Morgunblaðið - 09.01.1987, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987
3
Lottómiðar fyr-
ir 45 milljónir
„ÞÁTTTAKAN í Lottóinu hefur verið framar öllum von-
um,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri
íslenskrar getspár.
Vilhjálmur sagði að lottómiðar
fyrir tæpar 44 milljónir hefðu selst
á síðasta ári, þegar leiknar voru
fimm umferðir. Þar að auki hefðu
verið seldir miðar sem gilda fleiri
vikur fram í tímann fyrir rúmlega
eina milljón króna. „Þeir sem kaupa
slíka miða eru gjarnan sjómenn eða
ferðalangar sem eru fjarri heimili
sínu í lengri tíma,“ sagði Vilhjálm-
ur. „Af sölunni fer 40% í vinninga
og við greiddum á síðasta ári nærri
átján milljónir til vinningshafa."
Á næstunni verður bætt við fleiri
sölustöðum á landsbyggðinni og
sagðist Vilhjálmur búast við að þá
yrði þátttakan enn meiri. Um og
eftir næstu helgi verður tíu sölu-
stöðum bætt við, fímm á Snæfells-
nesi, og einum á Hellu, Hvolsvelli,
Vík, Kirkjubæjarklaustri og Höfn.
Þá verða fljótlega settar upp tvær
lottótölvur á Húsavík. „Þegar þessi
viðbót er komin verða sölustaðir
alls um 140, þar af 50-60 utan
höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Vil-
hjálmur. „Þá ætlum við að kanna
hvort grundvöllur er fyrir enn frek-
ari fjölgun sölustaða."
í síðustu leikviku voru 81 þúsund
lottómiðar afgreiddir og sagðist
Vilhjálmur halda að yfirleitt notaði
hver þátttakandi ekki marga seðla.
„Við reiknum með að milli fímmtíu
og sextíu þúsund manns hafi keypt
þessa 81 þúsund seðla og höfum
ekki heyrt talað um að einstakling-
ar noti háar upphæðir til kaupanna.
Hæsta talan sem ég hef heyrt eru
6300 krónur fyrir tíu talna kerfis-
seðil með jafngildi 252 raða.“
Síldarverksmiðjan á
Skagaströnd:
ÖjTZDÍ
Sluppu naum-
lega úr brenn-
andi bíl
Vogum, Vatnsleysuströnd.
ÞRJÚ ungmenni sluppu naum-
lega úr bíl, sem eldur kom upp í
í Vogum í vikunni.
Ungmennin fundu brunalykt og
þegar farið var að athuga hvaðan
lyktin kom sást reykur aftan í
bílnum. Þá var bíllinn stöðvaður og
fóru ungmennin út úr honum. Pilt-
amir opnuðu skottlok bílsins og sáu
þá eld undir aftursætinu.Er þeir
ætluðu að lyfta aftursætinu bloss-
aði upp mikill eldur og varð bíllinn
alelda á svipstundu.
Ejrjólfur
Kolahræra
blandaðist
p* i • •••!•
fiskimjoli
TILRAUNIR með að nota
kolahræru í stað olíu, sem
eldsneyti til þurrkunar i
síldarmjölsverksmiðjum,
voru gerðar á Skagaströnd
síðastliðið sumar, en mistók-
ust vegna þess að kolaryk
blandaðist síldarmjölinu.
Kolahræra þessi er búin til úr
mjög fínt möluðum kolum sem
blönduð eru með vatni að tæpum
þriðja hluta, þannig að úr verður
hægfljótandi efni sem hægt er að
dæla eins og svartolíu. Kolahræra
hefur verið notuð erlendis meðal
annars við malbikunarþurrkun.
Hugmyndir um að reyna kola-
hræru í síldarmjölsverksmiðjum
vöknuðu á tímum háa olíuverðs-
ins, að sögn Jóns Reynis Magnús-
sonar forstjóra Síldarverksmiðja
ríkisins, en tilraunir voru gerðar
í sumar í verksmiðjunni á Skaga-
strönd.
Jón sagði að kolin hefðu síðan
ekki brunnið nægjanlega vel í eld-
hólfi og því barst kolaryk með
upphituðu lofti inn í þurrkara og
blandaðist þar við sfldarmjölið.
Jón sagði það ljóst að ef kolahrær-
an ætti að koma að einhverju
gagni þyrfti að breyta þurrkurun-
um verulega og þar sem olíuverð
hafði lækkað þegar þetta varð
ljóst, hefði hugmyndin verið lögð
á hilluna.
Gert við Skógar-
foss í Gautaborg-
SKÓGARFOSS var losaður í
Gautaborg í gær og verður tek-
inn í slipp þar í dag.
Skipið steytti á skeijum í Osló-
fírði, göt og dældir komu á botninr.
og er gert ráð fyrir að viðgerð verði
lokið 20. janúar.
Kynningarþjónustan