Morgunblaðið - 24.12.1986, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986
Skoðanakönnun Hagvangs um jólavenjur íslendinga:
Svínahamborgarhry^gur vinsæl-
astur á j ólabor ðunum í kvöld
14,6% sögðust borða rjúpur
Svínahamborg-arhryggnr ætl-
ar að verða hvað vinsælastur á
jólaborðum landsmanna í kvöld
samkvæmt niðurstöðum skoð-
anakönnunar Hagvangs, sem
gerð var á timabilinu 29. nóv-
ember til 7. desember sl. Af 1.000
manna úrtaki um land allt svör-
uðu 773 og af þeim ætluðu 34%
að borða svinahamborgarhrygg
í kvöld. Rjúpurnar komu næst
að vinsældum, en 14,6% svarenda
ætluðu að gæða sér á þeim í
kvöld og áberandi var það eldra
fólkið. Fengin voru svör við sex
spumingum í könnun Hagvangs
og var i Morgunblaðinu i gær
fjallað um þijár þeirra. Hinar
þijár vora:
— Hvaða mat borðar þú yfir-
leitt á aðfangadagskvöld?
— Hve mörg jólakort sendir
þú eða fjölskylda þín yfirleitt?
— Fer að jafnaði fram sérstök
jólahreingeming á þinu heimili?
(átt er við meiriháttar hreingera-
ingar).
Hangikjöt vinsælla í
dreifbýli en þéttbýli
Svínasteik lenti í þriðja sæti að
vinsældum og ætluðu 12,5% að
borða svínasteik í kvöld. Þá ætluðu
8,9% að borða lambakjöt og 7,9%
hangikjöt. í sveitum landsins og í
dreifbýli virðist lamba- og hangikjöt
vinsælla en í þéttbýli annars staðar
á landinu. Athygli vakti að flestir
virðast hafa ákveðin matseðil á
aðfangadagskvöld ár eftir ár enda
sögðust aðeins 5,8% ekki hafa neitt
sérstakt í matinn þetta kvöld, en
eins og áður sagði var könnunin
gerð í byrjun desember og vissi þá
þorri svarenda hvað yrði að borða
á aðfangadagskvöld. Samkvæmt
könnunmni munu tæp 80% af þjóð-
inni borða fímm vinsælustu matar-
tegundimar, þ.e. svínahamborgar-
hrygg, ijúpur, svínasteik, lambalqot
og hangikjöt.
31 jólakort sent
Að meðaltali sagðist fólk senda
tæplega 31 jólakort til vina sinna
og ættingja fyrir jólin. Nóg er að
gera þessa dagana hjá póstþjón-
ustunni, eins og fram hefur komið
í fréttum, enda er jólapósturinn
áætlaður hátt í 330 tonn að þessu
sinni. Þar af fara 60 tonn til út-
landa og 270 tonnum er dreift
innanlands. Samkvæmt niðurstöð-
um könnunarinnar virðist eldra
fólkið senda hlutfallslega fleiri kort
en þeir sem yngri eru og eins virð-
ist fólk úti á landi vera mun
duglegra við jólakortasendingamar
heldur en þeir sem höfuðborgar-
svæðið byggja.
75% þjóðarinnar
íjólahreingerningnm
Tæplega 75% af þeim, sem
spurðir voru um hvort þeir gerðu
sérstaka jólahreingemingu játtu því
og var þá átt við meiriháttar hrein-
gemingar svo sem að þvo glugga-
Jóla- og nýárskveðja
Góðum vinum og ættingjum nær og fjær, til
sjós og lands, og fyrrum samstarfsmönnum
sendi ég innilegar jóla- og nýárskveðjur með
óskum um gæfu og gengi á komandi ári.
Starfsfólki Landakotsspítalans, heilsuhælisins
í Hveragerði, Rauða kross-heimilisins og hér
á Hrafnistu í Laugarásnum þakka ég hlýhug
og velvilja um leið og ég sendi því jóla- og
nýárskveðjur.
Hilmar Norðijörð loftskeytamaður,
DAS Hrafnistu.
SÆLGÆTIS-
POKAR
Ás-tengi
fyrir
JÓLATRÉS-
SKEMMTANIR
3 stærðir.
