Morgunblaðið - 14.01.1987, Síða 24

Morgunblaðið - 14.01.1987, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987 Herir Iraiia aðeins 10 km frá Basra? Bagdað, AP. Reuter. ÍRANIR lýstu nýjum landvinningum í Persaflóastríðinu og sögðust vera í aðeins 10 kílómetra fjarlægð frá Basra síð- degis í gær. írakar sögðust hins vegar hafa sigrað innrásar- her írana 10 km frá Basra. Útilokað var að henda reiður á sannleiksgildi yfirlýsinga stríðsað- ila en menn, sem málum eru kunnugir, segja að gífurlega harð- ar og mannskæðar orrustur hafi verið háðar. Gengi gjaldmiðla London, Reuter, AP. BANDARÍKJADOLLAR lækkaði enn í gær gagnvart flestum helztu gjaldmiðlum heims þrátt fyrir mikil dollarakaup japanska seðlabankans í þeim tilgangi að treysta stöðu dollarans. Er talið, að bankinn hafi keypt 2,5 millj- arða dollara í þessu skyni, en samt hélt dollarinn áfram að lækka. Dollarinn er nú lægri en nokkru sinni síðan 1980. Á undanförnum fjóri'm vikum hefur hann lækkað um 15 pfennig gagnvart vestur- þýzka markinu og talið er, að hann kunni að lækka niður í 1,75 mörk innan mánaðar. Dollarinn komst lægst gagnvart markinu í janúar 1980, er staða Carters, þáverandi Bandaríkjaforseta, var hvað erfið- ust vegna gíslamálsins í íran. Þá var verðgildi dollarans 1,7062 vest- ur-þýzk mörk. Veik staða Bandaríkjadollara nú er talin eitt helzta einkenni þess ójafnvægis, sem nú ríkir í heims- verzluninni. Sumir sérfræðingar telja, að dollarinn verði enn að lækka, því að með öðrum hætti verði ekki unnt að draga úr hinum óhagstæða viðskiptajöfnuði Banda- ríkjamanna við Japani, Vestur- Þjóðveija, Taiwan og Suður-Kóreu. Dollarinn féll gagnvart brezka pundinu í gær fimmta daginn í röð. Kostaði það 1,4910 dollara síðdegis í London (1,4895), en annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 1,88730 vestur-þýzk mörk (1,89925), 1,5742 svissneskir frankar (1,58825), 6,2725 franskir frankar (6,3200), 2,1170 hollenzk gyllini (2,1430), 1.334,00 ítalskar lírur (1.344,75), 1,3673 kanadískir dollarar (1,3682) og 155,90 jen (158,05). Verð á gulli lækkaði og var 408,80 dollarar únsan (410,50). íranir hafa margsinnis reynt að umkringja Basra og loka þjóð- veginum til Bagdað en jafnan orðið að hörfa. Séu yfírlýsingar þeirra í gær um sóknina að borg- inni á rökum reistar er um veru- lega landvinninga í Irak að ræða. írakar sögðu að íranir hefðu skotið eldflaug á íbúðahverfí Bag- dað, höfuðborgar Iraks, í gær- morgun. Sjónarvottar sögðu gífurlega sprengingu hafa kveðið við er eldflaugin hæfði skotmark sitt, en fregnir fóru ekki af afleið- ingum sprengingarinnar. Iranir héldu því einnig fram að Irakar hefðu gert loftárásir á borgir í íran og hefðu 170 óbreytt- ir borgarar beðið bana þegar íraskar þotur vörpuðu sprengjum á borgimar Bakhtaran og Khorr- amabad suðvestur af Teheran. Borgimar eru fjarri helzta átaka- svæðinu á syðst á landamærum ríkjanna. Alþjóða Rauði krossinn fordæmdi í gær írani og íraki og sakaði þá um að gera engan grein- armun á hernaðarlegum skot- mörkum og vamarlausum og mannmörgum íbúðahverfum. AP/Símamynd Á leið til sigvrs „Stars & Stripes", skúta siglingaklúbbsins i San Diego í undanúr- slitum um Ameríkubikarinn (America’s Cup) sést hér á leiðinni í mark í gær í fyrstu af sjö lotum keppninnar. „Stars & Strip- es“ kom í mark 1 mínútu og 19 sekúndum á undan skútunni „Nýja Sjáland" (New Zealand), sem sést í baksýn