Morgunblaðið - 09.01.1987, Page 17

Morgunblaðið - 09.01.1987, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987 þáttur höfðar einmitt til þess að þeir allra nánustu geti einir tekið þátt í sorginni og þeir einir séu líka þess umkomnir að veita von. Allt annað verði síður raunverulegt. Erfi. Það er í hugum flestra gamall og góður siður að drekka erfí hins látna. í því efni er oft unnt að styðjast við óskir hins burt- kallaða og er það að sjálfsögðu best en oft verða vandamenn að skera úr hvaða leið skuli farin. Erfí er síðast atriða í minningargerð hins framliðna sem bundin er and- látinu. í þessu efni má hugsa sér þijár leiðir: a. að hafa enga erfísdrykkju b. að bjóða öllum kirkjugestum c. að bjóða nánasta skylduliði og vinum. A. Vísast er það naumast til að ekki sé drukkið erfí látins manns en verið getur að það sé aðeins heimilisfólk hins látna eða fólk sem sést daglega sem kemur saman að lokinni jarðarför. Þar sem hér er ekki um neitt beint boð að ræða verður erfisdrykkjan með allt öðru sniði en sá skilningur sem venjulega er lagður í orðið. Á sorgarstundum má vel vera að hinum nánustu falli best að hafa sem hljóðast og síst skal reynt að hafa áhrif á einhvem í þessum efnum því að hugur og vilji hvers og eins verður ávallt besta leiðarljósið. B. Stundum er farin sú leiðin að bjóða öllum kirkjugestum til erfís, e.t.v. 200—300 manns. Má þá gera ráð fyrir að boðið þiggi 60% eða um 150 manns. Að margra dómi verður erfís- drykkja með þessu móti tæpast nógu sterklega bundin minningu hins látna. Henni verður drepið á dreif eins og oftast er um flest málefni í fjölmenni. Menn sem sam- an koma og aldrei hafa sést né talast við fínna vart til skyldleika sorgar á sama hátt og þeir sem kunnugir eru. Tal manna í fjöl- mennum erfísdrykkjum kann að verða með öðrum hætti en á meðal nánustu skyldmenna ef fámenni er til staðar. I heild verður hér frekar um svipmót samkomu að ræða enn þakkar- og minningarathafnar sem ætti þó að vera grunntónninn í erfís- drykkju. Heyrt hef ég menn taka svo til orða að erfísdrykkja af þessu tagi jaðri fremur við fordild en sorg- arspor. C. Þá má hugsa sér þann hátt erfísdrykkju þar sem aðeins koma saman nánustu skyldmenni og venslamenn, e.t.v. 20—40 manns. Ætla má að þessi hópurinn sé að öðru jöfnu samhentari en ef um margmenni væri að ræða. Þetta fólk á sameiginlegar minningar og vill væntanlega geta sýnt hinum látna virðingarvott með líku hugar- þeli og allir aðrir sem viðstaddir eru. Þessi hópur tekur annað efni til umræðu og flytur mál sitt öðru- vísi en ef fleiri væru þar sem margir jafnvel ekki þekkjast. T.d. geta ein- hver atvik úr lífí hins látna verið kærkomin í minningunni og þá sett fram í heyranda hljóði þótt slík minningarkorn séu ekki til frásagn- ar í fjölmenni. Nú kann það að vera að hinn látni hafí látið eftir sig einhver verk í ljóði, tónlist eða riti. Þá er auðvit- að kjörið að tengja minningu hans þessum verkum. Önnur verk eða atvik, sem nánir starfsmenn minnast eru jafnvel ekki síður fallin til að verða sem steinn í minnisvarð- anum. Ef til vill eru einhver orð til á segulbandi sem vel sæmir minn- ingunni og öllum þykir hróður að. Aðalatriðið er að þær aðstæður skapist að allir sem saman eru komnir beri einn hug og vilji leggja eitthvað af mörkum til að halda minningu hins látna á loft. Það verður að öðru jöfnu auðveldara að verða þátttakandi í huggun og veita um leið styrk á svona stundum í fámenni en fjölmenni. Höfundur er skólastjóri í Vörðu- skólanum. 17 Jólakílóin Vorum að fá aftur geysivinsælu FJÖLSKYLDUTRIMMTÆKIN BUHT MEO AUKAKÍLÓ - ÆFIÐ 5 MlN. A DAG Póstverslunin Príma Trönuhrauni 2 2h. Pósthólf 63 222 Hafnarfirði._________ Pöntunarsími: 91-651414 91-651414 AUa daga frá kl. 9-22. Gódandagirm! : veruleikinn ljúfan draum i p á kr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 216 á kr. 100.000; 71 á kr. 10.000; 122.202 á kr. 5.000; 234 aukavinningar á kr. 20.000. |r á kr. 907.200.000. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Vœnlegast til vinnings ARGUS/SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.