Morgunblaðið - 24.12.1986, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 24.12.1986, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986 Eins og sjá má eru þrengslin orðin mikil í gömlu versluninni. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Grindavík: Kaupfélagið byggir 870 fm verslunarhus Grindavík. STJÓRN Kaupfélags Suðurnesja hefur ákveðið að byggja 870 fermetra verslunarhús undir starfsemi sína í Grindavík á næsta ári. Nýja verslunin á að rísa ofan við Félagsheimilið Festi og verður að stærstum hluta ætluð undir matvöru, hrein- lætisvöru og búsáhöld en einnig verður gott lými fyrir byggingarvörudeildina og lagera. Stefnt er að verslunin verði fokheld næsta sumar en áætlað er að taka hana i notkun í byijun næsta vetrar. Gamla verslunin er 280 fm og orðin allt of lítil. Áður var jám- og byggingavörudeildin í sama húsnæði og var þá mjög þröngt um matvöruna. Fyrir fimm árum flutti byggingavörudeildin í 115 fm timburhús sem reist var til bráðabirgða fyrir þann hluta verslunarinnar en allur lager hefur verið í Keflavík nú í seinni tíð. Að sögn Gunnars Sveinssonar kaupfélagsstjóra hefur bæjarfógetaembættinu í Grindavík verið boðið að kaupa húsnæði gömlu verslunarinnar undir sína starfsemi i Grindavík. Kr.Ben. Byggingavörudeild Kaupfélags Suðumesja hefur verið f þessu bráðabirgðahúsnæði f 5 ár. Matvöruverslun Kaupfélags Suðumesja sem orðin er alltof UtU. Skákþrautir Skák Margeir Pétursson Ef einhveijir verða í vandræð- um með að drepa tímann yfir þá löngu jólahelgi sem framundan er eru hér sex skákdæmi fyrir lesendur til að spreyta sig á. Að venju birtast lausnimar í Morgun- blaðinu milli jóla og nýárs. Þrautimar em allar hæfílega þungar, flestir ættu að geta leyst þær, en tíminn sem það tekur fer auðvitað eftir því hversu vanir menn em að kljást við skákþraut- ir. Um þessi dæmi er það að segja að fyrsta dæmið er óvenjulegt að því leyti að það kom upp í tefldri skák. Hvítu frípeðin em komin það langt að svartur virðist góður að sleppa með jafntefli, en samt sem áður tókst honum að þvinga fram vinning. Dæmi nr. 2 er tekið úr júgó- slavnesku alfræðibókinni um peðsendatöfl. Hvíti kóngurinn er ansi langt frá kóngsvængnum þar sem hans er þó brýn þörf. Dæmi nr. 3 og 4 em svokölluð tvíleiksdæmi þar sem hvítur á að leika, og eftir svar svarts verður hann að máta. Þetta virðist ekki flókið, en það tekur tíma að úti- loka alla möguleika. Dæmi nr. 5 og 6 eru bráð- skemmtileg endatöfl. í þeim báðum er hvítur liði undir en lum- ar á stórhættulegum frípeðum. Það sem hann þarf að gera er að afvegaleiða menn svarts þannig að honum takist ekki að koma í veg fyrir að frípeðin komist upp í borð og verði að manni. Það er rétt að minna á að í öllum skák- dæmum nægir ekki bara að komast á sporið, lausn dæmisins byggist á því að fínna vinning gegn beztu vöm svarts. Eg óska lesendum gleðilegra jóla og góðrar skemmtunar. 3. Höf. H. Ahues 1985. 6. Höf. F. Bondarenko og A.P. Hvítur mátar í öðrum leik. Kuznetsov 1967. Hvítur leikur og vinnur. 1. Milenkovic — Stankovic, 4. Höf. F. Fleck 1984. Júgóslavíu 1970. Hvítur mátar í öðrum leik. Svartur leikur og vinnur. 2. Höf. Dawson 1924. Hvítur leikur og heldur jafn- tefli. 5. Höf. L. Prokosh 1949. Hvítur leikur og vinnur. DANSK JULEGUDSTJÆNESTE i Domkirken den anden juledag kl. 17.00. DÖNSKJÓLAGUÐSÞJÓNUSTA i Dómkirkjunni annan í jólum kl. 17.00. De danske foreninger.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.