Morgunblaðið - 11.12.1986, Page 30

Morgunblaðið - 11.12.1986, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 Bók um Grímsá ÚT ER komin bókin Grímsá — Drottning laxveiðiánna, eftir Björn J. Blöndal og Guðmund Guðjónsson. Útgefandi er Bók- hlaðan. Bókin fjallar eins og nafnið bendir til um laxveiðiánna Grímsá og hliðará hennar Tunguá, en þær renna um Lundareykjadal í Borgarfirði. í fréttatilkynningu um bókina segir: „Saga laxveiða í Grímsá er æði litrík, því þegar á síðustu öld var hún tekin á leigu af ýmsum breskum mönnum. Margir af fyrstu íslensku laxveiðimönnunum stigu einnig sín fyrstu skref á bökkum Grímsár. Þá er áin sjálf í hópi fal- legustu, fjölbreytilegustu og gjöful- ustu laxveiðiáa landsins og lýsingar á henni og leyndardómum hennar eru fléttaðar saman við frásagnir af veiðimönnum og ævintýrum sem á daga þeirra hefur drifið. Auk þessa eru nokkur viðtöl í bókinni og þar segja frá reynslu sinni ýmsir sem eru ánni gjörkunn- ugir eftir áratuga viðkynni. Rætt er við Steingrím Hermannsson for- sætisráðherra, sem hefur veitt í ánni í alls 25 ár, feðgana Kristján og Sigurð Fjeldsted í Ferjukoti og Viðar Pétursson tannlækni. Þá er sagt frá Tunguánni í sérstökum kafla þar sem farið er með ánni í fylgd Sturlu Guðbjamarsonar í Fossatúni sem þekkir ána manna best.“ Bókin er tæplega 200 síður og prýdd fjölmörgum myndum. Eftir höfundana liggja aðrar bækur um veiðiskap frá Bimi, m.a. Vatnanið- ur, Hamingjudagar, Vötnin ströng og Svanasöngur, en frá Guðmundi Varstu að fá ’ann? og Vatnavitjun. Almanak Hins íslenska þjóð- vinafélag’s 1987 BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins hefur gefið út Alm- anak Hins íslenska þjóðvinafélags 1987, en aðalhluti þess er að vanda almanak um árið 1987 sem dr. Þor- steinn Sæmundsson stjamfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans hefur reiknað og búið til prentunar. Annað efni Þjóðvinafélagsalman- aksins að þessu sinni er árbók íslands 1985 sem Heimir Þorleifsson menntaskólakennari tók saman. Þetta er 113. árgangur Þjóðvinafé- lagsalmanaksins sem er 200 bls. að stærð, prentað í Odda. Umsjónarmað- ur þess er Jóhannes Halldórsson cand. mag. Forstöðumenn Þjóðvinafélagsins auk Jóhannesar eru: Bjami Vilhjálms- son fyrrverandi þjóðskjalavörður, forseti, Einar Laxness menntskóla- kennari, Guðrún P. Helgadóttir cand. mag. og dr. Jónas Kristjánsson for- stöðumaður Stofnunar Áma Magnús- sonar. Metsölublaó á hverjum degi! (A) Husqvarna | UPPÞVOTTAVCLAR Q 3 - 30 5 v ' 1.5 13 stg % / — 21( l >.ði >5 itg *§ Góð greiðslukjoi Hvuðerheimili ón ©Husqvama? (2\ Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 “Sí 91-35200 Leðurhægindastóll með áföstum fótskemli Verð f rá kr. 25.420.- rfrjp=mrm m í. BÚSTOFN Smiöjuvegi 6, Kópavogi símar 45670 — 44544. ■■M

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.