Morgunblaðið - 09.01.1987, Side 21
MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987
21
Vopnasala Bandaríkjastjórnar til írans:
Þingmenn skipa tvær
rannsóknarnefndir
Greiðslur til Contra-skæruliða horfnar
Washington, Reuter, AP.
Bandarilgaþing hefur sam-
þykkt að skipaðar verði tvær
nefndir, sem munu rannsaka
vopnasölu Bandaríkjastjómar til
írans. Nefndirnar munu hafa
víðtæk völd og er líklegt að rann-
sókninni ljúki ekki fyrr en seint
á þessu ári.
Fulltrúadeildin samþykkti í
fyrradag með 416 atkvæðum gegn
2 að nefndir skyldu skipaðar og
öldungadeildin lagði einnig blessun
sína yfir nefndimar með 88 atkvæð-
um gegn fjórum. Hins vegar
gagnrýndu repúblíkanar valdsvið
nefndanna og hversu langur tími
mun líða þar til niðurstöður liggja
fyrir. Töldu þeir við hæfi að nefnd-
imar rannsökuðu eingöngu vopna-
sölumálið og hvernig Contra-
skæruliðar í Nicaragua nutu góðs
af því. Þá hafa þeir einnig áhyggjur
af því að mál þetta dragist á lang-
inn og hafi áhrif á forsetakosning-
amar á næsta ári.
Nefndir þessar em um margt
líkar þeim sem vom skipaðar er
uppvíst varð um Watergate-
hneykslið sem varð Richard Nixon
að falli. Nú vinna nefndarmenn að
undirbúningi yfirheyrslna sem áætl-
að er að hefjist um miðjan næsta
mánuð.
George Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sem nú er á ferð
um Afríku, sagði fréttamönnum er
hann var á leið til Senegal að
greiðslur ótilgreinds „þriðja ríkis"
til stuðnings Contra-skæruliðum
hefðu horfið af bankareikningum.
Shultz vildi ekki láta uppi hvaða
ríki þetta væri en sagði að Banda-
ríkjastjóm væri umhugað um að
greiðslumar kæmust til skila. Full-
yrt hefur verið að um 10 milljónir
Bandaríkjadala sé að ræða og hafa
verið uppi getgátur um að þær
hafi komið frá smáríkinu Brunei,
sem Shultz heimsótti á síðasta ári.
Dagblaðið New York Times skýrði
frá því á miðvikudag að stjóm Bru-
nei hefði lagt tíu milljónir dala inn
á bankareikning Contra-skæruliða
í Sviss þann 19. ágúst síðastliðinn.
í fréttinni sagði ennfremur að ut-
anríkisráðuneytinu hefði ekki verið
Noregur:
Olíuframleiðslan
minnkuð um 7—8%
Osló, Reuter.
NORÐMENN, annað mesta olíurík-
ið á Vesturlöndum, munu líklega
fara að dæmi olíuríkjanna í OPEC
og draga úr framleiðslunni um
7—8% síðar í mánuðinum í von um
að það verði til að hækka verðið.
Var þetta haft eftir ónefndum emb-
ættismönnum.
Þrátt fyrir fyrirhugaðan sam-
drátt mun olíuframleiðsla Norð-
mannanna verða meiri á þessu ári
en í fyrra vegna þess, að síðar á
árinu verða tekin í notkun ný olíu-
svæði. Samt vonast stjómin til, að
minni framleiðsla á fyrri hluta árs-
ins hafi þau sálrænu áhrif, að verðið
hækki eitthvað. Talsmenn olíufé-
laganna, sem sjá um vinnsluna í
Norðursjó, segja, að til að hefja
aftur vinnslu á þeim svæðum, sem
hafa verið lögð til hliðar í bili, megi
verðið ekki vera minna en 20 dollar-
ar fyrir tunnuna.
Norðmenn, sem framleiða rúm-
lega einn milljarð olíutunna á dag,
minnkuðu framboðið um 10% í nóv-
ember og desember með því að
geyma hjá sér olíuna en nú er
birgðarýmið á þrotum. Ame Öien,
olíu- og orkumálaráðherra, hefur
sagt, að Norðmenn séu fúsir til
samstarfs við OPEC-ríkin en það á
hins vegar ekki við um Breta, sem
framleiða 2,6 milljarða tunna á dag
og em mesta olíuframleiðsluþjóð á
Vesturlöndum.
tilkynnt um greiðslur þessar fyrr
en nokkrum mánuðum síðar og að
þá hefðu þær horfið af reikningun-
um.
Holland:
Gullbrúð-
kaup Júlíönu
og Bernhards
Frá Eggert H. Kjajrtssyni fréttaritara
Morgunbladsins í Hollandi.
GULLBRÚÐKAUP Júlíönu, fyrr-
verandi Hollandsdrottningar og
Bernhards prins, var haldið hátí-
ðlegt nú í vikunni. í tilefni þess
voru m.a. gefin út frímerki til
heiðurs þeim hjónum og einnig
var stofnaður sérstakur sjóður
til að safna í fyrir afmælisgjöf
handa þeim. Gjöfin verður af-
hent þann 30. apríl næstkomandi
eða á afmælisdegi prinsessunn-
ar. Gert er ráð fyrir að minnsta
kosti 18 milljónir króna safnist
fyrir þann dag.
