Morgunblaðið - 15.11.1986, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
1. vélstjóri
1. vélstjóra með réttindi vantar strax á Mb
Sigurvon ÍS 500. Báturinn fer í landróðra
með línu.
Upplýsingar í símum 94-6215 eða 94-6160.
Óskum að ráða
tvær röskar hálfsdags stúlkur í samlokudeild
MS. Vinnutími er frá kl. 6-10 f.h.
Upplýsingar í síma 29774 næstu daga.
Bókaforlagið
Svart á hvítu hf.
óskar eftir að ráða starfsmann til lager- og
útkeyrslustarfa. Skilyrði að viðkomandi sé á
eigin bíl og geti hafið störf nú þegar.
Uppl. veittar hjá forlaginu í Borgartúni 29
mánudaginn 17. nóv. frá kl. 11.00-15.00.
Beitningamenn
vantar á 200 tonna línubát frá Grindavík.
Fæði og húsnæði á staðnum.
Upplýsingar í síma 92-8035 og á kvöldin í
síma 92-8308.
Hraðfrystihús Þórkötlustaða hf.,
Grindavík.
Byggingakrana-
maður
Byggingafyrirtæki óskar eftir að ráða krana-
mann á nýinnfluttan byggingakrana. Stað-
setning í Reykjavík. Góð laun fyrir vanan
mann.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
22. nóv. merktar: „Kranamaður — 2661“.
Heyrnar- og talmeinastöð íslands
auglýsir eftir
tæknimanni
Laus er til umsóknar nú þegar hálf staða
tæknimanns við Heyrnar- og talmeinastöð
íslands. Starfið er fólgið í eftirliti og viðgerð-
um á tækjum og tækjabúnaði Heyrnleys-
ingjaskólans.
Umsækjendur skulu hafa menntun í rafeinda-
fræði eða hliðstæðum greinum.
Umsóknir sendist stjórn Heyrnar- og tal-
meinastöðvar íslands, pósthólf 5256, 125
Reykjavík, fyrir 10. desember nk. Frekari
upplýsingar veitir Birgir Ás Guðmundsson,
yfirheyrnar- og talmeinafræðingur í síma
83855.
Heyrnar- og talmeinastöð Islands
11. nóvember 1986.
§ § HAGVIRKI HF
| SlMI 53999
~ 'Trésmiðir
óskast til starfa á Keflavíkurflugvelli.
Upplýsingar veitir Birgir Reynisson í síma
92-4978.
1 15 80
Steindór Sendibílar
Getum bætt við nokkrum sendibílum af
stærri gerð þ.e. fyrir aftan Toyota stærð.
Uppl. veitir stöðvarstjóri, Hafnarstræti 2.
Frá menntamálaráðuneytinu:
Laus kennarastaða
Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti er kennara-
staða í dönsku og þýsku laus til umsóknar
frá næstu áramótum.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist menntamálaráðuneyt-
inu fyrir 10. desember næstkomandi,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið.
Ær
Oskum að ráða
stúlku til sölustarfa. Starfsreynsla æskileg.
Aldur ca 25-35 ára.
Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf
og annað, sem máli skiptir, sendist í póst-
hólf 1422, 121 Rvík, fyrir þriðjudaginn
18. nóvember.
Davíð S. Jónsson & Co. hf.,
heildverslun,
Þingholtsstræti 18.
SJÚKRAHÚSIÐ PATREKSFIRÐI
Hjúkrunarfræðingar
— sjúkraliðar
Sjúkrahúsið á Patreksfirði óskar að ráða
hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða nú þegar
eða eftir nánara samkomulagi.
Allar upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í
síma 94-1110.
Hjúkrunarforstjóri.
Afgreiðslustarf
Röskur afgreiðslumaður óskast sem fyrst til
starfa í verslun okkar.
Upplýsingar á skrifstofunni, ekki í síma.
G.J. Fossberg, vélaverslun hf.,
Skúlagötu 63.
SÁÁ Sogni, Ölfusi
óskar eftir starfskrafti til aðstoðar og afleys-
inga í eldhúsi.
Upplýsingar í síma 99-4360 milli kl. 14.00
og 16.00 í dag og á morgun.
Tölvari
Reiknistofnun Háskólans vill ráða tölvara.
Umsóknir sendist til stofnunarinnar að Hjarð-
arhaga 2-6, 107 Reykjavík.
Upplýsingar veita Helgi Jónsson og Jóhann
Gunnarsson í síma 25088.
Byggingatækni-
fræðingur
Byggingafélag í örum vexti óskar eftir að
ráða byggingatæknifræðing eða mann með
sambærilega menntun til að hafa umsjón
með daglegum rekstri fyrirtækisins. Þekking
á bókhaldi æskileg. Farið verður með allar
umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
18. nóv. merktar: „Tæknifræðingur —2643“.
Au-pair Noregi
Fjölskylda með tvö börn, 31/2 árs og 8 mán.
óskar eftir Au-pair/húshjálp. Við búum í ein-
býlishúsi 15 km fyrir utan Osló, eigið herbergi
með sjónvarpi og aðgangur að bíl. Æskilegt
að viðkomandi tali norsku/sænsku/dönsku,
og geti hafið störf sem allra fyrst, í síðasta
lagi 2. jan. 1987. Góð laun eru í boði.
Nánari uppl. í síma 52552 (Kristín).
Umsóknir sendist til: Vigdis Hövik, Högáslia
23, 1352 Kolsás, Norge.
Tnim
ISLENSKA OPERAN
__iliil
Stórir karlmenn
Vantar 2 stóra karlmenn (1,96 eða hærri) í
skemmtileg þögul aukahlutverk í óperuna
AIDA.
Upplýsingar á skrifstofutíma hjá Kristínu í
síma 27033.
[ raöauglýsingar — raöaugiýsingar — raðauglýsingar
I húsnæöi óskast
Bókaforlagið
Svart á hvítu
óskar eftir eins til tveggja herbergja íbúð
fyrir einn starfsmanna sinna, helst á mið-
borgarsvæðinu.
Upplýsingar í síma 622229.
.........1...... " 1 .
húsnæöi i boöi 1
íbúð íYtri-Njarðvík
til sölu með 3 herbergjum, 2 samliggjandi
stofum, eldhúsi og baðherbergi. íbúðin er
tvíbýli (neðri hæð). Sérinngangur. Verð kr.
1750 þús.
Upplýsingar í síma 92-2039.
nauöungaruppboö
IMauðungaruppboð
á Góuholt 8, Isafirði, þingl. eign Arnars Kristjánssonar fer fram eft-
ir kröfu Alþýöubankans hf. og veödeildat Landsbanka íslands á
eigninní sjálfri miðvikudaginn 19. nóvember 1986 kl. 15.30.
Bæjarfógetirm á ísafirði.