Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.01.1987, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987 25 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. Upphlaup framsóknarmanna Framsóknarflokkurinn hefur nú átt ráðherra í ríkisstjórn- um nær óslitið síðan um mitt ár 1971. Á þessu 16 ára tíma- bili hafa alþýðuflokksmenn setið í fáeina mánuði einir í ríkisstjórn en annars hafa framsóknar- menn setið við kjötkatlana í stjórnarráðinu með hveijum þeim, sem hafa viljað þá til sam- starfs. Framsóknarflokkurinn er þannig hinn dæmigerði mið- flokkur, sem er til þess búinn að eiga samstarf með hveijum sem er, og láta málefni víkja fyrir völdum, ef því er að skipta. Hefur það komið fyrir oftar en einu sinni á þessu tæplega 16 ára tímabili, að Framsóknar- flokkurinn og ráðherrar flokks- íns hafa fylgt ólíkri stefnu í sama málinu jafnvel í sama mánuðinum, ef nauðsyn hefur krafíst. Oftast hafa liðið kosningar á milli þess sem framsóknarmenn skipta um skoðun. Nú gerist það á hinn bóginn, að þeir geta ekki beðið kosninganna. Skýrasta dæmið um þetta er upphlaup Finns Ingólfssonar, aðstoðar- manns sjávarútvegsráðherra, í umræðunum um ný lög um námslán og námsstyrki. Er langt síðan menn hafa kynnst jafn miklum hita í opinberum yfírlýsingum og hjá Finni, þegar hann lýsir samvinnu sinni við forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins í þessum málaflokki, þá Sverri Hermannsson, mennta- málaráðherra, og Friðrik Sophusson, varaformann sjálf- stæðismanna. Fyrir þá, sem utan Framsóknarflokksins standa, virðist augljóst, að Finn- ur hafí verið búinn að samþykkja ákveðna niðurstöðu, meira að segja með undirskrift sinni, en vilji síðan ekki við það kannast, þegar á reynir. Ekki verður sagt, að þetta sé stórmannleg mála- fylgja. Finnur metur stöðuna líklega þannig, að upphlaup hans sé vænlægt til að ná árangri á atkvæðaveiðum. Ágreiningurinn um námslán- in sýnist hafa komið ráðherrum beggja stjómarflokkanna í opna skjöldu. Finnur Ingólfsson hóf sem sé einleik á hinum pólitíska leikvelli í von um að ná forystu. Hann hefur kannski fengið hug- myndina eftir að hafa fýlgst með upphlaupi Steingríms Her- mannssonar, forsætisráðherra, síðustu daga vegna dóms Hæstaréttar í okurmálinu og ákvörðunar stjómar Landsvirkj- unar um gjaldskrá fyrirtækisins. Að tilstuðlan forsætisráðherra hefur umræðum um þessi mál- efni verið snúið upp í persónu- lega ádeilu ráðherrans á Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóra. Þegar ný lög um Seðlabanka íslands vom samþykkt á Al- þingi, lá það ljóst fyrir, að breytt kjör seðlabankastjóra svo sem varðandi rétt þeirra til setu í stjórnum fyrirtækja voru ekki talin ná til þeirra, sem ráðnir vom á öðram kjömm. Á þessari forsendu situr Jóhannes Nordal áfram sem formaður stjómar Landsvirkjunar. Öllum þing- mönnum var ljóst, að hin nýju lög útilokuðu ekki þá skipan. Með þetta í huga er undarlegt að lesa þau orð höfð eftir Steingrími Hermannssyni, for- sætisráðherra, að það sé „út af fyrir sig rangt, vitanlega, að seðlabankastjóri sitji i öðm emb- ætti“; ráðherrann hafí með einhveijum hætti verið kúinn til þess að „gera undantekningu með núverandi bankastjóra, ég v erð að segja því miður“ og því megi segja, að Jóhannes Nordal „sé á undanþágu sem formaður stjómar Landsvirkjunar.