Morgunblaðið - 24.12.1986, Page 21

Morgunblaðið - 24.12.1986, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986 21 SELJALANDS FOSS „Þú komst í hlaðið á hvítum hesti, þú komst með vor í augum þér. Ég söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér,“ kvað Davíðfrá Fagraskógi. Hvíturfoss, hvítur gæðingur, tvennt sem táknar hreyfingu ogfegurð, afl og líf sem í senn erfagurt og nýtilegt. Stemmning- in í mynd við Seljalandsfoss undir Eyjafjöllum minnirá kvæði Davíðs, hvítur hestur með manni og þessi svip- hreini foss sem er eins og sífellt vor í augum hversdagsleikans. Seljalands- foss er ein af perlum náttúrunnar sem fær fólk til þess að staldra við og það er sérstætt og eftirminnilegt að ganga bak við fossinn og sjá regnbogana leika sér í úðaslæðunni. Fossinn ereins og birtan, eins og manneskja, síbreytilegurog þó bund- inn þessum stað hamraveggja sem hljóta að hýsa huldufólk. Ævintýrin í sambúð manns og lands eru mörg. Fossinn hreyfirsig eftirveðri og vind- um, á sumrin í glettni með mjúkum tón hjá grænum möttli, á vetrum í klaka- böndum við bergið svo brakar í. Það er Auðunn Leifsson bóndi á Leifsstöð- um sem er með hestinn Ljósaling á myndinni, en eigandi hans er Lára Leifsdóttir í Neðradal. Ragnar Axelsson Ijósmyndari Morgunblaðsins tók mynd- ina. 0 • a.j.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.