Morgunblaðið - 15.11.1986, Side 49

Morgunblaðið - 15.11.1986, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986 49 Ragnhildur Sigbjöms- dóttir - Kveðjuorð Fædd 10. september 1923 Dáin 31. október 1986 Líf og dauði. í hugum fólks tákna þessi orð andstæður. Lífíð tilheyrir þá því jarðneska sviði, sem við höf- um daglega fyrir augunum, til- heyrir samferðamönnum fullum orku og athafna, dýrunum, sem lúta að meira eða minna leyti stjóm manna, og gróðrinum, sem er undir- staða þeirrar næringar, sem menn og dýr þurfa á að halda sér til viður- væris og sífelldrar endumýjunar. Dauðinn er aftur á móti endalok þeirrar hringrásar, ‘ sem jarðlíf byggist á — en ef betur er að gáð, hlýtur hann einnig að vera ný fæð- ing og tilfærsla inn á annað lífssvið, vegur til nýs lífs. Við vitum að eng- in orka verður að engu, þó hún breyti um form, og lífsorka manns- ins getur ekki verið þar nein undantekning, því lífið er orka í allri meðvitund. Já, lífið heldur áfram á nýjum lífssviðum hins stór- brotna allífs. Okkar jarðnesku augu sjá stutt — og allt mannlegt jarðlíf er stutt. Jafnvel hin lengsta mann- sævi er sem örskotsstund í eilífðar- djúpi undursamlegra orkustrauma. „En þegar jarðnesk bresta bönd- in,“ og við horfum á eftir góðum vinum yfír til framhaldslífsins, þá em sársauki og söknuður alltaf ásækin, því augu vor em haldin svo við sjáum ekki inn fyrir fortjald dauðans. Ragnhildur Sigurbjömsdóttir, sem ég vil minnast með þessum línum, var fædd á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá, S-Múlasýslu, þar sem foreldrar hennar, þau hjónin Anna Þórstína Sigurðardóttir og Sigbjöm Sigurðsson, bjuggu þá. Þau fluttust síðar til Reykjavíkur ásamt fjóram bömum sínum, ungum að ámm. Þau vom Jón f. 1921, Sigríður f. Feðgaminning: Sigmar Jónsson Jón Sumarliðason Sigmar Fæddur 18. janúar 1943 Dáinn 18. september 1986 Jón Fæddur 21. september 1915 Dáinn 27. október 1986 „Á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt." (H.P.) Það hefur orðið skjótt högga á milli hjá Sigurlaugu systur minni. Réttum mánuði eftir að sonur henn- ar Sigmar var borinn til grafar, varð maður hennar Jón Sumarliða- son bráðkvaddur á heimili þeirra. Einn dagur hafði liðið milli frá því þau héldu upp á 45 ára hjúskaparaf- mæli sitt. En þá brá ský fyrir sólu. Sigmar hafði barist stuttri en harðri baráttu við hinn ógnvæglega sjúk- dóm uns yfir lauk. Fram til síðustu stundar var hin ástkæra eiginkona hans Sigrún Kristófersdóttir hjá honum og veitti af kærleika sínum og ástúð, svo sem I hennar valdi stóð, þó hann væri á sjúkrahúsi í Reykjavík, en heimili þeirra var á Blönduósi. Það sagði mér maður er heimsótti Sigmar og hafði bæn við sjúkrabeð hans, að mikill friður og ró hefði hvílt yfir honum, svo auðséð var að hann átti fríð Guðs í sálu sinni, og var hann þakklátur fyrir þessa heimsókn. Það em aðrir búnir að skrifa um báða þessa menn, svo ég mun skrifa meir til þeirra, sem sárast sakna horfínna vina. Biblían orð Guðs (2 Tím 3:16) kemur inn á öll svið mannlegs lífs m.a. sorg og gleði, og veitir huggun og frið. Jesús sagði: „Komið til mín, allir þér, sem erfíðið og þunga emð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld." (Matt 11:28) Þegar Job var lengst niðri í sorg og neyð sagði hann: „Drottinn gaf, og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins," Job. 1:21. Davíð konungur sagði: „Drottinn er minn hirðir, mig mun 1922., Ragnhildur f. 1923 og Guð- rún f. 1925. Gerðist Sigbjöm húsvörður í Laugamesskóla og vann af trúmennsku við það starf meðan kraftar leyfðu. Arið 1943 varð Ragnhildur stúdent frá MR og þrem