Morgunblaðið - 14.01.1987, Page 23

Morgunblaðið - 14.01.1987, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVÍKUDAGUR 14. JANÚAR 1987 23 Ný kirkja í Reykholti Kleppjámsreykjum. REYKHOLTSSÖFNUÐUR hefur ákveðið að reisa nýja kirkju, sem mun rúma flestar kirkjulegar athafnir safnaðarins. Reykhoit hefur verið kirlgustaður frá því á 11. öld, og máldagi Reykholts- kirkju er elsta íslenska handritið, sem varðveist hefur í frumriti. Söguhelgi staðarins kallar á kirkju. Kirkjan er og verður máttug stoð við uppeldis- og skólastarf í Reykholti. Fyrirhugað er að reisa í tengsl- um við kirkjuna sérstaka Snorra- stofu, til heiðurs Snorra Sturlusyni. Þess er vænst að Snorrastofa efli Reykholt sem menntasetur. í Snorrastofu verð- ur fræðimannaíbúð, sem ásamt lifandi bókasafni, fræðibrunni, er ætlað að miðla þekkingu og rækja þann arf, sem norræn menning býr að og varðveist hefur meðal annars í verkum Snorra. Gesti sögufrægra staða þyrstir í fróðleik um fyrri tíma. I nýrri kirkju og Snorrastofu er fyrir- hugað að sinna þessari fróðleiks- þörf með yfirlitssýningum sögulegra minja. Starfsemi bók- hlöðunnar mun einnig stuðla að því að veita slíkan fróðleik. Lögð hefur verið áhersla á að kirkjan verði krossbyggð í hefð- bundnum stíl með hliðarskipum. Húsin eru í þrennu lagi; sjálft kirkjuskipið, tum með tengigangi og Snorrastofa. Með þessu er mótuð umgjörð utan um kirkju- torgið. Hin bröttu þök munu setja sterkan svip á húsin, svip sem fellur vel að landslaginu umhverf- is, jafnframt því sem slík þakgerð er viðurkennd og hagkvæm við aðstæður hérlendis. Húsin verða einskonar hlið að Reykholtsstað. í kirkjuskipi er gert ráð fyrir sætum fyrir 140 til 160 manns. Kór verður rúmgóður, en inn af honum verða til hvorrar handar skrúðhús og líkhús. í norðurstúku verður orgel kirkjunnar og pallur fyrir söngfólk, en í suðurstúku verður lítil skímarkapella. Að því er stefnt að hljómburður verði góður í kirkjunni og að hún henti sem best til tónlistarflutnings. í forkirkju sem verður all stór, er ætlunin að hafa yfirlitssýningu um sögu Reykholts, þar verður einnig komið fyrir sætum við fjöl- sóttar athafnir. í forsal er ætlunin að hafa sölu á minjagripum svo og hluta af yfirlitssýningu um sögu Reyk- holts, í tengslum við sýninguna í forkirkju. í vesturhluta kjallarans verða rúmgóðar snyrtingar, sem meðal annars eru ætlaðar ferða- mönnum. í Snorrastofu verða herbergi, sem kirkjan fær til af- nota fyrir sóknarprest, sóknar- nefnd og kirkjukór. Byggingunni hefur verið valinn staður sem næst hinu foma bæj- arstæði, án þess þó að því sé raskað. Kirkjan verður vestur af kirkjugarði og gömlu kirkjunni. Hún stendur því fremst í húsa- þyrpingu Reykholtsstaðar og fyrirhuguð kirkja, Snorrastofa, prestssetur og kirkjugarður mynda samfellda heild innan stað- arins. Byggingin mun setja svip á staðinn, einkum þegar að Reyk- holti er komið úr vestri. Með kirkju og bókhlöðu í öndvegi er lögð áhersla á söguhelgi Reyk- holts. Gefin hefur verið út bækl- ingur á íslensku og norsku, hægt er að fá bækling þennan hjá sókn- arprestir, sóknamefnd og bygg- ingamefhd. Sóknarpestur í Reykholti er sr. Geir Waage. Sóknamefnd skipa: Jónas Jónsson skólastjóri Reykholti, Guðlaugur Óskarsson skólastjóri Kleppjáms- reykjum, Vaka Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur Nesi, Krist- fríður Bjömsdóttir húsfreyja Hofsstöðum og Þórir Jónsson odd- viti Reykholti. Byggingamefnd skipa: Bjami Guðráðsson bóndi Nesi, Ámi Theodórsson bóndi Brennistöðum og Þórir Jónsson oddviti Reykholti. - Bemhard Likan af kirkjunni og Snorrastofu. Birgir Sigurðsson Mál og menn- ing gefur út Dagur vonar MÁL og menning hefur gefið út leikritið Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson. Verkið var frumsýnt í Iðnó 11. janúar sl. á 90 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur. Af útgáfunni eru g$rð 200 inn- bundin eintök, tölusett og árituð af höfundi í tilefni afmælisins. Samtímis þeirri útgáfu kemur verk- ið líka út sem kilja. Dagur vonar gerist á heimili reykvískrar fjölskyldu á sjötta ára- tugnum. Leikritið er í fjórum þáttum. Persónur eru fáar, og sam- skipti þeirra þrungin spennu og sterkum tilfinningum, þar sem spurt er um draumsýnir og vem- leikamat á átakatímum. Þetta er fimmta leikrit Birgis Sigurðssonar. Dagur vonar er 118 bls. að stærð, unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu gerði Anna Ágústsdóttir. (Fréttatilkynning) Sérstakt tækifæri! Skrifstofuhúsnæði Til sölu er skrifstofuhúsnæði í nýju vönduðu húsi í Skipholti. Er hér um að ræða skrifstofuhúsnæði í eftirfarandi stærðum: ★ 2. hæð 275 fm. ★ 3. hæð 325 fm + 325 fm = 650 fm. ★ 4. hæð („penthouse") 533 fm. Húsnæði þetta er nú í smíðum og verður fokhelt 30. apríl 1987, en verður afhent 31. október 1987 í eftirfarandi ástandi: ★ Tilbúið að innan til innréttinga og málningar. ★ Með fullfrágenginni sameign og vönduðum frágangi eftir hönnun Sturlu Más Jónssonar innanhússarkitekts. ★ Húsið verður fullfrágengið að utan með vönduðum frágangi á lóð eftir hönn- un Guðmundar Sigurðssonar landslagsarkitekts. Verð og greiðsluskilmálar: ★ Verð pr. fm er kr. 32.950 miðað við eina greiðslu og byggingavísitölu 1. jan- úar 1987, 293 stig. ★ Gert er ráð fyrir ýmsum möguleikum á greisluskilmálum, sem allir verða reikn- aðir til núvirðis miðað við ofangreint verð. Hér er um sérstakt tækifæri að ræða m.a. vegna þess, hve staður er góður og allur frágangur sérlega vandaður. Nánari upplýsingar verða veittar alla virka daga milli kl. 9 og 14 í símum 31965 eða 82659.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.