“ Þeir Steingrímur Hermanns- son og Finnur Ingólfsson deildu um það hér á síðum blaðsins, hvort Steingrímur hefði lýst furðu eða undmn yfír störfum Finns í lánamálum stúdenta. Af þeim deilum mátti ráða, að báð- um væri annt um orð sín. I orði kveðnu vilja þeir að tekið sé mark á því, sem þeir hafa fram að færa. Til þess að það sé unnt verður að vera eitthvert sam- ræmi milli orða og athafna. Það er í einu orði sagt lágkúmlegt, að forsætisráðherra treysti sér ekki til að standa betur við ákvæði hinna nýju laga um Seðlabanka íslands en að ofan er lýst. Hann hafði það á valdi sínu að stöðva framgang lag- anna. Því hefur áður verið lýst hér á þessum stað, að svo virðist á stundum sem sjálfur forsætis- ráðherrann sé stjómarandstæð- ingurinn. Þetta er vissulega ekki í fyrsta skipti, sem Steingrímur Hermannsson fer svo hratt yfír í yfírlýsingum sínum, að hann tapar sjálfur áttum. Séu upphlaup framsóknar- manna um jólahelgina og á fyrstu dögum hins nýbyijaða kosningaárs dæmigerð fyrir þann málflutning, sem þeir ætla að tileinka sér á næstu vikum og mánuðum, er þess að vænta, að í umræðunum verði gengið nærri einstaklingum og látið eins og rúmlega 15 ára stjómar- seta komi Framsóknarflokknum ekkert við. Þetta er hvorki stór- mannlegt né málefnalegt. Arfleifðin frá Jalta eftirArnór Hannibalsson 1. grein Þegar menn velta fyrir sér ástandinu í Evrópu í dag verður að líta til sögunnar. Aðstaða Vestur- Evrópu í öryggismálum hvílir á þeim grunni, sem lagður var á Jalta-ráðstefnunni í febrúar 1945. Á þeirri ráðstefnu gáfu Vesturveld- in Austur-Evrópu upp á bátinn og létu Sovétríkjunum eftir að innlima hana í nýlenduveldi sitt. Ákvarðanir þær, sem teknar voru á Jalta-ráðstefnunni voru aldrei samningsbundnar. Þjóðþing aðild- arríkjanna þurftu því aldrei að staðfesta neinn milliríkjasamning um skipan mála í Evrópu eftir seinni heimsstyijöld. Samt hafa þessar ákvarðanir verið grunnur og for- senda fyrir samskiptum ríkja í Evrópu allt tímabilið frá stríðslok- um og einnig fyrir afskiptum stórveldanna af málefnum Evrópu- ríkja. Lok styrjaldarinnar Á þeim tíma, þegar leiðtogar þríveldanna sátu á rökstólum í Jalta, var Rauði herinn kominn inn í mitt Pólland. Roosevelt hafði lítinn áhuga á Evrópumálum en var um- hugað að fá Sovétríkin til aðstoðar við að ljúka stríðinu við Japan sem fyrst. Churchill hafði áhuga á að tryggja ítök Bretlands í Grikklandi og á Balkanskaga. Hann hafði þeg- ar á ráðstefnu þríveldanna í Teheran 1943 lýst yfir stuðningi við fjórðu skiptingu Póllands. Hún var í því fólgin, að Sovétríkin lögðu undir sig hinn eystri helming Pól- lands (48% af landsvæði pólska ríkisins). Af þessum sökum lenti hann í útistöðum við pólsku útlaga- stjómina í Lundúnum. Hún gat ekki með nokkru móti samþykkt að gefa upp á bátinn helming lands- ins. Á þessum tíma var og óljóst, hvemig vesturlandamæri Póllands yrðu mörkuð. Pólveijar höfðu barizt hetjulega með Bandamönnum í stríðinu. Markmið þeirra var fijálst, óháð og fullvalda Pólland. Styijöldin hófst vegna þess, að Vesturveldin studdu þann málstað. En þegar leið að lok- um styijaldarinnar varð það æ ljósara, að niðurstaðan yrði stað- festing á samningi Mólótoffs og Ribbentrops frá 23. ágúst 1939. Sovétríkin myndu leggja undir sig Austur-Pólland. Með í kaupunum fylgdu svo Eystrasaltsríki og Bess- arabía. Vesturveldin voru í slæmri að- stöðu til að hafa áhrif á gang mála. Þau höfðu gefíð upp á bátinn