Morgunblaðið - 24.12.1986, Page 32

Morgunblaðið - 24.12.1986, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986 Útgefandi nHáfrifr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónssop. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Fólk, umhverfi og forsjón Fullveldi þjóðarinnar hvílir á þjóðemi hennar, tungu og sögu. 0g tveimur mikil- vægum homsteinum að auki: landi og hafi. Efnahagslegt sjálfstæði hennar á rætur í auðlindum landsins (moldar, jarðvarma og fallvatna) og lífríki hafsins. Að ógleymdu því sem mestu máli skiptir: menntun, þekkingu og fram- taki fólksins sjálfs. Skammdegið er og hluti af íslenzkum veruleika: land í klakaböndum, úfínn sjór og válynd veður. Sambýlið við umhverfi okkar, láð og lög, - og náttúruöflin - hefur löng- um höggvið skörð í fámenni þjóðarinnar. Við höfum verið minnt óþægilega á þessa staðreynd síðustu vikur. Gengnar kynslóðir, sem ekki höfðu sambærileg tæknivopn í höndum og við í lífsbarátt- unni, stóðu þó mun ver að vígi. Norrænar þjóðir hafa hald- ið hátíð um vetrarsólstöður frá ómunatíð, eða svo lengi sem heimildir greina, bæði í heiðnum sið og kristnum. Þegar dagur var stytztur - og sól settist svo að segja strax og risin var - fögnuðu norrænir menn komandi tíð, hækkandi sól og vaxandi birtu, sem vóru ávísanir á vorið og upprisu lífs í náttúru landsins. Jól í heiðnum sið tengdust ekki sízt lísbaráttunni. Þá eins og löngum síðar áttu grös, búsmali og sjófang lífíð í íslendingum. Þessvegna var hið árvissa kraftaverk vors- ins, þegar gróðurríkið vaknar af vetrarsvefni, lífsvonin í brjósti fólksins í svartasta skammdeginu. Saga, sem varðveizt hefur frá fyrstu öldum byggðar í landinu, greinir frá fyrir- manni, sem lét bera sig á banastundu út sólskinið. Þar fól hann sálu sína þeim er sólina skóp. Það var ekki að ástæðulausu að þeir, sem hér námu land í öndverðu, héldu sólarhátíð í svartasta skamm- deginu. Kristni var lögtekin í landinu á Þingvöllum við Öxará árið 1000, eða árinu fyrr 999. í kristnum sið fékk Jólahald þjóðarinnar nýja, dýpri og sannari merkingu. Jólin vóru að vísu sólarhátíð eftir sem áður. íslendingar fagna sem fyrr vorboðum ljúfum sem birtast okkur í hækkandi sól, vaxandi birtu og þverrandi myrkri. Fögnuð- urinn er hinsvegar dýpri, sannari og varanlegri í kristn- um sið en heiðnum. Risin er sól í myrkri mannlífsins, Jes- ús Kristur frelsari mannanna. Hann er ljósið og sannleikur- inn sem Guð hefur gefíð okkur. Kærleiksboðskapur kristninnar var og er dags- brún vonar og vissu um eilífð og farsæld, viðvarandi vor bak vetrar. Heiðin Jól vóru sólarhátíð í svartasta skammdegi vetr- ar. Fagnaðarefnið var flýj- andi myrkur, vaxandi birta og vorið framundan, þegar gróðurríkið vaknar af vetrar- svefni. Kristin Jól fagna „hliðstæðri“ framvindu í hug- arheimi og sálarlífí einstakl- inga - o g þjóða. Þegar trúarsólin nær að rísa hugar- heimi okkar, hverfur myrkur óttans, vonarbirtan vex og vor fyrirheitanna er framund- an. íslenzk Jól færa fólk og fjölskyldur saman, knýta bet- ur kærleiksbönd, sem vilja slakna í hraða og önn hvunndagsins. Þau gefa okk- ur og tóm og tíma til að staldra við og huga að okkar innra manni, þroskastöðu hans og vegferð, og tengslum við vandamenn, vini og sam- félag. Við þörfnumst þess flest að ljá boðskap og anda Jólanna tíma og rúm í hugar- heimi okkar, til þess meðal annars að halda áttum á þeirri hraðferð, sem líf okkar er. Megi kærleiksboðskapur Jólanna sameina einstaklinga og þjóðir í viðleitni til fegurra og sannarra mannlífs. Með þeim orðum óskar Morgun- blaðið lesendum sínum og landsmönnum öllum gleði- legra Jóla. Jólaleikrit Þjóðleikhússins: Aurasálin eftir Mc JÓLALEIKRIT Þjóðleikhússins að þessu sinni er „Aurasálin“ eftir franska leikskáldið Molli- ere. Molliere þessi var uppi á 17. öld og er eitthvert frægasta gam- anleikjaskáld Frakka fyrr og siðar. Verk hans hafa þó ekki mikið verið sýnd í íslenskum leik- húsum, en nú ber svo við að verk eftir hann er valið sem jólaleik- rit hér. En afhverju Molliere? Hvaða erindi á hann við okkur í dag. Leikstjórinn, Sveinn Einars- son svarar því: „Alltaf þegar við tökum gömul verk til sýninga spyrjum við þess- ara spurninga. En það vill svo til að lífsmagn leikrita fer ekki eftir aldri. Mörg nútímaverk hafa stund- um miklu minna að segja okkur en t.d. 2000 ára gömul. Ef leikrit er nógu mikil list, þá höfðar það til fólks á öllum tímum. í sambandi við Molliere er þetta minni spuming en ella, því maðurinn er svo skemmtilegur. Það em fáir höfund- ar í veröldinni sem hafa náð sömu tökum og