Morgunblaðið - 24.12.1986, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986
Borgarspítalamálið:
Rétt ákvörðun
hjá borgarstjóra
eftir Boga Ingimars-
son
Málefni Borgarspítalans hafa
verið ofarlega á baugi að undan-
fömu. Ástæða þess er fyrst og
fremst sú ákvörðun Davíðs Odds-
sonar, borgarstjóra, að óska eftir
því við ríkið, að það greiði borginni
eignarhluta Reykjavíkurborgar í
Borgarspítalanum umfram 15% og
beri jafnframt ábyrgð á fjárhags-
legum rekstri og stjóm spítalans.
Ríkið á í dag 60% í Borgarspítalan-
um en borgin 40%. Samkvæmt
núgildandi lögum skulu sveitarfélög
greiða 15% af byggingakostnaði
sjúkrahúsa, sem reist eru fyrir for-
göngu þeirra.
Þessa kröfu segist borgarstjóri
hafa sett fram, þegar ljóst varð,
að ríkisstjómin myndi alls ekki
hverfa frá þeirri ætlan sinni að setja
Borgarspítalann á svokölluð föst
Qárlög ríkisins. Ég er borgarstjóra
sammála, m.a. af eftirgreindum
ástæðum.
1. Það getur ekki kallast réttlæti,
að eitt sveitarfélag, þ.e.
Reykjavík, sé látið greiða hærra
hlutfall en önnur sveitarfélög
þurfa að gera. Nauðsynlegt er
að þetta dæmi sé gert upp við
fyrirhugaðar breytingar, annars
yrði það aldrei gert. Ég fæ ekki
betur séð en að borgarstjóri sé
með þessari kröfu sinni að
vemda hagsmuni Reykvíkinga,
þ.e. að ríkið greiði borginni það
sem hún hefur greitt umfram
15% eða u.þ.b. 25% af verðmæti
spítalans, þannig að hið opinbera
hafí þá greitt 85% í Borgarspítal-
anum eins og öðrum spítölum
sveitarfélaga.
2. Þegar Borgarspítalinn hefur
verið settur á fjárlög ríkisins,
þ.e. föst fjárlög, er mjög eðli-
legt, að Reykjavíkurborg óski
ekki eftir því að bera fjárhags-
lega ábyrgð á rekstri hans. Þessi
afstaða borgarstjóra er að mínu
mati sú eina rétta og fullkom-
lega ábyrg. Ég fæ ekki betur
séð, en að ríkið hafí í raun stjóm-
að Borgarspítalanum mörg sl.
ár. Ríkð hefur greitt 90% af
rekstrarkostnaði spítalans og
spítalinn getur sig vart hreyft
nema með samþykki heilbrigðis-
eða fjármálaráðuneytisins. Auk
þess hefur meirihluti í borgar-
stjóm Reykjavíkur ekki nema
tvo af fímm stjómarmönnum í
stjóm spítalans. Hvemig á borg-
in eiginlega að stjóma með
þessum hætti og hveiju? Já, mér
er spum.
3. Þrátt fyrir að Borgarspítalanum
hafí meira og minna verið stjóm-
að óbeint af ríkinu mörg sl. ár
hafa læknar spítalans og annað
starfsfólk ekki kvartað. A.m.k.
minnist ég þess ekki að hafa séð
greinar um það í dagblöðunum.
Það er hinsvegar afar eftirtekt-
arvert, að nær allar blaðagreinar
og viðtöl í hljóðvarpi og sjón-
varpi, þar sem „sölu Borgarspít-
alans", þ.e. þessum 25% hluta í
spítalanum og breytingu á stjóm
spítalans, er mótmælt, tengjast
læknum Borgarspítalans. Við
hvað eru þeir hræddir? Jú, þeir
óttast miðstýringu og minni fag-
lega samkeppni. Þetta em þeirra
meginröksemdir gegn fyrir-
huguðum áformum. Hinsvegar
fínnast mér fullyrðingar lækn-
anna, um að þessum áformum
fylgi miðstýring og minni fagleg
samkeppni milli spítalann, al-
gjörlega órökstuddar, enda fá
þær ekki staðist.
Mér er nær að halda, að það
sem í raun fari fyrir bijóstið á
læknunum, sé það að þeim fínn-
ist ákveðin niðurlæging í því að
verða settir undir stjóm
ríkisspítalanna, eins og rætt hef-
ur verið um. En takið eftir. Þeir
tala alltaf um „sölu Borgarspít-
alans“. Þetta er auðvitað snjall
áróður af þeirra hálfu og ætlað
að slá á viðkvæma strengi. Stað-
reyndimar eru hinsvegar allt
aðrar, þegar málið er skoðað
ofan í kjölinn.
4. Ég er þeirrar skoðunar að tómt
mál sé að tala um Borgarspítal-
ann sem borgarstofnun eftir að
hann er kominn á fjárlög ríkis-
ins. Slík stofnun getur aldrei
verið nein borgarstofnun. Myndu
Reykvíkingar sætta sig við það,
að Strætisvagnar Reykjavíkur,
Vatnsveitan, Hitaveitan, Félags-
málastofnun o.fl. o.fl. yrðu sett
á fjárlög ríkisins? Að vísu getur
ríkið sagt: Við borgum ekki
krónu í rekstrarkostnaði þessara
stofnana, en við borgum 90% í
rekstri Borgarspítalans og því
eðlilegt að rekstrarkostnaður
hans sé ákveðinn á fjárlögum
ríkisins. Þegar ríkið hefur síðan
einhliða ákveðið að setja Borg-
arspítalann undir stjórn
ríkisspítalanna, þ.e. Landspítal-
ans o.fl., heldur ætti Borgarspít-
alinn að verða sjálfstæð
ríkisstofnun. Smærri einingar
em miklu hagkvæmari heldur
en stórar einingar, ekkert síður
í opinberum rekstri en einka-
Bogi Ingimarsson
„Það er mín skoðun, að
borgarstjóri hafi með
tillög-um sínum varð-
andi Borgarspítalann,
sýnt pólitískt hugrekki,
eins og honum er einum
lagið að gera.“
rekstri. Þannig fæst líka betri
samanburður. Þessi leið útilokar
það alls ekki, að hægt sé að
samræma og gera rekstur stóru
spítalanna í Reykjavík, þ.e.