Bernhard prins, sem er þekktur
fyrir störf sín fyrir alþjóðanáttúru-
vemdarsjóðinn, hefur ákveðið að
gefa sinn hlut þessarar peninga-
gjafar til kaupa á sérstökum
vögnum sem verði innréttaðar með
kynningu á starfsemi sjóðsins í
huga. Ætlunin er síðan að þessir
vagnar aki um Holland og kynni
mikilvægi náttúruvemdar og þá
sérstaklega þeirra tegunda dýra og
plantna sem eru í útrýmingarhættu.
Júlíana hefur ákveðið að gefa
sinn hluta fjármagnsins til kaupa á
vögnum sem verði innréttaðir sér-
staklega fyrir fatlaða íþróttamenn
og aki þeim á mót sem eru haldin
sérstaklega fyrir þá.
T
AP/Símamynd
Ronald Reagan ráðfærir sig hér við Frank Carlucci, sem tók
við starfi öryggisráðgjafa af John Poindexter, eftir að forsetinn
kom af sjúkrahúsi eftir aðgerð á blöðruhálskirtli.
Reagan útskrifastaf Bethesda
Washington. AP.
RONALD Reagan Bandaríkjaforseti var glaður í bragði, þegar
hann útskrifaðist af Beshesda-sjúkrahúsinu í gær. Hann tekur
þegar til starfa að hluta til.
Reagan var útskrifaður þremur dögum eftir að hann gekkst und-
ir aðgerð á blöðruhálskirtli, og sagðist hann vera „fjallhress", þegar
hann yfírgaf spítalann. Þegar fréttamenn spurðu, hvort hann væri
orðinn nógu góður til að snúa aftur til starfa, svaraði hann: „Að
sjálfsögðu; og reyndar hætti ég aldrei."
Læknar forsetans sögðu, að hann hefði náð sér ágætlega eftir
aðgerðina „á öllum sviðum".
Það gleður mitt gamla hjarta, hve margir heim-
sóttu mig eða sendu mér kveðjur á nírœðisaf-
mcelinu siðastliðinn nýársdag.
Um leið og ég þakka þeim öllum vináttuna,
lœt ég fylgja óskir um farsœlt komandi ár.
HuldaÁ. Stefánsdóttir.
Innilegustu þakkir fyrir heimsóknir, gjafir og
heillaskeyti á 95 ára afmœlisdegi mínum þann
20. desember sl.
Sérstakar þakkir fœri ég barnabörnum minum,
sem héldu mér veglega afmœlisveislu á Hótel
Loftleiðum.
Guð blessi ykkur öll.
Ingibjörg Gísladóttir,
Kambsvegi 11.
Evren hvetur Tyrki til
að sameinast gegn bók-
staf strúarmönnum
Ankara, Tyrklandi, AP.
KENAN Evren, forseti Tyrk-
lands, hvatti landsmenn sína til
að sameinast gegn bókstafstrú-
armönnum, hverra boðskapur
væri ,jafn hættulegur og
kommúnisminn“. Evren Iét
þessi orð falla í ræðu, sem hann
flutti í háskólanum í borginni
Adana í gær, þar sem hann
sagði að það væri aftaurhvarf
til forneskju að konur vefðu
hár sitt í slæður og klúta.
Tyrkneskir strangtrúarmenn
vilja fara í einu og öllu eftir bók-
stafnum og hafa verið uppi deilur
í landinu vegna framgöngu þeirra
að undanförnu. „Ég hvet alla þjóð-
ina til að sameinast gegn þeirri
hættu, sem felst í þeim áróðri að
við ættum að hverfa aftur til þess
ástands, sem var ríkjandi fyrir
daga Kemal Atatúrk," sagði Evr-
en.
Evren hélt ræðu sína aðeins
nokkrum stundum eftir að í gildi
gengu lög, sem banna tyrknesk-
um háskólakonum að sveipa höfuð
sitt slæðu í samræmi við trúarbók-
staf.
Deilur um klæðaburð tyrkne-
skra kvenna hafa staðið um hríð
en uppúr sauð 24. desember sl.
er yfirstjóm tyrknesku háskól-
anna gaf út tilskipun um klæða-
burð, þar sem lagt var bann „við
hverjum þeim skrúða, sem ekki
væri nútímamönnum boðlegur".
Námsmönnum var jafnframt
bannað að klæðast gallabuxum
og láta sér vaxa skegg. Brot gat
haft í för með sér brottrekstur
úr skóla, sagði í tilskipuninni.
Mótmælaaðgerðir sigldu í kjöl-
farið, þar sem námskonur héldu
því fram að trúin krefðist þess
af þeim að þær hyldu hár sitt
þegar þær væru meðal karl-
manna. Foreldrar þeirra og
strangtrúaðir námsmenn tóku
þátt í aðgerðunum. Námsfólkið
leitaði árangurslaust til forsætis-
ráðherra, forseta landsins og
forseta tyrkneska þingsins. Turg-
ut Ozal, forsætisráðherra, sagðist
reyndar hafa samúð með náms-
konunum og sagði það út í hött
að verið væri að hverfa aftur til
fomeskju þótt þær vefðu hár sitt
slæðum. Fjórir námsmenn eru í
hungurverkfalli til að leggja
áherzlu á kröfur strangtrúar-
manna.
Blaóburóarfólk
óskast!
ÚTHVERFI
Hvassaleiti
Efstasund frá 60-98
GRAFARVOGUR
KÓPAVOGUR
Kársnesbraut 57-139
og Hafnarbraut
Holtagerði frá 18-82
Krosshamar
VESTURBÆR
Aragata o.fl.
AUSTURBÆR
Ingólfsstræti
Drápuhlíðfrá 1-24