Morgunblaðið - 09.01.1987, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.01.1987, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987 Itakt Landinn á það til að taka mið af milljónaþjóðunum. Þannig dug- ar ekki minna en granít utaná bankabyggingamar og innvolsið skal skreytt kjörviði svo dæmi sé tekið. Nú, og þegar sjónvarpsstöðvar eykrílisins vilja efna til veislu í sjón- varpssal dugir ekki minna en heimsfræg útlend stórhljómsveit. Þó koma nú þeir dagar er landinn sníður sér stakk eftir vexti. Þannig var þátturinn í takt við tímann er barst okkur í beinni útsendingu í fyrradag mjög við hæfi lítillar sjónvarpsstöðv- ar í litlu landi. Þátturinn var í umsjón þeirra Elísabetar Sveinsdóttur, Jóns Hákonar Magnússonar og Karítasar Gunnarsdóttur og fór upptakan fram í hinni glæsilegu Menningarmiðstöð í Breiðholti. Fyrst var Menningar- miðstöðin kynnt lítillega, þá söng kór aldraðra borgara ljúfa söngva, rætt var við skipverja er bjargaðist af Suðurlandinu og einnig við brúðu- leikhússtjóra og nokkrar ungar konur á fljúgandi ferð á framabraut stjómmálanna bmgðu á leik með brúðumar við almennan fögnuð við- staddra og loks var dregið í ræðu- keppni framhaldsskólanna. Sjónvarpsáhorfendur geta borið vitni um að í fyrrgreindri dagskrá var ekki kveikt í púðurkörlum eða -kerlingum en var ekki nóg að gert? Persónulega fannst mér notalegt að horfa á þennan hógværa þátt er kynnti lítillega eina af menningar- stofnunum höfuðborgarinnar og færði okkur nær því fólki er mætti fyrir framan sjónvarpsvélamar. I fáum orðum sagt var þátturinn mjög við hæfi íslenskra áhorfenda þótt hann nálgaðist máski ekki hina ábúð- armiklu sjónvarpsþætti stórþjóðanna en sinn er siður í hveiju landi. Flugmálastjórn Flugmálastjóm varð 40 ára á ný- liðnu ári og lét af því tilefni gera mynd um starfsemina er sýnd var i ríkissjónvarpinu síðastliðinn mið- vikudag. Rafn Jónsson stýrði myndinni. Þessi heimildarmynd var að mínu mati ágætlega úr garði gerð. Handritið skilmerkilegt og flestum sviðum íslenskrar flugmálastjómar gerð skil ekki aðeins í hreyfimyndum heldur var stuðst við prýðileg kort og línurit er skýrðu textann enn frek- ar. Þessi mynd sannfærði undirritað- an um að fátt jafnast á við vel gerðar heimildarmyndir er skoða skal og skýra ákveðinn hlekk mannlífskeðj- unnar. Þannig hafði undirritaður ekki hugmynd um hversu víðfemt íslenska flugstjómarsvæðið er í raun né hversu naumt er skammtað til flugvalla landsins og hefði raunar mátt heimsækja fleiri fiugvelli út um hinar dreifðu byggðir, velli er vart uppfylla lágmarkskröfur um öryggi. Hér hvarflar hugurinn til skipveijans af Suðurlandinu er ég minntist á hér fyrr í grein en sá ágæti maður hélt því fram að skýrari reglur yrði að setja um björgunarflug NATO- manna á Keflavíkurflugvelli, að öðmm kosti yrði björgunarflugið al- farið fært í hendur íslendinga. Hvemig stendur annars á því að fjármagninu er dreift svo víða á flug- ræmur lands vors í stað þess að festa kaup á öflugum þyrlum er gætu tengt hinar dreifðu byggðir við meginflugvelli landsins en slík tæki gætu einnig stóraukið slysa- vamir við land vort? Ég ef áður hreyft þessari hugmynd hér í blaðinu en ekki hefir heyrst í yfirmönnum flugmálastjómar, gæti hugsast að flugáhugamennimir hjá flugmála- stjóm geti ekki hugsað sér að leggja til hliðar flugræmumar er auka að sjálfsögðu athafnasvið rellnanna? En nú verður ekki lengur þagað: Hin hörmulegu sjóslys er dundu hér yfir á jólunum færðu okkur heim sanninn um brýna nauðsyn þess að hér séu til staðar í hveijum landsfjórðungi öflugar mannflutningaþyrlur. