Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 27
Kína
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987
27
'Where did we go wrong? ’
Hvar varð okkur á í messunni?
Gaddafi hvet-
ur til heilags
stríðs í Chad
London, AP.
MUAMMAR Gaddafi, Líbýuleið-
togi, hvatti í gær til heilags stríðs
gegn Hissene Habre, forseta
Chad. Hersveitir Habre eiga í
stríði við uppreisnarmenn sem
njóta stuðnings Líbýumanna.
Gaddafi sagði að Habre hefði
svikið fyrrum trúbræður sína og
tekið kristna trú. Hann væri Gyð-
ingur í þokkabót. „Hann leitar nú
ásjár hjá kristnum mönnum og
Gyðingum og það eru Frakkar, sem
ráða nú í N’djamena. Það er engin
stjórn heimamanna," sagði Gaddafi.
Líbýumenn hafa aðeins viður-
kennt að vera með nokkur hundruð
hermenn í Chad, en Frakkar halda
því fram að 8.000 líbýskir hermenn
taki þátt í aðgerðum uppreisnar-
manna þar í landi.
Suður-Kórea:
Framhjá-
hald kvenna
stóreykst
Seul. Reuter
ALGENGASTI glæpur sem kon-
ur í Suður-Kóreu drýgðu á árinu
1986 var að halda framhjá eigin-
mönum sinum. Við slíkum glæp
liggur alltað tveggja ára fang-
elsi. I ljós kom að framhjáhalds-
glæpir suður-kóreanskra kvenna
jukust í að vera um 16 prósent
allra kvennaglæpa en prósenttal-
an var 2 árið áður.
Meðal annarra glæpa sem konur
fengu dóma fyrir voru fjárhættu-
spil og valdbeiting á heimilum og
vinnustöðum. Mun nú mörgum
þykja aðkallandi, að könnun verði
gerð á þessu atferli kvennanna og
hver skýringin gæti verið á skyndi-
legri hegðunarbreytingu þeirra, að
því er Reuter segir.
Hugmyndirnar eru
hættulegar en ekki
námsmennirnir
- segir Deng Xiaoping, leiðtogi
kommúnistaflokksins
Peking, Reuter.
DENG XIAOPING, leiðtogi
kinverska kommúnistaflokksins,
sagði í gær að and-sósíalískar
hugmyndir væru mun meiri ógn-
un en mótmæli þúsunda náms-
manna. Er þetta í fyrsta skipti
sem Deng ræðir mótmæli og
kröfugöngur kínverskra náms-
manna á opinberum vettvangi.
Deng ræddi í gær við Noboru
Takeshita, aðalritara Fijálslynda
lýðræðisflokksins í Japan, og lét
þá þessi orð falla. Takeshita átti
að eiga fund með Hu Yaobang,
formanni kínverska kommúnista-
flokksins, en honum var óvænt
frestað. Vakti þetta nokkra athygli
og skýrði japanska fréttastofan
Kyodo frá því í gær að Deng hefði
gagnrýnt Hu harðlega á neyðar-
fundi, sem boðað var til 30.
desember, vegna þess að honum
hefði ekki tekist að koma í veg
fyrir að mótmæii námsmanna
breiddust út. Hu hefur ekki sést
opinberlega frá 29. desember og
hafa kínverskir embættismenn sagt
hann vera veikan.
Noburo Takeshita sagði að Deng
hefði ekki haft miklar áhyggjur af
mótmælum námsmanna. „Mótmæli
nokkurra námsmanna munu ekki
kollvarpa stjómkerfí Kína,“ mun
Deng hafa sagt. Hins vegar hafði
Deng sagt að óneitanlega væri við
erfíðleika að glíma á sviði hug-
myndafræðinnar. Deng lýsti þeirri
skoðun sinni að ákveðin öfl innan
og utan kommúnistaflokksins, sem
væru fylgjandi vestrænni hug-
myndafræði, hefðu hvatt náms-
mennina til mótmæla. Deng sagði
Takeshita að stjómvöld í Kína hefðu
enga stefnubreytingu á prjónunum
þó svo að hann væri sannfærður
að námsmenn myndu áfram heillast
af vestrænum hugmyndum um lýð-
ræði og frelsi. Slíkt væri fylgifískur
hinnar umburðarlyndu stefnu
kínverskra ráðamanna.
FJORH JOLADRIFINN
. SKUTBÍLL
FRA ALFA ROMEO
UMSAGNIR BÍLASÉRFRÆÐINGA
DAGBLAÐANNA UM ALFA ROMEO 33
HAFA ALLAR VERIÐ Á EINN VEG:
HREINRÆKTAÐUR GÆÐINGUR
ALFA 33 4x4 GIARDINETTA er
allt I senn:
SPORTBÍLL, sem veitir ökugleði
og öryggi vegna aksturseiginleika
og krafts.
FJÖLSKYLDUBÍLL, með nægt
rými fyrir alla meðlimi fjölskyld-
unnar og farangur.
TORFÆRUBÍLL, sem kemst
leiðar sinnar I snjó og illfærð.
Þennan draumabíl getur þú nú
eignast, þvl við höfum náð ótrú-
lega hagstæðum samningum og
bjóðum þér ALFA ROMEO 33
4x4 skutbil á aðeins kr. 584.000.-
INNIFALIÐ í VERÐI: Rafdrifnar
rúður og læsingar, litað gler, fjar-
stilltir útisþeglar, þokuljós
framan og aftan, metalic lakk,
þurrkur og sprautur á afturrúðu,
þrýstisprautur á framljósum,
digital klukka, veltistýri o.m.fl.
6 ára ryðvarnarábyrgð.
JÖFUR HF
NÝBYLAVEGI 2
KÓPAVOGI
SÍMI 42600