Morgunblaðið - 09.01.1987, Side 48
^Auglýsinga-
síminn er 2 24 80
VJterkurog
k-J hagkvæmur
augjýsingamiðill!
Samningaviðræður
Dagsbrúnar, VSÍ og
VMS:
Líkur á að
samningar
takist
RÚMLEGA sólarhríngs löngum
fundi verkamannafélagsins Dags-
brúnar og VSÍ og VMS um nýjan
kjarasamning lauk á fimmta
tímanum í gærdag og vildu samn-
ingsaðilar ekkert láta hafa eftir
sér um gang viðræðnanna. Til nýs
samningafundar hefur verið boð-
að á morgun, laugardag. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins eru líkur á að samningar
takist, en aðilar tóku sér frest til
þess að athuga betur ýmis mál
pqg£irðandi samningana.
„Þetta var að mörgu leyti gagn-
legur fundur. Við fórum yfir ýmis
atriði hvor hjá öðrum, en það var
engin niðurstaða og ákveðið að hitt-
ast aftur á laugardaginn klukkan
tvö,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson,
framkvæmdastjóri VSÍ í samtali við
Morgunblaðið. „Þetta var um 26
klukkustunda langur fundur og það
var nokkur hreyfing á viðræðunum.
Það var hins vegar samkomulag um
að gefa ekkert út um gang þeirra,“
^is.gði Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Dagsbrúnar, í 'samtali við
Morgunblaðið seinnipartinn í gær.
Yfir 113þúsund
útlendingar
komu í fyrra
YFIR 113 þúsund útlendingar
komu til íslands áríð 1986 og er
það mesti fjöldi útlendinga sem
hefur komið hingað til lands á
einu ári. Rúmlega 97 þúsund út-
lendingar sóttu Island heim áríð
1985 og hafði þeim þá farið fjölg-
flpdi frá ári til árs.
Samkvæmt skýrslu frá Útlend-
ingaeftirlitinu voru farþegar hingað
til lands með skipum og flugvélum
á síðasta ári ails 225.149. Þar af
voru íslendingar 111.621 og útlend-
ingar 113.528. Langflestir hinna
erlendu gesta komu frá Banda-
ríkjunum, alls 32.700 manns.
Vestur-Þjóðveijar koma næstir en
þeir voru 13.601, frá Danmörku
komu 12.841, Svíar voru 10.478,
Bretar 10.264 og Norðmenn 8.757.
Aðrar þjóðir áttu hér mun færri full-
trúa en alls kom hingað til lands
fólk frá 112 þjóðlöndum á síðasta
ári.
Utsvar hækkar
í Hafnarfirði
SAMÞYKKT var á fundi bæj-
arstjómar i Hafnarfirði í gær
að útsvar hækki úr 9,9%, eins
og það var í fyrra í 10,2%.
Þessi tillaga var samþykkt með
atkvæðum meirihlutans, full-
trúum Alþýðuflokksins og
Alþýðubandalagsins, gegn at-
kvæðum fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins.
Breytingartillaga bæjarfull-
trúa Sjálfstæðisflokksins um að
útsvarsprósentan yrði óbreytt frá
síðasta ári, eða 9,9% var felld af
meirihlutanum. Álagningarpró-
senta fasteignaskatta og að-
stöðugjalds verður hins vegar hin
sama og var á síðastliðnu ári.
FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Nigeriuskreiðin:
Skipið farið
frá Lagos en
engar greiðsl-
ur komnar
FRAMLEIÐENDUR sem
áttu skreið í skipinu Hors-
ham funduðu um stöðu mála
nýlega. Eftir því sem Morg-
unblaðið kemst næst gerast
þeir stöðugt vondaufari um
að greiðslur berist fyrir vör-
una. Skipið var losað í
síðustu viku eftir að hafa
beðið fyrir utan höfnina í
Lagos í Nígeríu í nokkra
mánuði.
Framleiðendumir hyggjast leita á
náðir stjómvalda hér, til þess að
fá þau til að knýja Nígeríumenn
til að greiða fyrir skreiðina. Hér
er um 35 þúsund pakka að ræða
og í síðustu viku var þeim landað
í Lagos og settir í gáma. Munu
nígerísk stjómvöld nú hafa tekið
gámana í sína vörslu.
Skreiðinni var landað í Lagos í
tvennu Iagj. Fyrst var 25 þúsund
pökkum landað og komið fyrir í
vöruhúsi. Talsvert af þeirri skreið
hefur verið selt, en andvirðið mun
að mestu hafa farið til þess að
greiða fyrir flutninginn og biðtíma
skipsins. Að sögn er þess vænst
að þessir 25 þúsund pakkar seljist
að fullu á næstu vikum. Hvað varð-
ar seinni losunina, 35 þúsund
pakkana, þá standa þeir í gámum
í höfninni í Lagos og er óvissa
ríkjandi um greiðslur fyrir þá, að
sögn framleiðenda.
