Morgunblaðið - 09.01.1987, Síða 20

Morgunblaðið - 09.01.1987, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987 Úkraína: Yfirmaður í KGB svarar til saka Moskvu, AP. VIKTOR Chebrikov, yfirmaður sovésku leyniþjónustunnar (KGB), tilkynnti í gær að yfir- maður KGB í héraðinu Voros- hilovgrad í Úkraínu hefði verið rekinn fyrir að handtaka blaða- mann á fölskum forsendum. Tilkynning þessi birtist á forsíðu Prövdu, málgagns sovéska kom- múnistaflokksins. í blaðinu sagði að maður, sem heitir A. Dichenko, hefði verið rek- inn og einnig hefði Stepan Mukha, yfírmanni KGB í Úkraníu, verið fyrirskipað að refsa öðrum starfs- mönnum KGB fyrir agabrot. KGB hefur hingað til ekki þurft að standa almenningi reikningsskil gerða sinna. Yfírleitt er ekki greint frá breytingum innan leyniþjón- ustunnar nema æðstu yfirmenn eigi í hlut. Þess finnast ekki fordæmi að starfsmenn KGB hafí verið for- dæmdur í sovéskum ijölmiðlum fyrir að misnota vald sitt eða btjóta lög. I greininni í Prövdu var einnig viðurkennt að embættismenn KGB gripu oft til þess að brjóta lögin til að refsa mönnum, sem berjast gegn embættismannakerfinu. Sagði að blaðamaðurinn, Viktor Berkhin, hefði skrifað greinar í dagblaðið Sovietsky Shakhtyor (Sovéski námamaðurinn), þar sem hann gagnrýndi vinnubrögð embættis- manna í Voroshilovgrad. Banatilræðið við Camille Chamoun: Krístínsamtök segjast ábyrg ^ Beirút, AP, Reuter. AÐUR óþekkt samtök kristinna manna kváðust í gær bera ábyrgð á banatilræðinu við Cam- ille Chamoun, fyrrum forsætis- ráðherra. Chamoun, sem sjálfur er kristinn, slapp lítt meiddur. í tilkynningu frá hópi, sem kenn- ir sig við Bashir heitinn Gemayel, forseta, og birtist í tveimur Beirút- blaðanna, sagði, að hann hefði komið bíl með sprengju fyrir á Gengi gjaldmiðla London, AP. BANDARÍKJADOLLAR lækkaði i gær gagnvart flestum helztu gjaldmiðlum heims. Getgátur um hækkun á gengi vestur-þýzka marksins innan Evrópska pen- ingakerfisins settu mikinn svip á gjaldeyrisviðskipti. Slík hækkun var þó af mörgum talin ólíkleg fyrr en eftir þingkosningamar í Sambandslýðveldinu 25. janúar nk. Síðdegis í gær kostaði brezka pund- ið 1,4720 dollara (1,4690), en annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 1,9240 vest- ur-þýzk mörk (1,9305), 1,6130 svissneskir frankar (1,6217), 6,4055 franskir frankar (6,4225), 2,1705 hollenzk gyllini (2,1770), 1.365,00 ítalskar lírur (1.350,50), 1,3714 kanadískir dollarar (1,3735) og 158,40 jen (157,70). Gullverð hækkaði og var 401,58 dollarar únsan (400,66). stræti, sem Chamoun átti leið um, og að hann mætti prísa sig sælan að hafa komist lífs af. Þrír lífvarða Chamouns og fjórir vegfarendur misstu lífið í sprengingunni og 40 slösuðust. Chamoun, sem er 86 ára að aldri, slapp með skurð á hendi. Tilræðismennimir hétu því enn- fremur „að ná til allra, sem hafa svikið hugsjónir Bashirs Gemayel, sérstaklega til Amins Gemayel, bróður hans og núverandi forseta, og Samirs Geagea, yfírmanns Líbönsku hersveitanna, sem þykist vera sporgöngumaður Bashirs“. Bashir Gemayel var kjörinn forseti árið 1982 en lét lífið í sprengjutil- ræði áður en hann tók við embætti. ( *■**■?,; „Verkfallsnefnd" stendur á borðanum, sem þessir járnbrautastarfsmenn halda á. Komu þeir sér fyrir á teinunum við eina brautarstöðina í París og vildu þannig koma í veg fyrir, að lestirnar kæmust áfram. Frakkland: Neyðarástand á sjúkra- húsum vegna verkfalla Chirac frestar heimsókn til Kanada París. AP, Reuter. JACQUES Chirac, forsætisráð- herra Frakklands, sló í gær á frest opinberri heimsókn til Kanada vegna verkfallanna í landinu. í gær var víða raf- magnslaust sökum verkfalla, sem verkalýðsfélög kommún- ista stóðu að. Starfsmenn í gas- og raforku- verum hafa aukið verkfallsað- gerðir og hefur komið til verulegra vandræða af þeim sök- um. Slökkviliðsmenn hafa haft ærinn starfa við að bjarga fólki úr lyftum, sem stöðvuðust þegar straumurinn var tekinn af, og á sjúkrahúsum hefur oft legið við stórslysum vegna rafmagnsleysis- ins. A einu Parísarsjúkrahúsanna mátti t.d. litlu muna, að dreyra- sjúklingur dæi á skurðarborðinu þegar rafmagnið fór af en lækn- unum tókst að bjarga lífí hans. Fulltrúar ríkisjámbrautanna og verkalýðsfélaga eru aftur sestir að samningaborðinu en ekki þykja enn miklar líkur á samkomulagi í bráð. Talsmaður Jacques Chirac, for- sætisráðherra, sagði í gær, að fyrirhugaðri ferð hans til Kanada í næstu viku hefði verið frestað um óákveðinn tíma vegna ástandsins í landinu. Virðist hann ákveðinn í að standa