WK
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
Smiðjuvegur 11. Sími 641006
AHar gerðir
Tengið aldrei
stál-í-stál
SdiuE*sít[®Mr cííaroææfflxni & (S®
VESIUHGOTU Ib SlMAR 14680 ?I480
Að meðaltali senda íslendingar 31 jólakort.
tjöld og þess háttar. Hinsvegar
sögðust 22.5% ekki standa í meiri-
háttar jólahreingemingum. 89,2%
af þeim, sem spurðir voru á aldrin-
um 18 til 29 ára, sögðust taka
verulega í gegn hjá sér fyrir jólin,
66,9% af svarendum, 30 til 49 ára,
sögðust gera sérstaka jólahrein-
gemingu og 67,6% af þeim sem em
á aldrinum 50 ára og eldri sögðust
gera hreint sérstaklega fyrir jólin.
Tafla I
Hve mörg jólakort sendir þú
eða fjölskylda þín yfirleitt?
Meðalfjöldi korta í
hverju kjördœmi
Reykjavík 27,7
Reykjanes 29,8
Vesturland 30,7
Vestfirðir 33,6
Norðurland vestra 39,2
Norðurland eystra 34,0
Austurland 31,9
Fimm vinsælustu réttirnir á
aðfangadagskvöld eru
svínahamborgarhryggur,
rjúpur, svínasteik, lambakjöt
og hangikjöt.
Suðurland 33,2
Að meðaltali eru send 30,7 kort
frá hverju heimili.
Tafla II
Fer að jafnaði fram sérstök
jólahreingerning á þínu heim-
ili?
% Fjöldi
Já 74,5% 576
Nei 22,5% 174
Stundum 2,6% 20
Veit ekki 0,4% 3
Tafla III
Hvaða mat borðar þú yfirleitt
á aðfangadagskvöld?
Hamborgarhrygg (svína) 34,0%
Rjúpur 14,6%
Svínasteik 12,5%
Lambakjöt 8,9%
Hangikjöt 7,9%
Ekkert sérstakt 5,8%
Gæs 2,6%
Londonlamb 2,5%
Hamborgarhryggur (lamba) 1,6%
Kalkún 1,6%
Kjúklingar 1,6%
Önd 1,4%
Nautakjöt 0,8%
Annað 4,3%
Löggjafinn á að sjá um
setningu refsiheimilda
— ekki Seðlabankinn
MORGUNBLAÐINU barst í gær
fréttatilkynning frá Seðlabanka
Islands. Þar segir:
„Allt frá því á árinu 1957 hafði
Landsbanki íslands, Seðlabanki,
heimiid til að ákveða vexti við inn-
lánsstofnanir. Bankinn nýtti þá
heimild fyrst á árinu 1960. Með
lögum um Seðlabanka íslands frá
árinu 1961 hafði bankinn rétt til
að ákveða hámark og lágmark
vaxta, sem innlánsstofnanir máttu
reikna af innlánum og útlánum.
Hér var um heimild en ekki skyldu
að ræða. Heimild þessi náði einnig
til að ákveða hámarksvexti sam-
kvæmt lögum nr. 58/1960, um
bann við okri o.fl. Vaxtaákvarðanir
sínar skv. 13. gr. laga nr. 10/1961
birti Seðlabankinn undantekningar-
laust í Lögbirtingablaðinu á þann
hátt, sem þar var kveðið á um.
Frá og með 11. ágúst 1984 varð
stefnubreyting í vaxtamálum að
frumkvæði ríkisstjómar. Bankinn
gaf frá þeim tíma innlánsstofnunum
skilyrta heimild til að ákveða vexti
af tilteknum inn- og útlánum. Þessi
skipan mála hélst til 1. nóvember
sl. er ný lög tóku gildi um Seðla-
bankann. Hin nýju lög Seðlabank-
ans gera ráð fyrir víðtæku frelsi
innlánsstofnana í vaxtamálum og
er sá háttur tekinn upp í beinu
framhaldi af þeim breytingum, sem
urðu hinn 11. ágúst 1984 að frum-
kvæði stjómvalda, og staðfestar
voru fyrst í lögum nr. 86/1985, um
viðskiptabanka, og 87/1985, um
sparisjóði, og endanlega með gildis-
töku laga nr. 36/1986, um Seðla-
banka Islands, hinn 1. nóvember
1986 eins og að framan greinir.
Við ofangreindar breytingar á
árinu 1984 var talið, enda sérstak-
lega tekið fram í vaxtaauglýsingum
bankans, að hámarksvextir í láns-
viðskiptum aðila utan innlánsstofn-
ana, sem miðað er við í lögum nr.
58/1960 um bann við okri o.fl.,
sbr. ákvæði 3. gr. þeirra, séu ,jafn-
háir og almennir útlánsvextir em
hæstir á þeim tíma, sem til skuldar
er stofnað, hjá bönkum og spari-
sjóðum, sbr. 16. gr. laga 63/1957
(nú lög nr. 10/1961, 13. gr.) eða
breytiiegir í samræmi við þá vexti."