Landspítala, Landakotsspítala
og Borgarspítala, hagkvæmari.
Þessir spítalar þjóna sjúklingum
hvaðanæva af landinu, t.d. voru
u.þ.b. 34% sjúklinga sem vistuð-
ust á Borgarspítala 1985 búsett-
ir utan Reykjavíkur skv.
upplýsingum úr ársskýrslu
Borgarspítalans.
5. Það sem mér fínnst að skipti
mestu máli, er sú staðreynd, að
fyrir forgöngu Reykjavíkurborg-
ar var Borgarspítalinn byggður.
I dag þjónar hann Reykvíkingum
og öðrum landsmönnum; hann
er öllum landsmönnum opinn.
Borgarspítalinn hefur getið sér
gott orð, ekkert síður en Landa-
kotsspítali og Landspítalinn, og
starfsmenn leggja sig fram um
að þjóna sjúklingum sem best.
Það munu þeir gera áfram, alveg
án tillits til þess hvort ríki, borg
eða einhveijir aðrir, jafnvel
Óskum öllum
viðskiptavinum
okkar nœr ogfjœr
gleðilegra jóla
FASTEIGNA m
J-l/I MARKAÐURINN
m
Óðinsgötu 4, símar 11540 - 21700.
Jón Guðmundsson sölustj.,
Leö E. Löve lögfr., Ólafur Stefánsson viðskiptafr.
r
HIJSVA\(;iJK
FASTEIGNASALA
SL LAUGAVEGI 24, 2. HÆO.
#f 62-17-17
1
Við óskum við-
skiptavinum og
landsmönnum öll-
um gleðilegrajóla
ogfarsœls kom-
andi árs.
Þökkum viðskipt-
in á liðnum árum. -
Guðmundur Tómasson,
Viðar Böövarsson, viðskfr./lögg. fast. ■ ■■■ ■■■
Óskum öllum viðskiptavinum okkar
og landsmönnum öllum gleðilegra
jóla og farsœls komandi árs.
Þökkum viðskiptin á árinu.
Skattaþjónustan
Bergur Guðnason hdl.
V____I____________
Húsafell
FASTEIGNASALA Langholtsvegi 115
(Bæjartei&ahúsinu) Smi:681066
Adalsteirin Petursson
Bergur Guónason hd'
Þorlákur Einarsson.
Ihj'A VITASTIG 13
IDUO Simi 20020
PflfTEIGnflJAIA 96065.
Óskum viðskiptavinum
okkar gleðilegrajóla og
farsœls komandi árs.
Þökkum viðskiptin á
liðnu ári.
Bergur Oliversson hdl.,
Gunnar Gunnarsson hs: 77410.
starfsmenn sjálfir, stjómi Borg-
arspítalanum.
Það er mín skoðun, að borgar-
stjóri hafí með tillögum sínum
varðandi Borgarspítalann, sýnt
pólitískt hugrekki, eins og honum
er einum lagið að gera. Það þarf
áræðni og kjark til að hreyfa svona
stórmálum, ekki síst þegar ljóst
mátti vera, að margir starfsmenn
spítalans, einkum læknar, myndu
mótmæla þessum áformum harka-
lega. Vel kann að vera, að borgar-
stjóri hefði átt að undirbúa þetta
mál betur, en mér er þó ekki alveg
ljóst hvemig. Andstaða læknanna
hefði ömgglega orðið sú hin sama.
Það er auðvitað virðingarvert
þegar ríkið vill hagræða hlutum og
draga úr kostnaði og vafalaust má
spara víða í spítalarekstri. Hinsveg-
ar hefðu heilbrigðisyfírvöld fyrir
löngu átt að beita sér fyrir endur-
skoðun á starfsháttum og starfs-
skipulagi stóra spítalanna þriggja
í Reykjavík, þ.e. að athuga sérstak-
lega framtíðarskipulag, verkaskipt-
ingu og samstarf þeirra, alla
rekstrarþætti, stjómunarfyrir-
komulag o.fl. Það eitt sér, að setja
Borgarspítalann á fjárlög ríkisins
gegn vilja borgarstjómar Reykja-
víkur, er engin lausn.
í stöðunni eins og hún var, fínnst
mér að borgarstjóri hafí gert rétt
og þar með tekizt að vemda hags-
muni borgarinnar og _ jafnframt
gæta virðingar hennar. Islendingar
era óvanir því að stjómmálamenn
þori, meðalmennskan og máttleysið
einkenna störf þeirra alltof oft.
Óttinn við ímyndað almenningsálit
og þrýstihópa hræðir. Vonandi
fjölgar þeim stjómmálamönnum
sem þora. Þá fyrst verða stjómmál
einhvers virði.
Höfundur er lögfræðingur og á
sæti ístjórn Fulltrúaráðs Sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík.
IngölfsstrjBti 18 s. 27150
Gleðileg jól
gœfuríkt komandi dr
Benedikt Halldórsson sölustj.
Hjaltl Steinþórsson hdl.
Gústaf Þór Tryggvason hdl.