Morgunblaðið - 24.12.1986, Síða 28

Morgunblaðið - 24.12.1986, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986 Listaverkabækur um Louisu Matthías- dóttur og Leland Bell Helgi Gíslason við módel af verðlaunaverki sínu. Morgunblaðið/Einar Falur Verðlaunasamkeppni um listaverk við Utvarpshús: Helgi Gíslason mynd- höggvari hlaut 1. verðlaun LISTAVERKABÆKUR um þau Louisu Matthíasdóttur og Leland Bell, eiginmann hennar, komu nýlega út vestanhafs á vegum hins þekkta forlags Hudson Hills Press sem sérhæfir sig í útgáfu listaverkabóka. Þessa dagana stendur einnig yfir sýning á verkum Louisu í Robert Schoelkopf sýningarsalnum í New York og hafa myndir hennar fengið góðar viðtökur. LELAND BF.LL NICHOLAS POX WP.BER Jóladagana falla fargjöld með strætisvögnum Reykjavíkjur niður. J frétt frá SVR er sérstaklega vakin athygli á að famar verða tvær ferðir á aðfangadag, kl. 10.30 og kl. 14 í Gufuneskirkju- garð. Þá er þess getið að allir sem í janúar nk. verður Phillips- safnið í Washington með sýningu á málverkum Leland Bell. Bell er, auk þess að vera sjálfur listamaður, eft- irsóttur fyrirlesari um myndlist, hefur m.a. flutt fyrirlestra í Frakk- landi og Bretlandi (Tate Gallery). Margir munu enn minnast fyrirlest- urs sem hann flutti í Norræna húsinu fyrir allmörgum árum fyrir fullu húsi. Utgefandi bókarinnar er eins og áður segir Hudson Hills Press, Suite 1308, 230 Fifth Avenue, New York, NY 10001-7704. náð hafa 67 ára aldri eiga nú kost á að kaupa bláa miða, sem er helmingsafsláttur af fullu far- gjaldi. Áður þurfti fólk á aldrinum 67 til 70 ára að njóta tekjutrygg- ingar til að fá þennan afslátt. Þessir afsláttarmiðar fást nú á Grensásstöð auk Hlemms og Lækjartorgs. „Ég er ákaflega lukkulegur með þessi verðlaun og þá við- urkenningu sem í þeim felst,“ sagði Helgi Gíslason í samtali við Morgunblaðið. Helgi hlaut verðlaunin í samkeppni um gerð listaverks sem standa á við nýja útvarpshúsið við Efstaleiti. „Þetta verk er áframhald af þeirri myndgerð sem ég hef verið að fást við undanfarið," sagði Helgi. „Ég hef mikið verið að vinna með samsetningu á tré og málmi, en í þessu verki vinn ég með grágrýti, að meginhluta, og ryðfrítt stál. Þetta eru tveir þríhymingar, sem standa á vatnstjöm, en hún er hluti af verkinu. Grunnflöturinn sem okkur var gefinn var 5 sinnum 8 metrar og mitt verk fyllir alveg út í þann flöt, en hæðin á því er um fimm metrar. Það virðist, við fyrstu sýn mjög einfalt, en er í rauninni mjög flókið í útfærslu." „Fyrir utan viðurkenninguna sem þessu fylgir fyrir mig, var mjög Póstur og sími: ÁKVÖRÐUN ríkisstjórnarinn- ar um að heimila 10% hækkun óvænt og skemmtilegt að fá þessi 250.000 króna verðlaun svona rétt fyrir jólin," sagði Helgi ennfremur." á gjaldskrá Pósts og síma í stað 21% ieiðir til þess að taka verður 150 milljón króna ián til að standa undir fjárfesting- um. Gjaldskrárhækkun um 10% nægir eingöngu til að leysa greiðsluhalla ársins 1986. Að sögn Guðmundar Bjöms- sonar aðstoðar póst- og símamála- stjóra, sem jafnframt er fjármálastjóri stofnunarinnar, var fjárhagsáætlunin sem byggði á 21% hækkun á gjaldskrá miðuð við 600 milljón króna fjárfestingu og 150 milljón króna lántöku. í meðferð Alþingis var sú fjárhæð skorin niður í 460 milljónir. Til að mæta þeirri upphæð hefði gjaldskráin þurft að hækka um 16% fyrir símaþjónustu frá og með 1. janúar og póstburðargjöld um 26 % 1. febrúar næstkomandi. „Þá var reyndar búið að skera fjárfestingar verulega niður um- fyam það sem við teljum eðlilegt," sagði Guðmundur. „Síðan er meiningin að gjaldskráin hækki um 10% og að tekin verði lán að upphæð 150 milljónir króna til að standa undir fjárfestingum." Guðmundur sagði að niður- skurður Alþingis úr 600 milljónum í 460 milljónir tefði frekari upp- byggingu símakerfisins en verst væri að hækkun á gjaldskrá opin- berra fyrirtækja væri leyst með lántöku, sem einungis væri skammtímalausn. „Gjaldskrá fyrir símaþjónustu hefur ekki hækkað frá árinu 1983 én var lækkuð 1985,“ sagði Guðmundur. „Eftir þessa hækkun sem verður nú í byijun janúar hefur verð á hveiju skrefi ekki náð því sem það var árið 1983 en skrefatekjur eru langstærsti tekjuliður Pósts og síma.