her- för norður Balkanskaga sem hefði miðað að því, að herir þeirra mættu Rauða hemum í miðju Póllandi. Churchill kvað þá aðgerð myndu kosta of mörg ensk líf. I staðinn var ráðist í herför norður Italíu- skagann. Sá skagi er örðugur yfirferðár, og hemaður þar seinkaði innrásinni í Normandí. Herir Vest- urveldanna mættu því Rauða hemum við Saxelfi. Þar við bætt- ist, að Bandaríkjaforseti lét Rauða hernum eftir að taka Prag. Á Jalta-fundinum riflaði Chur- chill upp hugmyndir úr Atlants- hafsyfirlýsingu hans og Roosevelts um rétt þjóða til sjálfsákvörðunar. Stalín lýsti því yfír, að hann vildi fijálst, lýðræðislegt og sterkt Pól- land. En hann skildi þessi orð öðrum skilningi en Churchill. Stalín hafði sett upp leppstjóm sína í Póllandi sumarið 1944. Nú var ákveðið, að fulltrúar útlaga- stjómarinnar í Lundúnum skyldu setjast í stjóm þessa. Fijálsar kosn- ingar skyldu haldnar. I þeim kosningum átti flokkur Mikolajczyks, fyrrum forsætisráð- herra útlagastjómarinnar, vlsan yfírburðasigur. En það var sagt þá dagana í Póllandi, að kjörkassamir hefðu verið ærið undarlegir. Kjós- endur settu Mikolajczyk í þá, en upp úr þeim kom Gomúlka, foringi Kommúnistaflokksins. Leiðtogar pólskra kommúnista viðurkenndu það síðar, að þeir föls- uðu úrslit kosninganna. Mikol- ajczyk átti fótum fjör að launa, er hann flýði land 1947. Kommúnistar náðu undirtökunum í landinu með dyggri aðstoð Rauða hersins. Vesturveldin létu þetta allt gott heita. Þau viðurkenndu leppstjómir Sovétríkjanna í Austur-Evrópu. Jafnframt hættu þau að viðurkenna útlagastjómir, endar var þeim lokuð leiðin heim. Yfirmenn pólsku herj- anna á Vesturlöndunum vom sviptir borgararétti í Póllandi. Um hálf milljón Pólveija neyddist til að setj- ast að í útlegð í Bretlandi einu. Þeir sem snem aftur heim til sín vom annað hvort teknir af lífí snar- lega eða látnir dúsa í dýflissum ámm saman. Afstaða Vesturveldanna til at- burða í Evrópu markast af því samkomulagi, sem gert var í Jalta. Þau létu valdarán kommúnista í Tékkóslóvakíu í febrúar 1948 af- skiptalaust. Þau gerðu gagnráð- stafanir í Berlínardeilunni 1949 (enda var þar um að tefla aðstöðu Bandaríkjanna í Evrópu), en létu sér nægja máttlaus mótmæli, þegar Múrinn var reistur 1961. Þau skiptu sér ekki af uppreisn Austur-Þjóð- veija 1953 og hreyfðu hvorki legg né lið til hjáipar Ungveijum, þegar sovétstjómin fór með styijöld á hendur þeim 1956. Sumarið 1968 héldu Tékkar að þeir sæju dagsbrún við sjóndeildarhring. En þá lét John- son, forseti Bandaríkjanna, þau boð berast, að hann myndi ekki grípa til gagnráðstafana, þótt sovét- stjómin skakkaði leikinn. Vestur- veldin hafa þannig samþykkt yfírráðarétt Sovétríkjanna yfír Dr. Arnór Hannibalsson. „Þessi skoðun er því einhver ömuriegasti barnaskapur sem hægt er að hugsa sér. Hún er svik við þrá manna í Austur-Evrópu eftir frelsi og mannréttind- um. Undirgefni við Sovétríkin mun ekki reynast betur nú heldur en þegar Chamberiain var að friðmælast við Hitler með því að láta að kröfum hans.