Morgunblaðið - 14.01.1987, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 14.01.1987, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987 Neysla fisklýsis dregfur úr hættu á hjartasjúkdómum ..... RANNSÓKNIR hafa sýnt fram á, að ríkuleg neysla fisklýsis dregur úr hœttu á hjartasjúk- dómum, og hafa visindamenn nú skipulagt fimm ára umfangs- miklar tilraunir þar að lútandi, að því er fram kemur í frétt bandaríska blaðsins Internatio- nal Herald Tribune nýlega. „Vera kann að fisklýsi eigi eftir að reynast mjög árangursríkt til að draga úr hættu á hjartasjúkdómum, auk þess sem það hefur jákvæð áhrif á öðrum sviðum," sagði dr. D. Craig Miller, prófessor á hjarta- deild Stanfordháskóla í Kaliforníu, í viðtali við UPI-fréttastofuna. Búist er við, að þessar tilraunir muni taka um fímm ár og verður kostnaðurinn við þær 11,1 milljón dollara. Fjárveiting fyrir þeirri upp- hæð hefur fengist frá Heilbrigðis- stofnun Bandaríkjanna, að sögn dr. Millers. Hann sagði, að efnið yrði í sam- þjöppuðu formi á belgjum, og gæti ekkert komið í stað þeirra annað en mikil neysla kaldsjávarfísks eins og tíðkast meðal grænlenskra frum- byggja. Rannsókn, sem gerð var á frum- byggjum í Grænlandi árið 1977, sýndi, að tíðni hjartasjúkdóma var mjög lág á meðal þeirra, og var það rakið til mikillar fískolíuneyslu. Frekari rannsóknir leiddu í ljós, að rengnika / I síáuíht Sprenqivthi Vðr potturinn fimm yniltióriir! ttvat veríur hánn mna? getraunir —leikur fyrir alla! hætta á hjartasjúkdómum stóijókst hjá þeim Grænlendingum, sem fluttust til Danmerkur og skiptu um mataræði. Handtökur að hefjast — vegna hótelbrunans San Juan; Puerto Rico, Reuter. HANDTÓKUR vegna hótelbrun- ans er varð 96 manns að bana í höfuðborg Puerto Rico, San Ju- an, á gamlárskvöld munu hefjast innan skamms, að sögn Rafaels Hernandez-Colon, landstjóra eyj- arinnar. Landstjórinn sem lét þessi orð falla á blaðamannafundi, er óvænt var haldinn í höfuðborginni gær, vildi ekki segja hversu margir yrðu handteknir né hveijir væru grunað- ir um að vera valdir að eldinum. Nefnd er rannsakað hefur upptök eldsins í Dupont Plaza hótelinu, telur að um vísvitandi íkveikju hafí verið að ræða og Hemandez-Colon hefur látið hafa það eftir sér, að íkveikjan geti verið í tengslum við deilur er staðið hafa yfir milli starfs- manna hótelsins og eigenda þess. Löggjafarþing eyjarinnar kom sam- an til fundar í gær eftir jólaleyfí og var fómarlamba branans minnst í upphafí þingfundar. Boðum Spámannsins fylgt Shenaz Leghari athugar sljórntæki flugvélar sinnar fyrir flug- tak. Samkvæmt boðum múhameðstrúarmanna hylur hún jafnan andlit sitt og skiptir þá engu hvort hún er á jörðu niðri eða ofar skýjum. Hún er ein fimm kvenna í Pakistan sem lokið hafa flug- prófi. Vestur-þýzka stjórnin fagn- ar EMS-samkomulasrinu Rnnn AP ^ Bonn, AP. VESTUR-ÞÝZKA sljórnin hefur fagnað samkomulagi því, sem náðist um helgina um að hækka gengi gjaldmiðla fjögurra aðild- arlanda EMS (Evrópska peninga- kerfisins) gagnvart gjaldmiðlum hinna aðildarlandanna. Hafa