Morgunblaðið - 24.12.1986, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986
51
Berglind Bjarna-
dóttir - Kveðja
Linda er farin úr þessum heimi
til hins næsta. Þar gegnir hún mikil-
vægu hlutverki hjá Guði. Linda er
nú í heimi þar sem ást og friður
ríkjar. í paradís líður henni vel og
þar er hún laus við þjáningar, verki
og sjúkdóm.
Lindu mágkonu mína og kærustu
vinkonu hef ég nú misst. Sorgin er
stór því tapið er mikið. Hún var
stórkostleg kona og hjá henni
kynntist ég hlýju, ást og þeim eigin-
leika hennar að hugsa alltaf um
aðra fyrst. Ég hef lært mikið og
ég er Lindu óendanlega þakklát.
Blessuð sé minning hennar.
„Hin órannsakanlega guðlega
viska er að baki svo hjartaskerandi
atburðum. Það er líkt og góður
garðyrkjumaður flytji ferska og
meyra jurt af þröngum stað á við-
áttumikið svæði. Þessi umplöntun
veldur ekki visnun, hjöðnun eða
eyðingu jurtarinnar, heldur verður
hún öllu fremur til þess að hún vex
og dafgnar, öðlast ferskleik og ynd-
isþokka, nær grósku og ber ávexti.
Þessi huldi leyndardómur er garð-
yrkjumanninum vel kunnur, en þær
sálir, sem ekki er kunnugt um þetta
örlæti, telja að garðyrkjumaðurinn
hafí í reiði sinni og gremju slitið
upp jurtina. En þeim, sem vita, er
þessi hulda staðreynd augljós og á
þessa forákvarðaða ráðstöfun líta
þeir sem hylli.“ (Úr Baha’í ritunum)
Halldór S. Björns-
son - In memoriam
Fæddur 24. apríl 1919
Dáinn 10. desember 1986
en orðstírr
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Það er ætlun mín að kveðja með
þessum orðum vin minn, Halldór
Sigurbjöm Bjömsson, eða Dóra eins
og hann var nefndur.
Ég ætla ekki að rekja æviferil
hans, aðeins líta sem snöggvast á
þá minningu sem skilin er eftir,
svipinn sem séður er hugarsjónum.
Sem einkunnarorð hefí ég valið al-
þekktar línur úr Hávamálum. Megi
sú birta sem skín úr þeim orðum
fylgja honum yfír þá vík er skilur
að vini. Ég vil kalla þau hlutskipti
hans, það sem lifír bæði þessa heims
og annars, því engin önnur veit ég
betur segja hans sögu. Þá má kalla
gæfumenn sem enginn man nema
af góðu. Slíkur maður var Dóri,
hann vildi jafnan öllum vel.
Dóri var maður ókvæntur og
bamlaus alla ævi. En hann eignað-
ist vini, fáa að vísu nána, til þess
var hann of dulur. Hann hleypti
mönnum sjaldnast of nærri en allir
sem hann þekktu áttu hann að,
hálpsemi og greiðvikni hans náði
að því er virtist til allra er hann
umgekkst. Þar var ekki gerður
mannamunur. En erfítt átti hann
með að þola ósannsögli, sjálfur var
hann of heill maður til að skilja þá
sem létu velta á tveim og tíu. Hann
var hreinn og beinn, heimur hans
var skýr og óbrotinn.
Bautasteina sína hefur hann
sjálfur reist, óafmáanlegir standa
þeir í brjóstum okkar sem eftir lif-
um, þeir safna ekki grasi meðan
minningin um góðan dreng er enn
nokkurs verð hér í heimi.
Þorsteinn Kári Bjarnason
Kveðjuorð:
Sæmunda Þorvalds-
dóttir Stykkishólmi
Fædd 16. júlí 1926
Dáin 25. nóvember 1986
Mér kenndi móðir
mitt að geyma
hjarta trútt
þó heimur brygðist
Þaðan er mér kominn
kraftur vináttu
ástin ótrauða
sem aldrei deyr.
B. Gröndal.
Þessi orð komu mér í huga þegar
frænka mín Sæmunda Þorvalds-
dóttir lést um aldur fram í seinasta
mánuði. Sannast að segja átti ég
ekki von á svona skjótum umskipt-
um. En það sannast alltaf betur og
betur að dauðinn gerir ekki boð á
undan sér.
Hún hafði áður orðið fyrir því
að missa son sinn Böðvar í blóma
lífsins og man ég svo vel hversu
hún tók þeim sára missi. Ég kom
til hennar í þeirri raun. Og orðin
hennar gleymast mér ekki. Hún
mælti eitthvað á þessa leið: Dauðinn
er ekki það versta en þetta kemur
svo óvænt. Þetta hefir síðan búið í
huga mér og lýsir Sæmundu betur
en ýmislegt annað.
Sæmunda var alltaf glöð hvar
sem hún fór og léttlyndi hennar
muna allir sem umgengust hana.
Það varð henni það ljós á vegi lífsins
að henni var léttara að taka mót-
læti. Enda þurfti hún oft á því að
halda. En hamingja hennar var
mikil. Það sýndi heimilið hennar.
Hún verður mér jafnan minnisstæð.
Vinátta okkar var alltaf sterk.
Síðasta sumar vorum við saman þau
hjónin Páll og hún og við Kristinn.
Vorum í sumarbúðum á Snæfells-
nesi. Sú vika verður mér ógleyman-
leg. Hún Sæma skilur eftir sig
hugljúfar minningar og guði séu
þakkir fyrir að við fengum að njóta
samfylgdar hennar.
Þóra Signrðardóttir
Megi Guð styrkja eiginmann
hennar, foreldra og systkini.
Christel Bech.
LASER PC:
„Bókin um
MS-DOS”
fylgir með
---TM
If XT
640 kb minni, 2 drif, rað- og samhliða-
tengi, klukka, 4.77 og 8 mhz hraði, ,,at“
takkaborð, skjákort, 8 kortaraufar.
640x200 kort og grænn skjár.
Kr. 39.500
LASER PC:
Sama og að ofan en með 20 mb hörðum diski
og 1 drifi, 640x200 korti og grænum skjá.
Kr.64.500
LASER PC:
Sértilboð meðan birgðir endast: 512 kb minni,
rað- og samhliðatengi, 4.77 og 8 mh/. hraði, „at“
takkaborð, 8 kortaraufar, 640x200 punkta skjákort,
með grænum skjá.
Kr.37.500
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suöurlandsbraut 16 Simi 9135200
^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA