Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 22
22__________ Suður-Afríka MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987 Dagblöð birta auglýs- ingu í trássi við bann 75 ár frá stofnun Afríska þjóðarráðsins Jóhannesarborg, AP. DAGBLÖÐ í Suður-Afríku birtu í gær heilsíðuauglýsingu þar sem þess er minnst að 75 ár eru liðin frá því Afríska þjóðarráðið var stofnað og hvatt til þess að starf- semi samtakanna verði heimiluð. Tutulíktvið töfralækni Melbourne, AP. DESMOND Tutu, erkibiskup, gerði lítið úr gagnrýni, sem hann hefur orðið fyrir i Ástralíuferð sinni, en háttsettur embættis- maður i Viktoríuríki rak fulltrúa hans á dyr og líkti Tutu við galdralækni. Embættismaðurinn, Bruce Rux- ton, sagði að Tutu gerði fátt annað á ferðum sínum en að ala á kyn- þáttahatri, auk þess sem hann væri haldinn fjölmiðlafíkn og notaði hvert tækifæri sem gæfíst til að iáta á sér bera. Tilgangur Ástralíu- ferðarinnar væri sá hinn sami, að ala á sundrungu meðal fólks af ólík- um litarhætti. Ummæli Ruxtons hafa mælst misjafnlega vel fyrir og Peter Spy- ker, menntamálaráðherra Viktoríu, sagði hann ekki tala í nafni ríkis- ins. Tutu sagði að stundum óskaði hann sér að vera galdralæknir til að geta „sett illa anda í suma menn". Tutu sagðist þó ekki mundu setja illa anda í Ruxton, sem hefði fullan rétt á að hafa sínar skoðanir á mönnum og málefnum. Væntan- lega væru þó fáir sammála Ruxton, nema þá helzt félagar í Klu Klux Klan. Að sögn lögregluyfírvalda er nú verið - að rannsaka hvort birting auglýsinganna btjóti í bága við lög. Skýrsla um málið verður afhent saksóknara sem mun taka ákvörðun um hvort ákæra verður gefin út. í auglýsingunni, sem birtist í 22 dagblöðum, voru ríkisfjölmiðlar í Suður-Afríku og upplýsingaskrif- stofa stjórnarinnar harðlega gagnrýnd fyrir að hafa dreift „óhróðri" og „upplognum" fréttum um Afríska þjóðarráðið. Þá var þess einnig krafíst að samtökunum verði heimiíað að starfa -4 opin- berum vettvangi og birt ávarp sem Nejson Mandela flutti árið 1964. í auglýsingunni gat að líta mynd af Mandela og Oliver Tambo, for- seta samtakanna. Samkvæmt lögum er óheimilt að birta myndir af Mandela sem dæmdur var til að sitja í fangelsi til æviloka. Framkvæmdanefnd samtakanna sendi í gær frá sér yfirlýsingu í til- efni 75 ára afmælisins þar sem segir að Pretoríustjómin hafí misst öll tök á landinu og að ijölmargir hvítir menn hafí nú gert sér grein fyrir því að kynþáttaaðskilnaðar- stefnan hljóti að líða undir lok. Þá segir ennfremur að markmiðið hljóti að vera að koma á fót byltingar- hreyfmgu blökkumanna í bæjum og borgum. Afríska þjóðarráðið var sett á stofn árið 1912. Stjóm hvíta minni- hlutans í Suður-Afríku bannaði starfsemi samtakanna árið 1960 eftir blóðug átök í Sharpeville þeg- ar lögreglumenn myrtu 67 blökku- menn. Höfuðstöðvar Afríska þjóðarráðsins eru í Lusaka, höfuð- borg Zambíu. Hártogun HELJARMENNIÐ Letuchumanan, sem yddar blýanta á borgarskrifstofum Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu, vann það afrek í síðustu viku að draga áætlunarvagn með 25 farþegum 20 metra vegalengd. Taug var bundin í hár heljarmennisins sem tók þegar á rás. Bifreiðin ásamt farþegum var rúm sex tonn að þyngd. Aðdáendur Letuchumanans fylgdust með fullir lotningar og sjónvarpsmenn festu atburðinn á filmu. Afganistan: Aðeins einn skæruliðafor- ingi samþykkir vopnahlé Washington, Islamabad, AP. TALSMAÐUR bandaríska ut- anríkisráðuneytisins sagði á miðvikudag, að Bandaríkjastjórn vonaðist til þess að Sovétmönn- um væri alvara, þegar þeir segðust reiðubúnir til að kalla heim 115.000 hermenn sína frá Afganistan. Talsmaðurinn, Phyllis Oakley, sagði stjórnina reikna með því, að Vetrarríki læsir kulda- tönnum í Skandinavíu Stokkhólmi. Reuter. ÓVENJUMIKLIR kuldar hafa verið í Svíþjóð að undanförnu, og í Finnlandi muna menn ekki harðari vetur frá því í Vetrar- stríðinu við Sovétríkin árið 1940. Norskir veðurfræðingar búast við, að á næstu dögum falli aldar- gamalt kuldamet í Finnmörku, við landamæri Sovétríkjanna, þar sem hitinn féll niður í 4-46 gráður C í fýrradag, aðeins fímm gráður frá metinu. Rafmagnsnotkun sló öll met, þegar hitinn fór niður í 21 stigs frost í Stokkhólmi, en þá mældist metkuldi fyrir norðan norðurheim- skautsbaug, 4-52 gráður C. Hótelbruninn í Puerto Rico: Rýma varð spítalann vegna sprengjuhótunar San Juan, Puerto Rico. RANNSÓKNARAÐILAR segjast enn vera að reyna að komast að því, hveijir séu ábyrgir fyrir hótelbrunanum i San Juan á Puerto Rico á gamlárskvöld, þar sem 96 manns fórust og yfir 140 slösuðust. Á miðvikudaginn varð að flytja hundruð sjúklinga á brott af spítal- anum, þar sem fómarlömb brunans á Dupont Plaza-hótelinu eru til meðferðar, vegna þess að sprengju- hótun hafði borist spítalayfirvöld- um. Sams konar hótun barst til veitingahúss, þar sem forráðamenn hótelsins hafa komið upp skrifstofu- aðstöðu til bráðabigða, svo og til fímm annarra staða í borginni. Ekkert sprengiefni fannst á nein- um þessara staða, og lögreglan sagðist ekki hafa neitt í höndunum um, að samband væri milli hótan- anna og hótelbrunans. í bænum Luleá, þar sem sólar nýtur í aðeins þijá og hálfa klukku- stund á dag, eru glóðarker höfð á götum úti til þess að vegfarendur geti omað sér. Á síðustu dögum hefur orðið að loka sumum pósthúsum í .Svíþjóð og miklar tafír hafa orðið í járn- brautarsamgöngum. Símalínur vom glóandi hjá sænska útvarpinu eftir útsendingu þáttar, sem fjallaði um það, hvemig bregðast ætti við kuldanum. Meðal annars var fólki ráðlagt að forðast rakstur og sápu- þvott í því skyni að varðveita húðfítuna. En þrátt fyrir heljarkuldann í Skandinavíu segja veðurfræðingar, að ástandið hafi verið verra. Arið 1595 og 1638 fraus sjórinn í höfn- inni í Miðjarðarhafsborginni Marseilles, og 1602 lagði ána Guad- alquivir við Sevilla í Andalúsíuhér- aði á Suður-Spáni. Sovétmenn legðu fram tillögur á samningafundum Pakistana og Afgana sem fram verður haldið á vegum Sameinuðu þjóðanna í Genf í febrúar. Sagði hún að Bandaríkja- stjóm myndi fara vel yfír öll smáatriði tillagnanna áður en gefn- ar yrðu frekari yfirlýsingar, en ljóst væri að skipulagning heimflutnings herliðs Sovétmanna frá Afganistan yrði aðalmálið. Utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, Eduard Shevardnadze, og Najibullah, leiðtogi kommúnista- stjórnarinnar í Afganistan, gáfu út sameiginlega yfirlýsingu í lok heim- sóknar Shevardnadze til Kabúl, höfuðborgar iandsins, nú fyrir skömmu. Þar sögðust þeir vilja að 6 mánaða vopnahléi verði komið á í landinu frá og með 15. janúar og að tíminn verði notaður til að binda enda á styrjöldina sem geisað hefur í landinu undanfarin ár. Yrði þá m.a. samið um heimkvaðningu sov- ésku hermannanna. Samtök helstu skæruliðahreyf- inganna er beijast í Afganistan hafa hafnað tilboði um vopnahlé og segja að fyrst þurfi að kalla sovésku hermennina heim. Einn skæraliðaforingi, Jalaladin Haqq- ani, frá Paktia-héraði í austurhluta Pakistans, sagði á fréttamanna- fundi í Islamabad í Pakistan í gær, að hann vildi taka boðinu um vopna- hlé og semja síðan við Sovétmenn, en ekki kæmi til greina að ræða við leppstjóm þeirra í Kabúl. Ástralía: Rændi verslanir vopnaður sprautu Björgunarmenn leita i rústum aðalhæðar Dupont Plaza-hótelsins í San Juan á föstudag. Sydney, Reuter. Heróínneytandi ruddist inn í tvær verslanir í Sydney í gær og hótaði að sprauta starfsfólkið með alnæmissýktu blóði ef það afhenti honum ekki peningana í búðarkassanum. Maðurinn, sem er 24 ára gam- all, raddist inn í verslun með sprautu í hönd sem hann sagði inni- halda sýkt blóð úr sjálfum sér. Hann komst undan með rúmar 3.000 krónur. Skömmu síðar hugð- ist maðurinn endurtaka leikinn en þá tókst miðaldra afgreiðslukonu að yfirbuga hann. Maðurinn er sagður þjást af al- næmi og hefur hann verið ákærður um vopnað rán, líkamsárás og her- óínneyslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.