ótryggra samgangna.
Að sögn Haraldar M. Sigurðsson-
ar, eins stuðningsmanna Stefáns,
hefur undirskriftai-söfnun þar sem
Stefán er hvattur til að gefa kost
á sser í sérframboð, gengið vel.
„Söfnunin hefur gengið mjög vel í
sveitunum og viðbrögð margra hafa
verið hin furðulegustu," sagði Har-
aldur og átti þar með við að margir,
sem þeir reiknuðu ekki með, hefðu
lýst stuðningi við málið. Hann sagði
að minna væri vitað um hve marg-
ir hefðu skrifað undir á Akureyri.
Listamir eru ekki látnir Iiggja
frammi. „Við þorum það ekki því
þá gæti hver sem er skrifað undir,"
sagði Haraldur.
Hann sagðist bjartsýnn. „Við
fáum hringingar héðan og þaðan,
til dæmis úr suðursýslunni (Suður-
Þingeyjarsýslu) með góðum kveðj-
um og óskum um velgengni. Það
er bjart yfir þessu sýnist mér,“
sagði Haraldur M. Sigurðsson í
gær.
JC með námskeið
fyrir almenning
JC AKUREYRI er nú að taka
upp þá nýjung í starfi sínu að
bjóða almenningi upp á ýmis
konar námskeið. Þau hefjast
eftir helgina og á að ljúka fyr-
ir mánaðarmót. Þetta eru
námskeið sem JC-hreyfingin
hefur boðið meðlimum sínum
upp á en þau eru nú boðin al-
menningi á kynningarverði.
Skipta má námskeiðunum í
þrennt. í fyrsta lagi er félags-
málanámskeið; þar er leiðbeint í
ræðumennsku og ritun fundar-
gerða auk þess sem er þar almenn
fræðsla um fundarsköp og stjórn-
un funda. í öðru lagi er boðið upp
á stjómunamámskeið á mynd-
böndum frá fyrirtækinu Video
Arts í Bretlandi. Þau námskeið
em nú komin með íslenskan texta.
Þama er aðallega fjallað um
markvissa ákvarðanatöku, undir-
búning funda og skipulagða
stjómun. í þriðja lagi má svo
nefna námskeið í greinaritun, en
þar er lýst í stómm dráttum
hvemig skrifa á t.d. blaðagreinar.
Einnig námskeið sem nefnist
„Vegur til velgengni", en þar er
farið yfir sjálfsmat og sýnt hvem-
ig nýta má persónulega áætlana-
gerð og markmið.
í fréttatilkynningu frá JC Ak-
ureyri, undir fyrirsögninni „Taktu
þér tak“ segir að tilgangurinn
með þessu námsekiðahaldi sé
margþættur. „Frekar lítið fram-
boð er bæði á félagsmála- og
stjómunamámskeiðum hér á Ak-
ureyri og því ærin ástæða til að
bæta þar aðeins úr. JC Akureyri
hefur á að skipa þrautþjálfuðum
leiðbeinendum, sem hafa leiðbeint
innan JC hreyfíngarinnar, en lítið
þar fyrir utan. Þótti því komin
ástæða til að gefa þeim tækifæri
til að spreyta sig úti á hinum al-
menna markaði." Þá er nefnt að
allt of fáir virðist vita hver sé
raunverlegur tilgangur JC-hreyf-
ingarinnar og því hafí félags-
mönnum þótt full ástæða til að
kynna hreyfínguna fyrir Akur-
eyringum á einhvem hátt. Síðan
segir að með námskeiðum sem
þessum náist reyndar ekki að
kynna nema lítið brot af starfsem-
inni því hún sé aðallega fólgin í
að nýta sér það sem lærist á nám-
skeiðunum. Sem dæmi má nefna
að á félagsfundum sem haldnir
em mánaðarlega tala félagamir
oftast úr ræðustól og skiptast á
um að stjóma þeim og rita fundar-
gerðir. Einnig fá félagamir
tækifæri í hinum mismunandi
nefndum til að sýna skipulags-
hæfni sína.