Lög 58/1960 gera ekki ráð fyrir,
að greindir vextir séu auglýstir
opinberlega. Seðlabankinn skyldaði
samt sem áður innlánsstofnanir til
að auglýsa á áberandi hátt í af-
greiðslum sínum þá vexti, sem hver
stofnun bauð. Bankamir auglýstu
auk þess vexti við sínar stofnanir
í Lögbirtingablaðinu.
Þrátt fyrir þessa breytingu og
þá erfiðleika, sem af henni leiða við
túlkun hæstu lögleyfðra vaxta skv.
okurlögum, hefur Seðlabankinn,
sérstaklega frá og með 1. janúar
1985 birt ákvarðanir sínar varðandi
þetta atriði reglulega í Lögbirtinga-
blaði, sbr. dóm undirréttar í
umræddu dómsmáli.
Hefur bankinn þannig reynt að
samræma þróun síðari ára til auk-
ins vaxtafrelsis óbreyttum okurlög-
um, sem miðast við ólíkt ástand í
vaxtamálum fyrir 26 ámm. Þetta
misgengi í stefnu Alþingis og
stjómvalda á þessum sviðum hefur
nú leitt til þess, að Hæstiréttur tel-
ur auglýsingar Seðlabankans ekki
nægja sem gmndvöll refsiábyrgðar
í umræddu dómsmáli. Bent skal á
það hér, að verulegur munur er á
grundvallarreglu laga um lög-
bundnar refsiheimildir, sem stað-
fest er í rnannréttindasáttmálum
þeim, sem ísland er aðili að, og svo
þeim stjómarfarslegu heimildum og
skyldum, sem bankanum em ætlað-
ar samkvæmt lögum. Hvergi er að
því vikið í dómi Hæstaréttar, að
bankinn hafí vanrækt skyldur sínar
samkvæmt lögum.
Seðlabankinn hafði ótvíræða
heimild en ekki skyldu til ákvörðun-
ar hámarksvaxta samkvæmt þeim
Seðlabankalögum, sem í gildi vom
á þeim tíma. Það er hlutverk lög-
gjafans en ekki Seðlabankans að
tryggja það, að refsiheimildir séu
jafnan í samræmi við þá stjóm-
sýslulöggjöf, sem bankanum er
ætlað að starfa eftir. Seðlabankinn
hafði raunar ástæðu til að ætla, að
3. gr., sbr. 2. mgr. 6. gr. okurlaga,
mundi nægja sem refsiheimild, og
var í fullkomlega góðri trú í starfí
sínu lögum samkvæmt, þótt niður-
staða Hæstaréttar yrði sú að gera
meiri kröfur um skýrleika refsi-
heimilda en ætla mátti að þyrfti
eftir 3. gr. okurlaga.
Dómur Hæstaréttar leiðir í ljós
verulega réttaróvissu við beitingu
okurlaga samhliða hinni nýju
bankalöggjöf, sem miðast við gjör-
breyttar forsendur. Er af þeim
ástæðum fyllilega tímabært að
móta heilstæða löggjöf um vaxta-
mál og refsiheimildir til samræmis
við réttarþróun síðari ára og eyða
þar með umræddri réttaróvissu.
GENGIS-
SKRANING
Nr. 244 - 23. desember 1986
Kr. Kr. Toll-
Eín.Kl.09.15 Kaup Sala gengi
Doiiari 40,610 40,730 40,520
SLpund 57,879 58,050 58,173
Kan.dollari 29,506 29,593 29,272
Dönsk kr. 5,4147 5,4307 5,4225
Norsk kr. 5,3978 5,4137 5,3937
Sænskkr. 5,8915 5,9089 5,8891
Fi.mark 8,3354 8,3600 8,2914
Fr.franki 6,2443 6,2628 6,2492
Beig. franki 0,9848 0,9878 0,9846
Sv.franki 24,4344 24,5066 24,5799
Holi.gyllini 18,1254 18,1790 18,1135
V-þ. mark 20,4891 20,54% 20,4750
Ítlira 0,02954 0,02962 0,02953
Austurr. sch. 2,9101 2,9187 2,9078
Port. escudo 0,2739 0,2747 0,2747
Sp.peseti 0,3030 0,3039 0,3028
Jap.yen 0,24956 0,25030 0,25005
Irsktpund 55,709 55,873 55,674
SDR(Sérst.) 49,1443 49,2892 48,9733
ECU,Evrtpum.42,63643 42,7624 42,6007
Belg.franki 0,9740 0,9769