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Ann Todd í málinu". .Paradine- RÚV Sjónvarp: Paradine-málið ■i Á dagskrá Sjón- 30 varpsins í kvöld —— verður Hitch- cock-myndin „Paradine- málið frá árinu 1948. Myndin greinir frá Lundúnalögfræðingi einum (Gregory Peck), sem tekur að sér málsvörn fyrir konu nokkra (Alida Valli). Sú er ákærð fyrir að hafa myrt eiginmann sinn, en lög- fræðingurinn sannfærist um sakleysi hennar og hyggst veija hana með kjafti og klóm. Ekki spillir fyrir að hann tekur að missa áhuga á eiginkonu sinni (Ann Todd), en hrífst þess í stað af skjólstæðingi sínum. Helsta vitnið gegn konunni er einkaþjónn hins látna eiginmanns, en að sögn kvikmyndahandbókarinnar er leikur hans, sem flestra annarra með þeim hætti að áhorfendum er næsta sama um örlög ekkjunnar og annarra söguhetja myndarinnar. Helst mun gaman að fylgjast með frammistöðu Charles Laughton í hlutverki dóm- arans, en af einhveijum ástæðum fer leikur ann- arra fyrir ofan garð og neðan. Kvikmyndahandbókin segir þessa mynd þá slök- ustu sem Hitchcock gerði, að allrafyrstu talmyndum hans undanskyldum. 69. Tónlistarkrossgátan ■■■■ Tónlistarkrossgáta Jóns Gröndals verður á •| pTOO dagskrá Rásar tvö, næstkomandi sunnudag. A Lausnir ber að senda til Ríkisútvarpsins merkt tónlistarkrossgátunni, Efstaleiti 1, 108 Reykjavík. ÚTVARP FÖSTUDAGUR 9. janúar 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. — Jón Baldvin Halldórsson, Sturla Sigurjónsson og Guömund- ur Benediktsson. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 7.20 Daglegt mál. Erlingur Sigurðarson flytur þáttinn. (Frá Akureyri.) 9.00 Fréttir. 9.03Morgunstund barnanna: „Hanna Dóra" eftir Stefán Jónsson. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir les (5). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.35 Lesið úrforustugreinum dagblaðanna. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. 10.30 Sögusteinn. Umsjón: Haraldur Ingi Haraldsson. (Frá Akureyri.) 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Sigurður Einarsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Menningarvitarnir" eftir Fritz Leiter. Þorsteinn Ant- onsson les þýðingu sína (6). 14.30 Nýtt undir nálinni. Elín Kristinsdóttir kynnir lög af nýjum hljómplötum. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Lesið úr forustugreinum landsmála- blaða. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Stjórnendur: Kristin Helga- dóttir og Vernharður Linnet. 17.00 Fréttir. 17.03 Síödegistónleikar. „La Carillon", balletttónlist eftir Jules Massenet. „Nati- onar-fílharmóníuhljóm- sveitin leikur; Richard Bonynge stjórnar. 17.40 Torgið — Menningar- mál. Umsjón: Óðinn Jóns- son. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Erl- ingur Sigurðarson flytur. (Frá Akureyri.) Tónleikar. 20.00 Lög unga fólksins. Val- týr Björn Valtýsson flytur. 20.40 Kvöldvaka. a. Ljóðarabb. Sveinn Skorri Höskuldsson flytur. b. Úr Mímisbrunni. Þáttur íslenskunema við Háskóla íslands. Rithöfundurinn Kristín Sigfúsdóttir. Umsjón: Ragnhildur Richter. Lesari: Soffía Auður Birgisdóttir. c. Annáll ársins 1886. Sig- uröur Kristinsson tekur saman þátt úr dagbókum Sæbjarnar Egilssonar á Hrafnkelsstööum í Fljótsdal. 21.30 Sígild dægurlög. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. SJÓNVARP Tf FÖSTUDAGUR 9. janúar 18.00 Litlu prúðuleikararnir (Muppet Babies.) 24. þáttur. Teiknimyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 18.25 Stundin okkar. Endursýndur þáttur frá 4. janúar. 18.50 Skjáauglýsingarogdag- skrá 19.00 Á döfinni 19.10 ( deiglunni Stutt mynd um Helga Gísla- son myndhöggvara og list hans. Helgi hlaut nýlega verðlaun fyrir tillögu sína að listaverki við nýja útvarps- húsið við Efstaleiti. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Spítalalíf (M*A*S*H). Fjórtándi þáttur. Bandarískur gamanmynda- flokkur sem gerist á neyöar- sjúkrastöð bandaríska hersins í Kóreustríöinu. Að- alhlutverk: Alan Alda. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar 20.35 (þróttir. 21.10 Rokkarnir geta ekki þagnaö — Annáll ársins 1986. Stjórn upptöku: Björn Emilsson. 21.50 Sá gamli (Der Alte) — 29. þáttur. Þýskur sakamálamynda- flokkur. Aöalhlutverk Sieg- fried Lowitz. Þýðandi Þórhallur Eyþórsson. 22.50 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Helgi E. Helgason. 23.25 Seinni fréttir 23.30 Paradine-máliö (The Paradine - Case). Bandarísk bíómynd frá árinu 1948. Leikstjóri Alfred Hitchcock. Aðalhlutverk Gregory Peck, Ann Todd og Charles Laughton. Sak- borningur í morðmáli er ung kona sem verjandinn í mál- inu verður ástfanginn af. Honum er því venju fremur mikið í mun að fá skjólstæð- ing sinn sýknaðan af ákærunni. Þýðandi Stefán Jökulsson. 