Morgunblaðið - 15.11.1986, Side 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986
+
Eiginmaður minn, faöir okkar og afi,
EINAR EIÐSSON,
sklpasmiður,
Seljabraut 46,
lést í Landspítalanum 14. nóvember.
Laufey Kristinsdóttir,
Sigríður Einarsdóttir,
Birna Einarsdóttir,
Ellen María Einarsdóttir
og Hildur Thorlacíus.
t
Útför,
GUÐRÚNAR ÍVARSDÓTTUR,
Gerðarvegi 18,
Garði,
fer fram frá Útskálakirkju laugardaginn 15. nóvember kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Halldór Þorvarðarson.
+
Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
HREFNU MATTHÍASDÓTTUR,
Álfheimum 60,
Reykjavik,
ferfram frá Fossvogskirkju mánudaginn 17. nóvember kl. 15.00.
Jón Pótursson, Margrót Lilja Einarsdóttir,
Matthías Pótursson, Sigurjóna Sigurðardóttir,
Ingibjörg Pétursdóttir,
Pétur Rafn Ágústsson
og barnabörn.
+
Eiginmaður minn, faöir, tengdafaðir og afi,
JÓHANN H. PÁLSSON,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Goðatúni 7, Garðabœ,
verður jarðsunginn frá Garðakirkju þriðjudaginn 18. nóvember kl.
13.30.
Sigrfður Samúelsdóttir,
Gunnar Póll Jakobsson, Erna Magnúsdóttir
og barnabörn.
+
Frænka okkar,
JÓNÍNA EYVINDSDÓTTIR,
fóstra,
Austurbrún 2,
er látin. Útförin hefur farið fram.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Einar Eyfells,
Jóhann Eyfells,
Elfn Eyfells.
Aldarminning:
Björn Björnsson
gullsmiður ogkennari
í tilefni þess, að nú eru liðin 100
ár frá fæðingu Bjöms Bjömssonar
gullsmiðs og teiknikennara, riijast
upp ýmsar góðar minningar frá
þeim tíma, er við, sem undirritum
þessar línur, nutum leiðbeiningar
hans og kennslu. Er við höfðum
lokið námi frá Iðnskólanum í
Reykjavík árið 1932, komum við
okkur saman um, að leita til Bjöms,
sem þá var teiknikennari við skól-
ann, um frekari kennslu í teikningu
og litameðferð. Hann tók þessari
málaleitan okkar vel og ákveðið var
að við kæmum í tíma til hans á
sunnudagsmorgnum og eitt kvöld í
viku. Þriðji nemandinn, erhóf þama
nám með okkur, var Skarphéðinn
Jóhannsson arkitekt, sem látinn er
fyrir allmörgum árum.
Við sannfærðumst fljótt um það,
að þessar kennslustundir mundu
verða okkur til mikils gagns og
ánægju. Enda fór það svo, að í þijá
vetur nutum við tilsagnar og
fræðslu Bjöms og teljum þann tíma
meðal þeirra bestu og eftirminnileg-
ustu á námsferli okkar. Það var
ekki aðeins það, að kennslan færi
fram með hnitmiðaðri og gagnyrtri
tilsögn, heldur þuldi Bjöm oft yfír
okkur langa kafla úr listasögunni.
Sérstaklega er okkur minnisstætt
hve hann dáði hina gömlu ítölsku
meistara og rakti feril margra
þeirra ítarlega.
Fyrir þessa tíma höfum við ætíð
verið þakklátir og oft rifjað þá upp
okkar á milli á góðum stundum.
Það er ekki síst vegna hinnar ljúf-
mannlegu og hógvæm framkomu
Bjöms gagnvart okkur og öðmm,
sem hann hafði samskipti við, sem
gerir okkur þessar stundir svo eftir-
minnilegar.
A sunnudagsmorgnana fór hann
oft með okkur eitthvað í nágrenni
bæjarins til að láta okkur teikna
og mála það sem fyrir augu bar.
T.d. var farið vestur í Slipp, upp í
Oskjuhlíð, eða á einhvem annan
stað, sem líkur væm á að ró hvfldi
yfír á sunnudagsmorgnum. Þessir
morgnar em okkur sérstaklega
miíjnisstæðir, vegna hinnar rólegu
og greinargóðu framsetningar læri-
meistara okkar um liti og samspil
þeirra í náttúmnni.
Er við hófum framhaldsnám í
Danmörku, fundum við best hve
þetta nám okkar hjá Bimi var okk-
ur mikils virði og sem létti okkur
byijunina þar til mikilla muna.
Við munum alltaf minnast Bjöms
Bjömssonar sem fjölhæfs lista-
manns, frábærs kennara og sér-
staklega hins einfalda en þó frjóa
forms er hann hafði við leiðbeining-
ar sínar, er studdar vora hógværð
og látleysi á allan hátt. Megi minn-
ing hans lengi lifa.