Skreiðarframleiðendumir hafa
þó ekki gefíð upp alla von um að
fá andvirði farmsins. Þeir benda á
að þegar skreiðin var flutt til
Nígeríu, þá hafí andvirði farmsins
verið talið 9,2 milljónir dollara, en
nígeríski gjaldmiðillinn hafi á hinn
bóginn þróast með þeim hætti, frá
því í haust, að verðmæti farmsins
hafi aukist um hátt í 3 milljónir
dollara. Því sé ekki ljóst að skreið-
arframleiðendur tapi miklum
fjármunum á þessum viðskiptum.
Talsmenn fiskvinnslunnar um verkfall sjómanna:
BALTASAR hefur undanfarna
daga veríð að leggja síðustu
hönd á 200 fermetra mynd-
skreytingu í Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði. Verkið er á fimm
flötum og er myndefnið Sælu-
boðorðin úr Fjallræðunni.
Um er að ræða freskumynd,
sem unnin er á blautan múr,
blandaðan kalki og marmara-
sandi. Baltasar segir í samtali við
Morgunblaðið í dag að hann hafí
tekið ævaforna mexíkanska hug-
mynd og notað síðan íslenskt
hugvit til að móta verk sitt.
Á myndinni er Baltasar að
vinna við eina af myndunum og
heitir sú „Sælir eru miskunnsam-
ir“. Hún á að sýna móður Theresu
og Rauða kross mann vera að
aðstoða flóttafólk. Á myndinni er
einnig Ama Ámadóttir, sem að-
stoðað hefur Baltasar meðal
annars við blöndun lita.
Sjá nánar á bls. 5
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Sælir eru miskunnsamir...
Ekki deilt um kjör, heldur
skollaleikur um óskyld mál
Sjómenn semja ekki nema Hafþór komi inn. Ekki á landleið segir skipsljórinn
KJARADEILA sjómanna og útvegsmanna er enn í hnút. Upp úr
viðræðum slitnaði í gær og hefur ekki verið boðað til sáttafund-
ar að nýju. Deilan snýst fyrst og fremst um það, að rækjutogaran-
um Hafþóri verði snúið tU hafnar. Fulltrúar sjómanna neita að
taka þátt í viðræðum að öðrum kosti. Skipstjórinn á Hafþóri sagði
í samtali við Morgunblaðið, að hann væri ekki á landleið. Hann
hefði haft heimild til að vera að veiðum um áramót, þar sem
hann væri að fiska fyrír siglingu. Færí hann í land nú, bryti
hann hins vegar samninga. Auk þess væri enginn félagi í Sjó-
mannafélagi Isfirðinga um borð.
Fulltrúar fískvinnslunnar telja
málið komið í mikið óefni, sérstak-
lega í ljósi þess, að þeir hafí
samþykkt hærra fiskverð en þeir
þurftu á gamlársdag. Að beiðni
útgerðarmanna og sjómanna hafí
þeir samþykki 8% hækkun fís-
kverðs, þar sem þeir fyrmefndu
hefðu fullyrt að það greiddi fyrir
samningum. Þrátt fyrir þetta sé
ekki deilt um kjör, heldur sé staðið
í „hráskinns- og skollaleik" um mál
óskyld kjarasamningum.
„Alþýðusamband Vestfjarða lýsti
því yfír að það væri ekki tilbúið til
þess að taka þátt í samningaviðræð-
um fyrr en Hafþór væri kominn
inn. Það sama kom fram hjá Sjó-
mannasambandi íslands og Gísli
Skarphéðinsson tók í sama streng
fyrir hönd Bylgjunnar," sagði Guð-
laugur Þorvaldsson, ríkissáttasemj-
ari, í samtali við Morgunblaðið eftir
fund hans með aðilum sjómanna-
deilunnar í gærmorgun. Fundurinn
hófst klukkan níu og stóð í um
klukkutíma.
Guðlaugur sagði að það væri til-
gangslaust að boða til samninga-
fundar fyrr en þessi þröskuldur
væri úr veginum, þar sem sjómenn
neituðu að ræða við útvegsmenn
fyrr en Hafþór væri kominn til hafn-
ar. Guðlaugur sagðist ekki hafa
neitt vald til þess að hafa afskipti
af framkvæmd verkfalla. Hann
hefði, að höfðu samráði við deiluað-
ila, farið þess á leit við skipstjóra
Hafþórs að hann snéri skipinu til
hafnar, en því hefði verið neitað
alfarið. Hann gæti ekki gert annað
en að bíða átekta.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins eru flutningaverkamenn
í Hull ófélagsbundnir og talsmaður
flutningaverkamanna í Grimsby
sagði í samtali við útvarpið í Humb-
érside að íslenskir sjómenn ættu
ekki von á neinum stuðningi vegna
þess að framkoma íslenskra sjó-
manna í fiskveiðideilunum gæfí
ekki tilefni til samúðar.
Sjá ennfremur fréttir á bls. 2.