Morgunblaðið - 24.12.1986, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986
9
HUGVEKJA
Jólin 1986
eftir ÓSKAR JÓNSSON
I„Því svo elskaði Guð heiminn, að hann
gafson sinn eingetinn, tilþess að hver
sem á hann trúirglatist ekki, heldur
hafi eilíft líf“
Jóh.3,16.
Lúk. 2,8-14.
En í sömu byggð voru hirðar
úti í haga og gættu um nóttina
hjarðar sinnar. Og engill Drottins
stóð hjá þeim, og dýrð Drottins
ljómaði kringum þá. Þeir urðu
mjög hræddir, en engillinn sagði
við þá: „Verið óhræddir, því sjá,
ég boða yður mikinn fögnuð: Yður
er í dag frelsari fæddur, sem er
Kristur Drottinn, í borg Davíðs.
Og hafið þetta til marks: Þér
munuð fínna ungbam reifað og
lagt í jötu.“ Og í sömu svipan var
með englinum fjöldi himneskra
hersveita, sem lofuðu Guð og
sögðu: „Dýrð sé Guði í upphæð-
um, og friður á jörðu með
mönnum, sem hann hefur vel-
þóknun á.“
í Betlehem er bam oss fætt.
Því fagni gjörvöll Adams ætt.
:,:Hallelúja:,:
Þannig hefur verið sungið
gegnum aldimar og við syngjum
enn.
Það átti að koma bjartur dagur
yfir dimman og syndugan heim.
En biðtíminn var langur. Árin liðu,
já, margar aldir. En svo eina
dimma vetramótt fengu þeir sem
sátu i dauðans skugga að sjá
mikið ljós. Guðspjallamaðurinn
Jóhannes segir: „Hið sanna ljós,
sem upplýsir hvem mann, kom
nú í heiminn ... Hann kom til
eignar sinnar, en hans eigin menn
tóku ekki við honum. En öllum
þeim, sem tóku við honum, gaf
hann rétt til að verða Guðs böm,
þeim, er trúa á nafn hans.“
„Verið óhræddir" era fyrstu
orðin sem engillinn segir við hirð-
ana sem vora mjög hræddir. Ótti
og hræðsla kemur á veg okkar í
dag einnig. Ótti vegna syndanna:
Frelsarinn er fæddur. Ótti vegna
framtíðarinnar. „Hver mun gjöra
oss viðskila við kærleika Krists?"
Róm. 8,35. Ótti við dauðann. Fyr-
ir þann sem trúir á Frelsarann
er ekkert að óttast. Páll postuli
vitnar: „Lífið er mér Kristur og
dauðinn ávinningur." Fil. 1,21.
Ótti við dóminn á dómsdegi. „Jes-
ús segir: „Sá sem heyrir orð mitt
og trúir þeim, sem sendi mig,
hefur eilíft líf og kemur ekki til
dóms, heldur er stiginn yfír frá
dauðanum til lífsins." Jóh. 5,24.
„Sjá, ég boða yður mikinn fögn-
uð, sem veitast mun öllum
lýðnum: Yður er í dag frelsari
fæddur."
Gleði og fögnuður á að ein-
kenna jólahátíðina og gerir það
einnig, en mismunandi mikið.
Hér á landi hafa jólin indælis
áhrif á þjóðina. Það besta í mann-
inum kallast fram. Fólkið sýnir
meiri gleði, er kærleiksríkara og
gjafmildara. Kirkjusóknin er betri
en á öðram tímum ársins. Fögnuð-
ur og gleði jólanna ætti að vara
allan ársins hring, þá væri gott
að lifa.
Jólagjöfin mikla, „Jesús“, er
Guðs gjöf til okkar mannanna:
„Því svo elskaði Guð heiminn,
að hann gaf son sinn eingetinn,
til þess að hver sem á hann trúir
glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“
Jóh. 3,16.
Andi jólanna er andi fyrirgefn-
ingar, fómar og þjónustu. Jesús
tók á sig þjóns mynd, og það er
hann sem er fyrirmyndin. Kristnir
menn eiga í Jesú nafni að vinna
kærleiksverkin allt árið.
Eftirfarandi var birt í „Heróp-
inu“ fyrir nokkram áram:
Hið lítilmótlega verður mikið
þegar Guð er í því. Eftir David
Kjellgren.
í kvöld mun hinn heimsfrægi
fiðlusnillingur Fritz Kreisler halda
tónleika í Metropolitan Opera
House í New York. Þessi stórkost-
lega tónlistarhöll er fullsetin
tónlistarunnendum sem bíða þess
fullir eftirvæntingar að einleiks-
tónleikamir heíjist. Þetta era
aukatónleikar, sem Kreisler held-
ur, þar sem allur ágóði á að renna
til líknarstarfs Hjálpræðishersins
til handa bágstöddum um jólin.
Aðgöngumiðamir að tónleikunum
era dýrir, en það hefur ekki fælt
fólk frá því að koma.
Tjaldið er dregið frá sviðinu og
Kreisler kemur fram á sviðið.
Hann brosir til áheyrenda sem
hylla hann með lófaklappi. Kynnir
kvöldsins er Mr. Hooving, vinsæll
útvarpsþulur. Hann kynnir Fritz
Kreisíer á eftirfarandi hátt:
„Það er þokukennt nóvember-
kvöld í London. Hópur frá Hjálp-
ræðishemum hélt útisamkomu á
götuhomi. Það vora ekki margir
áheyrendur þetta kvöld, enda hrá-
slagalegt úti. En þama stóð ungur
maður sem auðsjáanlega var mjög
kalt og hlýddi á sönginn. Hann
var í mjög lélegum skóm og átti
í ekkert hús að venda fyrir nótt-
ina.
Samkoman var á enda, og þessi
ungi maður talaði við kapteininn
og sagði frá erfiðleikum sínum.
Kapteinninn sá um að útvega
honum gistingu auk þess sem
hann gaf honum nýja skó.“
Þegar hér var komið sögu leit
Hooving yfir salinn um leið og
hann benti á Kreisler. „Fritz
Kreisler er hér í kvöld til þess að
borga fyrir skóna sem hann fékk,“
sagði hann.
Þessi litli hópur hermanna á
útisamkomu sem ekki aðeins söng
og spilaði en sýndi líka kærleika
í verki samkvæmt boði Jesú, vissi
ekki að á þessari fámennu útisam-
komu var sæði sáð, sem, eftir
margra ára vöxt, átti eftir að
veita mörgum hjálp og gleði.
Nú aftanklukkur óma
vor andi lifnar við.
Vér þekkjum þessa hljóma,
þvi þeir oss boða frið.
Þeir boða sælu bjarta,
þeir boða frelsi nýtt,
:,: þeir drepa á dyr vors hjarta
svo dásamlega og blítt :,:
Svo há er höllin eigi
né hreysisþakið lágt,
að sorgin sjatna ei megi
um sæla jólanátt.
í konungshöllum háum
jafn himinfagurt sem
:,: í lýðsins kofum lágum
skin ljós frá Betlehem :,:
En ef að dimmir aftur
og undraljósið dvín,
ef kærleiks rénar kraftur
og kólnar sólin þin,
ó, flý á fund þíns Herra,
þá finnurðu aftur jól,
:,: og aldrei þá mun þverra
í þínu hjarta sól :,:
Guðs friðar boðskap blíða
ei burt fær tíminn máð.
Sjá, ár og aldir líða,
en æ er söm Hans náð.
Sú gleðifregn ei gleymist,
að Guðs son kom á jörð.
:,: Sú sæla saga geymist
í söng og þakkargjörð:,:
R. Mælum.