hann á gamanleikjaform- inu. Ef við leikum ekki Molliere á Islandi, er það afþví við kunnum ekki að leika hann eða afþví við emm fáfróð og skiljum hann ekki. Það er verið að leika verk eftir Molliere á hveijum degi einhvers staðar í heiminum. Til marks um það hversu mikils Frakkar meta hann er, að þeir kalla þjóðleikhús sitt, öðmm þræði, hús Mollieres. Það á sér reyndar líka sögulegar forsendur. Það er elsta leikhús í heimi, stofnað 1680 og varð til við samrana tveggja leikflokka í París og var annar þeirra leikflokkur Mollieres. Hann sjálfur var að vísu dáinn, en flokkurinn hélt áfram að starfa. Ennþá meira til marks um hvílíkt nafn hann er í frönskum bókmennt- um er að hann er metinn sem stærsta leikskáld þeirra. Hann er tekinn fram yfir harmleikjaskáld eins og Racine, Hugo og Corneille. Skáldheimur Mollieres er býsna víðfemur og leikrit hans em með ýmsu móti. Sum em í bundnu máli, sum hreinir farsar, önnur í lausu máli. Sum leikrita hans em það sem hefur verið kallað skapgerðar gam- Úr sýningu Þjóðleikhússins á Aurasálinni. anleikrit. Svo er að sjá sem Molliere hafi ekki álitið að ein tegund væri öðmm fremri, heldur ætti hvert leikhúsverk að vera eins gott og það gat innan sinnar tegundar. Af þessum leikritum er Aurasálin það leikrit hans, í óbundnu máli, sem hefur notið hefur hvað mestra vinsælda.Menn hafa deilt um það hvort þetta er farsi eða skapgerðar gamanleikrit, en ætli það beri ekki einkenni beggja. Það hefur verið bent á að hann sæki efnið til ann- ars höfundar, latneska skáldsin Plautus, og það em rittengsl í verk- inu við ýmis önnur leikrit. Það kemur þó ekki að sök því það er leikrit Mollieres sem hefur lifað en hin ekki. Það er í rauninni furðulegt að þetta vinsæla leikrit hafi ekki verið leikið af atvinnufólki hér fyrr. Menntaskólanemar vom hinsvegar fljótir að uppgötva það og hafa leik- ið hann tvisvar. Það er kannski Þórunn Sigurðardóttir: „Ég trúi því ekki að tilfinni vitsmunalíf mannsins sé rusl STUNDUM heyrist sagt að ís- lendingar séu fátækir af leikrita- höfundum. Mikið sé til af ljóðskáldum, skáldsagna- og smásagnahöfundum, en leiklistin sé sá þáttur frumsköpunar sem islenskir höfundar hafi vanrækt. Höfundar virðast sérhæfa sig i einhverjum einum þætti bók- menntanna og mjög fáir snúa sér að leikritun. Þann 30. desember frumsýnir Þjóðleikhúsið nýtt íslenskt verk, „í smásjá,“ eftir Þórunni Signrðardóttur, leikara og leikstjóra. Leikritið fjallar um tvenn hjón og eru þijú þeirra Iæknar. Það gerist á heimiU og vinnustað yf ir- læknis, sem er um það bil að öðlast alþjóðlega viðurkenningu fyrir störf sín. Inn í leikinn tvinn- ast samskipti hans við kou sína og nánustu samstarfsmenn, en óvænt örlög eiga eftir að gjör- breyta afstöðu og lífi persón- anna. Morgunblaðið spurði Þórunni Sigurðardóttur af- hveiju hún hefði kosið að skrifa leikrit en ekki t.d. skáldsögu: „Leikhús er náttúmlega minn heimur, það form sem ég þekki og ég sé þetta ekki eins og handrit að bók, heldur er handritið eins og nótur fyrir mér. Spennan við að skrifa leikrit er allt önnur, því þer- sónur og ferli sem maður býr til öðlast ekki líf fyrr en á leiksýning- unni sjálfri. Ég veit ekki hvort ég á einhvem tíma eftir að skrifa eitt- hvað annað en leikrit. Það getur vel verið, seinna.“ „Leikhúsið hefur ákaflega mikla þýðingu fyrir mig. Mér finnst leik- Iistin oft ná betur til fólks en allar aðrar listgreinar. Þessi beinu sam- skipti, annarsvegar á sviðinu milli leikara, hinsvegar milli leikara og áhorfenda, verða dýpri en áður kannski afþví nú orðið höfum við svo mikið af niðursoðinni list. Mér fínnst sú tilfínningalega næring sem leikhúsið veitir, nauðslynlegt mótvægi við afþreygingar- og skemmtiefni sem fólk þarf að þola. Þetta er eins og að drekka lýsi á móti kók. Maðurinn getur ekki endalaust nærst á msli. Ég trúi því ekki að tilfinngar og vitsmunir mannsins séu mslahaugur, heldur akur þar sem margvísleg blóm geta sprottið ef vel er sáð.“ Em ný, fmmsamin verk nauð- synleg íslensku leikhúsi? „Þau em fmmforsendan að íslensku leikhúsi. Garcia Lorca tal- aði um að leikhús þyrfti að fínna æðaslátt samfélagsins og sögunnar. Það er fmmforsendan, bæði í tengslum við fortíð og framtíð. Það verður að því vera íslensk hugsun í því sem verið er að gera. Annars eigum við ekkert til að gefa heimin- um. Vitum ekkert hvaðan við komum og hvert við emml að fara.“ Er ekki einfaidara að þýða erlend verk? Er ekki búið að skrifa um allt sem þarf að segja erlendis? „Ég hef ekki miklar áhyggjur af

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.