Nicaragua: Skæruliðar kynna stjórn- arskrá San Jose, Reuter. SKÆRULIÐAR í Nicaragua kynntu í gær sína útgáfu af stjórnarskrá fyrir landið, aðeins viku eftir að stjórn sandinista birti nýja stjórn- arkrá. Alfonso Robelo skæruliðaleið- togi kynnti stjómarskrá sinna manna á blaðamannafundi og sagði að á henni mundi lýðræði í Nicaragua grundvallast þegar fram í sækti. í henni er lögð áherzla á nauðsyn pólitísks fjöl- ræðis til þess að örva og tryggja þátttöku íbúanna í uppbyggingu pólitísks, efnahagslegs og félags- legs lýðræðis þar sem réttur þegnanna yrði jafn og óháður því af hvaða ætt- eða trúflokki þeir væru. Robelo sagði að stjómarskráin gerði ráð fyrir þingkosningum í umsjá Samtaka Ameríkuríkja (OAS) og að mynduð yrði meiri- hlutastjóm á grundvelli úrslita kosninganna. Her landsins og lög- regla yrði lögð niður og stofnaður nýr her og lögregla, sem lyti yfír- stjóm óbreyttra. Eintak af stjórnarskrá skæru- liða hefur verið sent stjómum allra ríkja í rómönsku Ameríku, Samein- uðu þjóðunum og stjóm Banda- ríkjanna og Kanada. Veðurhörkurnar í Evrópu: Dauðsföll og ringulreið í kjölfar brunakuldans London, Vín, Róm, Aþcnu, Moskvu og víðar. TUGIR manna létu líflð af völd- um frostgrimmdar, snjóbylja og ofsaveðurs í Evrópu um helgina. Óttast var, að matvælaskortur vegna kuldanna færi að þrengja að á sumum svæðum í Sovétríkj- unum. Aldrað fólk fannst látið i illa upphituðum íbúðum í Bret- landi. Fimm manns fórust í snjóbyl i Grikklandi og þriggja AP og Reuter. sjómanna er saknað á ítalíu. Veðurhörkumar grúfa sig þvert yfir meginlandið, frá Síberíu til Atlantshafs, og er búist við svipuðu áframhaldi næstu tvær vikumar að minnsta kosti, að sögn breskra veð- urfræðinga. „Það virðist ekkert lát á þessu ískalda loftstreymi að aust- an,“ sagði talsmaður veðurstofunn- ar í London. Heimsókn Nikolais Ryzhkov til Finnlands: Forðaðist yfirlýsingar og einbeitti sér að viðskiptum Helsinki, frá Lars Lundsten fréttaritara Morgunblaðsins. HEIMSÓKN Nikolais Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, til Finnlands í síðustu viku einkenndist ekki af stóryrtum yfirlýsingum um stöðu alþjóðamála. Forsætisráðherrann lagði megináherslu á viðskipti ríkjanna tveggja. Á fréttamannafundi í Helsinki sagði Ryzhkov að Finnar ættu þakkir skildar fyrir að hafa lagt sitt af mörkum til endurbóta á utanríkisviðskiptum Sovétríkjanna. Þar sem þetta var fyrsta heim- sókn Ryzhkovs til vestræns ríkis áttu menn von á að hann myndi reynast óragur að tjá sig um stöðu alþjóðamála. En Ryzhkov virtist vera fullkomlega sáttur við að vera efnahagssérfræðingur Sovétstjóm- arinnar. Allt sem hann sagði um öryggismál var sem bergmál af orðum Mikhails S. Gorbachev, leið- toga Sovétríkjanna. Ryzhkov neit- aði að svara spumingum um hvenær vænta mætti næsta fundar Gorbachevs og Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta. „Það er ekki tímabært að ræða hvenær þeir hitt- ast næst að máli. í Reykjavík urðu söguleg þáttaskil. Á þeim grunni verðum við að vinna,“ sagði Ryzhk- ov. Viðræður Ryzhkovs og finnskra embættismanna snemst einkum um viðskipti ríkjanna. Samkomulag náðist um stofnun finnsk-sovéskra sameignarfyrirtækja og verða Finnar þar með fyrstir til að stofna slík fyrirtæki í samvinnu við Sovét- menn. Kvaðst Ryzhkov telja vel við hæfí að nágrannaríkið nði á vaðið. Finnsk byggingarfyrirtæki hafa tekið að sér nokkur verkefni í