Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 1
56 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
10. tbl. 75. árg.
MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Jaruzelski á páfafundi
AP/Símamynd
Wojciech Jaruzelski, leiðtogi Póllands, kom í gær í páfagarð og átti þar fund með landa sinum,
Jóhannesi Páli páfa II. Ræddu þeir um ástandið í Póllandi og lagði páfi áherslu á, að efnt yrði
til „opinnar umræðu" og mannréttindi virt í landinu. Sagt er, að Jaruzelski hafi beðið um stuðning
páfagarðs við að brjótast út úr þeirri stjórnmálalegu einangrun, sem pólska stjórnin hefur verið
í síðan herlögin voru sett. Fór vel á með þeim leiðtogunum og skiptust þeir á góðum gjöfum. Páfi
gaf Jaruzelski mikla bók um freskurnar í Sixtínsku kapellunni og þá á móti málverk af heimbæ
sínum í Póllandi, Wadowice.
McFarlane kyndir
undir íranmálinu
- segir Reagan hafa samþykkt vopnasöluna í ágúst 1985
Sovétmenn í Afganistan:
Herinn burt á
tveimur árum?
Islamabad, AP, Reuter.
EKKI er ólíklegt, að Sovétmenn bjóðist til að flytja herafla sinn
burt frá Afganistan á tveimur árum og 50.000 manns á fyrstu þrem-
ur mánuðunum. Er þetta haft eftir vestrænum sendimönnum, sem
segja, að margt bendi til, að Sovétmenn vilji finna pólitíska lausn á
Afganistan-málinu en þó þannig, að þeir hafi þar áfram bæði töglin
og hagldirnar.
Vestrænir sendimenn, sem ekki
vildu láta nafna sinna getið, segja,
að fréttir frá Kabúl, höfuðborg Afg-
anistans, bendi til, að Sovétmenn
séu áfram um að komast að sam-
komulagi um að binda enda á átökin
í landinu. Séu uppi hugmyndir um
að flytja burt 50.000 hermenn á
þremur mánuðum og síðan herafl-
ann allan ef samkomulag næst.
Sovétmenn hafa aldrei gefið upplýs-
ingar um hve marga hermenn þeir
hafa í landinu, en á Vesturlöndum
er talið, að þeir séu um 115.000.
Vestrænu sendimennimir tóku
fram, að full ástæða væri til að
gjalda varhug við þessum fréttum,
þótt þær væru komnar frá Sovét-
mönnum sjálfum. Mjög ólíklegt
væri, að þeir féllust á nokkurt það
samkomulag, sem kostaði yfírráð
þeirra í Afganistan. Auk þess
myndu skæruliðar og þær þjóðir,
sem þær styðja, aldrei fallast á, að
brottflutningurinn tæki heil tvö ár.
Fréttir eru um mikla bardaga
víða í Afganistan og er ekki að sjá,
að vopnahléstilboð Kabúl-stjómar-
innar hafí nokkur áhrif haft. Er það
nú til umræðu á fundi leiðtoga
skæruliðahreyfínganna í pakist-
önsku landamæraborginni Pesh-
awar. Ætla þeir að svara því
formlega á laugardag.
AP/Símamynd
Washington, AP, Reuter.
RONALD Reagan, Bandaríkja-
forseti, varð í gær fyrir nýju
áfalli í íranmálinu þegar fram
komu fullyrðingar um að hann
hefði samþykkt vopnasöluna í
ágúst árið 1985, löngu áður en
hann segist sjálfur hafa gert
það. Talsmaður Hvíta hússins
segir að ekki sé verið að reyna
að koma sökinni á ísraelsstjórn
þótt fram hafi komið að hún
hafi átt uppástunguna um
vopnasöluna.
Bandaríska sjónvarpsstöðin
NBC hafði það í gær eftir Robert
McFarlane, fyrrum öryggisráð-
gjafa, að Reagan hefði samþykkt
vopnasöluna til Irans í ágúst 1985
og að hann, John Poindexter og
Oliver North hefðu logið þegar
þeir héldu því fram að Reagan
hefði fyrst gefið samþykki sitt í
janúar 1986. Kom þetta fram á
blaðamannafundi, sem Reagan
hélt 19. nóvember sl., en þá sagði
hann einnig að ekkert þriðja ríki
væri viðriðið málið. Síðar kom í
ljós, að ísraelar höfðu haft milli-
göngu í málinu. NBC sagði, að
McFarlane væri þegar búinn að
gefa einni þingnefndanna þessar
upplýsingar.
