Morgunblaðið - 24.12.1986, Page 3

Morgunblaðið - 24.12.1986, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986 3 + Sædýrasafnið: •• ■ Orlög dýranna ekki ráðin HELDUR er dauflegt um að lit- ast í Sædýrasafninu í Hafnarfirði þessa dagana. Safninu hefur ver- ið lokað og félagsskapur sem r efnist Fauna vinnur nú að end- u.rskipulagningu á rekstri þess. Þiir eru aðeins örfá dýr eftir; apar, ljón, kengúrur, ísbjörn, sel- ir og sæljón. Að sögn Helga Jónassonar, stjórnarformanns Faunu, eru örlög dýranna ekki ráðin. Félagið stefnir að því að opna safnið að nýju næsta vor. Hugmyndin er að ná breiðri sam- stöðu um sædýrasafn sem nýst gæti til rannsókna, kennslu og væri aðlaðandi fyrir erlenda ferðamenn. Þrátt fyrir skammdegismyrkur og óvissa framtíð virtist sem dýrin yndu hag sínum vel er blaðamaður leit þar við á mánudag. Af bram- bolti karlapans mátti dæma að hann hefði gaman af gestagangi en apa- kerling fylgdist með aðforunum af stóískri ró. Ljónaparið í næsta búri tók þessari heimsókn heldur fálega, eins og konungi og drottningu dý- ranna sæmir. Isbirnan teygði snoppuna til veðurs og virti að- komumenn grannt fyrir sér. m Heldur hefur verið einmanalegt í bjarnargryfjunni eftir að „eigin- maður“ ísbirnunnar lést fyrir tveimur árum. Ljónabúrið.Ef þau verða látin fara aftur til landsins. Kengúrumar flórar höfðust við inni í litlum kofa, en af fótsporum í snjónum fyrir utan mátti sjá að þær höfðu hoppað um í fönninnni skömmu áður. Af sjávardýrum eru nú aðeins eftir tveir kópar í tjörn- inni stóru og sæljón sem lék sér og buslaði í háhymingakerunum. Morgunblaðið/RAX er óvíst hvenær slík dýr koma Stærstu öldrunarlækninga- deildínni sagt upp húsnæðinu ÖRYRKJABANDALAG íslands hefur sagt ríkisspítulum upp húsnæði í Hátúni 10 b, en þar hefur öldrunarlækningadeild Landspítalans verið til húsa und- anfarin 11 ár. Uppsögnin tekur gildi 1. maí 1988 og er ekki enn vitað hvert starfsemin flytur. öldmnarlækningadeildin hefði haft yfir að ráða undanfarin ár. í Hátún- inu hefur stærsta öldrunarlækn- ingadeild landsins verið til húsa, þar hafa verið 66 legurými, en auk þess hafa um 40 sjúklingar verið innritaðir á dagspítalann, um 20 koma daglega. „Það er öllum ljóst að það verður að leysa þetta mál“ sagði Davíð Gunnarsson forstjóri ríkisspítal- anna. Hann sagði að lagðar hefðu verið fram tillögur um að byggja öldrunardeild við Vífílsstaðaspítala, en fé ekki fengist til þess á fjárlög- um næsta árs. Auk húsnæðiserfíð- leika væri orðið erfitt að manna hjúkrunardeildir vegna skorts á sér- menntuðu hjúkrunarfólki. Að sögn Odds Ólafssonar hafa leigutakar ekki farið fram á fram- lengingu leigutímabilsins. „Það hefur verið mjög góð samvinna, og við höfum einnig getað notað þá aðstöðu sem er í öldrunarlækninga- deildinni fyrir meðlimi Öryrkja- bandalagsins.“ Kjarasamningar BSRB og ríkisins: Væntanleg lág- markslaun gilda frá 1. desember Viðræðunefndir BSRB, ríkis og sveitarfélaga, komu saman til fyrsta fundar á föstudaginn og þar var ákveðið að sú hækkun lágmarkslauna, sem samið verð- ur um í væntanlegum kjarasamn- ingum, gildi frá 1. desember siðastliðnum. Á fundinum var einnig ákveðið að stofna þijár vinnunefndir. Samn- inganefndimar munu koma saman aftur 12. janúar en fram að þeim tíma verður unnið að gagnaöflun. Þá mum aðalsamninganefnd BSRB kjósa nýja viðræðunefnd. Oddur Ólafsson formaður stjóm- ar hússjóðs Öryrkjabandalagsins segir að þessi uppsögn eigi ekki að koma neinum á óvart, leigusamn- ingur hafi verið gerður 1975, húsnæðið þá leigt til 13 ára og leig- an greidd fyrirfram. í samningnum hefði verið kveðið á um að ef leig- utíminn yrði ekki framlengdur þá yrði að segja leigutökum upp fyrir áramót 1987, og hefði það verið gert nú fyrir nokkrum dögum. Ör- yrkjabandalagið þyrfti á þessu húsnæði að halda, og væri ætlunin að koma upp 36 íbúðum fyrir ör- yrkja í þeim 2500 fermetrum sem Rjúpnaskyttur í leyfisleysi: Haglabyss- ur og veiði gerð upptæk Selfossi. ÞRJAR rjúpnaskyttur voru tekn- ar i landi Hagavikur í Grafningi síðastliðinn sunnudag og skot- vopn þeirra og veiði gerð upptæk, en ijúpnaveiði er bönn- uð í landi Hagavíkur. Tilkynning barst til Lögreglunn- ar á Selfossi á sunnudag frá landeigendum í Hagavík um skot- menn í leyfisleysi í Hagavíkurlandi. Lögreglumen fóru á vettvang og gerðu upptækar tvær haglabyssur og 9 ijúpur, líklega jólaijúpumar. Hagavík er ein þeirra jarða þar sem ekki er leyfð meðferð skot- vopna og eru skýrar tilkynningar um það á girðingum. Þrátt fyrir það er mikið ónæði af skotmönnum í landi Hagavíkur og annars staðar þar sem skotveiði er bönnuð svo sem í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Sig.Jóns. Ferðaskrifstofan ÚTSÝN sendiröllum landsmönnum bestu óskir um gleðileg jól, þakkar viðskipti á liðnum árum og óskar farsældar og fararheilla á komandi árum. Ferdaskrifstofan ÚTSÝN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.