þeir Helmut Kohl kanslari, Martin Bangemann efnahagsmálaráð- herra og Gerhard Stoltenberg fjármálaráðherra allir farið já- kvæðum orðum um samkomulag- ið. Við annan tón kvað þó hjá Otto Lambsdorf, fyrram efnahagsmála- ráðherra. Sagði hann, að þessi ákvörðun ætti eftir að gera vestur- þýzkum útflutningi erfitt fyrir og fþyngja honum . í mörg ár. Gerði hann lítið úr jákvæðum ummælum Stoltenbergs um samkomulagið og sagði, að þau yrðu að skoðast „í ljósi kosningabaráttunar í Sam- bandslýðveldinu." Lambsdorf sagði, að það væra ekki sízt bændur í Vestur-Þýzka- landi, sem ættu eftir að fara með skarðan hlut frá borði vegna geng- isbreytingarinnar. Ignaz Kiechle, landbúnaðarráðherra, er hins vegar á öndverðum meiði og hefur lýst því yfír, að verð á landbúnaðrvöram verði í aðalatriðum óbreytt. Israel: Gengi sikils- ins var lækkað Jerúsalem. Reuter. GJALDMIÐILL ísraels, sikillinn, var í dag, þriðjudag, lækkaður um tíu prósent, gagnvart Banda- ríkjadollar, og er nú 1.64 i stað 1.48. Lækkunin er þvi rösk níu prósent. Þetta er fyrsta gengis- ÍækkUD í Ísrael í átján mánuði og segja stjórnvöld, sð þessi að- gerð nú sé i hvívetna eðliieg Og gerð til að styrkja ísraelskan útflutning. Einnig verði gerðar ýmsar hliðarráðstafanir til að reyna að tryggja að gengislækk- unin beri tilætlaðan árangur. í tilkynningunni um lækkun sik- ilsins er tekið fram, að sérstaklega sé þörf á að styðja við bakið á iðn- greinum hvers konar, í iðnaði beijist mörg fyrirtæki í bökkum vegna launagreiðslna. Þá verður á næst- unni dregið úr ýmsum niðurgreiðsl- um m.a. á matvælum. Samkvæmt heimildum Reutersfréttastofunnar verður reynt að draga úr útgjöldum til vamarmála, en efamál hvort samstaða verður um það í stjóm- inni. Einnig era umræður um að breyta tekjuskattsstiga og lækka hann á éfstU ,aun ur 60 prósentum í 45. Samtíma því að gTSlní var frá þessu og sagt að ráðstafanimar i heild yrðu kynntar fljótlega, var tekið fram, að verðbólga í Israel á 8.1. ári hafí verið 20 prósent, en hún var um 400 prósent um það bil, sem núverandi stjómarflokkar tóku við fyrir tæpum fjóram áram. Kaupmaður límdur við búðarborðið Manchester, Englandi. Reuter. SJÚKRALIÐAR, lögreglumenn og hjúkrunarkona stríddu við það í tvær klukkustundir á þriðjudagsmorgun að hjálpa kaupmanni nokkrum, Derek Ryan, sem hafði verið límdur á höndum við búðarborðið. Þjóf- ur kom askvaðandi inn í búð Ryans, rétt eftir að hann opn- aði í morgun. Segir Ryan að þjófurinn hafi öskrað á sig og hótað að skjóta sig niður. Síðan sprautaði bófinn tröllatakslím- inu á búðarborðið og skipaði angistarfullum kaupmanninum að leggja hendumar á borðið Að svo búnu flýði þjófurinn af vettvangi og hafði um 750 sterl- ingspund upp úr krafsinu, nærri 45.000 ísl. krónum. Lögreglumenn sem komu á vettvang gátu ekki losað kaup- maniiísn °K var Þá kallað á sjúkrabíl með þjaifjðú bði, en ekki gekk það heldur. Loks kom á staðinn hjúkranarkona með sterkan uppleysivökva og tókst henni að losa kaupmanninn úr líminu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.