“ Austur-Evrópu, sem varð til vegna þess að Rauði herinn varð fyrri til að ná Berlín en herir Vesturveld- anna. Tvær túlkanir Nú skiptir í tvö hom um túlkun á Jalta-samkomulaginu. Önnur túlkunin leggur áherzlu á, að at- burðir seinni heimsstyijaldar haggi ekki lagalegum rétti Austur-Evr- ópuþjóða til frelsis og fullveldis. Eitt sér að beygja sig fyrir mætti staðreyndanna og annað að segja að ástandið skuli vera svo sem það er að lögum og rétti. Þessa túlkun hafa menn á Vesturlöndum að- hyllzt. Þeir benda á, að samkomu- lagið á Jalta sé ekki miiliríkjasamn- ingur og hafí aldrei öðlast lagagildi. Sovétstjómin hefur aftur á móti haldið því fram, að lagalegur yfír- ráðaréttur hennar yfír þessum hluta álfunnar sé óvéfengjanlegur um aldur og ævi. Á þeim gmnni tók hún þátt í svokallaðri Helsinki-ráðstefnu 1975. Sovétstjómin túlkar niður- stöður þeirrar ráðstefnu svo, að Vesturveldin hafí fallizt á hennar túlkun á Jalta. Vesturveldin túlka þær aftur á móti svo, að ekkert hafí verið samþykkt í Helsinki, sem ekki var þegar samþykkt áður (í Jalta og Potsdam). Hinsvegar hafí sovétstjómin skuldbundið sig til að virða nokkur grundvallarmannrétt- indi. Þessar túlkanir eru mikilvægar. Þær em gmnnur þeirra pólitísku átaka, sem eiga sér stað í Evrópu. Annars vegar er túlkun Sov- étríkjanna, hörð, afdráttarlaus og miskunnarlaus: í Austur-Evrópu skulu engin mannréttindi vera og engin þjóðaréttindi önnur en þau, sem hæfa valdahagsmunum sovét- stjómarinnar. Láti hin minnsta andstaða gegn þeim á sér kræla, er sovétstjómin reiðubúin að mæta henni með hervaldi. Það kom skýrt í ljós í uppreisn pólsku þjóðarinnar 1980—1981. Sovétstjómin bauð Pólveijum ekkert annað en skilyrð- islausa undirgefni undir Jalta-fyrir- komulagið. Þetta gildir einnig um Vestur-Evrópu. Sovétstjóminni þykir Jalta-samkomuiagið ekki full- komnað fyrr en hún getur verið þess fullviss, að enginn maður í Vestur-Evrópu dirfíst að gagmýna ástand það sem sigldi í kjölfar Jalta-ráðstefnunnar. Sovétstjómin rær að því öllum áram að Vestur- Evrópuríki gefí upp á bátinn sjálf- stæða utanríkisstefnu og samræmi hana nagsmunum Sovétríkjanna. Til þess að svo megi verða þarf að koma því til leiðar, að skorið verði á þau pólitísku og hemaðarlegu bönd, sem binda Bandaríkin við Vestur-Evrópu. Það er höfuðmark- mið utanríkisstefnui Sovétríkjanna. Uppgjöf Til era þau öfl i Vestur-Evrópu, sem hafa verið að hallast að því undanfarin ár, að bezt sé að beygja sig undir þetta. Þeirra gætir einkum í sósíaldemókrataflokkum Vestur- Þýzkalands, Danmerkur og Sví- þjóðar. í kjölfar samninga Vestur-Þjóðveija við Pólland og Sovétríkin 1970—1971 gaus upp sú skoðun, að bezt væri að hjálpa Sov- étríkjunum til að halda frið og reglu í Austur-Evrópu með því að styðja aldrei neina andstöðu við þau þar, láta Bandaríkin kveðja heim allt herlið sitt í Þýzkalandi og gefa upp á bátinn sjálfstæða utanríkisstefnu. Þegar sovétstjómin gæti treyst þessu, myndi hún fáanleg til að flytja eldflaugar og stórvopn frá landamærum þýzku ríkjanna að minnsta kosti um vegalengd sem samsvarar vegalengdinni frá Sax- elfí til Hollandsstrandar. Þar með skapaðist aðstaða til nánari sam- vinnu þýzku ríkjanna og friður væri tryggður. Þetta væri Sov- étríkjunum útlátalaust. Hemaðar- aðstaða þeirra væri óbreytt. Þeir sem þetta aðhyllast, láta sig litlu varða, að aðstaða Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna yrði vonlítil. Þessi skoðun er því einhver öm- urlegasti bamaskapur sem hægt er að hugsa sér. Hún er svik við þrá manna í Austur-Evrópu eftir frelsi og mannréttindum. Undir- gefni við Sovétríkin mun ekki reynast betur nú heldur en þegar Chamberlain var að friðmælast við Hitler með þvi að láta að kröfum hans. Samstaða Framhjá því