Helgi Hallgrímsson
Hafsteinn Guðmundsson
í dag, 15. nóvember, em 100 ár
liðin frá fæðingu hins ástsæla lista-
manns, Bjöms Bjömssonar teikn-
ara. Hann var einn þeirra manna
sem mikið skilja eftir í þessum
heimi, enda þótt það sem eftir hann
liggur af listaverkum sé hvergi
mikið að vöxtum. Hann var fyrst
og fremst lærifaðir og lagði mörg-
um seinnitíma listamanni leiðina og
er þar skemmst að minnast Sigur-
jóns Ólafssonar. Sá er þetta ritar
átti einnig því láni að fagna að
vera sem komungur undir hand-
leiðslu Bjöms og telur sig enn búa
að þeim kynnum.
Bjöm Bjömsson var sérstakur
maður sem seint gleymist þeim er
af honum höfðu kynni. Hann kenndi
teikningu við fleiri en einn skóla
og má í því sambandi nefna Kenn-
araskóla íslands og Iðnskólann.
Engan hef ég hitt af nemendum
hans sem ekki vom vinir Bjöms,
jafnframt því sem þeir virtu hann
fyrir listfengi hans og þekkingu.
Mér er til að mynda í fersku minni
er ég var eitthvað á tólfta ári og
fékk að sitja og teikna eftir gips-
myndum í tímum hjá Bimi í gamla
Iðnskólanum að hann sendi mig
eitt kvöldið upp í Bankastræti til
að skoða málverk eftir Jón Engil-
berts, er þá sýndi í glugga verslun-
arinnar Málarans. Og Bjöm sagði
við mig er ég fór út úr dymm að
ég ætti einkum að taka vel eftir
hve kröftuglega þessi ungi málari
gengi til verks — ef ég sæi það ekki
í þetta skiptið, skyldi ég fara aftur
og aftur að skoða þessi verk, eða
þar til þau væm farin að hafa
áhrif. Ekki man ég hvort þetta
gekk eða ekki, en eitt er víst, að
ég man þessi verk Jóns Engilberts
í glugga Málarans eins og ég hefði
séð þau í gær.
Ljúfmennska Bangsa, en undir
því nafni gekk Bjöm meðal nem-
enda og vina, var með eindæmum.
Hann var dálítið ölkær og þótti
góður sopinn, en aldrei heyrði ég
hann brýna rödd eða vera með ónot
út í aðra. Hann var alla tíð bláfá-
tækur og mun fátækt og fásinna
umhverfisins hafa átt sinn þátt í
því hve lítið honum varð úr listræn-
+
Móðir mín,
RAGNHILDUR BJARNADÓTTIR,
Lönguhlíð 3,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 18. nóvember
kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda,
Óskar Þ. Þorgeirsson.
+
Þökkum vináttu ykkar og samúð við andlát og útför
ALDÍSAR SKÚLADÓTTUR THORARENSEN,
fyrrum húsfreyju á Móeiðarhvoli.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Ingimundur Marelsson
og fjölskylda, Selfossi,
Kristín Skúladóttir frá Keldum.
+
Þökkum öllum er sýndu okkur samúð viö andlát og útför uppeldis-
systur okkar,
ÁSLAUGAR ÖLDU ALFREÐSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til hjúkrunardeildar Elli- og hjúkrunarheimilisins
Grundar fyrir góða umönnun.
Guðmunda Ásgeirsdóttír,
Einar Ásgeirsson,
Jónas Ásgeirsson.
Friðfinnur Á.E.
Kjærnested — Kveðja
Fæddur 14. október 1894
Dáinn 7. nóvember 1986
Útför Friðfinns Á.E. Kjæmested,
fyrrverandi skipstjóra, var gerð frá
Fossvogskirkju í gær, 14. nóvem-
ber.
Með Friðfinni er genginn einn
þeirra manna sem settu sterkan
svip á umhverfíð, en jafnframt einn
af þeim góðu sjómönnum sem vom
máttarstólpar atvinnulífsins um
áratuga skeið.
Friðfinnur Á.E. Kjæmested
fæddist 14. október 1894 á Stað í
Aðalvík, næstyngstur fímm systk-
ina, sonur Elíasar Kjæmested
bónda, síðar verksljóra í Hafnar-
firði, og Jóhönnu Jónsdóttur konu
hans.
Sjórinn varð fljótt starfsvett-
vangur Friðfínns og yndi. Var
frændi minn og afabróðir ekki gam-
all, er fyrst var ýtt úr vör vestur í
Aðalvík og lífsstarfíð ráðið.
Eftir því sem sveinninn óx
hneigðist hugurinn til stærri skipa.
