Morgunblaðið - 24.12.1986, Síða 12

Morgunblaðið - 24.12.1986, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986 Jón Dan sendir frá sér ljóðabók Bjartsýnismaður yrkir um dauðann Fyrir skömmu kom út ljóðabókin Ekki fjasar jörðin eftir Jón Dan og- er það önnur ljóðabók hans, en áður liggja eftir hann átta skáldsögur. „Þessi verk hafa komið út stopult allar götur síðan árið 1956, en ritstörfin samræmdust illa vinnu minni sem ríkisféhirðis þótt mér tækist alltaf að halda þeim aðskildum. Það eru verstu menn sem hægt er að hafa í vinnu sem ganga með ritstarfabakteríuna, því menn verða að geta gefið sig óskipta að því sem þeir hafa fyrir stafni hveiju sinni. Eg hef alltaf verið tveir menn, ríkisféhirðirinn og rithöfundurinn. Eg hef jafnvel tekið það óstinnt upp ef menn hafa viljað ræða við mig bókmenntir í vinnutíma,“ segir höfundurinn í spjalli við Morgunblaðið. Hann lét af embætti sínu fyrir nokkrum árum og hveiju skyldi það hafa breytt fyrir rithöfundinn Jón Dan: „Það breytti auðvitað geysilega miklu. Nú get ég gefið mig að ritstörfunum án þess að önnur störf trufli. Ég er uppfullur af hugmyndum sem ég hef áhuga á því að koma frá mér. Hvemig svo sem það fer á endanum er ekki gott að segja,“ segir Jón og til áréttingar orðum hans má nefna, að frá honum hafa borist verk 1980, 1981, 1982, 1985 og svo aftur nú. Mikil afköst það. Ljóðabókin sem hér um ræðir er 96 síður og ljóðin eru milli 30 og 40 talsins. Þau hefur Jón ort á löngum tíma, en hann segir stflinn og ljóðformið vera keimlíkt eigi að síður. „Ég rími stundum og lausstuðla og slíkt,“ segir hann aðspurður. En um hvað fjalla ljóð- in? Jón Dan: „Bókinni er skipt í þrjá kafla. Fyrst koma ýmis ljóð, kafli sem ég hef nefnt „Ég þóttist vita“. Þar kennir margra grasa og ljóðin þar eru skyld þeim sem birtust í hinni ljóðabókinni minni þótt langt sé um liðið. Hún hét „Berfætt orð“ og kom út árið 1967. Annar kaflinn fjallar um veturinn, það er ljóðabálkur og þriðji kaflinn er ljóðabálkur um dauðann." Þetta er í heild séð heldur drungalegt yrkisefni, en Jón er spurður hvort honum sé dauðinn sérstaklega hugleikinn. Jón: „Ja, ég er gamall maður, en eigi að síður er mér dauðinn ekk- ert sérstaklega hugleikinn þótt ort sé um vetur og dauða í bók- inni. Það þarf ekki endilega gamlan mann til þess að hugsa Jón Dan um dauðann, sérstaklega nú á dögum, þegar vitundin um dauð- ann er ágengari en nokkru sinni fyrr vegna nærveru kjarnorku- vopna. I ljósi þess hef ég ort bjartsýn ljóð um dauða og vetur. Ég álít að þau _séu bjartsýn að minnsta kosti. í þeim er fyrst dregin upp skuggaleg mynd, en síðan mildast hún öll og skilaboð- in eru jafnan á þá leið, að á eftir vetri kemur ævinlega vor þótt stundum verði að bíða nokkuð eftir því.“ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ IHATIÐARSKAPIUM JÓLIN Föstudagur 26. des. — annar í jólum. Opið frá kl. 22.00-03.00. Jóladansleikur fullorðna fólksins. Allir jólasveinar eru beðnir um að halda sig heima, nema þeir sem muna eftir að skipta um galla og mæta í sparifotun- um. Magnús Þór og Margrét skemmta á miðnætursviðinu. Hljómsveitin Santos og Guðrún leika fyrir dansi eins og þeim ein- um er lagið. Laugardagur 27. des. — jólaveisla ársins. Húsið opnað kl. 19.00 fyrir matargesti. Tekið á móti öllum matargestum sem koma milli kl. 19.00-20.00 með óvænt- um glaðningi. Boðið er upp á þríréttaða veislumáltíð sem enginn verður svikinn af. ídiskótekinujóla- lögin óma og öll nýjustu lögin Raggi Bjarna mætirj og syngur fyrir mat- argesti nokkur vinsæl jólalög og ýmsa sívin- sæla slagara í gegn- um tíðina. Magnús Þór og Margrét á miðnætursviðinu. Hljómsveitin Santos og Guðrún leika fyrir dansi. Opið frá kl. 19.00-03.00. Borðapantanir hjá veitingastjóra í síma 23335 á öðrum í jólum og laugar- daginn 27. des. Snyrtilegur klæðnaður — Aldurstakmark 20 ár Aukinþekking, aukin grimmd Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Þrælahald Höfundur: Susanne Everett. Þýðandi: Dagur Þorleifsson. Útgefandi: Orn og Orlygur. Þrælahald er hlutur sem manni hrýs hugur við í dag og á erfitt með að skilja að skuli nokkum tíma hafa viðgengist. Manni hættir til að fínnast þrælahald bera vitni grimmd mannanna, og líklegt er að oft hefur hún notið sín við barsmíð og árásir á þrælana, eign húsbænda sinna. En þrælahald hefur verið með misjöfnum hætti frá upphafi mann- kynssögunnar, og virðist eins og grimmdin fylgi