Larry Speakes, talsmaður Hvíta
hússins, sagði í gær að ekki væri
verið að reyna að kenna ísraels-
stjórn um vopnasöluna til írans
þótt fram kæmi í skjölum, sem
nú hafa verið gerð opinber, að
ísraelar hefðu átt hugmyndina.
„Það, sem máli skiptir, er að
Bandaríkjastjórn ber ábyrgð á
sínum ákvörðunum,“ sagði Speak-
es, en margir ísraelskir stjóm-
málamenn, t.d. Chaim Herzog,
forseti, eru mjög óánægðir með
þessar upplýsingar og telja að
Bandaríkjastjórn sé að reyna að
skella skuldinni á þá.
Skömmu fyrir mannránið
Frönskum fréttamanni og ljósmyndara, Roger Augue að nafni, var
í gær rænt í Beirút. Var Augue að fylgjast með ferðum Terrys
Waite, sendimanns ensku biskupakirkjunnar í Bretlandi, en hann
hefur unnið mikið að því að fá gisla leysta úr haldi. Augue sést á
myndinni vera að taka mynd af Waite, en skömmu síðar réðust á
hann vopnaðir menn og höfðu á brott með sér. Eru nú 19 manns
fangar mannræningja í Líbanon.
Kuldarnir í Evrópu:
Sovétmenn óttast neyðar-
ástand vegna orkuskorts
London, Moskvu og víðar. AP, Reuter.
ENN herðir frostið tökin á
Evrópu og í gær var víða kald-
ara en áður hefur mælst. í
Sovétríkjunum blasir við neyð-
arástand í orkumálum vegna
þess að lestarferðir hafa farið
úr skorðum og því hefur ekki
verið unnt að flytja olíu til
orkuveranna. Allt frá Úralfjöll-
um í austri til Atlantshafs í
vestri og suður á Ítalíu hefur
verið mikil snjókoma og margir
bæir einangrast af þeim sökum.
í gær var vitað um 100 manns,
sem höfðu ýmist frosið í hel eða
farist í snjóflóðum.
í fyrrinótt fór frostið í 35 gráð-
ur í Leningrad og hefur ekki
mælst meira frá því reglulegar
veðurathuganir hófust þar árið
1743. I Noregi var enn kaldara,
47 gráður á veðurathugunarstöð-
inni í Drevsjö, sem er um 200 km
fyrir norðan Ósló.
Yfirmenn orkumála í Sovétríkj-
unum hafa varað við yfirvofandi
orkuskorti vegna þess hve erfið-
lega gengur að flytja olíu til
olíukyntra orkuvera. Var nokkur
skortur fyrir vegna Chemobyl-
slyssins en nú getur komið til
neyðarástands nema tíðin batni.
A því virðast þó engar horfur í
bráð.
Það er ekki aðeins í Norður-
og Mið-Evrópu sem tíðin er köld,
heldur einnig í Miðjarðarhafslönd-
unum. Mikið hefur snjóað í
Grikklandi, á Ítalíu og á Spáni
og þar var víða 20 gráða frost í
gær. Er spáð enn meiri kulda
næstu daga.
I Bretlandi eru miklir kuldar
og snjórinn víða meiri en elstu
menn muna. Hafa nokkur gamal-
menni dáið úr kulda í íbúðum
sínum, en ekki eru þó allir at-
burðir jafn alvarlegir. I gær var
t.d. hætt við fund skyggnra
manna og forspárra þegar í ljós
kom, að enginn þeirra hafði séð
veðrið fyrir. Mesta frost, sem
mælst hefur í Bretlandi, er 27,2
gráður og mátti lesa það af mæl-
unum í Braemar í Skotlandi 10.
janúar árið 1982. Nú standa veð-
málin þannig í London, að þrír á
móti hverjum einum veðja á, að
kuldametið falli fyrir mánaðarlok.
Sjá frétt á bls. 24.