Reri hann á ýmsum bátum, þar til
hann kom suður til Hafnarfjarðar,
stálpaður unglingur og falaðist eft-
ir skipsrúmi á togara. Reyndist það
auðvelt, enda duglegur og ósér-
hlífinn. Varð hann fljótt eftirsóttur
sjómaður.
Arið 1922 lauk hann námi frá
Stýrimannaskóla íslands, og var
stýrimaður og skipstjóri á ýmsum
togurum, þar til hann réð sig til
Vita- og hafnarmálastofnunar ís-
lands, sem stýrimann og síðar
skipstjóra á dýpkunarskipið Gretti,
er hann síðar var kenndur við.
Með óbilandi trú og kjarki vann
hann að mörgum verkefnum kring-
um landið, sem síðar ollu gjörbylt-
ingu í hafnarmálum.
Friðfinnur hætti til sjós árið
1967, en vann eftir það við ýmis
viðvik hjá Vita- og hafnarmála-
stofnuninni, til 86 ára aldurs.
Þegar ég man fyrst eftir mér var
frændi á besta aldri, kunnur skip-
stjóri, virtur og dáður fyrir störf
sín. En eftir að hann hætti til sjós
og var kominn í land urðu kynni
okkar náin. Þá fann ég glöggt, að
hér fór ekki aðeins farsæll skip-
stjóri, heldur geymdi hann göfugt,
örlátt og kærleiksríkt hjarta.
Hann hafði létta lund og var
hvers manns hugljúfí og mun það
hafa auðveldað honum störfin á
um hæfileikum sínum. Hann rak
gullsmíðaverkstæði með öðmm og
fór einnig mikill tími í það, en svo
fór um síðir, að hann hætti gull-
smíðinni og gaf sig eingöngu að
listastörfum. Nú er orðið sjaldgæft
að sjá teikningar eftir Bjöm, en
hann skreytti nokkuð margar bæk-
ur á sínum tíma, og heiðursskjöl
og bókaskápur em til eftir hann.
Ég man sérlega eftir myndum úr
fomritum í litum, og vom þær í
sígarettupökkum (Teophaní, ef ég
man rétt), en þær vora gersemar í
söfnum okkar stráka í Vesturbæn-
um á sínum tíma. Bjöm teiknaði
einnig margt og mikið í sambandi
við Alþingishátíðina 1930, og má í
því sambandi benda á hið gullfal-
lega postulínsstell, sem nú er orðið
mikill og sjaldgæfur kjörgripur.
Einnig man ég eftir spilum sem
hann teiknaði, en ekki man ég hver
gaf þau út eða í hvaða tilefni það
var gert. Svona mætti lengi telja.
Að beijast áfram með stóra fjöl-
skyldu á þessum ámm fyrir lista-
mann, sem varla hafði í sig og á
og að auki var vinur Bakkusar og
fráhverfur öllu veraldlegu vafstri,
var ekkert sældarlíf, enda var
Bangsi óspar á að útskýra, hvetju
listamenn mættu eiga von á, ef
þeir hefðu ekki lífsviðurværi af ein-
hveiju öðm en list sinni. Hann vildi
styðja menn og hvetja menn og
hvetja til að leita sér frekari þroska
á listabrautinni, en hann vildi einn-
ig að menn hefðu til hnífs og
skeiðar. Mig gmnar að hann hafi
ekki treyst samfélaginu og verið
róttækur í skoðunum og ekkert
undarlegt við það, eins og kreppan
blómstraði á þessum ámm — engir
peningar til í þjóðfélaginu. Bjöm
lézt 1939. Væntumþylq'a Bjöms
gagnvart öllu sem andann dró og
umhyggja hans fyrir listrænum
framfömm nemenda sinna var svo
ríkur þáttur í eðli hans, að enginn,
sem einhvem tímann var samvist-
um við hann, mun nokkm sinni
gleyma honum, þessum fallega og
blíða öðlingi, sem ekki náði nema
fímmtíu og fjögurra ára aldri.
Valtýr Pétursson
sjónum. Var frændrækinn og bar
umhyggju fyrir öllum er hann
kynntist.
Árið 1925 giftist Friðfinnur
Annie Tall, enskri konu ættaðri frá
Hull. Böm þeirra em Qögur: Harry,
Kristín Lillý, Sesselja Ada og Elísa
Jóhanna. Einn son, Svavar, átti
Friðfínnur fyrir hjónaband.
Langri starfsævi er lokið — skip-
ið komið í naust — skipstjórinn
genginn.
Við, sem eftir stöndum, drúpum
höfði í þakklæti fyrir það sem hann
gerði okkur, og biðjum góðan Guð
að varðveita frænda minn.
Blessuð sé minning hans.
Magnús Kjærnested