verður ekki horft, að í Austur-Evrópulöndum kraumar og sýður undir niðri. Kröfum þjóð- anna um sjálfstæði verður ekki hægt að halda niðri um alla tíð. Það væri forandarleg afstaða þeirra ríkja, sem enn njóta frelsis, að segja við þetta fólk: Þið skuluð gefa upp alla von, því að í Jalta var tekinn af ykkur rétturinn til frelsis. Vilji Vestur-Evrópuríkin haida virðingu sinni, hljóta þau að sameinast um stefnu, sem segði: Við geram allt sem í okkar valdi stendur til að vemda og varðveita frelsi okkar og við styðjum ykkur af fremsta megni til þess að þið megið ná marki ykk- ar, sjálfstæði og fullveldi. En í þessu máli er óhægt um vik. Arfleifð Jalta-ráðstefnunnar hefur verið fest í sessi með mörgum rástefnum og samningum. Þeim verður ekki sagt upp á einu bretti. Eisenhower Bandaríkjaforseti melti eitt sinn með sér möguleika á því, að Bandaríkin lýstu þvi jrfír, að Jalta-samkomulagið væri gengið úr gildi. En hann lagði þá tillögu aldr- ei fyrir þingið. Sovétstjómin er reiðubúin hve- nær sem er að mæta róttækum aðgerðum í þessu máli með her- valdi. Vestrænum ríkjum ber þvi að fara að öllu með gát, en standa fast á réttinum. öm leið og sovét- stjómin gerði sér ijóst, að vestræn rílci stæðu sameinuð um rétt sinn og útilokuðu samþykki eða sam- vinnu um að halda uppi óbreyttu ástandi í Austur-Evrópu, gæti hún farið að íhuga aðrar aðferðir til að tryggja hagsmuni sína þar, jafnvel að semja við Pólveija og Ungveija um aðstæður, sem þeir gætu sætt sig við. Þótt það sé varasamt að bollaleggja um, hvað verða mun, er það þó ljóst, að þjóðir Austur- Evrópu sætta sig ekki um alla tíð við afstöðu sína. Sögunni af arfleifð Jalta-ráð- stefnunnar er langt í frá lokið. Vilji Vesturlönd móta þá sögu sér í hag, gera þau ekkert annað betra en að standa sameinuð um, að í málefnum þjóðfrelsis og mannréttinda eigj Austur- og Vestur-Evrópa sameig- inlegra hagsmuna að gæta. Höfundur er dósent við Háskóla íslands. _______,1» Morgunblaðið/RAX Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari og Philip Jenkins pianó- leikari á æfingu fyrir tónleikana. i Tónleikar Tónlistarfélagsins: Hljómur fiðlunnar annar og betri - segir Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari GUÐNÝ Guðmundsdóttir konsertmeistari og Philip Jenkins pianó- leikari halda tónleika á vegum Tónlistarfélagsins í Austurbæjarbíói laugardaginn 10. janúar kl. 14.30. Á efnisskrá eru sónötur eftir Beethoven, Jón Nordal, Brahms og Edward Elgar. „Það er nýbúið að skipta um „sál“ í fiðlunni minni og hún hefur tekið miklum^ stakkaskiptum," sagði Guðný. „Ég fór að taka eftir þvi fyrir um 2 áram að hljómurinn fór að breytast en ég hef ekki kom- ið því í verk fyrr að fara með hana til sérfræðingsins í New York sem hefur alltaf séð um hana. Hljómur- inn er allt annar og betri núna.“ Samstarf þeirra Guðnýjar og Philips hófst fyrir um 11 áram og hafa þau siðan leikið saman á flölda tónleika heima og erlendis. Að vísu hefur orðið nokkurt hlé nú síðustu árin þar sem Guðný hefur ekki átt heimangengt en nú verður bætt úr því. Á efnisskránni á laugardaginn er sú sónata eftir Beethoven sem hvað sjaldnast er leikin. Þá er sígilt verk eftir Jón Nordal og sónötuþátt- ur eftir Brahms sem er einn fjög- urra úr stærra verki sem samið var af þremur tónskáldum og tileinkað var fíðluleikaranum Joseph Joakim fiðluleikara. Loks er verk eftir Ed- ward Elgar og taldi Guðný að um framflutnig á verkinu væri að ræða hér á landi. „Þetta er afskaplega failegt verk en verk Edward Elgars heyrast sjaldan og við viljum reyna að bjóða upp á eitthvað nýtt,“ sagði Guðný. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR á Vesturbakkanura og víðar í landinu magnast stöðugt og vilji til breytinga er vart fyrir hendi. VIÐ þessi áramót er fátt sem bendir til þess, að ísraelum og Palestínumönnum muni á næstunni ganga betur sambúðin. Ef nokkuð er hefur ýmislegt gerzt síðustu vikur og mánuði, sem er ekki til annars fallið en kynda undir ólgu og fjandsemi á báða bóga. Arabar hafa verið myrtir í Jerúsalem, gyðingar hafa hefnt grimmilega með því að myrða araba og svona heldur harmleikur- inn áfram. Vilji til að reyna að bera klæði á vopnin virðist ákaflega fjarri báðum. Ekki vantar þó, að stjómvöld í landinu, reyni að hvetja til friðsemdar. En þar fylg- ir ekki alltaf hugur máli. Ög sumir era þeir fréttamenn og stjóm- málaskýrendur, sem hafa tekið svo stórt upp í sig að segja, að af ísraelum sé varla nema einn áhrifamaður, sem sé í reynd fylgj- andi því af einlægni að gyðingum og aröbum takist að búa saman í sátt. Sá maður er Teddy Kollek, borgarstjóri í Jerúsalem. En þrátt fyrir afdráttarlausa afstöðu hans og margháttaða viðleitni dugir það ekki nema skammt, ef svo grannt er á haturstilfinningunni hjá öllum þorra manna - hvað sem opinberam staðhæfíngum líður. Manna á meðal á Vesturbakk- anum er sögð eftirfarandi saga: Palestínumaður nokkur dó og fór til himins. Þegar hann gekk fyrir guð spurði hann: Hvenær held- urðu að Palestína verði fijáls; Guð púaði í skegg sitt, velti vöngum um stund. En hristi svo höfuðið og sagði loks: Ekki i minni tíð. Þessi kaldranalega „skrítla" er mjög á vöram Palestínumanna og þeir segja hana hveijum sem heyra vill. En nandan við þann kaldranalega og sjúklega húmor sem að baki býr, felst djúp og sár örvænting þessa fólks sem er annars flokks þegnar og óvel- komnir í landi sem það taldi sig eiga að minnsta kosti jafnan rétt til. Palestínumenn, einkum á Vesturbakkanum segja, að eftirlit ísraelska hersins á hemumdu svæðunum verði æ ófyrirleitnara og svo virðist sem óbreyttir ísra- elskir liðsmenn leggi sig í líma að auðmýkja araba á allan handa máta. Það era engin ný tíðindj, að fáleikar séu allsráðandi milli ísra- elanna og Palestínumanna, en áreiðanlega var búizt við því, að smátt og smátt tækizt að koma á sæmilegu jafnvægi og jafnrétti. En það bólar ekki á því. í höfuð- borginni Jerúsalem ríkir naumast meira en kaldur friður, hvað sem Kollek reynir til að jafna aðstöð- una og auka gagnkvæman skiln- ing. Undirtektir era ósköp hálfvelgingslegan. Kollek hefur gengið svo langt að segja, að sýndu gyðingar ögn af sveigjan- leika í samskiptunum við araba í Jerúsalem, væri vandamálið hverfandi. Hann hefur gagnrýnt ísraela fyrir að sýna mjög frá- hrindandi „herraþjóðarafstöðu" gagnvart aröbum og hann segir, að sízt sitji á gyðingum sem hafí kynnzt helförinni að auðmýkja og niðurlægja minnihlutahóp. Kollek borgarstjóri kemst upp með að gagnrýna, en aðrir þeir, sem tala opinskátt um sambúðar- vandann á Vesturbakkanum era litnir homauga. Þótt þeir hafi nokkuð til sins máls. Nýlega hefur það vakið mikla reiði, að blaðið Jerasalem Post, sem er einnig gefið út á ensku, hefur birt tvær greinar um varðgæzlu Israels í Hebron. Hebron hefur löngum verið einn af eldfimari stöðum í landinu og landnemabyggðir í grennd við arabana færast stöð- ugt nær bænum.