00.35 Dagskrárlok STÖD7VÖ FOSTUDAGUR 9. janúar 17.00 Myndrokk. Bandariski vinsældalistinn. Stjórnandi er Simon Potter. 18.00 Teiknimynd. Gúmmi- birnirnir (Gummi Bears.) 18.30 Einfarinn (Travelling Man). Enn ratar Lomax f vandræði. 19.30 Fréttir. 19.55 Um viða veröld Fréttaskýringaþáttur í um- sjón Þóris Guðmundssonar. 20.15 Einstök vinátta (Special Friendship.) Ný bandarísk sjónvarpskvik- mynd með Tracy Bollan og Akosua Busia í aðalhlut- verkum. Mynd, byggð á sannsögu- legum atburðum sem gerist í borgarastyrjöldinni í Bandaríkjunum. 22.10 Þrumufuglinn II (Airwolf II.) Bandarisk kvikmynd með Jan Michael Vincent, Ernest Borgnine og Alex Cord í aðalhlutverkum. Hawk er sendur til Zimbave á Þrumufuglinum. Sovéskir njósnarar beita síðan öllum brögðum til þess að ná Þrumufuglinum. 23.45 Benny Hill. Breskur skemmtiþáttur. 00.10 Stjörnuvíg III (Star Trek III.) Bandarísk kvikmynd með William Shatner og Deforest Kelley í aðalhlutverkum. Myndin gerist á 23. öldinni. Plánetan Genesis hefur orð- ið til, en hún kostaöi mikið, líf kafteins Spock. Saavik liðsforingi og Davis læknir fara I rannsóknarleiðangur og komast að því að plánet- an hefur þróast á mjög óvenjulegan hátt.' 01.50 Myndrokk. Gestir, við- töl, tíska, tónlist og fleira. Stjórnandi er Amanda. 04.00 Dagskrárlok. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Vísnakvöld. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson sér um þáttinn. 24.00 Fréttir. 00.10 Næturstund í dúr og moll með Knúti R. Magnús- syni. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 03.00. FÖSTUDAGUR 9. janúar 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meöal efnis: Spjall við hlust- endur á landsbyggðinni, vinsældalistagetraun o.fl. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Gunnlaugs Sigfús- sonar. 13.00 Bót í máli. Margrét Blöndal les bréf frá hlust- endum og kynnir óskalög þeirra. 15.00 Sprettur. Þorsteinn G. Gunnarsson kynnir tónlist FÖSTUDAGUR 9. janúar 07.00—09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Siguröur lítur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Föstu- dagspoppiö allsráðandi, bein lína til hlustenda, af- mæliskveöjur, kveðjur til brúðhjóna og matarupp- skriftir. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Haröar- dóttur. Fréttapakkinn, Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með því sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla við fólk. Flóa- markaðurinn er á dagskrá eftir kl. 13.00. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00-16.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spil- ar síðdegispoppið og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl: 15.00, 16.00 og 17.00. úr ýmsum áttum og kannar hvað er á seyði um helgina. 17.00 Fjör á föstudegi með Bjarna Degi Jónssyni. 18.00 Hlé. 20.00 Kvöldvaktin - Andrea Jónsdóttir. 23.00 Á næturvakt með Vigni Sveinssyni og Þorgeiri Ást- valdssyni. 03.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 18.00-19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Föstudagsrabb. Inga Eydal rabbar við hlustendur og les kveðjur frá þeim, leikur létta tónlist og greinir frá helstu viðburðum helgarinnar. 17.00—19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík síðdegis. Hallgrímur leikur þægilega tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—22.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson. Þorsteinn leikur tónlist úr ýmsum áttum og kannar hvað næturlífið hefur upp á að bjóða. 22.00-03.00 Jón Axel Ólafs- son. Þessi sihressi nátt- hrafn Bylgjunnar heldur uppi helgarstuðinu með hressri tónlist. 03.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Haraldur Gísla- son leikur tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem fara snemma á fætur. AIFA KrlstUeg ntrarpsstM. FM 102,9 FÖSTUDAGUR 9. janúar 13.00—16.00 Hitt og þetta i umsjón John Hansen. 24.00—03.00 Næturhrafnarn- ir. Blönduö tónlist í umsjón þeirra Hafsteins Guð- mundssonar og John Hansen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.