af sér storm- inn og heldur því fram, að gefi hann eftir fyrir verkfallsmönnum muni það valda aukinni verðbólgu og atvinnuleysi. Verkfallsmenn segja á móti, að 3% kauphækkun sé ekki nóg til þess eins að halda í við verðbólguna. Yfírmenn ríkisjámbrautanna segja, að með hveijum deginum fjölgi þeim, sem snúa aftur til vinnu, og bjuggust þeir við, að um helmingur jámbrautanna væri nú kominn í fullan rekstur. Það eru líka góð tíðindi fyrir stjómina, að bundinn hefur verið endi á mánaðarlöng verkföll í frönskum höfnum. Risu þau vegna áætlana stjómvalda um endurskipulagn- ingu kaupskipaflotans. Verkföllin hafa bitnað mjög á gengi franska frankans og er það nú 3,33 á móti vestur-þýska markinu. Neðar má það ekki fara samkvæmt reglum evrópska gjaldeyriskerfísins. Vaxandi óvissa í peningamálum: Gengislækkun franska frankans og ítölsku lírunnar framundan? París, Reuter. Óvissan varðandi stöðu gjald- miðia í Vestur-Evrópu jókst enn í gær, eftir að ljóst varð, að gengi franska frankans yrði ekki breytt að svo komnu gagnvart vestur-þýzka markinu innan Evr- ópska peninga- kerfisins (EMS). Vestur- þýzka stjórnin virtist jafnframt staðráðin í að hækka ekki gengi marksins, enda þótt Frakkar legðu hart að henni að gera það. „Það er ekki franski frankinn, sem er veikur, heldur vestur-þýzka markið, sem er of heilbrigt," sagði Edouard Balladur, fjármálaráð- herra Frakklands og kenndi stjóm- inni í Bonn um veika stöðu frankans, sem var í algeru lág- marki gagnvart markinu. Fyrr um daginn hafði vestur-þýzki seðla- bankinn tilkynnt, að hann myndi ekki lækka vexti til þess að draga úr fjárflótta frá Frakklandi og fleiri löndum til Vestur-Þýzkalands. Bankinn keypti aftur á móti 179 milljón franka til stuðnings hinu opinbera gengi frankans, samtímis því sem franski seðlabankinn seldi 100 millj. vestur-þýzk mörk í sama skyni. í kjölfar þessa greip mikil spenna um sig á gjaldeyrismörkuðum í gær. Staða ítölsku lírunnar varð ótrygg og einnig staða dönsku krónunnar, þrátt fyrir skyndi- ákvörðun danska seðlabankans um að hækka vexti. Staða írska punds- ins var einnig orðin veik, er leið á daginn. í Belgíu greip seðlabankinn til þess ráðs að hækka vexti um 0,5% til þess að tryggja stöðu belgíska frankans. Svíþjóð: 46 stiga frost í Lapplandi Stokkhólmi, AP. MJÖG KALT er nú í Svíþjóð og er búist við að svo verði áfram næstu daga. Menn reyna að klæða af sér kuldann og hefur sala á hlýjum nærfatnaði verið mikil að unanförnu. Ekki hefur verið tilkynnt um dauðs- föll af völdum kuldans. Að sögn veðurstofu Svíþjóðar mældist mesti kuldinn f þessu kuldakasti hingað til á miðviku- dagsmorgun í bænum Stenudden í norðurhluta landsins, 46 stiga frost á celsíus. Tilkynnt hefur verið um enn meira frost, allt að 52 stigum, sem er einu stigi minna en mest hefur mælst í landinu, en það hefur ekki fengist stað- fest. í Norður-Svíþjóð hefur frostið víða verið um 30 stig og annars staðar í landinu 10-20 stig. Útivinnu hefur yfírleitt verið hætt og jólaleyfí skólabama hefur verið lengt á mörgum stöðum, þar sem hitakerfi skólabygginganna starfa ekki sem skyldi. Tafír hafa orðið á lestarferðum vegna kuldans, raforkunotkun er meiri en nokkru sinni áður og sérstakar hjálpar- sveitir hafa aðstoðað bifreiðaeig- endur er komist hafa í hann krappan. Almenningi hefur verið ráðlagt að klæðast síðum nærbuxum og hlýjum höfuðfatnaði. Einnig að reykja ekki utanhúss og sleppa því að þvo sér í framan að morgni dags, til þess að fítulag vetji húð- ina í andliti. Sænskur varðmaður fyrir utan sovéska sendiráðið í Stokkhólmi sagðist klæða af sér kuldann, hann væri með loðhúfu og tvær hettur á höfði, væri í fímm peysum, tveimur frökkum, síðum nærbuxum, tvennum síðbuxum og tveimur pörum af sokkum og vettlingum. Síðdegis fóru líkur vaxandi á því, að gengi gjaldmiðla aðildar- landa EMS yrði breytt innbyrðis eigi síðar en um helgina. Franski fjármálaráðherrann sagði að vísu, að gengi frankans gagnvart mark- inu (3,3303' frankar á móti marki) væri mjög viðunandi. Ljóst er hins vegar, að með núverandi gengi minnkar gjaldeyrisvarasjóður Frakka um fjárhæðir sem nema hundruðum milljóna dollara á dag. Auk franska frankans er það ítalska líran, sem er í mestri hættu gagnvart gengislækkun. Margir telja gengishækkun vestur-þýzka marksins jafnframt óhjákvæmilega. Haft var þó eftir heimildum í Holl- andi, að vestur-þýzka stjómin myndi koma í veg fyrir hækkun marksins, þar til þingkosningamar 25. janúar væru afstaðnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.