aukinni þekkingu mannsins. I fomöld var þrælahald sjálfsagður eða að minnsta kosti óhjákvæmilegur hlutur í augum flestra. Kenning Aristótelesar um að sumir væru allt frá fæðingu til þess dæmdir af forlögunum að þjóna öðmm, aðrir til að hafa mannaforráð, var ríkjandi langt fram eftir öldum. Þrælar í Grikklandi hinu foma nutu oft velvildar og ástúðar og voru jafnvel taldir til fjölskyldunn- ar, og húsbóndi og þræll virðast hafa borið traust hvor til annars. Einn frægasti þræll sögunnar, Spartakus, stóð fyrir uppreisn árin 73—71 f. Kr. í Rómaveldi, svo ekki hafa endilega allir þrælar verið sammála skilgreiningu Aristóteles- ar. Einnig er sagt frá því í bókinni að þrátt fýrir þessar sömu kenning- ar hafi ekki allir aþenskir borgarar átt þræla og þar vom Stóumenn allt frá grárri fomeskju á móti þrælahaldi. í Grikklandi til foma var þrælahald aftur á móti með öðm sniði en við þekkjum úr sögu Evrópu og Ameríku síðustu alda. í sumum grísku ríkjanna vom flestir þeirra ekki þrælar í eiginlegum skilningi, heldur átthagabundnir ánauðarbændur, sem þá vom venju- lega afkomendur fyrri tíðar íbúa landsins, er síðar komnir innrás- armenn höfðu lagt undir sig. Þrælahald sem hefur líkst léns- skipulagi Evrópu á miðöldum. Innflutningur Evrópuríkja á þrælum hófst snemma á 15. öld, þegar Portúgalir tóku að fikra sig suður með vesturströnd Afríku og sækja sér þangað máríska þræla, prinsum og páfanum til mikillar hrifningar. Með því var lagður gmndvöllurinn að hinni umfangs- miklu þrælaverslun Evrópumanna sem stóð yfir í þijár aldir. Flestir töldu þrælahald svo sjálfsagðan lið í samfélaginu að engin nauðsyn væri á að færa fram rök fyrir ágæti þess. Þeir vom ekki bara mikilvægt vinnuafl, heldur höfðu menn gaman af framandlegu útliti þeirra. I augum flestra Englendinga á átjándu öld var þrælahald sjálfsagð- ur hlutur. Tískufrúr þarlendar sóttust mikið eftir litlum blökku- drengjum og litu á þá og með- höndluðu sem einskonar gæludýr. Þrælar vom seldir opinberlega á uppboðum í enskum borgum og blökkumenn, sem húsbændur höfðu gefíð frelsi eða fannst ekki borga sig að nýta lengur, bættust í hóp þeirra snauðustu í Lundúnum. En hvemig sem meðferð hús- bænda á þrælum sínum hefur verið vom þeir réttlausir, dýr sem fólk gat farið með eftir geðþóttai í bók- inni segir frá því þegar Sir Hans Sloane fóm til Vestur-Indía árið 1986, sem líflæknir landstjórans á Jamaica. í bók sem hann skrifaði eftir þá ferð segir hann frá refsing- um sem þrælar vom beittir í viðurvist hans: „Fyrir vissa „sví- virðilega" glæpi vom þrælar „festir við jörðina með stöfum, sem vom sveigðir eins og skeifur og settir á hvem útlim. Síðan vom þeir brenndir lifandi, hægt og bítandi, fyrst hendur og fætur . . . og síðan aðrir líkamshlutar smátt og smátt, höfuðið skilið eftir þangað til síðast". Fleiri lýsingar af þessu tagi em í bókinni og víst er að oft verður manni óg'att af lestri hennar. Þegar svo kemur að seinni hluta bókarinn- ar, sem að mestu fjallar um þrælauppreisn og baráttuna fyrir afnámi þrælahalds, heldur maður að nú sé viðbjóðurinn búinn. En það er fyrst þá sem blóðug átökin byija oggrimmd hins siðmenntaða manns kemur berast í ljós. Það er óhætt að segja að „Þræla- hald“ sé bók sem hægt er að fræðast mikið af. Hún er vel upp- byggð og vel skrifuð. Bókin er mikið myndskreytt og fyrir utan aðalfrá- sögnina era innrammaðir kaflar, sem em eins og stuttar smásögur og skýra vel þá allt að því „fræði- legu úttekt“ sem verið er að gera. Það verður að segjast eins og er að þrátt fyrir allan hryllinginn er þetta bók sem grípur athygli manns á fyrstu síðu og maður á frekar erfitt með að leggja hana frá sér fyrr en hún er lesin til enda. Rey ðarfj ör ður: Rjúpnaskytta hrapar í klettum Rjúpnaskytta hrapaði fram af klettum inn í Skógdal um klukkan eitt s.l. laugardag. Besta veður var, bjart og stillt. Hrapaði maður- inn 4-5 metra niður og rann tölverðan spotta áður en hann stöðvaðist. Menn, sem vom þama hjá á ijúpnaveiðum, bmgðu skjótt við og sendu einn mann af stað að bænum Grænuhlíð til þess að kalla eftir sjúkrabfl. Farið var með manninn til Egilsstaða og þaðan með flugvél til Akureyrar. Hann liggur þar á sjúkrahúsinu illa slasaður. Líðan hans var ekki góð í gær er haft var samband þangað. Þess má geta að maðurinn var á góðum ijallgöngu- skóm, en var með broddana í baktöskunni. Gréta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.