Sov- étríkjunum. Þannig reistu fínnskir verktakar verksmiðjur og íbúaðar- húsnæði í borgunum Kostamus og Svetogorsk. Nú vinna fínnsk fyrir- tæki að hafnargerð í Tallinn. Telur Sovétstjómin ráðlegt að þess konar framkæmdir verði í höndum sam- eignarfyrirtækj a. Aðspurður um ástæður þessa sagði Ryzhkov að engin þjóð byggi yfír kunnáttu og getu á öllum svið- um. Því gæti reynst hentugra að kaupa þekkingu í stað þess að afla hennar sjálfur. Finnska flugfélagið Finnair hefur þegar gengið til samstarfs við sov- ésku ferðaskrifstofuna Intourist um rekstur hótels í Moskvuborg. Finnar annast alla sölu og þjónustu en rekstur og viðhald byggingarinnar er í höndum Sovétmanna. Snjór og frostbitra héldu öllu í heljargreipum um mestallt Bretland um helgina. Tíu manns hafa látist af völdum kuldans, þar af þrír aldr- aðir einstaklingar í illa upphituðum íbúðum. Miklar tmflanir hafa orðið á lestarsamgöngum í þessu mesta kuldakasti í aldarfjórðung. Miklir samgönguerfiðleikar vom í Austurríki og Austur-og Mið- Evrópu í kjölfar þriggja daga stanslausrar ofankomu og skaf- rennings. Víða urðu tafir í lestar- samgöngum og ferðir langferðabíla lágu niðri. Mestum vandræðum ollu bílar, sem fólk hafði orðið að yfír- gefa í ófærðinni. Langferðir lágu að mestu niðri í Tékkóslóvakíu, þar sem tveggja metra jafnfallinn snjór hindraði för í sumum hémðum landsins. Pólska fréttastofan PAP sagði, að þrír hefðu frosið í hel í norðausturhluta landsins. Ungverska útvarpið sagði, að tvær jámbrautarlestir hefðu lent í árekstri í nágrenni Búdapest. Báð- ir Iestarstjóramir fómst og átta farþegar slösuðust. Yfírgefa varð 5000 íbúðir í höfuðborginni, þegar fjarhitunarkefi gaf sig. Moskvusjónvarpið sagði frá mikl- um erfíðleikum í matvæla- og eldsneytisflutningum.þar sem þús- undir flutningabíla hefðu stöðvast af völdum frostanna. Sjónvarpið sagði, að víða væri orðið þröngt í búi, en ástandið færi heldur batn- andi. Þetta skyndilega áhlaup hefði leitt í ljós, að viðbúnaði væri víða ábótavant hjá sovésku þjóðinni, sem ætti þó að þekkja, hvaða afleiðingar frosthörkur gætu haft í för með sér. 48 manns hafa látist í eldsvoð- um, sem orðið hafa vegna bilunar í kynditækjum. Mikil veðurhæð, rigning og snjó- koma herjuðu á Ítalíu yfír helgina. Mörgum flugvöllum var lokað og samgöngur fóm úr skorðum. Þriggja sjómanna er saknað. Fimm manns fómst í ofsaveðri og snjóbyl í Grikklandi um helgina. Um 100 fjallaþorp einangmðust gersamlega vegna fannfergis. Á Costa del Sol á Spáni var ströndin þakin pálmatijám, þak- plötum og öðm braki, sem ofsaveðr- ið hreif með sér, og fjallsskörð lokuðust víða af völdum snjóa. Sakharov þáðiboð til Ítalíu SOVÉSKI andófsmaðurinn og nóbelsverðlaunahafinn Andrei D. Sakharov hefur þegið boð um að fara til Ítalíu í maímánuði til þess að sitja alþjóðlega ráðstefnu um kjarnfræðileg málefni. Að sögn blaðsins International Herald Tribune sagði Sakharov, sem leyft var að flytjast til Moskvu úr útlegðinni í Gorkí í síðasta mán- uði, að það væri undir vegabréfs- áritun sovéskra yfirvalda komið, hvort hann færi í þessa ferð. Það var leiðtogi æskulýðssam- taka ítalska Sósíalistaflokksins, sem kom boðinu á framfæri. Sak- harov sagðist hafa farið fram á það við ítalina, að þeir sendu boðið áfram til sovéskra stjómvalda, því að hann mundi ekki snúa sér til þeirra til að biðja um vegabréfsárit- un.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.