ámm síðar lauk hún hús- mæðrakennaraskólaprófi og stund- aði húsmæðrakennslu þar til hún giftist árið 1948 Kjartani Ámasyni lækni. Árið 1950 varð Kjartan hér- aðslæknir í A-Skaftafellssýslu og fluttu þau hjón þá að Höfn í Homa- firði og áttu þar sitt heimili nær óslitið upp frá því og nutu mikils trausts og virðingar héraðsbúa. Þau eignuðust fjögur böm, öll hin mann- vænlegustu. Þau em Bima, fædd 1949, húsmæðrakennari og hús- móðir, gift Jóni Hjaltalín Stefáns- syni eðjisverkfræðingi. Eiga þau 3 böm. Ámi, f. 1952, arkitekt og byggingafulltrúi, kvæntur Krist- björgu Guðmundsdóttur, stúdent og húsmóður. Eiga þau 3 böm. Anna, f. 1956, læknir og húsmóðir, gift Þórami Guðmundssyni lækni. Eiga þau 2 böm. Sigurbjöm, f. 1958. Er við nám I arkitektúr í Osló. Ókvæntur. Þau Ragnhildur og Kjartan lögðu ríka áherslu á góða menntun bama sinna enda em þau öll góðum námsgáfum gædd. Heimili Ragnhildar og Kjartans á Höfn var til fyrirmyndar. Hús- móðirin sá um að þar var allt í röð og reglu, snyrtimennska og smekkvísi svo af bar. Frábært handbragð húsráðenda beggja setti sinn svip á heimilið. Þau hjónin bæði vom mjög samtaka um góða umgengni jafnt úti við sem inni, heima á Höfn og uppi í sumarbú- stað þeirra í Lóni og um góðan og hlýlegan heimilisbrag. í erilsömu starfi héraðslæknisins var það Kjartani ómetanlegt að eiga slíkan griðastað sem heimili þeirra var. En vorið 1978 dró ský fyrir sólu. Kjartan andaðist á ferðalagi úti í Skotlandi. Það var mikið reiðarslag fyrir Ragnhildi og bömin, og mikill harmur að honum kveðinn í hérað- inu, þó missir Ragnhildur og bamanna væri að sjálfsögðu sárast- ur og mestur. Eftir lát manns síns starfaði Ragnhildur sem læknaritari á Heilsugæslustöðinni á Höfii, og innti starf sitt þar ágæta vel af hendi, enda vandvirkni, smekkvísi og samviskusemi henni í blóð tájrin. Bömum sínum var hún sá bak- hjarl, sem mest hún mátti, og vildi veg þeirra sem mestan og bestan. Vinum sínum var hún mesta tryggðatröll, hlý og umhyggjusöm og reiðubúin að rétta þeim vinar- hönd, stæði það í hennar valdi. Ég held að flestir íbúar þessa héraðs hafi hugsað með miklum hlýíeika til Ragnhildar og kveðji hana nú með söknuði. Síðustu árin átti hún við vanheilsu að stríða og var ný- komin heim af spítala er andlát hennar bar að. Kristin trú og lífsskoðun er gmndvölluð á vissunni um líf að loknu þessu. „Fyrir Jesú dýrstan deyð, Drottinn tilbjó oss opna leið, héðan upp til himnanna," segir Hallgrímur Pétursson, og . ég held að í hvers manns barmi bærist strengur — og ómi — /nis- hátt að vísu, sem bendir á æðri leiðir og fúllkomnara líf að loknu þessu. Nú, er Ragnhildur kveður þetta jarðlíf, vil ég þakka áratuga vin- áttu, trausta og góða, milli heimila okkar. Megi góður Guð nú gefa henni raun lofi betri og blessa framtíð hennar á nýju lífssviði. „Dauðinn þvi orkar enn til sanns, út slokkna hlýtur lífið manns. Holdið leggst í sinn hvildarstað, hans makt nær ekki lengra en það. Sálin frá öliu fári fri, flutt verður himinsælu í. (H. Pét) Afkomendum Ragnhildar og Kjartans votta ég innilega samúð og bið þeim blessunar Guðs. Sigurlaug Ámadóttir, Hraunkoti í Lóni. Minning: Magnús Einarsson bóndiá Laugum ekkert bresta.. .Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekk- ert illt, þvi að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.“ Sálm. 23. „Guð er oss hæli og styrkur, ömgg hjálp í nauðum." Sálm 46:2. Þannig mætti lengi halda áfram með huggunarorð frá Guði til þeirra sem vilja tileinka sér fyrirheit hans, sem aldrei munu undir lok líða. Matt. 24:35. í hvert skipti, sem ég horfi á eftir kæmm vini í hinsta sinni, kem- ur sú hugsun til mín, hver verður næst, kannski ég. Þá minnist ég hinna sígildu orða Hallgríms Pét- urssonar. Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey. Þó heilsa og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi, afl þitt né valdið gilt í Kristí krafti ég segi: Kom þú sæll þegar þú vilt Það er þessi trú, sem veitir kraft og huggun út yfir gröf og dauða. Jesús sagði líka við lærisveina sína, þá sem trúðu á hann: „Eg lifi og þér munuð lifa,“ og í skilnaðarræðu sinni talar hann mikið um þetta. Jóh. 17. kap. Elskuðu vinir, Sigurlaug og Sig- rún, böm og systkini. Við hjónin vottum ykkur innilegustu samúð okkar, og biðjum Guð að blessa ykkur og styrkja. Ó, þá náð að eiga Jesú, einkavin i hverri þraut Ó, þá heill að halla mega, höfði sínu í Drottins skaut. (MJ.) Sigfús B. Valdimarsson Slysin gera ekki boð á undan sér og oftast ekki dauðinn heldur. Ég varð felmtri sleginn er mér var tjáð að hann Maggi væri dáinn. Hvað skal segja, hvað skal gera, sennilega ekkert, heldur þakka guði fyrir það sem hann færði okkur i gegnum þennan mann og þær stundir sem við fengum að njóta með honum. Hann Magnús gekk alltaf á guðs vegum og gott að vita af því að þar sé hann nú, því við vitum það öll að þar líður honum best. Snemma sumars 1981 er ég var þrettán ára gamall kom ég fyrst að Laugum í Hmnamannahreppi og dvaldi þá í 3 vikur. Nokkrar ferðir átti ég austur að Laugum það árið. En eins og oft vill verða um unga og gáskafulla drengi er í sveitasæluna koma, tók sveitin og fólkið á bænum allan hug minn og átti Maggi góðan þátt í þvi. Fóm mál svo að ég réð mig sem kaupamaður að Laugum næstu tvö sumur. Ófá skiptin síðan hefur leið mín legið að Laugum þegar tæki- færi hefir gefist. Margar vom þær stundimar sem við Maggi áttum saman og óteljandi vom þær skák- imar sem teknar vom síðla á sumarkvöldum. Aldrei sat Magnús aðgerðarlaus, alltaf fannst eitthvað sem þurfti að gera, lagfæra girðingar, smíða þetta og laga hitt. Natni hans við búið var mikil. Síðastliðið sumar er ég dvaldi erlendis fékk ég bréf frá Laugum sem færði mig þær fréttir að Maggi væri veikur og hefði dvalið um tíma á sjúkrahúsi. Brá mér mjög við þær fréttir. í haust kom ég til Magnús- ar á spítalann er hann dvajdi þar í nokkra daga. Tjáði hann mér að sjaldan hefði honum liðið eins illa er hann gat lítið sem ekkert að- hafst, lýsir það persónuleika Magnúsar einkar vel. Síðast hittumst við er ég fór austur í smalamennsku nú í haust. Þá sem endranær var gaman að hitta Magga. Mynd hans í huga mér sem ég mun aldrei gleyma er maður með bros á vör og framrétta hönd. Góður vinur er kvaddur, vinum mínum á Laugum og öðmm ætt- ingjum votta ég dýpstu samúð mína. Guð blessi minningu hans. Eyþór Guðjónsson Hótel Saga Síml 1 201i Blóm og skreytingar við öll tœkifœri + Alúðar þakkir, færum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR E. ÞORGILSSON, Brautarholti 11, Ólafsvlk. Óskar Þorgllsson, Róbert Óskarsson, Björg Elfasdóttir, Jóhann Óskarsson, Gfslný Guðbjörnsdóttlr, Helena Óskarsdóttir, Georg Óskarsson, Inglbjörg Aradóttlr og barnabörn. Legsteinar iKmii Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, sími 91-620809 + Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur samúð við fráfall JÓNS SUMARLIÐASONAR, Blöndubyggð 6b, Blðnduósl. Guð blessi ykkur öll. Sigurlaug Valdlmarsdóttir, Sigrún Kristófersdóttlr, Jakob Vignir Jónsson, Jóhann Baldur Jónsson, Agatha S. Sigurðardóttir, Kristfn Jónsdóttir, öm Sigurbergsson, Krlstinn Snævar Jónsson, Jóna BJÖrg Sœtran og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.