Því er talin þörf á að hafa meiri gæzlu en á öðram stöðum. Höfundur, Joel Green- Svipmyndir frá Hebron berg, er í varaliðinu. Lýsingar hans á atferli margra ísraelskra hermanna era margar nöturlegar. Hann segir frá skemmdum, sem ísraelskur varaliðsmaður vann á húsþaki arabiskrar fjöl- skyldu, að þvi er virðist að gamni sínu. Húsfreyjan kvartaði við yfír- stjómina. Enginn gekkst við skemmdarverkinu og var ákveðið að láta málið niður falla.„Her- menn við gæzlustörf á húsþökum hjá aröbum gerðu óspart þarfír sínar þar uppi,“ segir Greenberg, „og eitt kvöldið fór hermaður ofan af húsþaki og skildi eftir saur við dyr á íbúðarhúsi. Ekki þýddi að kvarta. Oft kom fyrir að óþrifnað- urinn á þökunum stíflaði niður- fallsrör og var ekkert aðhafst af okkar hálfu. Hermennimir verða að fara mjög strangar eftirlits- ferðir og er þeim heimilt að stöðva hvem sem þeim þóknast og spyija í þaula. Misjafnt er, hversu að þessum yfírheyrslum er staðið og sumir ísraelsku hermannanna sýna mikinn hrottaskap og fram- koman til þess eins fallin að vekja reiði og andstyggð á okkur.“ Greenberg bætir við, að oft sé ástæða til að ísraelar hafí vara á, því að það er aldrei að vita, hver lumar á handsprengju innan klæða, tiibúinn að kasta henni að ísraelunum. Samt sé framkoman oft of hrottafengin og yfírlætisleg. Landnemabyggðir Gush Emunim, öfgasamtakanna era rétt við bæj- ardymar. Greenberg segir að þrátt fyrir gagnkvæma andúð slái sjaldan í brýnu. Stundum stafi það af því hversu ísraelsku varðliðam- ir séu taugaóstyrkir og yfírmáta tortryggnir Greenberg segin„Ég var stundum á tali við böm land- nemanna. Mér fannst þau öfga- fyllri í skoðunum en foreldramir. Þeim hefur verið innrætt frá því þau vora í vöggu að óttast og hata araba og ætla þeim allt iílt. Bömin era óhugnarleg í taii og hika ekki við að segja, að þau ætli að drepa alla araba þegar þau era orðin stór. Einu sinni hitti ég lítinn strák, í skriðdrekaleik. Eg spurði hvort hann langaði að lifa í friði með aröbum. - Því skyldi mig langa til þess, hreytti sá stutti út úr sér.„Það er ekki hægt að búa í friði með aröbum. Einu sinni átti ég arabiskan vin, en svo lamdi hann mig. Þeir era hræði- legir og þeir era ekkert öðravísi en þeir hafa verið. Þeir drápu gyðinga í flöldamorðum í Hebron 1929 og þá dreymir um að gera það aftur." Greenberg segir, að þetta sé ósköp venjulegur hugsanagangur í landnemabyggðunum ; „ flölda- morðin í Hebron 1929 era ríkur þáttur í daglegu lífi þeirra enn í dag. Frásagnir af þeim era endur- teknar í sífellu. Minnismerkið í bænum um gyðingana, sem vora drepnir fyrir 58 áram er helgasti staður landnema. Það er engu líkara en þeir vilji trúa, að þeir séu enn ofsóttir jafn grimmilega og gyðingar fyrr. Þeir vilja ein- dregið viðhalda píslarvættis- ímyndinni," segir Greenberg. Svo mikinn úlfaþyt hafa þessar greinar vakið, að margir vildu, að birting seinni greinar yrði bönnuð.Greenberg var borið á brýn, að annarlegar hvatir lægju að baki skrifum hans. Á meðan opinskáar og málefnalegar hátt um þennan vanda fara ekki fram er hætt við að núverandi ástand muni verða enn um langa hríð í ísrael, mörgum raunsæjum og einlægum vinum beggja til hinnar mestu mæðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.