“ — Oómur fyrir Borgardómi Eeykjavíkur: j Brot gegn frelsi konu og kynferðis- leg vanvirða talin ærumeiðing í verki DÓMUR hefur fallið fyrir Borgardómi Reykjavíkur í máli konu sem stefndi manni fyrir að hafa ærumeitt sig í verki. Fyrir ári síðan kærði konan manninn fyrir nauðgun, en af hálfu rikissaksóknara var ekki talin ástæða til aðgerða í mál- inu. í Borgardómi voru konunni dæmdar miskabætur, 170 þús- und krónur, og maðurinn dæmdur til að greiða 75 þúsund króna sekt til ríkissjóðs, auk málskostnaðar. Er þetta í fyrsta sinn sem dómur af þessu tagi fellur hérlendis. Konan höfðaði málið sam- kvæmt 234. grein almennra hegningarlaga nr. 19 frá 1940 og byggði málatilbúnað sinn endan- lega á því að maðurinn hefði meitt æru hennar með því að þröngva henni til holdlegs sam- ræðis að heimili hennar í nóvem- ber 1985. Grein þessi í hegningarlögunum hljóðar svo: „Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða varð- haldi allt að einu ári.“ Þá krafðist konan miskabóta að upphæð 500 þúsund krónur og málskostnaðar að skaðlausu. Af hálfu mannsins voru þær dómkröfur gerðar að hann yrði sýknaður af öllum kröf- um stefnanda og tildæmdur málskostnaður úr hennar hendi. Konan byggði málssókn sína á skýrslum aðila og vitna gefnum fyrir lögreglu og á læknisvottorð- um. Var byggt á því í málflutningi að stefndi hefði brotið gegn per- sónulegum réttindum konunnar og fijálsræði. Meðferð hans á henni hafi verið gróf og lítilsvirð- andi og falli þannig undir ákvæði 234. greinar hegningarlaganna. Konunni hafi fundist hún niður- lægð og skítug af hans völdum og hann hafi þannig ærumeitt hana í verki. Stefndi mótmælti því harðlega að hann hafi nauðgað konunni og beitt hana ofbeldi. Hann hélt því fram að hún hefði verið sam- förunum samþykk. Þá sagði hann að staðhæfingar konunnar um þetta efni væru með öllu ósannað- ar, enda hefði embætti ríkissak- sóknara komist að þeirri niðurstöðu. Óvirðingar þær, sem konan byggði málssókn sína á, gætu aldrei fallið undir 234. grein hegningarlaga, því þar sé fjallað um ærumeiðingar. Það kæmi ekki til greina að teygja gildissvið 234. greinar út yfír hvers kyns refsi- brot önnur með því að telja þau jafnan fela í sér ærumeiðingar. Krafðist maðurinn sýknu af öllum kröfum konunnar í málinu á grundvelli þessara sjónarmiða. í áliti dómsins segir, að aðilar séu einir til frásagnar um það er á milli þeirra fór. Konan segi manninn hafa haft samfarir við hana óviljuga. Maðurinn hélt því hins vegar fram að honum hafí fundist konan samþykkja að hafa við hann samfarir og harðneitaði að hafa beitt hana ofbeldi. Lækn- isvottorð þyki hins vegar styðja frásögn konunnar um harkalega meðferð. Síðar segir: „Á því sem hér hefur sérstaklega verið tekið fram og öðrum gögnum málsins þykir nægilega fram komið að stefndi hafi með athöfnum sínum brotið gegn frelsi stefnanda og vanvirt hana kynferðislega. At- hafnir hans þykja hafa verið til þess fallnar að skerða sjálfsímjmd stefnandi og þykja þannig brýnt brot á ákvæði 234. greinar laga nr. 19/1940. Hann þykir því eiga að sæta refsingu sem þykir hæfi- lega ákveðin kr. 75.000 í sekt til ríkissjóðs." Skal 50 daga varðhald koma í stað sektarinnar, ef hún er ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dómsins. í niðurlagi álits dómsins segir: „Stefnanda byggir miskabótakröfu sína á því að við atburðinn hafí hún orðið fyrir miklu andlegu álagi og hafi hún meðal annars átt erfitt með að vera heima fyrst eftir þetta og leitað því í Kvennaathvarfið. Þá hafi hún einnig átt erfitt með vinnu fyrst á eftir þar sem hún hafí verið svo aum í vinstri hend- inni eftir stefnda. Hún segir að sér hafi fundist sjálfsvirðing sín niðurbrotin. í aðalskýrslu hennar hér fyrir dómi segir hún atburðinn hafa haft neikvæð áhrif á tengsl sín við karlmenn. Hún sé ákaflega viðkvæm gangvart þeim og sífellt á varðbergi gegn því að vera nið- urlægð eða særð.“ Dómurinn komst að þeirri nið- urstöðu að maðurinn hefði gerst sekur um refsiverða meingerð gegn konunni og væri því rétt, með heimild í 1. málsgrein 264. greinar laga nr. 19/1940, að dæma hann til að greiða henni miskabætur sem hæfilega þóttu ákveðnar með tilliti til gagna málsins kr. 170.000. Einnig skal maðurinn greiða konunni kr. 50.000 í málskostnað. Mál þetta dæmdu Hrafn Braga- son borgardómari og meðdómend- ur hans, Jens A. Guðmundsson kvensjúkdómalæknir og María Þorgeirsdóttir félagsráðgjafi. Lögmaður konunnar var Ásdís J. Raftiar, en Iögmaður mannsins Jón Steinar Gunnlaugsson. Strætisvagnar Reykiavíkur: Fargjöld felld niður Niðurskurður tef- ur uppbyggingu símakerfisins 10% hækkun ieysir eingöngu greiðsluhalla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.